Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 45

Morgunblaðið - 04.04.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1990 45*" BOKMENNTIR 2 nýjar smá- sögur eftir Heming’way Fundist hafa sex smásögur eftir bandaríska rithöfundinn Er nest Hemingway og verða tvær þeirra birtar í fræðiritinu Hem- ingway Review 16. apríl. Það er Ohio Northern Univers- ity sem gefur tíma- ritið út og þar sem það er aðeins prentað í innan við þúsund eintökum verða þeir sem hafa hug að lesa sögurn- Ernest ar að hafa hraðan Hemingway á. Aðra söguna, „Lack of Passion“ (Skortur á ástríðu), skrifaði Heming- way í byijun þriðja áratugarins. Það kemur vart mörgum á óvart að hún er um nautabana, en hitt þykir merkilegra að söguhetjan er „and- hetja“, sem skortir hugrekki til að bjóða nautunum birginn. Hin sagan heitir „Philip Haines Was a Writer“ (Philip Haines var rithöfundur) og hana skrifaði Hemingway árið 1957, eða eftir að hann lauk við „Veislu í farangrinum". Sagan er um rithöf- und sem tekur yfirvofandi skilnað svo nærri sér að hann getur ekki lengur skrifað. Sögurnar fundust á heimili ekkju Hemingways, Mary, sem lést árið 1986, 25 árum eftir að rithöfundur- inn framdi sjálfsmorð. Þar komu einnig í leitirnar fjórar aðrar smásög- ur, endurminningar rithöfundarins frá Afríku, sem hann nefndi „Afríku- dagbókina" og kaflar sem ekki voru notaðir í „Veislu í farangrinum. Ted Oliver, ritstjóri Hemingway Review, segir að „Afríkudagbókin" sé því miður ekki upp á marga fiska og verði að öllum líkindum aldrei gefin út. KVEÐJUHOF Skógrækt- arstjóri kvaddur Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri, lét af embætti um ára mótin. Af því tilefni var efnt til kveðjuhófs í ráðherrabústaðnum með ráðherrum, samstarfsmönnum og samheijum. Hér má sjá þau Þorvald S. Þorvaldsson formann Skógræktarfélags Reykjavíkur, Steingrím J. Sigfússon landbúnað- arráðherra, konu hans Bergný Mar- vinsdóttur og Sigurð Blöndal. Morgunblaðið/Björn Bjömsson Bjarni Haraldson, kaupmaður varð sextugur fyrir skömmu og við það tækifæri afhenti Knútur Aadnegard honum að gjöf klukku með merki Sjálfstæðisflokksins. SAUÐARKROKUR „Bæjarstjórinn“ í Norðurbænum sextugur Bjarni Haraldsson, kaupmaður í verslun Haraldar Júlíusson ar á Sauðárkróki, sem stundum hefur verið nefndur „Bæjarstjór- inn norðan við kirkju", varð sex- tugur nú nýverið. Bjarni hefur verið einn öflug- asti stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins á Sauðárkróki, og hefur um árabil gegnt margskonar trún- aðarstörfum í hans þágu. Á af- mælisdaginn var Bjarni erlendis ásamt fjölskyldu sinni. Laugar- daginn 24. mars, í morgunkaffi sjálfstæðismanna í Sæborg, af- henti Knútur Aadnegard bæjar- fulltrúi Bjarna að gjöf áletraða klukku með merki Sjálfstæðis- flokksins, um leið og hann árnaði honum allra heilla og þakkaði mikil og góð störf í þágu flokks- ins á Sauðárkróki. - BB. COSPER Eru ekki til einhveijar plöntur, sem eru kjötætur. NORDPLAN Stofnun Norðurlanda í skipulagsfræðum Aðsetur: Holmamiralens torg, Skeppsholmen, Stokkhólmi Póstfang: Box 1658, S-111 86, Stokkhólmi Sími: 9046-8-614 40 00. Bréfasími: 9046-8-611 51 05 Þverfagleg norrœn framhaldsmenntun skipulagsfólks. Engin námsgjöld. Námsstyrkir bjóðast. Árið 1991: Framhaldsmcnntun. Stefársins:„10. áratugurinn kallar á alhliða skipulagningu til framþróunar þjóðfélagsins og vistverndar.“ 9.-10. janúar Kynning í Helsingfors, Kaupmannahöfn, Osló og Stokk- hólmi. 25. febr.-22. mars Kennsla og raunhæf dæmi í Stokkhólmi 21. maí-14. júní Vettvangsathuganir í Lillehammer og nágrenni. 28. okt.-22. nóv. Skýrslugerð og niðurstöður í Stokkhólmi. Rannsókna- leiðangur til Helsingfors. Kynning: Liselott Happ og háskólakennararnir Lars Emmelin og Kenneth Olwig. Umsóknarfrestur: 1. maí 1990. arans Q Manfrotto Þnfætur fyrirmyndavélar og videoupptökuvélar L* BARONSTIG18 imrJ/ 101REYKJAVÍK SÍMI (91)23411 Gat fyrir þumalfingur- inn kemur í veg fyrir aö ermarnar dragist upp. Buxurnar eru sérstaklega styrktar á hnjám og sitjanda. SKATABUÐIN Afbragðs nærfatnaður sem heldur þér heitum og þurrum! IROTERMO er einstakur nærfatnaöur fyrir vélsleöamenn og aöra sem eru mikið úti viö störf og leik. IROTERMO temprar líkamshitann, hleypir út svita og varnar því aö væta komist aö líkamanum. Innra borö IROTERMO nærfatanna er úr riffluðu polypropylen. Rifflurnar hindra aö fötin leggist of þétt aö; þér verður hæfilega heitt og svitnar minna. Ytra lagið er úr bómull. Það dregur í sig svita og heldur raka frá líkamanum sem þannig helst alltaf þurr. Sértu þurr, verður þér ekki kalt. IROTERMO nærfötin hafa reynst vel í hvers konar vetrarveörum. Sænski herinn og lögreglan eru meöal þeirra fjölmörgu sem hafa valiö IROTERMO nærföt. Lambhúshettan skýlir vel fyrir veðri og vindum. Stórt op er fyrir augun og gleraugu. Rúllukragi myndast þegar hettan er dregin niður. Rúllukragi með rennilás nær upp fyrir höku. Renni- lásinn er fóðraður að innan og snertir því aldrei hörundið. Bolurinn nær niður fyrir rass og heldur baki og nýrum heitum. SMKrfK fKAMÚK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 Fyrir neðan hné er þynnra og þéttara efni svo auðvelt er að komast í skó og stígvél. feraié

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.