Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990
Sérstaða veiða og
vinnslu úthafsrækju
eftir Lárus Jónsson
íslendingar halda gjarna hátt á
loft sérstöðu sinni, þegar þeir
þurfa á því að halda að semja við
aðrar þjóðir. Þá eiga útlendingar
að hlusta grannt og fara helst í
einu og öllu að ráðum þessarar
einstæðu þjóðar. Menn skyldu því
ætla að íslendingar sjálfir hefðu í
ríkum mæli til að bera skilning á
sérstöðu, tM. hagsmunahópa,
landshluta eða byggðarlaga innan
síns eigin samfélags.
Þessu er þó því miður oft ekki
þannig háttað. Nýlega varð ég
þess áþreifanlega var í umræðum
um stjóm fiskveiða, sem átt hafa
sér stað undanfarið. í nefnd sem
um þetta hefur fjallað hef ég reynt
að gera fulltrúum hagsmunaaðila
í sjávárútvegi grein fyrir sérstöðu
veiða og vinnslu úthafsrækju mið-
að við aðrar vinnslugreinar. Þar
fengu tillögur rækjuframleiðenda
um nauðsyn vinnslukvóta úthafs-
rækju litlar sem engar undirtektir.
Sú sérstaða, sem þessar tillögur
byggjast á, er þó afar greinileg
og augljóst að taka þarf tillit til
hennar, ef nýta á þessa auðlind á
hagkvæman hátt.
Úthafsrækja er auðlind sem
gefiir af sér 4 til 5 milljarða í ár
Úthafsrækjuveiði og vinnsla er
ung atvinnugrein á íslandi. Upp-
haf hennar má rekja til þess að
Hafrannsóknastofnun hóf leit að
úthafsrækju árið 1966 og síðar
fundust allgóð mið við Grímsey
og Kolbeinsey 1969. Veiðamar
fóra þó hægt af stað. Það var
ekki fyrr en árið 1983 í kjölfar
Lárus Jónsson
takmarkana á sókn í aðra fiski-
stofna, sem veiðamar tóku að
færast í núverandi horf (sjá mynd).
Úthafsrækja er nú orðin að auðlind
sem væntanlega gefur um 4 til 5
milljarða verðmæti í þjóðarbúið á
þessu ári, þrátt fyrir samdrátt í
veiði síðustu tveggja ára. í fyrra
varð verðmæti rækju og loðnuaf-
urða nánast það sama, nálægt 5,5
milljarðar, en það samsvarar rúm-
Iega tvöföldu verðmæti síldaraf-
urða á því ári svo tekið sé mið af
öðram þekktum sjávarútvegs-
greinum, en oft vill brenna við að
menn vanmeti þessa ungu at-
vinnugrein, úthafsrækjuiðnaðinn
(sjá'mynd).
„Sé einungis miðað við
sölu rækjukvóta milli
útgerðaraðila hafa 44%
rækjukvótans gengið
þannig kaupum og söl-
um, en samsvarandi
tala er 17,4% í þorsk-
kvóta. Óveidd úthafs-
rækja hefur því vænt-
anlega af illri nauðsyn
verið seld í miklum mun
meira mæli en þorsk-
ur.“
Eignartengsl milli rækjuskipa
og vinnslustöðva eru allt önnur
en í bolfiskveiðuni og vinnslu
Frá því úthafsrækjuveiðar hóf-
ust voru vinnslustoðvar í landi
bakhjarl veiðanna. Auðvitað þurfti
að tryggja þá gagnkvæmu hags-
muni að kaupendur fengjust að
því hráefni, sem veiddist. Þetta
var oft gert á þann hátt að vinnslu-
stöðvar á stöðum, sem liggja vel
við miðunum, leigðu báta til
rækjuveiða. Vinnslustöðvarnar
vora þannig ekki síður framheijar
í að hagnýta úthafsrækjumiðin en
útgerðir báta og skipa, þótt bein
eignartengsl hafi alla tíð verið mun
minni milli rækjuvinnslustöðva og
veiðiskipa heldur en gerist í botn-
fiskveiðum og vinnslu. Á yfir-
standandi ári eru um 33% úthafs-
rækjukvótans í höndum útgerða
skipa, sem era í einhveijum eign-
artengslum við rækjuvinnslustöðv-
ar. Segja má að þessu sé nánast
öfugt farið að því er varðar botn-
fiskveiðarnar. Þar er sambærileg
tala um 80% að talið er.
Eignartengsl milli vinnslustöðva
pg veiðiskipa era því sem hér segir:
í úthafsrækju 33%
í botnfiski 80%
Tvöföld sala á rækjukvóta
miðað við þorsk
Árið 1983 stunduðu 87 bátar
veiði á úthafsrækju en í ár era
245 bátar og skip með kvóta á
þessar veiðar alls 21.753 tonn.
Af þessum skipum og bátum hafa
90 innan við 50 tonna rækjukvóta.
