Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 29 Samninganefiid starfsmanna ISAL: Starfsmönnum hefiir fækkað verulega og framleiðsla aukist DAGINN áður en vinnustöðvun hófst hjá ÍSAL, föstudaginn 30. mars, er viðtal við dr. Roth forstjóra ísal í Morgunblaðinu með yfirskrift- inni „Ekki deilt um peninga". Þar ræðir forstjórinn m.a. um starfs- mennina, fyrirtækið og samningamálin. Vegna þessa viðtals telur samninganeftid verkalýðsfélaganna óhjákvæmilegt að koma eftirfar- andi á framfæri. 1. Starfsmenn ÍSAL I viðtalinu eru starfsmennirnir bornir þeim sökum að hafa stundað fjárkúgun og þvingunaraðgerðir gagnvart fyrirtækinu sl. 20 ár og ótilgreindir hópar eru sakaðir um hyskni í vinnu. Ásökunum um fjár- kúgun starfsmanna hefur . verið svarað sérstaklega. í viðtalinu segir orðrétt m.a.: „Auk þess höfum við greitt starfsmönnum okkar 0,5% launahækkun vegna samkomulags við þá um að þeir hætti kaffihléum. Þeir fá nú greitt samkvæmt því en engin kaffihlé hafa verið lögð nið- ur.“ Þessi ummæli verða ekki skilin öðruvísi en svo að starfsmenn hafi ekki staðið við gerðan samning um að leggja niður kaffihlé en fái samt sem áður umsamdar greiðslur. Þessi fullyrðing forstjórans er alröng. Hér er um að ræða greiðslur vegna sparnaðar og betri nýting vinnutíma vegna kaffihléa sem búið er að fella niður og hafa ekki verið tekin upp aftur. Um þetta hefur aldrei verið neinn ágreiningur, samningsákvæð- ið er skýrt og furðulegt að slíku skuli haldið fram eins og reyndar ýmsu öðru í þessu viðtali. Þá er fullyrt að hópar starfsmanna vinni aðeins 2-3 klst. á dag og afkasti engu meiru nú en fyrir 20 árum þrátt fyrir tæknibreytingar. Slíkar fullyrðingar ef réttar væru lýsa því að meira en lítið er bogið við skipu- lagningu og stjórnun í fyrirtækinu. Staðreynd málsins er sú að starfs- mönnum í einstökum hópum í heild sinni hefur fækkað verulega og framleiðsla aukist. Það skal skýrt tekið fram, að í kjarasamningi við ísal eru engin samningsákvæði um tiltekinn fjölda starfsmanna í heild eða einstökum störfum. 2. Fyrirtækið í öðru lagi er dregin upp sú mynd af fyrirtækinu að það hafi frum- kvæði að launahækkunum og fé- lagslegum úrbótum fyrir starfs- menn. í viðtalinu er beinlínis sagt að þær framieiðslutengdu launa- greiðslur sem eru í kjarasamningi en ÍSAL/VSÍ neitar að framlengja hafi verið greiddar í „þakklætis- skyni við starfsmenn“. Staðreyndin er sú að þessi atriði eru tilkomin vegna kröfu frá starfsmönnum og hafa náðst fram í samningum und- anfarinna ára. Til þess að dr. Roth njóti sannmælis er rétt að taka fram að hann hafði jákvæða afstöðu í viðræðum um sérstaka vinnustöð fyrir starfsmenn sem af heilsufars- ástæðum geta ekki lengur unnið við erfíðar aðstæður í fyrirtækinu og það sama gilti um afstöðu hans til flýtingu starfsloka. 