Morgunblaðið - 04.04.1990, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁPRÍL 1990
®1960 Uni*«f«il Preu Syndkols
,,/Etlaáiréu h^nniaS -F&uvLutL Mztni<5?"
*
Ast er ...
. .. hluti af mannlegu
eðli.
TM Reg U.S. Pat Off.—all nghts reserved
c 1990 Los Angeles Times Syndicate
Ég vona bara að við náum
heim aftur fyrir myrkur:
Rafmagnsreikningnrinn var
ótrúlega hár ...
Ég sagði við hann um dag-
inn: Annað hvort hættir þú
að drekka eða ég flyt til
hennar mömmu þinnar ...
HOGNI HREKKVISI
Sinead O’Conn-
or ekki í boði
Til að koma í veg fyrir misskilning
tekur Listahátíð í Reykjavík fram
að aldrei stóð tii boða að fá söngkon-
una Sinead O’Connor til tónieika-
halds á íslandi. Hún var aðeins eitt
fjölmargra nafna sem nefnd voru,
hins vegar var aldrei ljóst hvort hún
hefði yfirleitt tíma eða áhuga á því
að halda tónleika hér.
Sinead O’Connor hefur áður kom-
ið til Islands. Þá hélt hún tónleika,
vísast í veitingahúsinu Casa blanca.
Þá var Sinead O’Connor tiltölulega
óþekkt söngkona eins og hún reynd-
ar var alveg fram yfir síðustu ára-
mót. Síðan hefur Sinead O’Connor
getið sér frægðarorð fyrir lagio Not-
hing compares 2 you.
Nafn Sinead O’Connor var nefnt
í tengslum við listahátíð löngu áður
en þetta lag varð frægt. Það þarf
varla að taka fram að Listahátíð
hefur ekki spádómsgáfu frekar en
annað venjulegt fólk.
Sinead O’Connor mun ver a full-
bókuð í sumar.
Egill Helgason,
blaðafúlltrúi Listahátíðar.
í»essir hringdu . . .
Gleraugu
Gleraugu fundust fyrir utan
íslensku óperuna 24. febrúar.
Upplýsingar í síma 14314.
Lyklakippa
Lyklakippa fannst á mótum
Hringbrautar og Birkimels. Upp-
lýsingar í síma 10806.
Húfa
Silfurrefshúfa tapaðist á leið
frá Kringlunni niður í Miðbæ.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 71814.
Ónæði af hundum
Agnes hringdi:
„Ég vil taka undir grein sem
birtist í Velvakanda fýrir
skömmu. Ég bý í húsi með hunda-
eiganda sem ekki hirðir nógu vel
um hundinn sinn. Hundurinn er
bundinn úti í garði tímum saman
og þar geltir hann og ólmast án
þess að nokkur skipti sér af hon-
um. Ég stunda vaktavinnu get oft
ekki sofið fyrir látunum í hundin-
um. í þessu tilviki er aðeins hirðu-
leysi um að kenna. Það eru marg-
ir aðrir hundar í götunni þar sem
ég bý og er aldrei ónæði af þeim.“
LÝSUM YFIR AFDRÁTT ARL AU S-
UM STUÐNINGIVIÐ LITHÁA
Norðmenn bjóðast til að halda sáttafund milli Litháa osr Sovétstiómarinnar:
Sjálfstæði Lit aldrei á samn - segir Vytaulas Landsbergis forset VYTAUTAS I-andsbergis foncti Litháens sagði á fréttamanna- fundi i gær að í hugsanlegum viðræðum við sovésk stjórnvöld yrði sjálfstæði landsins ekki á sanmingaborðinu. Hann sagði að reynt vseri að fá Moskvustjórnina til viðnrðna en Míkhail (iorbatsj- ov forseti Sovétríkjanna hefði ekki enn veitt sendinefnd stjórn- valda í Litháen áheyrn. Norðmenn hafa boðist til að halda sátta- fund og gegna hlutverki málamiðlara i deilu Litháa og Sovétstjóm- arinnar. Sendinefnd þingmanna frá Lit- | hélduslíkai háens verður lingaborðinu landsins 1 ... ... ... þeirra eftir þorfum en stjómvöld í btaaam.nralandim með ha,a ekki „ið„búln um. landsbergis sagði að 1 fram- | yj , tiðinni kynni að verða komið á • • (M■ jnj M.. •> I • ir . : , | tÁlgg *' L :•■ : BBH , í • .• •. t^f'- -i*’1 ’ ^ oi.iiii*ii ; -• ■-:.** j .• HR •
Það vekur furðu fjöldans að ekki
skuli vera flutningsmenn úr öllum
flokkum að tillögu á Alþingi um
að lýsa yfir afdráttarlausum stuðn-
ingi við Litháa og árétta samstöðu
einnar smáþjóðar með annarri í
erfiðri stöðu hennar. Röksemdir
forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra eru heldur tötralegar flíkur
og allt stífelsi úr þeim. Þessi tepru-
lega tillitssemi við forsætisráðherra
Sovétríkjanna er þeim mun þýðing-
arlausari að hann er einmitt þessar
mínúturnar að beita hervaldi í
Lítháen og tilbúinn gagnvart Eistl-
andi og Lettlandi; fer sér hægt og
kannar viðbrögð umheimsins. Fyrr
en varir er komin enn ein járnkeðj-
an um hálsinn á Litháum og nývak-
in frelsisvon kramin til dauða. Get-
um við nokkuð minna gert en að
mótmæla og veita stuðning með
nokkrum vel völdum orðum á blaði.
