Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990 43 Gestur Björnsson, Akranesi - Minning Fæddur 19. nóvember 1897 Dáinn 28. janúar 1990 Svo ver dauðinn velkominn, vér vitum, Jesús, dauði þinn frá dauðans valdi leysti lýð, þér lof og dýrð sé fyrr og sið. (Weisse. V. 13.) Að morgni dags 5. febrúar sl. var stillilogn, hlýja í lofti og föl aðeins á jörð. Þann dag fór fram kveðjuat- höfn frá Akraneskirkju um Gest Björnsson sem borinn var til grafar í Garðakirkjugarði, jarðsettur þar við hlið konu sinnar. Eins og sjá má af fæðingar- og dánardegi var Gestur orðinn gamall maður. Hann var búinn að dvelja á sjúkrahúsi Akraness um 6 ára bil. Lengst af sárþjáður maður, haldinn erfiðum og ólæknandi sjúkdómi. Þessi orð hafði hann um veikindi sín: „Þegar ég fæ verstu köstin ræð ég hvorki við líkama minn né sál.“ Honum var vel ljóst og viðurkenndi að hann var á slíkum stundum erfið- ur sjúklingur. Auk líkamlegra þján- inga var hann til margra ára blindur maður, sá hvorki ljós né sólargeisla á glugga. Um þjáninguna sagði Kahlil Gibr- an í Spámanninum, þýð. G.Dal.: Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaki upp í Ijósið, eins hljótið þið að kynnast þjáning- unni. En Gestur hafði góða heyrn og frábært minni, hélt hann því þar til 2 vikur voru eftir í hans lokadæg- ur. Þau voru fyrstu kynni mín af Gesti að ég var öðru hvoru að líta inn á sjúkrastofu, þar sem ég þekkti mann kvæntan frænku minni. Hann hafði í sínum veikindum misst möguleika á að tjá sig, en skildi það sem við hann var talað. Ég heiisaði auðvitað ætíð blinda mann- inum í hinu rúminu. Svo fór að ég % talaði meira og meira við Gest, en heilsu hins fór hnignandi, sem ég var í raun og veru að heimsækja. Eftir að Gestur fluttist á fjölbýlis- stofu sáu margir hve koma mín til hans var honum mikils virði. Stund- um eða alltaf fannst Gesti langt á milli komu minnar til hans. Þá suð- aði hann án afláts í starfsfóikinu í að síma til mín. Hér með þakka ég þeim fyrir hans hönd þá tímatöf og fyrirhöfn, sem þessar hringingar ollu þeim, bæði til mín og hans nánustu. Gestur fæddist í Ólafsvík. Hann átti 3 bræður, þar af er einn á lífi í Hafnarfírði. Ekki var hann nema frumbernsku sína í Ólafsvík, þó bar hann hlýtt þel til staðarins. Ekki er ætlun mín að rekja ættir eðá æviferil Gests í þessum línum. Enda dvaldi hann víða á langri ævi en lengst mun hann hafa átt heima í Reykjavík og unnið þar við ýmis störf. Samferðamenn hans sögðu hann duglegan, vel verki farinn og áreiðanlegan í viðskiptum. Gestur reyndi mikið í lífinu. Hann var tvíkvæntur. Fyrri konu sína Vigdísi Pétursdóttur missti hann frá ungri dóttur þeirra, Gunnhildi að nafni. Hún ber móðurnafn hans. Gunnhildur vinnur og hefur unnið til tjölda ára á Landakotsspítala. Hennar sonur er Páll Björnsson á Krókatúni 11 Akranesi. Árið 1981 flutti Gestur og kona hans Ingveldur Þórarinsdóttir til Páls og ijölskyldu hans, þá bæði orðin aldurhnigin. Ekki auðnaðist þeim að eiga þar heimili lengur en þijú ár. Þá voru þau farin að heilsu og kröftum, því var sjúkrahús Akra- ness þeim eina og besta skjólið. Þaðan áttu þau hvorugt aftur- kvæmt í lifanda lífi. Eftir 2 ár eða nálægt því dó kona hans og mun sjónin hafa horfið með öllu um líkt leyti. Gestur var aðfluttur maður og Jóhanna Péturs- dottir - Fædd 18. október 1899 Dáin 29. mars 1990 Jóhanna Pétursdóttir lést í Hafn- arbúðum 29. mars, eftir nokkra dvöl þar. Hún missti eiginmann sinn, Hannes Sveinsson, árið 1981. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Elstur er Hannes Páll ljós- myndari, búsettur í Bandaríkjunum; Erla, Sigríður leikkona og Ingibjörg fóstra. Jóhönnu kynntist ég fyrir tæplega 30 árum, er ég flutti í Ásgarðinn, en hún bjó í Ásgarði 115 svo við urðum nágrannar. Leið- ir okkar lágu saman í starfi Kvenfé- lags Bústaðasóknar. í því félagi var hún hinn sanni félagsmaður af lífi og sál, meðan þrek og kraftar ent- ust. Jóhanna var einn stofnendanna í marsmánuði 1953. Hún var gerð að heiðursfélaga þess. Eg ætla mér ekki að rekja lífshlaup hennar, enda því ekki vaxin. Hún ólst upp í fá- tækt og harðri lífsbaráttu, sem hún sagði mér frá. Þrátt l’yrir alit var hún auðug og gefandi, því hún var gædd bjartsýni og góðvild. Oft leit hún inn hjá mér. Hún sagði þá gjarnan: Ég er að viðra sansana, og þótti mér það vel að orði kom- ist. Hvað er nauðsynlegra? Ég kom einnig oft til hennar, ekki síst eftir að hún var orðin ein. Það brást ekki að ég kom alltaf á réttum tíma. Hún bauð mér til stofu, sýndi mér blómin sín sem sífellt voru blómstr- andi, breiðandi út blöð sín eins og faðm. Já þetta voru vinir hennar. Hún talaði við þau. Á gólfinu stóð karfa full af marglitum bandhnýkl- um, sem hún pijónaði úr vettlinga og sokka. Hún þekkti svo margar smáar hendur, sem svo gaman var Mmnmg að gefa. Ég hlustaði á þessa gæfu- konu sem altaf gat glatt og gefið, gædd jákvæðu lífsviðhorfi. í eldhús- inu var nýlagað kaffi á brúsa og spil á borðinu. Stóð mér jafnan til ■ boða að fá vitneskju um framtíðina. Á ég ekki að slá í stjörnu nú og hvolfa bolla. Jú því var ég sam- þykk. Hvað sögðu .svo spilin og boliinn: Bjart framundan, gull og grænir skógar. — Hve mér leið vel eftir svona spádóm og fá slíkt vega- nesti. Það er gott að eiga minningar um slíka persónu sem Jóhönnu. Sannkölluð perla í tilverunni. Bless- uð sé minning hennar. Ellen Svava Stefánsdóttir átti hér af þeirri ástæðu enga sam- ferðamenn. Eftir konumissinn hlaut hann að verða mikill einstæðingur. Ekkert gerði ég neitt fyrir þennan sjúka og gamla mann nema hlusta á frásagnir hans. Kannski var ég góður hlustandi? Hann þuldi mér af sinni frábæru framsögulist ætt- fræði, frásagnir af samferðafólki, mundi fæðingar- og dánardægur þess og ártöl. Ég tók eftir því sem oft kom fyrir að hann sagði mér sömu atburðina að aldrei skeikaði orði eða tölu til eða frá. Alltaf sagði hann meira frá björtu minningunum en þeim döpru og því sem var hon- um að skapi. En þær snerust mest um fátækt og alsleysr fólks fyrr á árum, en ég ætla að minnast á tvær góðar minningar hans. Bestu húsmóður, sem hann taldi sig hafa eignast í lífinu var frú Sigríður Björnsdóttir frá Miklabæ í Skagafírði. Síðar prestfrú að Hesti. Þar var hann eitt sinn kaupa- maður. Kvöld nokkurt eftir mikinn heyhirðingadag og þreytt fólk gengið til náða, leit frú Sigríður út að hlöðu til þess eins að sjá árangur dagsins. Var þá mikill hey- slæðingur úti fyrir hlöðudyrum, nokkrar sátur hálf komnar úr bönd- um, sem látnar voru mæta afgangi í önnum dagsins. Þetta sárnaði Sigríði að sjá og sér í lagi vegna þess að veðurútlit var rigningislegt. Gestur var ekki háttaður og komst að þessu. Hann bauðst til að laga þetta allt saman. „Þetta kvöld dró ég ekki af mér,“ sagði Gestur. Hann hreinrakaði allt um kring og kom hveiju strái undir þak. Þakkar- orðum Sign'ðar sagðist hann aldrei gleyma og þeim góðgerðum, sem hún launaði honum með. Gestur bjó í Brúnvallakoti á Skeiðum í 4 ár. Þá var hann nýflutt- ur þangað, heimsótti hann fullorð- inn mektar bóndi úr sveitinni, þeirra einna erinda að bjóða hann innilega velkominn og óska honum allra heilla. Þessi vinsemd yljaði honum alia ævi. Gestur sagðist bera nafn Gests Pálssonar skálds og rithöfundar (1852-1891). Ef ég man rétt var faðir Gests alinn upp hjá Páli föður Gests Pálssonar. Auðheyrt var að nafngiftin var mesta stolt. hans. Gestur var ættrækinn maður. Dáði mjög móður sína og unni heitt dótturinni. Langafadætur hans á Króktúninu voru allar stundir um- vafðar hans bænum og heillaóskum um bjarta framtíð. Gestur var eftir að ég kynntist honum orðinn trúaður maður. Hann var fyrir löngu tilbúinn umskiptum og þráði hvíldina. Enginn efi var í huga hans um líf eftir dauðann og þá mundi hann mæta horfnum ást- vinum. í hvert sinn er ég kvaddi hann eftir lieimsókn, bað hann mér allrar Guðsblessunar. Ég er sann- færð um að bænir hans fylgdu mér út á götu. Ég átti langt heim frá sjúkrahúsinu og var ekki mann- eskja að ganga alla leið heim til mín. Annað