Kvóti var tekinn upp í úthafs-
rækjuveiðum árið 1988. Þá var
miðað við að 36.000 tonn veidd-
ust. Við úthlutun á því ári var
tekin sú ákvörðun að loðnuflotinn
skyldi fá 12.000 tonn af því í sinn
hlut eða '/?. og var þá ekki tekið
tillit til reynslu þessara skipa á
rækjuveiðum. Svonefnd sérveiði-
skip fengu einnig mikið af rækju
í sinn hlut þannig að tiltölulega
lítið skiptist milli fjölda almennra
rækjubáta. Þessar ákvarðanir
hafa valdið því að litlir kvótar urðu
ennþá minni, þegar heildarkvótinn
var skorinn niður úr 36.000 tonn-
um 1988 í 22.000 tonn í ár.
Félag rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda benti ítrekað á að þessi
aðferð til úthlutunar úthafsrækju-
kvóta hlyti að hafa það í för með
sér að of mörg skip og bátar
fengju of lítið í sinn hlut til þess
að þau teldu sig geta nýtt þessar
heimildir á hagkvæman hátt. Nið-
urstaðan yrði veraleg tilhneiging
til kvótasölu. Þetta hefur gengið
eftir og kemur glöggt fram á töflu
hér á eftir:
Úthafsrækjukvóti 1989 tonn
Kvóta- Úthlutað %
sala kvóta sala
Loðnuskip 3.628 6.056 59,9%
Sérveiðiskip 1.262 4.756 26,5%
Önnurveiðiskip 6.429 11.144 57,7%
Samtals: 11.320 21.956 54,4%
Sé einungis miðað við sölu
rækjukvóta milli útgerðaraðila
hafa 44% rækjukvótans gengið
þannig kaupum og sölum, en sam-
svarandi tala er 17,4% í þorskk-
vóta. Óveidd úthafsrækja hefur
því væntanlega af illri nauðsyn
verið seld í miklum mun meira
mæli en þorskur.
Frönsk kvikmyndahátíð í Regnboganum:
Leiksíjórinn má ekki
þekkja leikarann of vel
- segir kvikmyndaleiksljórinn Alain Jessua
Leikstjórinn Alain Jessua fæddist í París árið 1932 og hefur
verið viðloðandi kvikmyndir frá því hann fékk fyrst vinnu við þær
tæplega tvítugur að aidri. Hann byijaði sem lærlingur hjá leik-
stjóranum Jacques Becker, síðan hjá Jacques Baratier og Max
Ophuls, áður en hann gerði sína fyrstu mynd árið 1956. Það var
stuttmyndin Leon la lune en fyrir hana fékk Jessua frönsku Jean
Vigo-verðlaunin. Fyrsta kvikmynd hans í ftillri lengd var La vie
a I’envers árið 1963. Alain Jessua er nú gestur á frönsku kvik-
myndahátiðinni sem hófst í Regnboganum á laugardag og lýkur
á föstudaginn. Nýjasta mynd hans I mesta sakleysi (En toute innoe-
ence) er sýnd á hátíðinni og var Alain viðstaddur sýningu hennar
á sunnudaginn. Blaðamaður Morgunblaðsins átti viðtal við Jessua
skömmu fyrir sýningu myndarinnar.
Þú byijar mjög ungur að vinna
við kvikmyndir. Var þetta
draumastarfið?
„Já, það má kannski segja það.
Foreldrar vinar míns í mennta-
skóla störfuðu sem framkvæmda-
stjórar fyrir kvikmyndir og oft
þegar við áttum frí fóram við í
kvikmyndaverin til að fylgjast
með tökum. En á þessum tíma
vora myndir oftast teknar í kvik-
myndaveram. Mér fannst kvik-
myndaverin stórkostleg og að sjá
allt þetta fólk vera að vinna við
að búa til drauma."
Alain lærði kvikmyndaleik-
stjóm, sem aðstoðarmaður
þekktra leikstjóra í kvikmyndum,
einsog áður sagði, en það tók sinn
tíma. Því þó hann fengi viður-
kenningu fyrir stuttmynd sína
Leon la lune árið 1956, fannst
honum hann ekki vera búinn að
læra nóg og það liðu sex ár þar
til hann réðst í að gera kvikmynd
í fullri lengd. Á meðan starfaði
hann sem aðstoðarmaður.
Fyrsta myndin hans í fullri
lengd, La vie a l’envers, ijallar
að hans sögn um mann sem finn-
ur hamingjuna í einmanaleikanum
og gerir alla í kringum sig óham-
ingjusama. Hann skrifaði handri-
tið sjálfur og fékk verðlaun fyrir
það í Frakklandi, auk verðlauna
á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Fjallar La vie a l’envers kannski
um þig sjálfan?
