Morgunblaðið - 04.04.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990
39
Nokkur orð um
stímplun Mmerkja
________Frímerki_____________
Jón Aðalsteinn Jónsson
Oft hef ég hugsað mér að ræða
um stimplun frímerkja. Öllum er
það trúlega ljóst, að tilgangur með
stimplun frímerkja er sá að koma
í veg fyrir, að þau verði aftur not-
uð á póstsendingar til greiðslu
burðargjalds og pósturinn missi við
það einhveijar tekjur Þetta sést
m.a. á því, að hér á landi var í
upphafi talað um að ónýta
frímerki, þegar átt var við stimplun
frímerkja. Auðvitað var ekki átt
við það að eyðileggja þau í venju-
legum skilningi, heldur átti ein-
ungis með stimplun þeirra að
sporna við endurnotkun frímerkja.
í frumbernsku íslenzku frímerkj-
anna kom einmitt upp mál, sem
varðaði slíka tvínotkun 4 sk.
frímerkis, og kostaði það bæði
málaferli og sektir þess, sem braut
póstreglurr.ar. Hér er ekki rúm til
að rekja það mál nánar.
Ýmsar aðrar leiðir voru í fyrstu
famar til stimplunar frímerkja en
nota póststimpla, t. d. sú að strika
horn í horn með bleki yfir frímerk-
in. Sennilega hafa menn í upphafi
„frímerkjaaldar" látið sig það litlu
skipta, hvernig þessi „ónýting"
frímerkjanna fór fram, en eftir að
stimplasöfnun hófst meðal safn-
ara, skipti þetta vitaskuld verulegu
máli fyrir þá. Því miður hefur þessi
stimplun verið ærið misjöfn, en um
það vil ég ræða betur síðar í ein-
hveijum þætti.
Að þessu sinni vil ég af gefnu
tilefni fjalla sérstaklega um einn
þátt stimplunar, sem ég held, að
íslenzkir póstmenn hafi eitthvað
misskilið. Á ég hér við stimplun
þeirra „miða“, sem nefndir hafa
verið frímerklar og kaupa má hér
í Reykjavík úr sérstakri vél, sem
kallast Frami. Góður kunningi
minn og safnari benti mér á þetta
atriði. Að sjálfsögðu þjónar
frímerkill sama hlutverki og venju-
legt frímerki. Þess vegna hlýtur
að eiga að stimpla hann á sama
hátt og gert er við frímerki og
koma þannig í veg fyrir, að hann
verði notaður aftur. Þijú urrislög
hef ég að láni, þar sem með öllu
er sneitt hjá að stimpla miðana og
það auðsæilega af ásettu ráði. Á
tveimur þeirra eru einnig frímerki,
og þau eru kirfilega stimpluð, svo
sem vera ber. Á þriðja umslaginu
var frímerkillinn hins vegar einn
og rétt burðargjald, 19 kr. En les-
endur geta hér séð á myndinni,
hvernig póstmaðurinn brást þá við.
Sjálfur á ég tvö bréf með frímerkl-
um. Á öðru þeirra má sjá, að póst-
maðurinn hefur einnig sniðgengið
„miðann", en honum hefur líka
sézt yfir fleira, svo sem sjá má.
Frímerki stimplað, en frímerk-
illinn ekki.
2.
Frímerkill sniðgenginn.
E.t.v. hefur það gerzt vegna þess,
að hann hefur með engu móti vilj-
að stimpla miðann. Hitt bréfið er
hárrétt stimplað, á Frímerkjasölu
póststjórnarinnar, enda getur eng-
inn vafi leikið á því, að stimpla
ber frímerkingarmiða eða frímerk-
il á sama hátt og öll frímerki til
þess að koma í veg fyrir hugsan-
lega endurnotkun hans og um leið
tap fyrir póstsjóðinn. Ég hef
minnzt á þetta mál við Rafn Júlíus-
son póstmálafulltrúa. Segir hann
mér, að þess sé rækilega getið í
reglum póstsins, að það eigi að
fara eins með frímerkla og
frímerki. Ég vonast til, að allir
póstmenn athugi þetta framvegis.
Til þess eins eru þessi orð sett á
blað.
FrímerkiII óstimplaður og
stimplun frímerkja ábótavant.
4.
Rétt stimplun frímerkils frá
Frímerkjasölunni.
Skiptimarkaður safnara
í nokkur ár hefur Félag
frímerkjasafnara haldið svonefnd-
an skiptimarkað í samvinnu við
myntsafnara og kortasafnara. Að
þessu sinni verður slíkur markaður
haldinn í Síðumúla 17 laugardag-
inn 14. þ.m. Hefst hann kl. 13.30
og lýkur kl. 17.00. Á þessum mark-
aði gefst söfnurum og almenningi
kostur á að skiptast á frímerkjum,
mynt, kortum, vindlamerkjum,
spilum og yfirleitt öllu því, sem
nöfnum tjáir að nefna. Um leið
gefst almenningi hér ágætt tæki-
færi til að kynnast starfi safnara
á Reykjavíkursvæðinu.
