Morgunblaðið - 04.04.1990, Side 34

Morgunblaðið - 04.04.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 Sannleikurinn mun gera yður frjálsa eftir Sigurð Þór Guðjónsson Deilurnar um aðgang sjúklinga að sérfræðingum leiddu ýmislegt í Jjós. Aðstoðarlandlæknir segir að nefnd, sem heilbrigðisráðuneytið skipaði til að gera tillögur um nýtt fyrirkomulag á samskiptum lækna, hafi komist „að þeirri niðurstöðu að boðskiptum lækna í tengslum við meðferð sjúklinga sé mjög veru- lega ábótavant og þau verði að bæta. Sama er hvort um er að ræða boðskipti heimilislæknis og sérfræðings eða milli sérfræðinga innbyrðis. Athuganir hafa sýnt að á Stór-Reykjavíkursvæðinu sér- staklega séu þessi boðskipti meira og minna í molum." Og hann segir ennfremur: „Boðskipti verða að vera í lagi. Astæðurnar eru einfald- Æega þær að það er öryggisatriði að þau séu það... Það er eitt af undirstöðuatriðum góðrar heil- brigðisþjónustu að boðskipti lækna séu í lagi“.‘ „Boðskipti" eru upplýs- ingar læknis um sjúkling til ann- arra lækna er einnig stunda hann. Okkur er sagt að íslensk heil- brigðisþjónusta sé einhver hin besta í heimi. En nú vaknar spurningin: Getur það verið þegar „eitt af undir- stöðuatriðum góðrar heilbrigðis- þjónustu" er „mjög verulega ábóta- (vant“ og „meira og minna í mol- um“? Rökfræðilegt svar við spurning- unni getur aðeins orðið á einn veg: Það er útilokað. Þess vegna er sú ályktun óhjá- kvæmileg að boðskiptatregða íslenskra lækna hafi stefnt heil- brigðiskerfi landsmanna í voða. Hverjar eru skýringarnar? Komið hafa fram skýringar á fyrirbærinu. Það stafi að vísu „að einhveiju leyti“ af „trassaskap", en í „talsverðum mæli“ sé orsökin sú að sjúklingarnir óski þess sjálfir að skýrslur um þá fari ekki lengra.2 Skýringin stenst alls ekki. Og hér er sönnunin fyrir því: I fyrstu grein nýju reglugerðar- innar eru sérfræðingar skyldaðir til að senda læknabréf til viðkomandi heimilis- eða heilsugæslulæknis, svo og annarra sérfræðinga, er stunda sjúklinginn. Þó er sjúklingi „heimilt að óska þess við lækni að hann sendi ekki upplýsingar sjúkl- ingi viðkomandi til annarra lækna.“3 Það liggur í eðli þessa máls, þeg- ar sérstök skylda er lögð á lækna að gæta boðskipta sem talin eru svona mikilvæg, að þeir sem semja reglugerðina telja alveg víst að undanþágur sjúklinga að eigin ósk verði ekki svo margar að þær stefni boðskiptunum í hættu. Annars væri meiningarlaust að setja reglurnar. Reglur verða fyrst og fremst að vera raunhæfar, að ná tilgangi sínum. Aðstoðarlandlæknir er ekki í vafa um skýringuna. „Auðvitað liggur Ijóst fyrir að þetta er ákveðin viðbótarvinna hjá mönnum að hafa þessi mál í lagi á sama hátt og það er vinna að hafa bókhald, eða sjúkraskrár í lagi“.‘ Sérhagsmunir lækna Boðskiptastíflan sýnir að lækn- um er ekki eins annt um „hags- muni sjúklinga" og þeir vilja vera láta. Ég er þó viss um að þeir bera hag sjúklinganna mikið fyrir bijósti. En bera þó eigin hag mest fyrir bijósti eins og allar stéttir og næst- um allir einstaklingar. Hins vegar hafa læknar vanið sig á þann ósið að tala stundum um „hag sjúkling- anna“ þegar þeir éiga við „hag læknanna". Það hefur lítið með „réttindi" sjúklinga að gera hvort þeir rölti „fijálsir" eða „ófijálsir“ milli spesj- alista. Það er kjarabarátta sérfræð- inga. Formaður samninganefndar þeirra kallaði þó fyrri reglugerðar- hugmyndina, um eins konar