Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 37

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990 37*" Framkvæmd fiskveiðistefiiu eftir Önund * Asgeirsson Blekkingin mikla Allir íslendingar vita, að fiskurinn í sjónum er sameign allra lands- manna, og jafnframt að hann er undirstaða alls mannlífs í þessu norðlæga landi. Það vakti því mikla athygli þegar ísfirskur fulltrúi á Fiskiþingi sl. ár flutti þá tillögu, að fískveiðar við strendur landsins skyldu teljast eign útgerðarmanna. Þetta þótti þeim hin mesta óhæfa og lögðu aðrir fiskiþingsfulltrúar á eitt um að koma viti fyrir manninn og tillögunni fyrir kattarnef. Al- menningur gat þannig tekið ró sína á ný. Nú hefur það gerst, að lagt hefir verið fram á því háa Alþingi „Frum- varp til laga um stjórn fiskveiða", Ed. 352. mál, þingskjal 609. Þar segir í 1. gr. og skal nú lögfestast, að „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar" og eru víst allir sammála þessu. Síðan segir: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu." Þessi undirstrikuðu at- riði eða háleitu markmið frumvarps- ins eru í góðu samræmi við það, hvernig ætti að framkvæma íslenska fiskveiðistefnu, en því miður er hún ekki framkvæmd þannig. Orðalagið er aðeins blekking. Framkvæmd fiskveiðistefnunnar er ekki í neinu samræmi við hin háleitu markmið. Þótt nú eigi að lögleiða það, að fiskurinn í sjónum sé sameign allra landsmanna, skal þeim jafnframt forboðið að veiða hann. Um þetta segir í 4. gr. að „enginn megi stunda veiðar, nema hafa fengið til þess almennt veiðileyfi“ og ennfremur í 5. gr. að „við veitingu veiðileyfa í atvinnuskyni komi aðeins til greina þau skip ein sem þegar hafa haft slíkt leyfi.“ Frumvarpið er ótíma- bundið og þannig er ætlunin að lög- binda núverandi fiskveiðakerfi til frambúðar. Þetta er eins konar lok- aður klúbbur núverandi útgerðar- manna, sem þannig mun sitja að öllum fiskveiðum, ótímabundið eða um alla framtíð. Þetta er ekkert smámál heldur er verið að ráðstafa hér stærstu auðlind landsmanna á þann hátt, að það mun hafa áhrif á tekjuskiptingu landsmanna um alla framtíð. Einu möguleikarnir, sem öðrum Islendingum gefst kostur á að nýta sér er að kaupa skip og kvóta af þeim, sem eru í Fiskveiða- klúbbnum, og greiða það verð sem sett er upp fyrir skip og veiðikvóta. Veiðikvótum skal hins vegar úthlut- að endurgjaldslaust til þeirra, sem eru í Fiskveiðiklúbbnum. Þetta eru ekki lítil sérréttindi og samræmist ekki réttlætistilfinningu manna. Isfirðingurinn á Fiskiþingi var nærri sannleikanum. Tillaga hans um að útgerðarmenn einir ættu fisk- veiðarnar allar var sýnilega ekki nein íjarstæða í þeim hópi, því að nú á einfaldlega að lögfesta þessa sömu tillögu en aðeins með lævísari hætti. Hann var augljóslega ekki nægilega sjóaður í refskák „stjórn- málanna". Nú skal það lögfest samtímis að allir landsmenn eigi ein- ir allar fiskveiðarnar og aðeins með- limir í „Fiskveiðiklúbbnum“ skuli mega veiða. Hinum skal vísað út í ystu myrkur. Um þetta eru allir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sam- mála og skrifa undir það með nöfn- um sínum í fylgiskjölum frumvarps- ins. Hér hlýtur þvi að vakna spurning- in, hver á að gæta hagsmuna hins almenna borgara? Alþingismenn eru kjörnir af samfélaginu til að gæta réttlætisins í þessu máli sem öðrum, og hér reynir á drengskap þeirra. Þetta er vísast stærsta hagsmuna- mál þjóðfélagsins, og vinnubrögðin, laumuspilið eða blekkingin sem