Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 31

Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 31 Sjálfstæðismenn í neðri deild: Flotgallar verði undan- þegnir virðisaukaskatti ÁRNI Johnsen (S/Sl) hefur ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins í neðri deild Alþingis lagt fram frumvarp til laga, sem felur í sér að sala á flotvinnubúningum, sem fullnægja kröfiim Siglingamálastofhunar, verði undanþegin virðisaukaskatti. I greinargerð með frumvarpinu og hvatt til þess að efla öryggi segir: „Á undanförnum misserum hefur það ítrekað bjargað lífi sjó- manna sem hafa fallið fyrir borð á hafi úti að vera klæddir flot- vinnubúningum. Flotvinnubún- inga er ekki skylt að hafa í fiski- skipum en Siglingamálastofnun hefur viðurkennt flotgallana sem öryggistæki með reglugerð frá 28. júlí 1989. Siglingamálastofnun er eini umsagnaraðilinn á landinu um öryggisbúnað sjómanna. Fjölmennur fundur sjómanns- kvenna í Vestmannaeyjum vakti fyrst athygli á því hve óeðlilegt væri að leggja virðisaukaskatt á það öryggistæki sem flotvinnu- búningurinn er og getur skipt sköpum um lífsmöguleika sjó- manna. Nemendur Stýrimanna- skólans fylgdu í kjölfarið og segja meðal annars í skjali sem þeir hafa afhent fjármálaráðherra, for- seta sameinaðs Alþingis og alþing- ismönnum: „Við getum ekki sætt okkur við að greiða virðisauka- skatt af möguleika okkar til að lifa.“ Þá segir í greinargerðinni: „Sjó- mannskonur um allt land hafa vakið athygli á mikilvægi málsins sjómanna. Þá heldur dr. Jóhann Áxelsson prófessor í lífeðlisfræði því fram út frá rannsóknum á of- kælingu að flotgallar geti ráðið úrslitum um lífslíkur sjómanna sem lenda í hrakningum. Siglingamálastofnun hefur nú þegar viðurkennt þijár tegundir flotvinnubúninga sem uppfylla kröfur um einangi-un og flot- hæfni. Öll rök mæla með því að flotvinnubúningar séu undanþegn- ir virðisaukaskatti. Þeir eru viður- kennd öryggistæki, það er rík ástæða til að hvetja til notkunar þeirra og því eðlilegt að lækka svo sem mögulegt er kostnað sjó- manna við öflun slíkra öryggis- tækja. Björgunarbúningar sem eru um borð í skipaflota landsmanna henta ekki sem vinnugallar en það gera flotvinnubúningar sem reynslan hefur sýnt á undanförn- um mánuðum að ráðið hafa úrslit- um um björgun mannslífa. Óviðun- andi er að skattleggja öryggi sjó- manna sem búa við mesta slysat- íðni allra starfsgreina í landinu. Slík lagabreyting, sem hér er lögð til, er knýjandi til þess að efla og Ráðherra sagði við umræður í deildinni, að leggja ætti sjóðinn niður til einföldunar og til þess að bæta hag lagmetisiðnaðarins. Eignir sjóðsins ættu annars vegar að renna beint til framleiðenda og söluaðila og hins vegar til Iðnlána- sjóðs, auk þess sem 1% gjald, sem þeir hafa greitt til sjóðsins yrði auðvelda öryggi sjómannastéttar- innar í landinu," segir að lokum í greinargerð með frumvarpi sjálf- stæðismanna í neðri deild Alþing- is. Sjálfstæðismenn í neðri deild leggja til að flotgallar sjómanna verði undanþegnir virðisaukaskatti og segja þá mikilvægt öryggistæki. Þingmál: ^ Lög um Abyrgðardeild fisk- eldis samþykkt á Alþingi FJÖGUR frumvörp voru samþykkt sem lög lrá Alþingi í gær. Það voru frumvörp um Ábyrgðardeild fískeldislána, lyQadreifingu, hollustu- hætti og heilbrigðiseflirlit og um heilbrigðisþjónustu. