Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 30

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990 Heldur fækkað á atvinnuleysisskrá NOKKUR fækkun hefur orðið á atvinnuleysisskrá á milli mánaða- móta, eða um 40 manns. Nú um mánaðamótin voru 308 skráðir at- vinnulausir, en voru 347 í lok febrúar. Sigrún Bjömsdóttir forstöðu- maður Vinnumiðlunar segir að ástandið sé heldur skárra en það hafi verið, en vissulega sé enn mik- ið atvinnuleysi ríkjandi á Akureyri. Samkvæmt skráningu Vinnu- miðlunar síðasta dag marsmánaðar voru 308 skráðir atvinnulausir, 193 karlar og 111 konur, en við mán- aðamótin þar á undan voru 214 karlar atvinnulausir og 133 konur. Nokkur fækkun hefur orðið á atvinnuiausum verkamönnum, en nú eru 45 konur og 63 karlar úr Verkalýðsfélaginu Einingu atvinnu- iaus, eða samtais 108 manns. í Iðju, félagi verksmiðjufólks, eru 22 kon- ur án atvinnu og 26 karlar eða samtals 48. Þá eru 40 iðnaðar- menn, allt karlar, skráðir atvinnu- lausir. í Félagi verslunar- og skrifstofu- fólks eru 62 án atvinnu, 38 konur og 24 karlar, og segir Sigrún að ástandið virðist einna verst í þjón- ustugreinunum og minnst hreyfing út af atvinnuleysisskránni. Vör hf.: • • Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikfélag VMA frumsýndi í gærkvöld leikritið „Góða sálin í Sesúan" eftir Bertholt Brecht. Leikfélag VMA: Sýnir Góðu sálina í Sesúan Ollum starfsmönn- um sagt upp störfiim VÖR hf. hefur sagt upp öllu sínu starfsfólki, 26 að tölu, og taka uppsagnirnar gildi 1. júlí næstkomandi. Ástæða uppsagnanna er fyrirsjáanlegur verkefhaskortur hjá fyrirtækinu. STÆLT og stolið, Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri, firum- sýndi í gærkvöld verkið „Góða sálin í Sesúan" eftir Bertholt Brecht. Önnur sýning á verkinu verður, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 5. apríl, og þriðja sýning verður á laugardag, 7. apríl. Allar sýn- ingarnar hefjast kl. 20.00. Boðið verður upp á sætaferðir frá Eyrar- landsholti kl. 19.30. í verkinu er fjallað um baráttu góðs og ills og taka 16 leikendur þátt í sýning- unm. Hallgrímur Skaptason fram- kvæmdastjóri sagði að afar dauft virtist framundan hvað verkefni varðar og fyrirsjáanlegur verkefna- skortur. Hann sagði að í kjölfar uppsagnanna yrði fyrirtækið endur- skipulagt. „Við ætlum að skoða okkar gang á næstunni, en því miður virðist vera dauft framundan á þeim vettvangi sem við störfum á,“ sagði Hallgrímur. Bæjarstjórn: Þrjú íþróttafélög fá greiddar samtals 15,5 milljónir króna Skiptar skoðanir á milli bæjarfulltrúa um skiptingu peninganna á milli félaga BÆJARSTJÖRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær samning við þrjú íþróttafélög, Skautafélag Akureyrar, íþróttafélagið Þór og Golfklúbb Akureyrar, en á fjárhagsáætlun þessa árs verður varið 15,5 milljónum króna. Á fúndi bæjarstjórnar i gær urðu allheitar umræður um skiptingu peninganna. Sigfús Jónsson bæjarstjóri skýrði rammasamning sem gerður var milli Akureyrarbæjar og Iþrótta- T ónlistarskólinn: Einleikstón- leikar á sal HELGA Steinunn Torfadóttir, fiðlunemandi við Tónlistarskólann á Akureyri, verður með einleiks- tónleika á sal skólans fimmtudags- kvöldið 5. apríl kl. 20.30. Á efnisskránni eru þættir úr ein- leikssvítu eftir Bach og fiðlukonsert eftir Mozart, lög eftir Josef Suk og Sarasate og Sónata eftir Jón Nor- dal. Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Helga hefur stundað fiðlunám við tónlistarskólann síðast- liðin 11 ár og er núverandi kennari hennar Lilja Hjaltadóttir. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Elín Kjartansdóttir, sem skipar 5. sæti á lista Alþýðubandalagsins til bæjarstjómarkosninga á Akur- eyri í vor, var titluð iðnverkakona í frétt af framboðslistanum sem birtist hér í blaðinu gær. Elín hafði samband við blaðið og bað um að starfsheiti sitt yrði iðnverkamaður og leiðréttist það hér með um leið og hún er beðin velvirðingar. bandalags Akureyrar og undirritað- ur var í febrúar síðastliðnum. Samningurinn er tilkominn í kjölfar breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en eftir að lögin tóku gildi er bygging íþróttamannvirkja alfarið á könnu sveitarfélaganna. Samningurinn við íþróttafélagið Þór er samtals upp á 18 milljónir króna, en til útborgunar á þessu ári eru 6,2 milljónir króna. Fénu verður varið til að ijúka íþróttaað- stöðu í félagsheimilinu Hamri, en samningur um lok á félagsaðstöðu hefur ekki verið gerður. Heildar- kostnaður við íþróttaaðstöðuna er um 24 milljónir, en bærinn greiðir 75% af kostnaði, eða um 18 milljón- ir. Frá