tilvís- unarform, „mannréttindabrot", er stangist á við samþykkt alþjóða- samtaka lækna í Lissabon 1981.4 Og auðvitað hittir það fólk í hjarta- stað þegar virðulegur læknir full- yrðir „mannréttindabrot" með dul- arfullri vísun til Lissabon. (Það er til fullt af svona læknasamþykktum um „réttindi" sjúklinga og þær eru allar göfugar. Samt eru þær tíma^ skekkja: Hópur A ákvarðar „rétt- indi“ hóps B. í framtíðinni gæta sjúklingar sjálfir réttinda sinna eða réttara sagt: Komist verður að sam- komulagi milli lækna og sjúklinga.) En vandlætaranum láðist að gera grein fyrir málinu í heild. — Að á sama tíma og heilsu- gæsla í Reykjavík sé vanefnum búin hafi sérfræðingum stöðugt fjölgað að afnám tilvísunarskyldu olli því að þrír af hveijum fjórum sjúklingum í mesta þéttbýli vitji þeirra og þeir fáist því í stórum stíl við kvilla er ekki þarfnast sér- fræðihjálpar, en gróði sérfræðing- anna (sem lesandinn kostar) rauk upp úr öllu valdi. Þetta sé margfalt dýrara fyrir samfélagið og lélegri þjónusta heilsufarslega fyrir sjúkl- ingana. Rannsókn hafi sýnt að heimilislæknar vísi um 18% til sér- fræðinga og vel búnar heilsugæslu- stöðvar aðeins 3-4%.5 Aðrar rann- sóknir staðfesta þetta. Og hinn slungni samningamaður gleymdi einnig að taka fram að takmark tillagnanna væri að byggja upp betra heilbrigðiskerfi fyrir ein- stakling og samfélag. Af ritsmíð hans heldur lesandinn hins vegar að „stóri bróðir“ bijóti „mannrétt- indi“ bara sísvona í tilgangslausri illsku sinni. Engum átti raunar að banna eitt né neitt. En til stóð að bjóða misdýra valkosti til að stemma stigu við ofnotkun dýrrar sérfræðiþjónustu og óþarfa sóun á almannafé. Grein læknisins leiddi lesendur í villu um eðli málsins og háfleygt hugtak eins og „mannrétt- indi“, sem vernda almannaheill og þroskaskilyrði einstaklinga, var misbeitt til framdráttar sérhyggju og gróðastarfsemi. Meira um „frels- isást“ lækna á villigötum má lesa í Morgunblaðinu nýlega.6 Pistill formannsins er prýðilegt dæmi um það hvernig læknar sem þykjast beijast fyrir „hag sjúklinganna" eiga í rauninni við „hag læknanna". Það er fyrst og fremst í þágu sérfræðinganna sjálfra að aðgangur að þeim sé takmarkalaus. Þá fá þeir fleiri kúnna. Og því fleiri kúnn- ar, því hærri tekjur. Þegar valdastéttir spillast í krafti sérhæfðrar þekkingar er ræður lífi og frelsi einstaklinganna mega læknar heita einráðir um allt sem að starfi þeirra lýtur; umfang og afmörkun, hve mikið notendur þjónustunnar kaupa, verðlagningu, gæðamat, löggjöf, framkvæmd Iaga, dómsniðurstöður í kærumál- um. Og umsvif þeirra í vestrænum iðnríkjum leiða til oflækninga og ofrannsókna. Um þessa yfirburði stéttarinnar hefur lítið verið ritað á íslensku. Þó er talsvert að þeim vikið í nýrri bók.7 Og undirritaður hefur látið ýmislegt fjúka f gamni og alvöru í blöðunum. Það er því eftirsóknarvert að vera læknir. Það tryggir kóngalíf flestra og sællífi margra. Og þeir hafa vafið ríkisvaldinu um fingur sér til að maka krókinn. Dæma- laust Ijáraustur til sérfræðinga úr ríkissjóði hefur opinberast hvað eft- ir annað. Hver man ekki eftir stöðv- Ég mótmæli eftirÁsgerði Jónsdóttur Þegar áfengiskaup fríðinda- manna ríkisins urðu alþjóð kunn, fyrir rúmu ári, setti margan mann hljóðan. Þar sem ég þekki til, og það er býsna víða, lá í loftinu keim- ur af harmi fremur en ásökun. Menn vissu að fríðindin voru til þeirra komin samkvæmt lögum og