TOLVU-
MÖPPUR
/rá Múlalundi...
þar er tölvupappírinn vel geymdur.
Múlalundur
SfMI: 62 84 50
VIDSKIPTA-
Þú getur alltaf stækkaö við þig og bætt viö kerfum í STÖLPA. Kerfin
eru seld í einingum og þú greiðir aöeins fyrir þaö sem þú þarft á
aö halda. Auk almennra bókhaldskerfa nefnum viö m.a. verkbókhald,
tilboðskerfi, lánadrottnakerfi, verðbréfakerfi, framlegðarkerfi,
framleiöslustýringu, pantanakerfi auk sérhæföra kerfa fyrir
bifreiöaverkstæöi. STÓLPI er tilvalinn fyrir útflutningsfyrirtæki,
stofnanir og sveitarfélög. Á fjórða hundraö fyrirtæki nota STÓLPA
STÓIPI FJÖLNOTENDAKERFI FYRIR UNIX EDA NETKERFI
Öflug 386 aöalvél með litaskjá, 100Mb diski, 4Mb innra minni,
fjórum skjám, tveimur prenturum, Unix stýrikerfi ásamt
STÓLPA-fjárhags-, skuldunauta-, sölu- og birgöakerfi. Verð án
uppsetningar frá kr. 873.000,-
2. Sama, en með RISC vél meö gulbrúnum aöalskjá, 152Mb diski,
8Mb innra minni og 67Mb segulbandsstöð. Verö frá kr.
2.218.000,-
Viö gerum tilboö I uppsetningu, kennslu og flutning á gögnum úr
eldri kerfum.
STÓIPI - fjárhags,- skuldunauta-, sölu- og birgöakerfi. Verö frá kr.
125.000,- án vsk. fyrir einmenningstölvur.
UT1J-STÓLPI fyrir smærri fyrirtæki. Fjögur kerfi i „pakka". Verö frá
kr. 35.000,- Launakerfi frá kr. 20.000,- Verkbókhald frá kp. 25.000,-
SÉRTILBOÐ
BÓSTÓLPI fyrir þá sem eru aö byrja tölvuvinnslu. - Fjárhagsbókhald
m.a. með vsk. skýrslugerð. kp. 20.000,- Launakerfi frá kp. 20.000,-
Halið sambanú vlð sölumenn okkar.
öll verð eru án vsk.
SKERFISÞRÓUN HF.
SKEIFUNNI 17, 108 REYKJAVÍK
Sölu- og þjónustuaðilar um land allt. Símar 91-688055 / 687466
Hólar í Hjaltadal:
Gengið frá gömlum bein-
um í Hóladómkirkju
Hólum í Hjaltadal.
Nú nýverið komu aftur heim til Hóla bein þau sem grafin voru
upp úr gólfi dómkirkjunnar þegar endurbætur voru á henni gerðar
á árunum 1988-1989 í tengslum við endurgerð kirkjunnar.
Þegar gamla gólfið var tekið upp
og lækkað, þurfti einnig að grafa
fyrir loftrásum sem liggja undir
gólfinu, og kom þá upp allmikið
af gömlum beinum sem ákveðið
var að senda suður til aldursgrein-
ingar, og ýmissa athugana sem
I aðeins er hægt að sinna á sérhæfð-
um stofnunum. Nú er þessum
rannsóknum lokið, og eins og til
stóð erú nú bein hinna fornu Hóla-
manna komin norður aftur, og
hefur verið búið um þau í litlum,
merktum kistum, sem komið er
fyrir í gólfi forkirkjunnar að Hól-.
um.
Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslu-
biskup, sem hafði umsjón með því
að koma kistunum fyrir, sagði að
aldrei hefði annað staðið til, en að
hinar fornu líkamsleifar yrðu
áfram varðveittar innan veggja
Hóladómkirkju, en nú væri svo um
búið að fullur sómi væri að, og
einnig væri unnt með lítilli fyrir-
höfn að komast að kistunum væri
frekari rannsóknar þörf.
- BB
Sænsku nðttúrnvönirnar frá BI-PRO
Þurr húð
CJnglingabólur
Fílapenslar
Munnangur
Varaþurrkur
Fæsl á eflirtöldum útsölustööum:
Breiðholtsapóteki, Mjóddinni, Rvík.
Lyfjabergi, Hraunbergi 4, Rvík.
Iðunnarapóteki, Laugavegi 40a, Rvík.
Háaleitisapóteki, Háaleitisbraut 68, Rvík
Líkþorn
Fótasveppir
Sigg
Aumt
Sprungin húð
Hælsæri
Heildsölubirgðir
ambrosia
S. 680630.