beitt er er fordæmanleg af öllum. Verndun fiskistofhanna Hafrannsóknastofnun hefir náð frábærum árangri í stjórnun síldveiða og loðnuveiða, sem mjög ber að þakka. Hins vegar skortir bæði fjármagn, mannafla og sam- starfsvilja útgerðanna við stjórnun bolfiskveiðanna. Alir hafa fylgst með því, að Hafrannsóknastofnun hefir oft svo til vikulega þurft að loka ákveðnum svæðum vegna ofveiði á smáfiski. Þá eru skuttogarar reknir út fyrir ákveðnar línur og sett eftir- litsskip yfir svæðið. Þessa þyrfti ekki af skipstjórnarmenn sýndu ábyrgð gagnvart fiskistofnunum. Þarf í raun ekki frekari sannana við um þetta atriði. Strax og banninu er aflétt, streyma skuttogararnir inn á svæðið og halda áfram iðju sinni við smáfískadrápið, því að sjálfsögðu hefir hvorki fiskurinn stækkað eða haft möguleika að flytja sig burtu frá hættunni. Vandinn er óleystur. Fiskurinn heldur áfram að smækka vegna þess að veiðimennirnir lifa fyrir augnablikið. Betri er einn fugl í hendi en tveir á þaki, segja Danir. Verndun hafsbotnsins Gerð varð skoðanakönnun meðal sjómanna um magn þess fisks sem fleygt væri í hafíð af veiðiflotanum. Skoðanakönnunin var óvinsæl, ekki aðeins meðal skipstjórnenda, heldur einnig meðal almennra sjómanna. Niðurstaðan var sú að 53.000 tonn af bolfíski hefði verið fleygt aftur í hafið af véiðiflotanum árið 1989. Þessi tonnatala samsvarar um helm- ingi þess sem árlega er fleygt á sorp- hauga höfuðborgarsvæðisins. En þetta stenst ekki. Magnið er miklu meira. Einn sjómannanna bar að 50?t aflans færi beint í hafíð aftur og eitthvað hefír hann haft fyrir sér. Athugum nú veiði frystitogar- anna árið 1989. Þeir voru 24 talsins og stunduðu allir þorskveiðar. Ger- um ráð fyrir að hver þeirra hafi veitt 6.000 tonna þorskkvóta sem er lágmarksafli til að hægt sé að reka þessi skip með hagkvæmum árangri. Úthlutaður kvóti þeirra var um 1.200 tonn og þeir hafa þannig keypt upp 4.800 tonna kvóta, sem tekinn hefír verið af fiskvinnslunni í landi, alls 115.200 tonn. Augljóst ætti að vera að þessi skip eru ekki Önundur Ásgeirsson „Frumvarpið er ótíma- bundið og þannig er ætlunin að lögbinda núverandi fiskveiða- kerfi til írambúðar. Þetta er eins konar lok- aður klúbbur núverandi ^tgerðarmanna, sem þannig mun sitja að öll- um fiskveiðum, ótíma- bundið eða um alla fi*amtíð.“ að hirða neinn úrgangsfísk, heldur aðeins það sem hentar þeim best og gefur best verð í sölu. Þannig má leiða rök að því að þessir 24 frystitogarar (og þeir eru mestu mengunarvaldarnir) fleygi næstum þrefalt meira magni en Skáís gefur upp fyrir allan flotann og næstum 505 meira magni að tonnatölu en fer á sorphauga höfuð- borgarsvæðisins. Það er full þörf á opinni umræðu um þessi vandamál og ættu hagsmunaaðilar ekki að liggja á liði sínu og veita réttar upp- lýsingar. En það eru skammsýn sjón- armið að veitast að skipstjórnar- mönnum eða sjómönnum eða beita þá refsingum, því að það leiðir ekki til jákvæðra lausna. Eg tel ekki ósennilegt að til falli 200-250.000 tonn árlega af úr- gangsfiski og smáfiski sem fleygt er í hafíð af öllum veiðiflotanum. Þetta magn, tvöfalt á við alla sorp- hauga Reykjavíkursvæðisins, liggur á botninum rotnandi, úldið og illþefj- andi, og spillir veiðislóðum landsins. Þetta þyrfti ekki að vera svona, því að einfalt ætti að vera að útbúa saxara eða hakkavélar til að gera þennan úrgang að æti fyrir fisk og þannig að fyrirbyggja mengunina á hafsbotninum. Þetta er þó ekki gert hér og sýnir