Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 Reuter Kohl sextugur Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, varð sextugur í gær og hélt flokkur hans, Kristilegir demókratar, honum hóf í tilefiii dagsins i Bonn. Stjórnmálaskýrendur telja að af- skipti Kohls af kosningabaráttunni hafi ráðið miklu um stórsigur syst- urflokks kristilegra í fyrstu frjálsu kosningunum í A-Þýskalandi 18. mars. Persónulegar vinsældir hans eru miklar austanmegin en í ný- legri vinsældakönnun tímaritsins Der Spiegels, sem gerð var í V- Þýskalandi, varð Kohl í níunda sæti, og var væntanlegur keppina- utur hans um kanslaraembættið, jafnaðarmaðurinn Oskar Lafonta- ine, mun ofar á listanum. „Það hefur gengið á ýmsu en ég mun seint gleyma kvöldi hins 18. mars,“ sagði kanslarinn við hjartanlegan fögnuð viðstaddra í gær. Yaldhafar í Rúmeníu sæta vaxandi gagnrýni: Kröftir um að fyrrum kommún- istar sitji ekki í æðstu stöðum Búkarest. Frá Ásgciri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. HERMENN, gráir fyrir járnum, taka á móti ferðamönnum við komuna til Otopeni-flugvallar í höfuðborg Rúmeníu, Búkarest. . Oryggisgæsla er ströng í borginni og fjöldi hermanna umkringir höfuðstöðvar Endurreisnarráðsins við Sigurtorgið (Piaca Victori- ei) í miðborginni. Bryndrekar eru einnig hafðir til taks þar nærri og við allar mikilvægar byggingar getur að lita grænklædda dáta, vopnaða sjálfvirkum hríðskotarifflum af gerðinni AK-47. Reuter Mannftöldi á útifundi við aðalstöðvar sjónvarpsins í Búkarest á sunnudag. Hrópuð voru slagorð gegn pólitískri spillingu hjá sjón- varpinu og sönglað „Niður með Iliescu!,“ „Aldrei aftur kommún- isma!“ Um síðustu helgi voru eitt hundrað dagar liðnir frá því að útvarpið í Búkarest tilkynnti að einræðisherranum illræmda, Nic- olae Ceausescu, hefði verið steypt af stóii. Tilkynningin, sem var svohljóðandi: „Antikristur hefur verið sigraður!" segir allt um hug Rúmena til valdaklíku Ceau- sescu-hjónanna. Þremur dögum síðar, þann 25. desember', voru þau Nicolae og Elena Ceausescu tekin af lífi. Aftakan sjálf sætti nokkurri gagnrýni á Vesturlönd- um en enginn efi er á því að rúm- enska þjóðin taldi líflátsdóminn réttláta refsingu fyrir fyrir þau óhæfuverk sem unnin voru í nafni sósíalismans í tíð þeirra hjóna. Margir segja að þótt Ceausescu- hjónin engist um í eldum vítis til eilífðarnóns verði myrkraverka þeirra aldrei að fullu hefnt. Hat- rið er lyginni líkast og margir tárast þegar þeir rifja upp bylting- una og ógnarstjórnina. Hins vegar segir fólk, sem Morgunblaðið ræddi við í Búkarest, að öryggis- lögreglan illræmda, Securitate, starfi ekki lengur og því séu Rúm- enar nú frjálsir. Þótt hermenn séu nánast á hverju strái ríkir nú sýnilega ekki sama ógnarástandið og áður. Spenna fer á hinn bóginn ört vax- andi á pólitíska sviðinu. Ríkis- stjórn Endurreisnarráðsins sætir vaxandi gagnrýni vegna tengsla núverandi ráðamanna við gamla kommúnistaflokkinn. Stjórn og stjórnarandstaða halda reglulega íjöldafundi á Sigurtorginu og raunar víðar í Búkarest, líkt og gerðist síðastliðinn sunnudag. Þá komu nokkur þúsund manns sam- an til lýsa yfir andúð sinni á ríkis- stjórninni. Mótmælin fóru frið- samlega fram. Mikill tilfinninga- hiti einkenndi fundinn, fólkið hrópaði slagorð gegn ríkisstjórn- inni og kommúnistum en hermenn óku bryndrekum að höfuðstöðvum stjórnvalda. Daginn áður höfðu um 300 manns komið saman til að lýsa yfir hinu gagnstæða, þ.e. stuðningi við stjórnina. Óvissa og örvænting Athygli vekur að stjórnarand- staðan er tekin að krefjast þess að bundið verði í lög að forseti landsins megi engin tengsl hafa eða hafa haft við kommúnista- flokkinn. Krafa þessi beinist sýni- lega gegn Ion Iliescu, sitjandi for- seta bráðabirgðastjórnarinnar, sem fara mun með völdin þar til kosningar hafa verið haldnár þann 20. næsta mánaðar. Fram til þessa hefur þótt líklegt að Endurreisnarráðið fari með sigur af hólmi í kosningunum. En eftir því sem