3. Samningarnir í þriðja lagi fjallar viðtalið um þá kjaradeilu sem nú er uppi í álver- inu og snýst um það að VSÍ/ÍSAL neita að framlengja samningsgrein um tengsl launa og framleiðslu. Forstjórinn gefur sér það sem for- sendu að framlenging á samnings- greininni sé brot á samningi ASÍ/ VSÍ frá 1. febrúar. Þetta sé grund- vallarregla sem þeir brjóti ekki og því sé málið allt á ábyrgð verkalýðs- félaganna. Á öðrum stað í viðtalinu segir orðrétt „fyrir tveimur vikum buðum við starfsmönnum nánast sömu upphæð og fólgin var í „ein- greiðslunni" í fyrra“. Af þessu er ljóst að annað hvort er grundvallar- reglan fyrirsláttur eða hún skiptir ekki máli ef ÍSAL hefur fyrir sér aukinn hagnað vegna fækkunar starfsmanna. Það er alvarlegt mál þegar for- stjóri gefur í skyn að samninga- nefnd verkalýðsfélaganna sé með kröfum og boðun vinnustöðvunar að ganga þvert á þá yfirlýsingu sem fram kemur í 2. mgr. 1. gr. ASI/ VSÍ samnings frá 1. febrúar en þar stendur: „Fullti'úar í samninga- nefndum og þau félög og sambönd, sem að samningnum standa munu gera sitt ítrasta til að fá framlengt þeim kjarasamningum, sem nú eru í gildi, með þeim ákvæðum og efni, sem í samningi þessum felast fyrir 5. mars nk.“ Ábyrgð samningsaðila er jöfn. Samninganefnd verkalýðsfélaganna hefur staðið við ofangreint ákvæði og þá stefnu sem mörkuð var í ASI/VSI samningi 1. febrúar og starfsmenn ÍSAL hafa samþykkt að fara þá leið. Það er hins vegar ljóst af viðtai- inu við forstjórann að hann hafnar því að framlengja kjarasamningi með þeim framleiðslutengdu launa- bótum sem í honum eru. Vinnuveit- endasambandið hefur þá skyldu að fá ÍSAL sem er aðili að VSÍ til að framlengja kjarasamninginn. Veitingahúsið við Bláa lónið Grindavík: Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Nýtt veitingahús hefur opnað við Bláa lónið Grindavík. VÍKURLÓN hf. í Grindavík hefúr opnað nýjan veitingastað við Bláa lónið. Staðurinn stendur rétt vestan við Hótel Bláa lónið. Guðjón Jónsson, einn eigend- akstur til og frá veitingastað. anna, sagði í viðtali við Morgun- blaðið að líklega verði staðurinn nefndur Veitingahúsið við Bláa lónið. Hann sagði að boðið yrði upp á fjölbreyttan matseðil með fisk- og kjötréttum auk þess að vera með austurlenskan matseðil. Þá sagði Guðjón að matsala yrði fyrir hótelgesti Bláa lónsins. Ýmis þjónusta verður við matargesti ss. Matsalurinn á nýja veitinga- staðnum er í gamla kaupfélags- húsinu sem var flutt frá Grindavík en í viðbyggingu eru anddyri og eldhús. „Það verður okkur keppikefli að gera alla ánægða með matinn og þjónustuna og kannski ekki síst umhverfið," sagði Guðjón að lokum. pó Þyrluvinafélag’ið stofhað STOFNAÐ hefiir verið félag áhugamanna um björgun og sjúkraflutn- inga með loftförum á íslandi. Félagið neftiist Þyrluvinafélagið. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA I 3. apríl. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 82,00 80,00 , 81,07 8,580 695.540 Þorskur(óst) 90,00 50,00 81,44 4,452 362.583 Ýsa 118,00 118,00 118,00 1,888 222.784 Ýsa (ósl.) 50,00 50,00 50,00 0,041 2.050 Karfi 44,00 44,00 44,00 0,982 43.208 Ufsi 41,00 40,00 40,13 1,129 45.309 Steinbítur(óst) 45,00 43,00 43,78 0,417 18.255 Langa 49,00 49,00 49,00 0,260 12.730 Keila (ósl.) 28,00 28,00 28,00 0,533 14.924 Koli 70,00 70,00 70,00 0,054 3.780 Skötuselur 200,00 195,00 197,15 0,065 12.815 Rauðmagi 100,00 100,00 100,00 0,049 4.900 Hrogn 140,00 140,00 140,00 0,322 45.080 Samtals 80,32 19,003 1.526.265 i dag verða meðal annars seld 33 tonn af þorski og 36 tonn af ýsu. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 83,00 76,00 80,76 51,426 4.153.279 Þorskur(óst) 76,00 32,00 72,00 22,527 1.621.852 Ýsa 110,00 50,00 93,37 37,925 3.541.037 Ýsa (ósl.) 104,00 50,00 96,68 8,130 785.990 Karfi 45,50 42,00 43,51 18,220 792.742 Ufsi 42,00 38,00 41,07 22,805 936.599 Hlýri+steinb. 42,00 38,00 41,46 4,430 183.660 Langa 50,00 50,00 50,00 1,100 55.000 Lúða 360,00 305,00 344,92 0,062 21.385 Skarkoli 38,00 20,00 23,65 0,138 3.264 Keila 25,00 25,00 25,00 0,296 7.400 Skata 90,00 90,00 90,00 0,016 1.440 Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,064 12.800 Rauðmagi 70,00 34,00 54,87 0,842 46.199 Kinnar 120,00 120,00 120,00 0,040 4.800 Hrogn 190,00 2,00 107,93 8,541 921.800 Samtals 74,09 176,767 13.096.172 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 109,00 50,00 78,53 85,883 6.744.819 Ýsa 97,00 45,00 76,03 34,410 2.616.253 Karfi 43,00 20,00 39,61 7,227 286.282 Ufsi 33,00 15,00 32,39 12,974 420.290 Steinbítur 39,00 27,00 36,06 7,670 276.577 Hlýri 27,00 27,00 27,00 0,089 2.403 Langa 59,00 25,00 57,59 0,385 22.171 Lúða 310,00 195,00 249,17 0,817 203.575 Skarkoli 50,00 23,00 42,76 2,198 93.987 Sandkoli 3,80 3,80 3,80 ■ 0,250 950 Keila 26,00 12,00 22,19 0,522 11.581 Gellur 200,00 200,00 200,00 0,032 6.400 Samtals 69,98 152,965 10.703.790 Selt var meðal annars úr Gnúpi GK. í dag verða meðal annars seld 35 tonn. | aðallega af þorski, úr Skarfi GK. í fréttatilkynningu segir: „Markmið félagsins er að stuðla að framþróun í björgun og sjúkra- flutningum með loftförum. Meðal stofnfélaga eru flestir þeir sem starfað hafa við Þyrluvakt Land- helgisgæzlunnar á undanförnum árum, þar á meðal flugmenn, stýri- menn, flugvirkjar og læknar. Meðal stofnfélaga eru einnig ýmsir aðrir sem sýnt hafa þessum málefnum mikinn áhuga. Félagið mun beita sér fyrir að kynna og efla þá starfsemi sem þegar fer fram á vegum Landhelgis- gæzlu Islands. Meðal áhugamála félagsins er einnig að stuðla að aukinni menntun og hæfni þeirra sem starfa að þessum málum á ís- landi. Félagið vill vekja athygli landsmanna á því að þessi starfsemi hefur margoft sannað gíldi sitt og á einungis eftir að eflast á komandi árum. Nýkjörin stjórn félagsins ákvað á fyrsta fundi sínum að beita sér fyrir stofnun sjóðs sem taka mun við áheitum og gjöfum sem berast. Sjóðnum verður ætlað að stuðla að því að á hveijum tíma hafi Flug- gæzla Landhelgisgæzlunnar á að skipa bezta tækjakosti sem völ er á. Sérstök áherzla verður lögð á tæki er tryggja sem öruggasta björgun og flutning sjúkra og slas- aðra með loftförum Landhelgis- gæzlunnar. Einnig mun sjóðnum ætlað að stuðla að aukinni mennt- un, þjálfun og sérþekkingu áhafnar- meðlima. Á stofnfundi félagsins var Páll Halldórsson yfirflugstjóri kjörinn heiðursfélagi fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf að uppbyggingu Þyrlu- vaktar Landhelgisgæzlunnar. Stjórn Þyrluvinafélagsins var kjörin á stofnfundi og hana skipa: Friðrik Sigurbergsson formaður, Guðmundur Björnsson varaformað-J ur, Ragnar Bjarnason ritari, Axel Sigurðsson gjaldkeri og Felix Vals- son meðstjórnandi.