Skautafélagi Akureyrar kom ósk um styrk vegna framkvæmda sem félagið hefur þegar farið í, en einnig hefur þess verið farið á leit að bærinn taki þátt í byggingu búningsaðstöðu við skautasvellið, en áætlaður kostnaður við bygging- una er um 3,5 milljónir króna. Skautafélagið fær tæplega 3 millj- ónir króna greiddar á þessu ári. í máli bæjarstjóra kom fram að Golfklúbbur Akureyrar hefur ráðist í miklar framkvæmdir á síðustu árum og er fjárhagsstaða hans erf- ið. Klúbburinn hafi beðið um aðstoð við að greiða niður skuldir. Samn- ingur hefur verið gerður við Golf- klúbb Akureyrar um að bærinn greiði alls 15,6 milljónir miðað við verðlag í janúar síðastliðnum, en á þessu ári verða greiddar 6,2 milljón- ir króna. Golfklúbburinn hefur skuldbundið sig til að ráðast ekki í framkvæmdir á næstu árum. Engar greiðslur koma til Knatt- spyrnufélags Akureyrar við þessa fyrstu úthlutun, sem kemur til af því að félagið stendur ekki í fram- kvæmdum um þessar mundir. Sig- fús sagði að rætt hefði verið við forsvarsmenn KA um áframhald- andi framkvæmdir og þá fyrst og fremst varðandi byggingu íþrótta- húss sem jafnframt myndi nýtast nemendum Lundarskóla. Bæjarfulltrúar fögnuðu sam- komulaginu við íþróttafélögin, en voru ekki á einu máli um skiptingu þess fjár sem til ráðstöfunar er nú. Sigríður Stefánsdóttir (G) sagðist alls ekki geta sætt sig við að Golf- klúbburinn hefði forgang umfram önnur félög, hún væri ekki á móti því að styrkja klúbbinn, en þegar ekki væru nægir peningar til svo allir fengju eitthvað væri skynsam- legra að byggja upp fram í tímann. Endalaus verkefni lægu fyrir á sviði íþrótta- ,og útivistarmála. Gísli Bragi Hjartarson (A) sagði Golf- klúbbinn hafa lent í miklum hrakn- ingum og hann hefði byggt upp þijá golfvelli á starfstíma sínum. Þá sagði Gísli Bragi að klúbburinn hefði varið 44,9 milljónum króna til framkvæmda við völlinn á árun- um 1980-1990, völlurinn væri sá nyrsti í heimi og þangað kæmu margir erlendir kylfingar sem bæn- um hlyti að vera akkur í. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjómar sagði að aldrei væri hægt að gera öllum til hæfis, en tvö félaganna sem nú hlytu styrk frá bænum skulduðu mikið og þann vanda þyrfti að leysa. Félögin hefðu farið út í viðamiklar framkvæmdir sem þau ekki hefðu bolmagn til að greiða og því treyst á að bæjarfé- lagið kæmi til aðstoðar. Fyrirtækið hefur starfrækt járn- smíðaverkstæði, trésmíðaverkstæði og verktakastarfsemi í jarðvinnslu og sprengingum og einnig veitt bátum og fiskiskipum þjónustu m.a. varðandi viðgerðir. Álver verði við EyjaQörð Á aðalfundi Akureyrardeildar KEA var samþykkt ályktun þar sem þeim tilmælum er beint til ríkisstjórnar og Alþingis að væntanlegt álver verði byggt við Eyjafjörð. I ályktuninni er þeim eindregnu tilmælum beint til ríkisstjómar og Alþingis að beita sér fyrir því að væntanlegt álver verði byggt við Eyjafjörð, en ekki á suðvesturhomi landsins. „Bygging álvers á suð- vesturhorninu myndi leiða til mestu byggðaröskunar í sögu íslensku þjóðarinnar og getur því ekki talist þjóðhagslega hagkvæm fram- kvæmd,“ segir í ályktuninni. Heiniild til að reka sjúkrahótel AKUREYRARDEILD Rauða kross íslands hefur verið veitt heimild til að reka sjúkrahótel og er ætlunin að starfsemi þess hefj- ist á næstunni. Úlfar Hauksson formaður Akur- eyrardeildar Rauða krossins sagði að vegna ítrekaðra fyrirspurna hafi deildin óskað eftir leyfi frá heilbrigð- isráðuneyti til að gera tilraun rekstr- ar sjúkrahótels á Akureyri. Leyfið hefur nú verið veitt. Deildin hefur fengið eigendur hússins númer 5 við Skólastíg til að taka að sér reksturinn og í fyrstu verður boðið upp á fjögur rúm á sjúkrahótelinu. Krossanesverksmiðj- an verður byggð upp ÁKVEÐIÐ hefúr verið að ráðast í endurbyggingu Krossanesverk- smiðjunnar, en sem kunnugt er varð hún eldi að bráð á gamlárs- dag. Málefni verksmiðjunnar hafa síðan verið til umljöllunar hjá bæjarstjórn og stjórn verksmiðjunnar. Samningur hefur náðst við út- smiðjunni. Skipin munu leggja upp gerðir fimm loðnuskipa, Súlunnar hráefni hjá verksmiðjunni á næstu EA, Þórðar Jónassonar EA, Arnar árum. KE, Svans RE og að líkindum verð- Hlutafé upp á 100 milljónir króna ur Erling RE einnig hluthafi í verk- verður afskrifað, en AkÐreyrai'bær mun leggja fram nýtt hlutafé upp á 200 milljónir kiona, helmings þess fjár verður aflað með lántöku, en afgangurinn verður yfirtaka skulda. Útgerðir skipanna fimm munu leggja fram 15 milljóna króna hlutafé og þau tilnefna einn mann í stjórn fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.