Rúmenar aðlagast málfrelsinu, sem nú hefur verið innleitt í landi þeirra, því greini- legri verður óánægjan. Verður ekki betur séð en fylgið við stjórn- ina fari minnkandi, a.m.k. í Búk- arest, og tengsl ráðamanna við ógnarstjórn Ceausescu verði helsta kosningamálið. Nýir vald- hafar verða ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Óvissa ríkir í stjórnmálum, herafli landsins tryggir friðinn, örvæntingin er mikil og skorturinn hróplegur. Alþjóðaþingmannasambandið: Tillögu um sameiginlega yf- irlýsingu um Litháen liafiiað FORMENN norrænu sendinefndanna á þingi Alþjóðaþingmanna- sambandsins (IPU) afhentu í gær sovésku sendineftidinni sameigin- leg mótmæli vegna fyrirhugaðra tilrauna Sovétmanna með kjarn- orkuvopn á eyjunni Novaja Zemlja við Barentshaf. íslenska nefnd- in, alþingismennirnar Geir H. Hciarde, Ólafur Þ. Þórðarson og Sighvatur Björgvinsson, lögðu til að norrænu nefndirnar afhentu Sovétmönnum einnig sameiginlega yfírlýsingu um ástandið í Lit- háen, en ekki reyndist áhugi á því, að sögn Geirs H. Haarde, formanns íslensku neftidarinnar. Geir H. Haarde sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði vakið máls á sjálfstæðisbaráttu Búlgaría: Þingkosning- ar ákveðnar í júnímánuði Sofíu. Reuter. ÞJÓÐÞINGIÐ í Búlgaríu sem kommúnistar ráða að mestu sam- þykkti í gær að halda frjálsar þingkosningar í júnímánuði og útneftidi umbótasinnann Peter Mladenov forseta. Þingið samþykkti einnig með yfirgnæfandi meirihluta á þessari síðustu önn sinni áður en það verð- ur leyst upp að leyfa stofnun stjórn- málaflokka sem taka þátt í kosning- unum 10. og 17. júní — og leggja þar með niður einsflokkskerfið. Þingið felldi niður orðið „sósíal- alískur" úr stjórnarskránni og sétti orðið „lýðræðislegur" í staðinn. Litháa á fundi formanna norrænu nefndanna með sovéskum fulltrú- um og lýst þar áhyggjum íslensku nefndarinnar vegna þróunar mála í Eystrasaltsríkinu. Hann hefði lagt áherslu á að það væri von íslensku nefndarinnar að Sovét- menn beittu ekki vopnum gegn Litháum og fundin yrði friðsamleg leið til þess að Litháen fengi fullt sjálfstæði og sömuleiðis hin Eystrasaltslýðveldin ef þau óskuðu þess. „Sovéski fulltrúinn, Alexej S. Elísjev, sagði stjóm sína hafa sýnt mikla þolinmæði vegna ástandsins í Litháen og að ekki væri ætlunin að beita vopnavaldi. Hann sagði íbúa Litháens ekki búna undir sjálfstæði, hvorki efnahagslega né pólitískt, og væru sjálfir að átta sig betur á því. Það væri ekki fyr- ir hendi formleg leið fyrir sovésku lýðveldin að segja skilið við Sov- étríkin en í undirbúningi væri lög- gjöf sem gera myndi slíkt kleift. Þegar þar að kæmi gætu Eystra-' saltsríkin sagt sig úr lögum við Sovétríkin eftir eðlilegum leiðum ef þau kærðu sig um. Augljóst væri að slíkt gæti ekki gerst á skammri stundu heldur hlyti það að taka tíma,“ sagði Geir. OPINN FUNDUR N Y EVROPA... B r e y 11 Evropa í tilefni stofnafmælis Atlantshafsbandalagsins efnir Utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins til opins fundar um málefni Evrópu í Holiday Inn, í dag, miðvikudaginn 4. apríl, og hefst hann kl. 16.30. í brennidepli verður þróun mála í Evrópu vegna skipbrots kommúnismans í álfunni auk fyrirhugaðs samruná ríkja Evrópubandalagsins árið 1992 og áhrif þessa á stjórnmál, efnahagsmál og öryggismál með sérstöku tilliti til Islands rædd. Matthías á. Matthiesen, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra. Fundinn setur: Málshefjendur: Fundarstjóri: ARNÓR HANNIBALSSON, prófessor. BJÖRN BjARN ASON, aðstoðarritstjórí. GUÐMUNDUR H. GARÐARSSON, alþingismaður. ÓLAFUR ÍSLEIFSSON, hagfncBingur. RAGNHILDUR HELGADÓTTIR, alþingismaður. HREINN LOFTSSON, formaður Utanríkisnefndar Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn Er Öllum Opinn Og Er Allt Áhuga- fólk Um Utanríkismál Hvatt til Þess Að Koma. UtanríkismálanefndSjálfstæðisflokksins, Utanríkismálanefnd Sambands ungra sjálfstsðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.