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra: Þróunarsjóður lagmet- is verði lagður niður IÐNAÐARRÁÐHERRA, Jón Sigurðsson, mælti í efri deild Alþingis í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um að Þróunarsjóður lagmetis- iðnaðarins verði lagður niður. fellt niður. Fyrirtæki í greininni hefðu átt í erfiðleikum að undanf- örnu og þessar aðgerðir kæmu í stað beins styrks eða framlags frá ríkinu, sem óskað hefði verið eftir. Sagði iðnaðarráðherra, að næði þetta frumvarp fram að ganga lyki afskiptum ríkisins af sölumál- um lagmetisiðnaðarins. Meðal nýrra mála, sem lögð hafa verið fram á Alþingi er frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga frá Hreggviði Jónssyni (FH/Rn) og Inga Birni Albertssyni (FH/Vl). Þar er gert ráð fyrir að sveitarstjórnir til- greini á álagningarseðli hlutfall ann- arra gjalda sem greidd eru af fast- eign í sveitarsjóð samhliða fasteigna- skatti. Enn fremur að á seðlinum skuli koma fram heildarhlutfall sam- anlagðra fasteignagjalda. í greinar- gerð með frumvarpinu kemur fram, að tilgangur þess sé að auðvelda fólki að bera saman heildarfasteigna- gjöld í einstökum sveitarfélögum. Ingi Björn Albertsson og Hregg- viður Jónsson hafa einnig lagt fram frumvarp um stofnun afreksmanna- sjóðs íslenskra íþróttamanna. Rétt til greiðslu úr sjóðnum eiga þeir íþróttamenn að hafa, sem sýnt hafa ótvíræða hæfileika í grein sinni og eru líklegir til afreka á því sviði. Samkvæmt frumvarpinu á sjóðurinn að fá árlega ríkisframlag sem sam- svarar launum fjörutíu háskólakenn- ara. Egill Jónsson (S/Al) og Matthías Bjarnason (S/Vf) hafa lagt fram til- lögu til þingsályktunar þar sem land- búnaðarráðherra er faiið að hlutast til um að starfsemi tilraunastöðvanna á Skriðuklaustri og Reykhólum verði stórefld frá því sem verið hefur. í greinargerð með tillögunni segir, að starfsemi stöðvanna hafi búið við þröngan kost lengst af, en úr hófi hafi gengið á síðustu árum, enda liggi fyrir yfirlýsingar ráðamanna um að starfsemi þeirra verði hætt. Um þessar mundir fari fram mikil umræða um að þörf sé markvissra aðgerða til að treysta dreifðar byggð- ir landsins, meðal annars með flutn- ingi opinberra stofnanna út á land og það væri fullkomlega í mótsögn við þá umræðu, ef stöðva ætti starf- semi tilraunastöðvanna, sem hafi það að markmiði að treysta grundvöll landbúnaðar í viðkomandi byggðum. Enn deilt um yfir- stjóm umhverfismála í GÆR lauk í neðri deild Alþing- is annarri umræðu um sljórnar- frumvarp um yfirstjórn umhverf- ismála. Þingmenn Sjálfstæðis- flokks og Frjálslyndra hægri- manna hafa haldið uppi harðri gagnrýni á það og jafiiframt lýst þeirri skoðun sinni að ekki hafi verið þörf á stofnun umhverfis- málaráðuneytis. Ingi Björn Albertsson (FH/Vl), Pálmi Jónsson (S/Nv) og Ragnhild- ur Helgadóttir (S/Rv) mæltu gegn frumvarpi um yfirstjórn umhverfis: mála á fundi neðri deildar í gær. í máli þeirra kom fram, að þorri þeirra aðila, sem leitað hefði verið álits hjá vegna frumvarpsins, hefði lýst sig andvígan því eða haft at- hugasemdir vegna einstakra þátta þess. Gagnrýndu þingmennirnir ríkisstjórnarflokkana harðlega fyrir að hafa ekki tekið tillit til sjónar- miða þessara aðila. Jafnframt kom frarn gagnrýni á þá málsmeðferð, að ekki væri ijallað um frumvörpin Júlíus Sólnes gegnir embætti umhverfismálaráðherra en hart er um það deilt á þingi hvert verksvið ráðuneytis hans eigi að vera. um umhverfisráðuneyti og yfir- stjórn umhverfismála í einu. Sölumaður sumarbústaða á Spáni dæmdur fyrir svik: Tveggja ára fangelsi fyrir fimm milljóna Qárdrátt Líkan af fyrirhuguðu safnahúsi. Lögun byggingarinnar er sótt í öld- ur sjávarins og ávala hraunhólana umhverfis. Safhahús fyrir sjóminjasalii MORGUNBLAÐINU hefiir borist eftirfarandi athugasemd frá Páli V. Bjarnasyni, arki- tekt: „í frétt Morgunblaðsins þann 3. apríl sl. um hugsanleg kaup ríkisins á húsi Sláturfélags Suður- lands m.a. fyrir Þjóðminjasafn er haft eftir Ólafi G. Einarssyni, al- þingismanni, að nú þegar hafi verið lagt í mikinn undirbúning að Sjóminjasafni íslands í Hafnar- firði, m.a. við „breytingar á húsi á Skerseyri". Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að þegar hefur verið hannað (af undirrituðum) nýtt safnahús fyrir Sjóminjasafn íslands á Skerseyri vestan við Hafnaríjörð, nánar tiltekið við sjó- inn niður undan Hrafnistu í Hafn- arfirði. Meðfylgjandi mynd sýnir líkan af fyrirhuguðu safnahúsi sem ætl- að er að byggja í áföngum; úr límtrésbogum og með léttu þaki. Kannað hefur verið að hér er alls ekki um dýra byggingu að ræða. Lögun byggingarinnar er sótt í öldur sjávarins og ávala hraunhól- ana umhverfís. Heildargrunnflötur er um 4.700 fm og er þar gert ráð fyrir aðalsafni, bátaskýli, báta- verkstæði, sýningarsal fyrir ein- stakar sýningar, skrifstofuálmu, skjalasafni og kaffistofu.“ 35 ÁRA gamall maður, fyrrum umboðsmaður erlendra fyrirtækja við sölu á sumarhúsum á Spáni, hefur í sakadómi Reykjavíkur ver- ið dæmdur til tveggja ára fangels- isvistar fyrir stórfelldan fjárdrátt og skjalafals. Sannað þykir að maður þessi hafi á árunum 1985 og 1986 dregið sér rúmlega 5,4 milljónir króna af fé 8 einstaklinga og tveggja starfsmannafélaga sem létu honum í té greiðslr sem ganga áttu upp í kaup þeirra á sumarhúsum sem maðurinn bauð til sölu. I niðurstöðum dómsins segir að á verðlagi dagsins í dag hafi maðurinn dregið sér meira en 11 milljónir króna. Maðurinn notaði til eigin þarfa um 4,7 inillj- ónir af fjárhæðinni en um 700 þúsund krónur voru notaðar til að greiða inn á hús annarra en þeirra sem inntu greiðsluna af hendi. Maður þessi falsaði meðal annars undirritanir erlendra viðskiptaaila sinna á kaupsamninga og taldi þann- ig hinum væntanlegu kaupendum trú um að samningur hefði komist á. í nokkrum tilvikum falsaði hann nafn- ritanir á tékka þá sem greitt var með og hagnýtti sér féð í eigin þágu. Sannað þótti að maðurinn hefði út- búið falsaða kvittun frá erlendum viðskiptaaðila og látið kaupendunum í té sem kvittun fyrir því að greiðsla hefði komist til skila. Þá var máðurinn einig dæmdur ■ Á FJÖLMENNUM fundi sj álf- stæðismanna og óháðra í Stykkis- hólmi fyrir nokkru var eftirfar- andi framboðslisti til bæjar- stjórnarkosninga samþykktur einróma: 1. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri, 2. Bæring Guðmunds- son verkstjóri, 3. Auður Stefiiis- dóttir skrifstofumaður, 4. Ellert Kristinsson framkvæmdastjóri, 5. Gunnar Svanlaugsson yfirkenn- ari, 6. Ríkharður Hrafiikelsson skrifstofustjóri, 7. Helga Sigur- jónsdóttir skrifstofumaður, 8. Hanna María Siggeirsdóttir lyf- sali, 9. Rúnar Gíslason dýralækn- ir, 10. Óskar Eyþórsson skip- stjóri, 11. Sólrún Júlíusdóttir fyrir útgáfu teggja innistæðulausra tékka. Átta af þeim tíu aðilum sem urðu fyrir tjóni vegna viðskipta við mann- inn gerðu bótakröfur, sem voru tekn- ar til greina en tveir þeirra gerðu ekki kröfur um bætur. Guðjón St. Marteinsson sakadóm- ari kvað upp dóminn. kennari, 12. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson framreiðslunemi, 13. Guðrún A. Gunnarsdóttir verslun- armaður, 14. Guðni Friðriksson aðalbókari. Gréta Pálsdóttir stýrði fundi. Gissur Tryggvason fram- kvæmdastjóri kynnti listann og eins störf uppstillingarnefndar sem und- anfarið hefir starfað við að koma listanum saman. Hann skýrði störf þeirra. Sjálfstæðismenn og óháðir eiga nú fjóra bæjarfulltrúa og af þeim hverfa nú tveir úr bæjar- stjórn, þau Pétur Ágústsson skip- stjóri og Kristín Björnsdóttir hús- móðir, sem ekki gáfu kost á sér. Voru þeim sérstaklega þökkuð vel unnin störf. - Árni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.