Skilja menn ekki að forseti Sov-
étríkjanna er fóstursonur þeirrar
ráðstéttar sem hvað ósvífnust hefur
verið á þessari öld? Sjá menn ekki
hið rétta andlit á hrokagikkjum
Rauðatorgsins? Nú er ekki tími fyr-
ir pólitískar skuggamyndasýningar
á Alþingi Islendinga. Ef menn halda
að sjálfstæði Eistarsaltsríkjanna
velti herra Gorbatsjov úr sessi verð-
ur bara að hafa það.
Annars eru slíkar vangaveltur
út í hött. Þungi atburðarrásarinnar
er orðinn slíkur að hvorki herra
Grobatsjov eða aðrir einstaklingar
geta komið þar böndum á. Nú er
tækifæri fyrir íslendinga að eiga
sögulega stund. Neyðarkall berst
frá lítilli þjóð sem er í hræðilegum
vanda^ Erum við þá ekki menn til
þess, Islendingar, sem eru eru svo
lánssamir að eiga betri nágranna
en Eystrasaltsþjóðimar, að gefa
ótvíræða yfírlýsingu um stuðning.
Nöfn þeirra þingmanna sem sam-
þykkja framkomna tillögu eða aðra
svipaða mun rituð á heiðursskjal í
sögubók þjóðarinnar. En nöfn
þeirra sem ekki hafa kjark til að
rétta upp hönd munu hljóta önnur
örlög.
Emil Als
Víkveiji skrifar
Víkveija er ógjörlegt að átta sig
á því, hvernig háttað er send
ingu á erlendu blaði sem hann kaup-
ir í áskrift. Honum virðist engin
regla í þeirri óreglu sem einkennir
komu þessa dagblaðs The Intern-
ational Herald Tribune til landsins.
Mánudaginn 26. mars fékk
Víkveiji fjögur tölublöð af blaðinu,
þ.e. frá 21., 22., 23. og 24. mars,
það er frá miðvikudegi til laugar-
dags í vikunni á undan. Þriðjudag-
inn 27. mars komu síðan tölublað
þessa blaðs frá laugardegi 17. mars
og mánudegi 19. mars. Dagblöð
leggja mikið á sig til að tryggja
snurðuiausa dreifingu og ekki síst
blað á borð við IHT, sem á allt sitt
undir sölu á alþjóðlegum markaði.
Víkveiji er sannfærður um að
ástæðan fyrir þessari slitróttu dreif-
ingu á blaðinu til hans á rætur að
rekja til póstþjónustunnar hér eða
erlendis. Raunar vaknar sú spurn-
ing, hvort póstpokar verði eftir í
flugstöðvum eriendis og það sé
komið undir afgreiðslumönnum þar,
hvort þeir berist hingað með fyrstu
ferð.
Hvarvetna eru að fæðast sjálf-
stæð dreifingarfyrirtæki sem starfa
í samkeppni við opinbera póstþjón-
ustu. Víða vegnar þeim vel. Hér-
lendis hefur verið boðið upp á
áskrift á erlendum blöðum með
dreifingu sem byggist á öðru en
póstþjónustunni. Víkveiji hefurekki
nýtt sér þessa þjónustu enn sem
komið er og lifir í þeirri von, að
viðunandi regla komist á hina opin-
beru póstþjónustu.
xxx
Víkverji var nýlega staddur í
fjailaþorpi í Sviss, þar sem
svo mikil áhersla er lögð á mengun-
arvarnir, að boðnar eru ókeypis
ferðir með strætisvögnum um þorp-
ið til að draga úr eituráhrifum frá
útblæstri bíla.
A göngu um þorpið tók Víkveiji
eftir einföldu og snyitilegu stein-
húsi skammt frá brautarstöðinni og
vakti það sérstaka athygli hans, hve
sorpbílar fóru þangað oft. Við nán-
ari athugun kom í ljós, að þetta var
sorpböggunarstöð. Eftir að sorpið
hafði verið baggað var það sett á
járnbrautarvagna sem fluttu það á
brott úr þorpinu.
Víkveiji varð hvorki var við
óþrifnað við húsið né ólykt frá því.
Minntist hann þá hávaðans og lá-
tanna hér vegna áforma Reykjavík-
urborgar um að reisa slíka böggun-
arstöð. Var engu líkara en ýmsir
teldu að verið væri að flytja sorp-
hauga inn í garðinn hjá þeim, þeg-
ar rætt var um að reisa slíka stöð
um 500 metra frá byggð. Líklega
var það vegna þessara mótmæla
sem Víkveiji trúði því ekki í fyrstu
að byggingin í hjarta þorpsins í
Sviss væri miðstöð fyrir sorp.
xxx
Víkveija finnst tónninn í auglýs-
ingaherferð gegn því að ekið
sé aftan á bíla ekki réttur. Það má
skilja orðalag helstu auglýsingar-
innar á þann veg, að einhverjir
geri það af ásettu ráði að aka á
næsta bíl fyrir framan. Hafa að-
standendur herferðarinnar eitthvað
í höndunum sem bendir til þess?
Hvernig væri að umferðarfröm-
uðir hæfu auglýsingaherferð og
hvettu yfirvöld vegamála til að
breyta Keflavíkurveginum úr slys-
agildru?........................