„Áð vissu marki, já. Því persón-
ur í kvikmyndum og bókum hljóta
alltaf að endurspegla höfund
þeirra á einhvern hátt. Þegar
Gustave Flautbert sagðist vera
Madame Bovary, var hann að
segja satt. Maður verður að elska
persónurnar sem maður skapar
og þess vegna lætur maður mikið
af sjálfum sér í þær. Líka þær sem
eru vondar.“
Gagnrýni á það sem miður fer
í þjóðfélagi nútímans er að finna
í flestum mynda þinna, ekki rétt?
„Listamenn hljóta að bregðast
við því sem þeim mislíkar í þjóðfé-
laginu og það má kannski kalla
það gagnrýni. Það er þó ekki allt-
af þannig og í nýjustu mynd
minni, I mesta sakleysi, langaði
mig aðeins til að segja sögu með
góðum leikurum. Án nokkurs boð-
skapar. En þegar maður kryfur
hvaða sögu sem er til mergjar
býst ég við að alltaf megi finna
í henni einhveija þjóðfélagsá-
deildu. Hið sama á við um mál-
verk og kvikmyndir. Og næsta
mynd mín telst áreiðanlega vera
gagnrýni á þjóðfélag nútímans,
því hún fjallar um sjónvarpið. Um
sjónvarpsfréttamann sem kemur
fyrir myndbandstökuvélum inni á
heimili franskrar fjölskyldu til að
gera heimildarmynd um líf
þeirra."
Skrifarðu alltaf handritið að
myndunum þínum sjálfur?
„Ekki alltaf, en ég tek alltaf
einhvem þátt í því að skrifa það.
í mesta sakleysi er til dæmis
byggð á skáldsögu (Suicide a
l’amiable e. Andrey Lay) og ég
skrifaði handritið ásamt vini
mínum (Dominique Roulet).“
Hvað í þessari sögu vakti áhuga
þinn?
„Mig langaði til að reyna að
gera hefðbundna franska mynd,
eins og þær voru fyrir stríð. Þar
sem leikstjórinn er bara að segja
sögu með góðum leikuram, án
nokkurs boðskapar. Og mér
fannst þessi saga áhugaverð. Ég
fékk líka tækifæri til að vinna *
með mjög góðum leikurum; Mic-
hel Serrault, Nathalie Baye og
Suzanne Flon.“ Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem Alain Jessua vinn-
ur með úrvals leikurum því meðal
þeirra sem leikið hafa í myndum
hans era Jean-Pierre Cassel,
Claudine Auger (Jeu de massacre
1966), Alain Delon, Annie Girard-
ot (Traitement de choc 1973),
Jean Yanne, Michel Cuchaussoy
(Armaguedon 1977) og Gérard
Deperdieu (Les chiens 1979).
Áuk þeirra mynda sem nefndar
hafa verið hér á undan hefur
Jessua gert Paradis pour tous
(1982) og Frankenstein 90
(1984). Það eru átta myndir á 23
ára ferli.
Hvemig stendur á því að þú
hefur ekki gert fleiri myndir?
„Til þess liggja ýmsar ástæður.
Á milli þess sem ég gerði aðra
og þriðju myndina ætlaði ég að
gera mynd í Bandaríkjunum, en
tókst ekki að fjármagna hana.
Ég tapaði þar þremur árum. Það
er ekki eina myndin sem ekkert
hefur orðið af að ég gerði, en slíkt
er eðlilegt í þessum bransa. Þess
vegna era myndimar ekki fleiri.“
Bandaríkin segir þú. Langar
þig til að gera myndir þar?
„Nei. Til að geta gert góða
mynd i Bandaríkjunum þarftu að
vera Bandaríkjamaður. Það er
ekki hægt að gera myndir um
fólk í einhveiju landi sem maður
þekkir ekki, því maður lítur það
allt öðrum augum en heimamenn.
Fyrsta mynd Milos Formans í
Bandaríkjunum varð til dæmis
vinsæl í Evrópu, ekki Banda-
ríkjunum. — Síðan hefur hann
gerst Bandaríkjamaður."
Ég hef lesið að þér líki vel við
leikara?
„Já, mér líkar vel við þá. Það
er að segja vinnuna þeirra. Ég
kann ekki sérlega við við þá sem
manneskjur," segir Alain Jessua
og skellihlær. „Nei, ég er að
grínast. Vandamál leikstjórans
gagnvart leikuram er hið sama
og almennings; maður má ekki
þekkja leikarann of vel. Hann
verður að geta komið manni á
óvart. En ef hann er vinur manns
þekkir maður allar hliðar persónu-
leika hans og þá getur hann ekki
lengur komið manni á óvart. Þess
vegna stofna ég aldrei til of ná-
inna kynna við leikara þó ég eigi
í góðum og vinsamlegum sam-
skiptum við þá meðan á töku
myndarinnar stendur. Og haldi
jafnvel góðu sambandi við þá
áfrarn."
MEO