hvort var einhver niðja minna á ferð skammt frá, kunn- ingjafólk eða bráðókunnugt fólk keyrði mig heim að dyrum. Alltaf var einhver sendur á götu mína og þakka ég öllum sem hjálpuðu mér heim. Að lokum þakka ég hinum látna alla kynningu og kveð hann með sömu orðum og hann var vanur að kveðja mig og segja af alhug, Guð blessi hann. Ólína 1. Jónsdóttir Minning: Hólmíríður Sigurðar- dóttir, Hallgilsstöðum Fædd 12. maí 1896 Dáinn 25. febrúar 1990 Langur starfsdagur er liðinn. Hólmfríður Sigurðardóttir fyrr- um húsfreyja á Hallgilsstöðum er dáin, nær 94 ára að aldri. Þegar ég frétti lát hennar hvarfl- aði hugur minn til baka heim að Yztafelli í Köldukinn, en auk þess að vera nöfnur og frænkur, áttum við það sameiginlegt að hafa slitið þar bamsskónum. Kaldakinn er með snjóþyngstu og harðbýlustu sveitum landsins, en einhvern veginn er því samt svo varið að bernskuminningar mínar eru ekki um norðanstórhríðar og snjó, heldur miklu fremur ljúfan sunnanþey og best gæti ég trúað að þannig hafi því líka verið varið með hana Fríðu frænku mína. Eitt af því sem er mér í fersku barnsminni er þegar frænkur mínar, Gúbba á Stóruvöllum og Fríða á Hallgilsstöðum, komu í heimsókn á bernskuheimilið að hitta aldna móður sína, Kristbjörgu Mar- teinsdóttur og bræður sína tvo sem þar bjuggu. Þá var hátíð í bæ og oft glatt á hjalla. Ýmislegt ver rætt um menn og málefni og gat jafnvel slegið í brýnu. Fljótt fann ég, barnið, að Fríða á Hallgilsstöðum lét engan eiga neitt hjá sér í orðaskaki. Síðar átti ég eftir að kynnast óvenjuleg- um gáfum hennar. Það var fátítt á fyrstu tugum 20. aldarinnar að bændadætur n>tu menntunar. En ævintýri gerðust. nar, Sigurður Jónsson, bóndi úr harðbýlu sveitinni, varð ráðherra og fluttist til Reykjavíkur. Þá opnuðust mögu- leikar. Fríða settist í Kvennaskói- ann, „sennilega til að gera úr mér dömu“ eins og hún sjálf sagði. Þar undi hún sér samt ekki en hóf þess í stað nám við Kennaraskólann og undi sér þar mun betur. Það átti samt ekki fyrir henni að liggja að gera kennslu að ævi- starfi. Hún giftist bárðdælskum bóndasyni, Stefáni Tryggvasyni, og þau hófu búskap, fyrst á Arndísar- stöðum í Bárðardal en síðar á Hallg- ilsstöðum í Fnjóskadal, þar sem þau bjuggu síðan meðan heilsa og kraft- ar entust. Börnin urðu 7 og komust öll vel til manns. Fríða frænka mín átti mjög gott með að kasta fram vísu. Éitt sinn spurði systir hennar sem var í heim- sókn hjá henni hvort hún væri alveg hætt að yrkja. Svarið kom þegar hún var búin að mjóika kýrnar sínar. Þ6 að ég sé þreytt í kvold þarf mig ekki að brýna. Hér á önnin ótalfóld alla krafta mína. ~ - Já víst er að á barnmörgu sveita- heimili á kreppuárunum hefir önnin verið „ótalföld" og á Hallgilsstöðum var ekki ríkidæmi frekar en annars- staðar. En húsfreyjan þar kvartaði ekki og mér býður í hug að hún hafi notið iífsins. Hún var glaðvær að eðlisfari og fann víða fegurð. Bæjarlækurinn sem skoppaði niður fjallshlíðina og rann framhjá bæn- um hennar var vinur hennar. Gró- andi vorsins og villt blómskrúð sum- arsins var henni gleðigjafi. Barnahópurinn þurfti mikla umönnun en slíkt fær móðir goldið með því að sjá heilbrigð börn vaxa úr grasi. Húsakynnin á Hallgils- stöðum voru ekki stór eða reisuleg en þar var samt oft gestkvæmt og gott að koma og fólkið naut þess að ræða við gesti. Þau urðu örlög Fríðu að búa við helsi heilsuleysis mörg undanfarin ár. Nú er hún laus úr þeim fjötrum. Á þessum hörðu vetrardögum eru fossarnir í Gljúfurá, beint á móti Yztafellsbænum, í klakaböndum og niður þeirra ekki merkjanlegur. Yztafellsskógurinn sem Fríða unni svo mjög, hefir heldur ekki farið varhluta af fannferginu. En það vorar á ný, fossarnir taka að niða, skógurinn springur út, blá- gresið og berjalyngið blómstrar. Þannig mundi Fríða líka Yztafell. Ég votta minningu Hólmfríðar Sigurðardóttur virðingu mína um leið og ég sendi afkomendum henn- ar vinarkveðjur. Hólmfríður Jónsdóltir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.