Morgunblaðið - 04.04.1990, Side 38

Morgunblaðið - 04.04.1990, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 > 38 ■ SAMGÖNG URÁÐ UNEYTIÐ ákvað nýverið að fækka snjómokst- ursdögum á Fjarðarheiði. Bæjar- stjórn Seyðisfjarðar hefur sent frá sér samþykkt þar sem þessu er mótmælt. í mótmælunum segir ““m.a.: Bæjarstjórn Seyðisfjarðar mótmælir þeirri einhliða ákvörðun samgönguyfirvalda að skerða snjómokstur á Fjarðarheiði um einn dag í viku. Þetta er þeim mun verra þegar þess er gætt að úrbætur í snjómokstri eru ekki nema ársgaml- ar og þegar á þær reynir er aftur breytt í fyrra horf. Bæjarstjórn ítrekar fyrri ábendingar um þá sér- stöðu kaupstaðarins að til staðarins er ekki áætlunarflug og þeim mun brýnna að halda góðum sam- göngum. Garðar Rúnar GÓÐAR FERMINGAR GJAFIR SILFURHÁLSMEN Verð frá kr. 2.150,- SILFURHRINGIR Verð frá kr. 2.580,- BÓMULLARPEYSUR Verð frá kr. 4.450,- RAHfiAGERÐIN HAFNARSTRÆT119 OG KRINGLUNNI Guðrún Árnadóttir ■ AÐALFUNDUR KRFÍ var haidinn miðvikudaginn 28. febrúar síðastliðinn að Hallveigarstöðum. Kosinn var nýr formaður, Guðrún Árnadóttir, meinatæknir og fyrr- verandi framkvæmdastjóri BSRB. Guðrún hefur unnið mikið síðastlið- in 20 ár að félags- og jafnréttismál- um. Var formaður Meinatæknifé- lags Islands. Átti meðal annars sæti í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana, BSRB, Hfeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna. Einnig situr hún í jafnrétt- isráði. Guðrún tekur við for- mennsku af Gerði Steinþó'rsdótt- ur, lektor við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, sem gegnt hefur for- mennsku síðastliðið ár. Þá gekk úr framkvæmdastjórn Arndís Stein- þórsdóttir, en í hennar stað var kosin Sigurveig Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Aðrar í fram- kvæmdastjórn eru Jónína Margrét Guðnadóttir, Ragnhildur Hjalta- dóttir og Ásthildur Ketilsdóttir. Auk þeirra eiga sæti í stjóm félags- ins 6 konur frá stjórnmálaflokkun- um, kosnar á landsfundi. (Úr fréttatilkynningu.) WfJ'fíf-f:/'/ GJÖF sem gleður.... BUXNAPRESSA Hvítar - svartar - brúnar. Verð kr. 9.400 stgr. .tf Einar Farestveit&Co.hf. BOWQARTÚNI28, SlMI 1699S. LalA 4 stoppar vHI dymar /■/;/■■/:/:/:f:/ Hernámið og framhjáhaldið Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Kvennamál („Un affaire de femmes“) eftir Claude Chabrol með Isabelle Huppert og Franco- is Cluzet og I mesta sakleysi („En toute innocence) eftir Alain Jessua með Michel Serrault og Nathalie Baye. Mynd Claude Chabrol, Kvenna- mál, sem sýnd er á Franskri viku í Regnboganum, er sönn saga einn- ar síðustu konunnar sem dæmd var til að láta lífið í fallöxinni í Frakk- landi. Myndin er ein af mörgum frá Frökkum síðustu árin sem tak- ast á við hin viðkvæmu hernámsár en Chabrol einbeitir sér fyrst og fremst að breyttum siðferðisgild- um, splundrun fjölskyldunnar og vissri fijálsræðiskennd konunnar sem vaknar þegar karlarnir eru fjarri en er kramin af dómstó! þeirra í leit að fordæmi og fordæm- ingu. Kvennamál er þannig mjög at- hyglisverð samfélagslýsing undir hernámi en um leið ásækið mann- legt drama. Leikurinn, sérstaklega hjá Isabelle Huppert, sem fer með aðalhlutverkið, Marie, er afar góð- ur en Huppert sýnir okkur inní hugarheim konunnar sem vill eitt- hvað meira út úr lífinu en nið- urnídda Mðarkytru og ástlaust hjónaband, kemst í álnir með því að stunda fóstureyðingar fyrir þær sem voru í ástandinu og tekur að slá sér upp með ungum manni grunlaus um afleiðingarnar. í mesta sakleysi eftir Alain Jessua tekur á öðru uppáhaldi franskra mynda, framhjáhaldinu. Hinn dásamlega lágstemmdi Mic- hel Serrault leikur kaupsýslumann sem kemst að því að tengdadóttir hans (Nathalie Baye) heldur fram- hjá einkasyni hans, lendir um leið í bílslysi og þykist missa málið en á heimilinu upphefst barátta á milli þeirra tveggja uppá líf og dauða. Þetta er snjöll hugmynd og vel útfærð og góður leikurinn bætir það upp ef teygjast vill á söguþræð- inum, en leikstjóranum Jessua er í mun að sýna hversu langt er hægt að ganga í fordæmingu á framhjáhaldi þar til of seint er að bæta fyrir. Jafiiaðarmanna-Bond Dulnefni Rauði haninn („Coq