að dauðlegum mönnum er misvel gefið að umgangast þau með fullum sóma. Þegar sýnt var, að þáverandi forseti hæstaréttar og handhafi for- setavalds kunni ekki þá list heyrði ég umhverfis mig nær einróma andvarp: „Hveijum er nú hægt að treysta?" Þetta var örvæntingaróp þjóðarinnar en ekki áfellisdómur. Ég riQa þetta upp vegna þess, að nú hefur sá maður, er ég síst hefði trúað til að vilja halda máli þessu á lofti, sjálfur Magnús Thor- oddsen, látið til sín taka á fjölmiðla- velli með þeim hætti er illa hæfir 'þeirri fáguðu ásýnd sem við ókunn- ir áhorfendur höfum leitt augum úr fjarska. I sunnudagsblaði Morg- unblaðsins þ. 18. febrúar 1990 er birt viðtal Arna Þórarinssonar við Magnús Thoroddsen. Þar veitist hann mjög að þjóð sinni fyrir meint- an þátt hennar í þeim dómi, er dæmdi hann frá embætti. Hann 'telur meiri hluta hennar ekki með réttu ráði og tekur fegins hendi þeirri fullyrðingu vinar sins, að heil- þjóð geti hæglega bijálast. Þema viðtálsins er gegnsætt: Það er þjóð- in sem er sökudólgur en Magnús Thoroddsen óverðugur þolandi. Það er vegna þessa augljósa þema sem ég tek mér penna í hönd til þess að mótmæla sekt þjóðarinnar í þessu máli. Ég minni aftur á ör- væntingaróp hennar: „Hveijum er nú hægt að treysta?" Ég mótmæli því, að þjóðin sé talin ráði firrt og bijáluð vegna þess að hún vill að handhafí æðstu stöðu ríkisins og æðsta dómstóls landsins sé vamm- laus maður. Ég mótmæli því, að dómgreind þjóðarinnar sé sett á bekk með „dómstól götunnar" vegna þess að hún spyr hverju treysta megi þegar æðstu ráða- menn hennar kunna sér ekki hóf. Ég mótmæli því, að þjóðin hafí far- ið fram með ærslum og öfund í þessu máli. Þar sem ég þekkti til var næstum ótrúlega hljótt um það og svo segja fleiri. I framhaldi þessa vil ég minna á lagagrein, er birt var í forsendum dómsins í máli M. Th. þess efnis, að opinber embættis- maður er með gerðum sínum varpi skugga á embættið þurfí að svara til saka. Væntanlega gildir þessi lagagrein gagnvart fleirum en Magnúsi Thoroddsen. I Morgunblaðsviðtali sínu telur M. Th. að undirrótin að málshöfðun gegn honum muni vera pólitískt samsæri. Mér þykir hann leggjast lágt að leita á náðir svona ódýrrar brellu til stuðnings við sóma sinn. Mér er kunnugt um, að hann er góður og gegn sjálfstæðismaður, listunnandi og fagurkeri en hvorki ég né þeir, sem ég hef spurt, hafa nokkru sinni heyrt um hann getið sem pólitískt hreyfíafl eða deiluefni. Samkvæmt Morgunblaðsviðtal- inu þ. 18. febrúar hefur Magnús Thoroddsen orðið fyrir ósæmilegum aðsúg vegna þeirra atburða, sem hér um ræðir. Ég rengi ekki orð hans en neita að hengja þann óþurftarverknað á klakk meiri hluta þjóðarinnar. Sem betur fer hefur M. Th. ekki staðið einn undir álagi eins og sú „þöll es stendur þorpi á hlýrat henni börkur né barr“ og er vissulega gott til þess að vita um hvern mann. En hann hefði betur látið ógert að senda þjóð sinni þessa kveðju í Morgunblaðinu þ. 18. febr- úar áður en hann hélt af landi brott. Viðtalið er augljós viðleitni M. Th. til þess að draga þjóðina til sektar vegna dómsins yfir honum og gerast svo píslarvottur á kostnað hennar, þessi viðleitni er svo aug- ljós, að hún er hrein ögrun við hina almennu tilhneigingu til afskipta- leysis og beinlínis tilefni þessarar ritsmíðar. Ég viðurkenni, að ég eins og fleiri hafði hneigð til að skoða stór- felld áfengiskaup M. Th. sem óvænta og nánast sorglega yfírsjón .heiðarlegs manns en þó. næga til Ásgerður Jónsdóttir „Það er vegna þessa augljósa þema sem ég tek mér penna í hönd til þess að mótmæla sekt þjóðarinnar í þessu máli.