Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990
35
Markvisst starf Hunda-
ræktarfélagsins
eftir Jóhönnu
Harðardóttur
Þegar ég les skæting í blöðum
les ég hann með fyrirvara og vona
að aðrir geri hið sama.
Svo var einnig um greinar Árna
Stefáns Árnasonar í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 20. mars og DV mið-
vikudaginn 28. mars síðastliðinn
þar sem hann úthúðar Hundarækt-
arfélagi íslands og forsvarsmönn-
um þess og ber þeim á brýn linkind
og óheilindi.
Ég las þessar greinar vegna þess
að ég er almennur félagi í HRFÍ
og hef mikinn áhuga á ræktun
hunda og annarra gæludýra og hef
unnið fyrir félagið sem kennari við
hvolpaskólann.
Mér blöskraði algerlega hinn ill-
kvittni rógur í greinunum og get
ekki látið honum ósvarað þar sem
hann gæti hugsanlega skaðað
hundaræktarfélagið og málstað
■ SAUÐÁRKRÓKUR. Á sam-
eiginlegum fundi sjálfstæðisfélag-
anna á Sauðárkróki þann 27.
mars var lögð fram tillaga uppstill-
ingarnefndar að framboðslista
flokksins við bæjarstjórnarkosning-
arnar í maí í vor. Var listinn borinn
undir atkvæði og samþykktur sam-
hljóða. Listann skipa: Knútur
Aadnegard, byggingameistari,
Steinunn Hjartardóttir, lyfja-
fræðingur, Björn Björnsson,
skólastjóri, Gísli Halldórsson,
dýralæknir,^ Sólveig Jónasdóttir,
húsmóðir, Árni Egilsson, slátur-
hússtjóri, Páll Ragnarsson, tann-
læknir, Anna HaHdórsdóttir, hús-
móðir, Erling Örn Pétursson,
kaupmaður, Einar Einarsson,
framkvæmdastjóri, Vigfús Vigfús-
son, húsasmiður, Kristrún Siýólfe-
dóttir, nemi, Gunnar Steingríms-
son, stýrimaður, Jóhanna Björns-
dóttir, skrifstofumaður, Jóhann
Ingólfeson, bifvélavirki, Rögn-
valdur Árnason, bifreiðastjóri,
Aðalheiður Arnórsdóttir, snyrti-
fræðingur, og Þorbjörn Árnason,
framkvæmdastjóri. Þá kom fram á
fundinum svohljóðandi tillaga:
„Sameiginlegur fundur sjálfstæðis-
félaganna á Sauðárkróki leggur
til að bæjarfulltrúum í bæjarstjórn
Sauðárkróks verði fækkað í 7, og
felur bæjarfulltrúum flokksins að
flytja slíka tillögu í bæjarstjórn."
Var tillagan borin undir atkvæði
og samþykkt samhljóða. Má því
ætla að bæjarfulltrúar sjálfstæðis-
manna muni á næstu dögum flytja
tillögu þessa í bæjarráði, og síðan
komi hún til afgreiðslu í bæjarstjórn
snemma í næsta mánuði. Verði til-
lagan samþykkt þar, kemur þessi
fækkun bæjarfuíltrúa til fram-
kvæmda við sveitarstjórnarkosn-
ingarnar árið 1994.
- BB
■ LISTI Alþýðubandalags og
óháðra við væntanlegar bæjar-
stjórnarkosningar á Húsavík hefiir
verið ákveðinn: 1. Kristján Ás-
geirsson, útgerðarstjóri, 2. Val-
gerður Gunnarsdóttir, kennari,
3. Hörður Arnórsson, forstjóri, 4.
Aðalsteinn Baldursson, verka-
maður, 5. Regína Sigurðardóttir,
fulltrúi, 6. Krislján Eiðsson, vél-
stjóri, 7. Haukur Hauksson, verka-
maður, 8. Helgi Helgason, verk-
stjóri, 9. Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir, læknaritari, 10. Eiríkur Sig-
urðsson, skipstjóri, 11. Jóhanna
M. Stefánsdóttir, húsmóðir, 12.
Magnús Hreiðarsson, sjómaður,
13. Bjarni Ásmundsson, tækni-
fræðingur, 14. Kristín Sigurðar-
dóttir, húsmóðir, 15. Guðmunda
Þórhallsdóttir, meinatæknir, 16.
Sigmar Arnórsson, verkamaður
17. Stefán Halldórsson, bókari og
18. Þórarinn Vigfússon, skip-
stjóri.
þess. — Reyndar sýnist mér það
vera eini tilgangur greinanna,
a.m.k. er ekki um faglega gagnrýni
að ræða, enda hefðu félagsfundir
eða málgagn HRFÍ verið hinn rétti
vettvangur slíks.
Hundaræktarfélag íslands hefur
starfað að hugsmunum hundarækt-
enda og hundaeigenda á íslandi og
stutt þá af alúð og ábyrgð sem er
með ólíkindum við þær vonlitlu að-
stæður sem bann við innflutningi
og fordómar skapa hér á landi.
Ég hef haft kynni af hundarækt-
arfélögum og ræktendum erlendis
og þeim ber saman um að HRFÍ
„Himdaræktarfélag ís-
lands hefur starfað að
hugsmunum hunda-
ræktenda og hundaeig-
enda á Islandi og stutt
þá af alúð og ábyrgð.“
vinni mjög yfirvegað og markvisst
og hafi ótrúlega gott vald á verk:
efni sínu við slæmar aðstæður. í
október sl. hafði ég tal af K.G.
Frederikson sem er formaður
sænska kennelklúbbsins og í stjóm
Jóhanna Harðardóttir
Federation Cynologique Internati-
onale (FCI) sem er alþjóðasamband
hundaræktarfélaga. K.G. Frederik-
son minntist sérstaklega á að þann
bæri mikla virðingu fyrir HRFÍ fyr-
ir það hversu faglega það ynni að
ræktunarstarfínu og taldi árangur^
starfsins frábærlega góðan (krafta-
verki líkastan voru hans eigin orð)
sérstaklega miðað við þá fáu hunda
sem hér væru til staðar.
Ég vona að allir þeir sem láta
sig hundarækt varða fylgist sjálfir
með starfi Hundaræktarfélags ís-
lands og sambandi þess við sam-
bærileg félög víða um heim. Þeir
sem það gera geta síðan sjálfir
dæmt faglega um starf félagsins
og láta ekki sjálfskipaða riddara á
ritvellinum um að brjóta niður það
uppbyggingarstarf sem átt hefur
sér stað innan HRFÍ með óábyrgri *
og ófaglegri árás í fjölmiðlum.
Höfundur er blaðamaður og
dagskrárgerðarmaður á rás 2.
SVNING
á viðskiptahugbúnaði
Dagana 5. og 6. apríl verður sýning á viðskiptahugbúnaði frá eftirtöldum aðilum:
• •
í^KORN iiih«ii«i»i;ii!i.i HUGBUNADARÞJONUSIA
Tölvumiðstöðin hf \r víkurhugbunadur
Sýningin er hjá okkur í Skeifunni 17, kl. 09:00-17:00 báða dagana.
ORTOLVUTÆKNI
Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 687220, Fax 687260.
- Fréttáritári