Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 50

Morgunblaðið - 04.04.1990, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1990 - > 50 SKÍÐI / ALÞJÓÐAMÓT í ALPAGREINUM í BLÁFJÖLLUM Svig kvenna: Goud Renaud kom, sá og sigraði Franska stúlkan Goud Renaud, kom, sá og sigraði í síðasta alþjóðamótinu í alpagreinum kvenna í Bláfjöllum í gær. Hún kom til landsins á Valur sunnudag og náði Jóntansson því aðeins að skrifar keppa í þessu eina FlS-móti á íslandi. Carin Lindberg frá Svíþjóð varð önnur og Guðrún H. Kristjáns- dóttir þriðja. Renaud, sem kom hingað frá Kanada þar sem hún sigraði í svigi á sterku stúdentamóti, var einni og hálfri sekúndu á undan Crinu Lindberg, sem varð önnur. Guðrún hafnaði í þriðja sæti, var tveimur sekúndum á eftir frönsku stúlkunni. Renaud, sem er 24 ára, keyrði mjög vel í síðari umferð og náði þá lang besta brautartímanum. Það hjálpaði henni einnig að norska stúlkan, Hanne Johnsen, sem var með besta tímann í fyrri ferð, datt þegar hún átti aðeins eftir fjögur hlið í síðari umferð. Fyrsta sætið í mótinu gaf 54,60 punkta. Guðrún hlaut 67,09 punkta. Svig karla: Blomberg bestur Morgunblaðið/Bjarni Eirlksson Goud Renaud frá Frakklandi er hér á fullri ferð í sviginu, sem fram fór í Bláfjöllum í gær. TORBJÖRN Blomberg, frá Svíþjóð, sigraði í síðasta svig- mótinu í aiþjóðamótaröð Skíðasambands íslands, sem fram fór í Bláfjöllum í gær. Örnólfur Valdimarsson úr Reykjavík varð annar og Matjaz Cujes frá Júgóslavíu þriðji. Blomberg keyrði fyrri ferðina mjög vel og má segja að hann hafi þá lagt grunninn að sigrinum. Hann var með lang HHI besta tímann, ValurB. rúmlega einni og Jónatansson hálfri sekúndu á skrifar undan Ömólfi Valdimarssyni. Örnólfur keyrði einnig vel og var sekúndu á undan næsta manni í fyrri ferð. Hann var því sá eini sem hugsanlega gat unnið Svíann. Örnólfur fór næstur á undan Biomberg í síðari umferð og náði besta tímanum. En Blomberg var öryggið uppmálað og gaf fyrsta sætið ekki frá sér, náði aftur besta tímanum og sigraði. Júgóslavarnir, Matjaz Cujes og Pavli Cebulj, urðu í þriðja og fjórða sæti. Valdemar Valdemars- son frá Akureyri kom næstur og Ólafsfirðingurinn ungi, Kristinn Björnsson, hafnaði í sjötta sæti. Töluvert var um fall í brautinni og komst aðeins helmingur kepp- enda klakklaust í gegnum báðar umferðir. Aðstæður til keppni í Bláfjöllum voru eins og best verð- ur á kosið. Guðrún og Blomberg unnu íslandsbikarinn Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Torbjörn Blomberg hafði töluverða yfirburði í sviginu. Hér er hann í fyrri umferð. Guðrún H. Kristjansdóttir frá Akureyri vann íslandsbikar- inn í kvenaflokki og Svíinn Tor- björn Blomberg í karlaflokki. ís- landsbikarinn er veittur fyrir besta árangur í þeim fimm al- þjóðamótum sem fram hafa farið hér á landi síðustu daga. Guðrún var lang stigahæst í kvennaflokki, hlaut samtals 105 stig. Hún sigraði í þremur mótum af fimm og varð í þriðja sæti í tveimur. Sama stigagjöf var notuð og í heimsbikarnuum, þannig að fyrsta sætið gaf 25 stig, annað sætið 20 stig og þriðja sætið 15 stig og svo framvegis. Carin Lind- berg frá Svíþjóð varð önnur í stigakeppninni með 85 stig, Hanne Johnsen frá Noregi í þriðja sæti. Torbjörn Blomberg, Svíþjóð, sigraði með nokkrum yfirburðum í karlaflokki. Hann hlaut samtals 110 stig, Valdemar Valdemars- son, Akureyri, varð í öðru sæti með 52 stig, Arnór Gunnarsson, ísafirði, í þriðja með 51 stig. Sigurður Einarsson, formaður Skíðasambands íslands, sagðist MorgunblaðiöA/alur Jónatansson Guðrún H. Kristjánsdóttir Tor- björn björn Blomberg hampa hér verðlaunum sínum. vera mjög ánægður með hvernig til hafí tekist. „Það verður fram- hald á þessum mótum næsta vet- ur og fara þau fram aðeins seinna í árinu, eða um miðjan apríl. Sú tímasetning hentar betur fyrir þá erlendu keppendur sem hugsan- lega vildu vera með,“ sagði Sig- urður. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Michael Jordan maður vikunnar - gerði samtals 165 stig í þremur leikjum ÁTTA lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitakeppn- inni í NBA-körfuboltanum en flest liðin eiga eftir 10 til 12 leiki. Los Angeles Lakers hefur náð bestum árangri allra liða. Michael Jordan hefur verið í banastuði hjá Chicago og verð- ur að öilu óbreyttu stigahæstur _^>etta keppnistímabil eins og þrjú siðustu. W Iausturdeild hafa Philadelphia, Detroit Pistons og Chicago Bulls tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og Utah Jazz, San Antonio, Los Angeles Lakers, Portland og Phoenix í vesturdeild. ISunnan . , e Valgeirssyni Detroit hefur ver- íBandaríkjunum ið að missa flugið í austurdeildinni að undanförnu og tapað síðustu fjórum útileikjum sínum. Það munar miklu fyrir liðið að bakvörðurinn Joe Dumars er meiddur á hendi og leikur ekki með liðinu fyrr en í úrslitakeppninni. Lakers með yfirburði Lakers hefur hins vegar yfir- burðastcðu í vesturdeild og hefur tryggt sér sigur þar. Liðið vann Portland og Utah um helgina, en þau eru í 2. og 3. sæti í deildinni. Magic Johnson hefur leikið mjög vel fyrir Lakers og skoraði t.d. 33 stig gegn Utah á sunnudag. Stórstjörnurnar hjá liðunum virð- ast blómstra þessa dagana. Larry Bird hefur verið besti leikmaður Boston Celtic og hefur gert 30 stig Michael Jordan átti þtjá stórleiki í vikunni. að meðaltali í leik. Charles Barkley hefur verið dtjúgur fyrir Philadelp- hiu, sem unnið hefur hvem leikinn á fætur öðrum. Loks má geta þess að Michael Jordan hjá Chicago Bulls hefur ver- ið óstöðvandi og var tvímælalaust leikmaður síðustu viku. Hann gerði samtals 165 stig í þremur leikjum í vikunni, 69 stig gegn Cleveland, 49 stig gegn New York og 47 stig gegn Miami. FERÐALOG Arsenal-klúbbur- inn til Englands ARSENAL-klúbburinn á íslandi hygg- ur á knattspyrnuferð til Lundúna föstudaginn 27. apríl til fimmtudags- ins 3. maí. Þetta er 7. ferð klúbbsins á jafn mörgum árum. Farið verður á tvo leiki með Arsenal á Highbury, þann fyrri gegn Millwall og þann síðari gegn Southampton. Einnig verð- ur farið á Wembley sunnudaginn 29. apríl þar sem Þorvaldur Orlygsson og félagar í Nottingham Forest leika til úrslita í deildarbikarkeppninni. Gist verður á White House hótelinu í miðborg London. Upplýsingar um ferðina fást í síma 98-22499 á kvöld- in eða á ferðaskrifstofunni Ratvís. KORFUBOLTI Landsleikjum viðíra frestað Landsleikjum við Ira, sem fram áttu að fara hér á landi í lok apríl, hefur verið frestað framá haust. írska körfuknattleikssam- bandið hafði samband við KKÍ og óskaði eftir frestun þar sem staða sambandsins væri mjög slæm og ekki hægt að senda lið í vor. Ekki hefur verið ákveðið hven- ær leikirnir í'ara fram en þeir verða líklega næsta haust. TENNIS / DAVIS-BIKARINN Meistaramir úr leik M eistarar Vestur-Þjóðveija í Davis-bikarnum eru úr leik eftir tap fyrir Argentínu í fjórðungsúrslitum keppninnar um helgina. Vestur- Þjóðveijar, sem voru án Boris Beckers, höfðu forystuna 2:1 en töpuðu tveimur síðustu leikjunum og eru úr leik. Ástralía sigraði Nýja-Sjáland, 3:2, og Austurríki sigraði Ítalíu, 5:0, en ítalir höfðu áður slegið Svía út. Loks sigruðu Bandaríkjamenn Tékka 4:1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.