það betur en flest ann- að að útgerð er hér rekin af meira ábyrgðarleysi en leyfilegt ætti að”'" vera. Þennan sóðaskap hafa sjómenn alla daga ársins fyrir augum sér. Hagkvæm nýting Hér skal ekki farið mörgum orð- um um núverandi kvótakerfi til stjórnunar fískveiða, og sem nú er ætlast til að framlengt verði með lögum. Flytjendur leyfa sér jafnvel að beita almenning blekkingum til að koma frumvarpinu áfram en reynslan talar sínu máli. Stöðugt fleiri, stærri og dýrari skip með stöð- ugt fullkomnari búnaði, bæði í tækj ^- um og veiðarfærum, ausa upp smærri og smærri fiski ár frá ári, með stöðugt minnkandi aft’akstri. Þorskveiðar sl. árs námu um 350 þús. tonnum sem var 50 þús. tonnum umfram leyfðan kvóta eða um 2,9 tonn á hvert tonn veiðiflotans. Þetta samsvarar um 40% af magni miðað við veiðar gömlu síðutogaranna á 5. áratugnum. Þetta getur vist hvorki talist hagkvæm nýting fjár- magns, veiðiflota né fískistofna. Samt hefír bygging skipaflotans aldrei verið óábyrgari. Viðaukinn við fiskiskipaflotann hefir numið 5.500 tonnum á ári sl. 3 ár. Þetta samsvar- ar 10-15 skuttogurum árlega sem engin þörf var fyrir. Þetta hefír ai^- eins leitt til minnkandi þorskkvóta árlega, og milljörðum verið sóað til einskis. Óllu er þessu velt yfir á þjóð- arbúið með einum eða öðrum hætti. Forsætisráðherrann nefnir þetta „afskrift með gjaldþroti" sem ein- hvern tíma hefði þótt óheiðarlegt hugtak. Angi af sama fyrirbrigði eru lán úr „Atvinnutryggingasjóði“ og „Hlutafjársjóði“ hvort tveggja með milljarða tapi fyrir landssjóð. Þegar SÍS-menn eða Sambandið ákváðu 1970 að beina kröftum sínum að fískveiðum, fískvinnslu sölu sjávarafurða, var þetta tima- mótaákvörðun af þeirra hendi. Síðan hafa þeir með dyggri aðstoð fram- sóknarmanna í stjórnkerfinu, keypt upp frystihús, verkunarstöðvar og fískiskip, og byggt upp sjálfstætt sölukerfí innanlands og utan, því að ekki gátu þeir átt samleið með öðr- um, til þess var ofstopinn of mikill. Þeir hafa náð miklum árangri á þessum sviðum, og voru langt komn- ir með að ná helmingi af þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðfélagsins á 20 árum, þegar nú hefír komið í ljós að þeir hafa ofkeyrt sig í fjárfest- ingum og ekki er séð fýrir hvemig þeim málum reiðir af. Höfúndur er viðskiptafræðingur. Hirt Fleygt t. Heildarafli 24 skipx60001 144.000 72.000 Helmingur heilfryst, h- us og slóg 30% (50.400) 21.600 Helmingur flök, 33% nýting, 67% fleygt (23.760) 48.240 141.840 Þurfa lögreglumenn að sitja við símann? eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Þann 15. mars sl. birtist grein eftir Þorstein Alfreðsson stjórnanda í Boðunardeild lögreglunnar í Reykjavík undir yfirskriftinni „Set- ið við símann“. Þar gagnrýnir Þor- steinn grein undirritaðrar, „Lög- gæsla í lamasessi“ í tímaritinu Mannlífi. í upphafi greinar sinnar getur Þorsteinn þess að undirrituð sé fyrrum lögreglukona og fer auk þess nokkrum orðum um áhuga minn og þekkingu á löggæslumál- um. í næstu málsgrein gætir hins vegar strax mótsagnar þegar Þor- steinn talar um „þekkingarskort á því efni sem höfundur tekur sér fyrir“. Það er rétt hjá Þorsteini að í grein minni í Mannlífi gagnrýni ég þá ráðstöfun Lögreglustjóraemb- ættisins í Reykjavík að nota ein- göngu lögreglumenn á besta aldri með mikla starfsreynslu til þess að inriheirríta feektir'í yg'egnúnV síma. í greininni er þó á engan hátt dregin í efa nauðsyn þeirra starfa en hins vegar varpað fram þeirri spurningu