Rouge“). Leikstjórn og handrit: Pelle Berglund, byggt á sögu Jan Guillou. Aðalhlutverk: Stell- an Skarsgard. Ef James Bond væri sænskur liti hann sjálfsagt út eins og aðal- persónan í þessum linsoðna, sænska aðþjóðlega samsærisþrill- er. Hamilton heitir hann, Carl Hamilton, og ef það er ekki nógu töff sest hann upp í glænýju Cor- vettuna sína og brunar á vit ævin- týranna. Ýmislegt bendir til þess að arab- ískir hryðjuverkamenn muni láta til skarar skríða í Svíþjóð innan skamms og Carl Hamilton er feng- inn til að rannsaka og eyða slíkum plönum. í sænska jafnaðarmanna- plottinu eru skúrkarnir öfgasamtök Israelsmanna sem vilja vinna á sakleysislegum PLO-samtökum í Svíaríki. Jafnvel Carl Hamilton, þjálfaður hjá CIA, vann með PLO á sínum tíma en nú er kominn tími til að rúlla upp gamla Che Gue- vara-plakatinu og stíga inn í raun- veruleikann, þ.e. upp í Corvettuna. Carl Hamilton, sem Stellan Skarsgard leikur frekar héralega, er Ijóshærður og hávaxinn foringi í sænska flotanum, byssufróður og hugrakkur en þekkir ekki lauslæti enda ekki ein skvísa skrifuð í hand- ritið fyrir hann. Hins vegar á þessi máttarstólpi sænsku velferðarinnar sjö ára dreng, sem hann verður að skilja eftir einan heima þegar hann þeysir til Austurlanda nær að leysa sín mál og hringir í úr almennings- símum í sundurtættri LÍbanon til að vita hvort ekki er allt í lagi. Skömmu seinna er hann handtek- inn af tveimur jafnöldrum sonar síns. Það ætti að sýna veruleikann í Líbanon en tekst ekki í þessu samhengi. Þetta er ekki sanngjarn heimur fyrir krata-bond. Og í ofanálag og andhollywoodískum anda mistekst Carl Hamilton sendiförin því ekki má bjóða uppá auðveldar lausnir og hamingjurík endalok. Þó er súp- erhetjan Carl Hamilton eins og snýttur útúr ótal, ódýrum Holly- woodmyndum. Dulnefni Rauði han- inn er á mörkum gríns og þrillers en það virðist vera óvart. Hrein grínmynd hefði verið miklu betri. Sagan er í ofanálag langdregin og óskýr og gersamlega laus við spennu. Þess má geta að mynda- takan er í höndum Göran Nilsson, samstarfsmanns Lárusar Ýmis Óskarssonar. KRAFTLAUS KVENDJÖFULL Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabó: Ævi og ástir kvendjöfuls — „She-Devil“ Leikstjóri Susan Seidelman. Handrit byggt á samne&idri skáldsögu Fays Weldons. Aðal- leikendur Meryl Streep, Rose- anne Barr, Ed Begley, Jr. Bandarísk. Orion 1989. Bók Weldons vakti heimsathygli á sínum tíma, nánast tímamótaverk þar sem kom fram gagnrýnin af- staða á stöðu konunnar í nútíma þjóðfélagi en sett fram á meinhæð- inn, oftast drepfyndinn hátt. Verk- ið vakti miklar umræður um órétt- lætið í mismunun kynjanna og sjón- varpsþættirnir sem gerðir voru eft- ir bókinni voru henni trúir. Myndin er því miður hversdags- leg Hollywoodsoðníng þar sem allt er lagt uppúr skemmtigildinu. Inn- takið er víðsfjarri ádeilu Weldons, afraksturinn varla meira en meðal gamanmynd sem vissulega ergir aðdáendur Weldons. Maður rétt kannast við framvinduna sem er vægast sagt sakleysisleg miðað við söguna og áherslan lögð á að líma brosið á áhorfendur og til að kór- óna alltsaman er endirinn ljúfur og léttur einsog í hugljúfri ástar- vellu frá fjórða áratugnum. Eini ljósi punkturinn við mynd- gerðina er stjörnuleikur Streeps, það virðist vera sama hvað þessi fjölhæfa leikkona fær til meðferð- ar, hún gerir sér mat úr öllu. Barr er hinsvegar jafn hörmuleg og Streep er skemmtileg og á digi an þátt í mistökum myndarinnar. Begley yngri sleppur fyrir horn. Glasgow....... Luxemborg..... Hamborg....... Kaupmannahöfn Frankfurt... Amsterdam..... London .. París... Salzburg verð frá kr. 28.500 .verð frá kr. 31.800 verð frá kr. 32.000 . verð frá kr. 32.400 verð frákr. 32.600 verð frá kr. 34.400 verð frá kr. 34.600 verð frá kr. 34.800 verðfrá kr. 39.100 við 4 í bíl í A. flokki í tvær vikur OG FLUG 1.4.90___________________________ FLUG OG BÍLLIFRÁBJERU VEROI Amsterdam, Frankfurt, Glasgow, Hamborg, Kaupmannahöfn, París London, Luxemborg, og Salzburg. Við bjóðum einnig gott úrval fyrsta flokks gistingar í sumarhúsum og íbúðum, víðs vegar um Evrópu, á góðu verði. FERDASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.