“ þess að kippa stoðum undan trún- aði við embættið. En eftir lestur viðtalsins í Morgunblaðinu þ. 18. febrúar veit ég að svo er ekki. Hér er ekki um stundarglöp að ræða heldur skoðun og viðhorf, sem ég vona að aldrei eigi sér vægðar von hjá íslenskri þjóð. Magnús Thoroddsen er nú geng- inn á vit samviskuléttra, brosmildra og rúmgóðra fjölþjóðasálna og fjall- hárra fríðinda. Samkvæmt títt- nefndu Morgunblaðsviðtali má vænta þess að hann uni þar vel hag sínum. (24.febr.). _ _ Uöfuiului• er kennuri. Sigurður Þ. Guðjónsson „Okkur er sagt að íslensk heilbrigðisþjón- usta sé einhver hin besta í heimi. En nú vaknar spurningin: Getur það verið þegar „eitt af undirstöðuatrið- um góðrar heilbrigðis- þjónustu“ er „mjög verulega ábótavant“ og „meira og minna í mol- um“?“ un Tryggingastofnunar á greiðslu læknareikninga í desember 1985, athugasemdum Ríkisendurskoðun- ar 1988, og yfirlæknishneykslinu á Landakoti sama ár? Þá hafa furðu- leg fríðindi lækna, sem forsvars- menn þeirra veija með kjafti og klóm, sært réttlætiskennd alþýðu. Og það ekki síður að yfiriæknar stórra sjúkrahúsa mega heita ósn- ertanlegir í mistakamálum þó þau kosti mannslíf og lög kveði skýrt á um ábyrgð þeirra. (Mjólkurdufts- málið á Landspítalnum 1988, dauði „alkóhólistans" á Borgarspítalanum 1989.) Um það hefur undirritaður skrifað greinar sem ekki standa þessari að baki.8 En „kerfið“ þorir ekki að afhelga hina heilögu. Álit lækna hefur aftur á móti af öllu þessu beðið hnekki meðal almenn- ings. Og nú sviftir boðskiptaklúðrið endanlega dýrðargloríunni af læknastéttinni. Þróun hennar upp á síðkastið sannar þá sígildu visku, að voðinn er vís þegar einstaklingar og stéttir græða mikla peninga og öðlast mikil völd. Þá blómstrar spill- ingin. Og ágirnd hinna frekustu og ríkustu innan voldugs forréttinda- hóps ræður oft mestu um hóflausar og sívaxandi kröfur hans í heild. Hópurinn verður því æ harðsnún- ari. Og það er einmitt þetta sem gerst hefur meðal lækna. Það er ágirndin sem lamaði til- vísanakerfið með lögbrotum. Og það er ágirndin sem braut niður boðskiptin. En því var einmitt spáð að þau myndu hrynja við afnám tilvísunarskyldunnar. Það er neyðarleg hneisa fyrir íslenska sérlækna að skylda verði þá með lögum til að gæta „örygg- is“ sjúklinga sinna og „undirstöðu- atriða góðrar heilbrigðisþjónustu". Samt er það sannleikur. Og sann- leikurinn mun gera yður fijálsa. Tilvísanir: 1. Viðtal við aðstoðarlandlæknir. Tíminn 20.1. 1990. 2. Friðrikka Sigurðardóttir: Sjúkl- ingaskattur hinn nýi. Morgun- blaðið 27.1. 1990. 3. Reglugerð um fagleg samskipti heilsugæslulækna, heimilis- lækna og sérfræðinga. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið 1.2. 1990. 4. Guðmundur I. Eyjólfsson: Tilvís- unarkerfið hið nýja. Morgun- blaðið 27.1. 1990. 5. Viðtal við borgarlækni. Tíminn 29.8. 1987. 6. Ólafur Mixa: Ferðafrelsi geim- farans um heilbrigðiskerfið. Morgunblaðið 8.2. 1990. 7. Hörður Bergmann: Umbúða- þjóðfélagið. Reykjavík 1989. 8. Sigurður Þ. Guðjónsson: Mistök- in á Landspítalanum. Þjóðviljinn 8.10. Bætt við greinaskrif. Þjv. 26.10. 1988. Bítur sök sekan? DV 1.7. 1989. 10. febrúar 1990 Iföfiindur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.