hvort aðrir aðilar gætu ekki allt eins sinnt þessum tiltekna þætti í starfsemi deildarinnar. Undirrituð vísar á bug að það sé út í hött (eins og Þ.A. kemst að orði) að draga í efa að til þess að sinna þessum þætti þurfi eingöngu fullmenntaða lögreglumenn og læt- ur lesendum eftir að meta það. Um aðra þætti í starfsemi Boðunar- deildar hefur aldrei verið ágreining- ur og undirritaðri er það fullljóst — þrátt fyrir að hún hafi aldrei unnið í þeirri deild. Þorsteinn veit betur en svo að aðili sem starfað hefur sem lögreglumaður í níu ár hefur mikla þekkingu á starfsemi allra deilda Lögreglustjóraembættisins. Undirritaðri er einnig kunnugt um að starfandi skrifstofufólk hjá embætti Lögreglustjórans í Reykjavík gegnir í sumum tilfellum mjög hliðstæðum störfum án þess að njóta sömu launakjara og hlunn- iridá' óg1 lögVe&lumehih.1 í' bvfliMW bandi er vert að geta þess að allir starfandi' lögreglumenn — sama hvaða hlutverki þeir gegna — hafa gengið í gegnum nám við Lögreglu- skóla ríkisins og þiggja laun sam- kvæmt kjarasamningum lögreglu- manna auk þess sem þeir fá úthlut- að einkennisfatnaði — án tillits til hvort þeir nota þau fríðindi í formi einkennisfata eða ekki. Það má því nærri geta hversu kostnaðarsamt það er fyrir hið opinbera að brúka fullgilda lögreglumenn í störf sem skrifstofufólk getur allt eins sinnt. Undirrituð fer ekki leynt með það í títtnefndri Mannlífsgrein að hún telur að áherslur innan lögreglunn- ar séu rangar og bendir á fjölmörg atriði því til staðfestingar. Þegar lögreglan í Reykjavík stendur frammi fyrir niðui'skurði á auka- vinnu og samdrætti í löggæslu hlýt- ur að vakna sú spurning hvort ekki sé skynsamlegra að nýta þá lög- reglumenn sem eru til staðar við almenna löggæslu á meðal hins al- menna borgara fremur en að setja Ragnheiður Davíðsdóttir „Má því nærri geta hversu kostnaðarsamt það er fyrir hið opin- bera að brúka ftillgilda lögreglumenn í störf sem skrifstofufólk get- ur allt eins sinnt.“ hægt að fylla með öðru starfsfólki. Undirrituð hefur þó fullan skiln- ing á sárindum Þorsteins Alfreðs- sonar sem yfirmanns Boðunardeild- ar. Hann er yfirmönnum og tekur eðlilega upp hanskann fyrir sína deild og lögregluna í heild. Undirrituð vísar hins vegar á bug þeim aðdróttunum Þorsteins að greinin í Mannlífi beri vott um „aldamótahugsunarhátt“ og for- dóma í garð lögreglunnar. Að lokum skal Þorsteini bent á að lesa Mannlífsgreinina aftur og í þetta sinn án tilfinningasemi. Þá hlýtur hann að komast að þeirri niðurstöðu að greinin er skrifuð á hlutlausan hátt til þess eins að gefa hinum almenna borgara upplýsingar um hvernig áherslum á ýmsa þætti lögí'* reglunnar er háttað í landinu. Þor- steinn verður að átta sig á að öll umfjöllun og málefnaleg gagnrýni á rétt á sér og þar eru lögregluyfir- völd ekki undanskilin fremur en aðrir. í því sambandi gegna fjöl- miðlar mikilvægu hluþverki. Það ætti Þorsteinn að vita manna best —.enda höfum við bæði skrifað um málefni lögreglunnar í ágætt mál- gagn lögreglunnar í Reykjavík — Lögreglublaðið. Að lokum vill undir- rituð þakka þeim fjölmörgu heimild- armönnum Mannlífs meðal lög- reglumanna fyrir ómetanlegar upp- lýsingar við gerð greinarinnar og vonast eftir jákvæðu samstarfi hér eftir sem hingað til. Höfundur er blaðamaður hjá Fróða hf. ogfyrrum lögreglumaður og stjórnarmaðiuL, í Lögreglufélagi Reykjavíkur og Landssambaxtdi lögreerlumanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.