“ Ráðstefiia um uppeldi og menntun forskólabarna FÓSTRUFÉLAG íslands gengst fyrir opinni ráðsteftiu á Hótel Loft- leiðum dagana 5.-7. apríl næstkomandi um uppeldi og menntun for- skólabarna og hlutverk leikskólans í nútíð og framtíð. Skipta má inntaki ráðstefnunnar í þijá meginþætti; uppbyggingu, rekstur og framtíðaráform sveitar- félaga, fræðilega upplestra um leik- skólauppeldi, fyrirlestra um hag- Leiðrétting I myndlistargagni'ýni í blaðinu í gær er sagt að sýningu Kristbergs Péturssonar í Listhúsinu einn einn ljúki 4. apríl. Þetta er ekki rétt. Sýningunni lýkur þann 8. apríl. nýtt uppeldisstarf á leikskólum. Samkvæmt nýjum lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, sem tóku gildi um síðastliðin áramót, sjá nú sveitarfélögin alfarið um uppbyggingu og rekstur leik- skóla. Því óskaði Fóstrufélag ís- lands eftir samstarfi við þau sveit- arfélög sem nú þegar reka leik- skóla. Um það bil 40 sveitarfélög taka þátt í ráðstefnunni. Rúmlega 400 manns sitja ráð- stefnuna í heild, auk þess sem margir munu hlusta á einstaka fyr- irlestra. Námsvaka í Einholtsskóla NEMENDUR og kennarar við Einholtsskóla í Iieykjavík efna til sólarhrings námsvökú í skólan- um fimmtudaginn 5. apríl. Einholtsskóli er sérskóli á grunn- skólastigi fyrir 15 unglinga sem af ýmsum félagslegum ástæðum hafa ekki getað nýtt sem skyldi námsað- stöðu í almennum grunnskóla. Nemendur hafa ákveðið auk átaks í námi á vökunni að leita peningaáheita til þess að kaupa námsgögn í skólann svo sem sjón- varpstæki og myndbandstökuvél. Vonast nemendur til að vinveitt fyrirtæki og einstaklingar styðji við framtakið. Tekið verður á móti pen- ingaáheitum í síma 623711 alla námsvökuna, sem hefst 5. apríl kl. 9 árdegis. ■ BO Arne Skjöld, fyrrum lektor við Kennaraháskólann í Stokk- hólmi, flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspekideildar Háskóla íslands og Norræna hússins fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist „Carl Michael Bellman 250 ár“ og verður fluttur á sænsku. Bo Arne Skjöld hefur starfað sem lektor í sænsku, fyrst í menntaskól- um í Stokkhólmi, en u.þ.b. síðustu 25 árin við Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að höfuðskáldi Svía, Carl Michael Bellman. Einnig hefur hann stundað rannsóknir á því hvernig megi bæta kennsluaðferðir til að ná virkri þátttöku nemenda í tímum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. ■ STOFNFUNDUR kattarækt- arfélags verður haldinn að Hall- veigarstöðum fimmtudaginn 5. apríl kl. 20. Allir sem hafa áhuga á kattarækt eru velkomnir. Til- gangur félagsins er að kynna katta- ræktun á Islandi með fundum fé- lagsmanna, kattasýningum, útgáfu á fréttabréfi, skráningu katta, út- gáfu á ættartölum og að vinna með öðrum kattafélögum um baráttu fyrir málefnum katta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.