Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
UMHvmm
SKIPTIR MÁLI
Landeyðing - uppgræðsla
- Rætt er um að ísland sé að
verða örfoka land m.a. vegna of-
beitar. Hvernig væri heppilegast að
staðið yrði að uppgræðslu landsins?
„Með friðun,“ var svarið. Það
þyrfti að girða af ákveðin land-
svæði á meðan verið er að rækta
landið upp. Seinna þegar kominn
er jarðvegur má fara að hugsa um
að rækta upp skóg. Tré má rækta
víða eins og t.d. í Fossvogsdalnum
fyrir framan skólann þeirra sem
væri orðinn eina útivistarsvæðið á
höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Ell-
iðaárdalinn og þau lýstu því hvern-
ig þau vildu sjá ræktun í dalnum
með ijóðrum, göngusvæðum og
skemmtilegum útivistarsvæðum.
Varðveisla náttúruauðlinda
- Nú er mikið rætt um það hveij-
ir eigi auðlindirnar. Fram hefur
komið að náttúruauðlindir til lands
og sjávar eigi nánast að vera gjafir
til þeirra sem vilja nýta sér þær.
Spurningin er, hvað teljið þið rétt
að gert verði?
„Fólkið á auðvitað auðlindirnar,"
sögðu þau, um það var engin spurn-
ing. „Við viljum að settar verði
strangari reglur hvað varðar sorp-
eyðingu og mengun frá iðnaði. Fá
sem flesta til að aka um á blýlausu
bensíni og reyna að fá fólk til að
skilja að það á ekki að hafa bílinn
í gangi þegar ekki er verið að
keyra. Þau sögðust sjá það svo oft,
þegar fólk er að keyra börn sín í
leikskólann (sem liggur í hallanum
fyrir ofan Snælandsskóla), að það
skilur bíla sína eftir í gangi og þar
myndaðist oft rosaleg mengun sem
þau yrðu að að ganga í gegnum á
leiðinni í skólann.
Framtíðin
- Hvernig teljið þið að framtíðin
verði best tryggð?
„Með því að stöðva eyðingu óson-
lagsins,“ sagði Sigríður, „annars
koma sjúkdómar eins og krabba-
mein til með að hijá fólk og valda
dauða.“
Gerða Björk sagði að huga þyrfti
að hagkvæmum úrlausnum við eyð-
ingu á geislavirkum úrgangi eins
”»• >3. 1
/ Hvaðeru,Jml Svo9s^ólo)
11« FJnran?..’ 0jl Sl‘n ~ bil,ir kj
" / Men^nini^/,difefbá%efcta-rðiaðreyna
4 fnSinmenJunh,ngI,Unni!- svr? mÖrk-
Frá vinstri: Brjánn Guðni Bjarna- / í,lvað/ára bla’ bla. egJa ™enn að há, *
son,GuðmundurHalldórsson, / Verðjsvoekt; Ujngarnir?. erse
Ragnhildur Thorlacius og Þó- nokk'ur ár'r°<^ei^tJSjð
nrnorku-
runn Þorsteinsdóttir.
ætli þnff
legri en kolakynding, þar sem kol
menguðu meira en kjamorkan. Erla
Svanhildur benti á, að fram hefði
komið í fjölmiðlum að hvítblæði
væri algengara hjá bömum starfs-
manna kjarnorkuvera en hjá starfs-
mönnum annarra stétta. „Við þurf-
um líka að fylgjast með súm regni,“
sagði Gerða Björk, „þó við séum
frekar heppin hér miðað við ástand-
ið víða í stórborgum," og hún
minntist frænku sinnar sem kom
frá Los Angeles og fannst hún loks
geta dregið andann djúpt þegar hún
steig út úr flugvélinni í vestanroki
á Keflavíkurflugvelli.
Sorp - endurvinnsla
Erla Svanhildur taldi að í fram-
tíðinni þyrfti að vinna miklu betur
úr öllu rusli sem til fellur en gert
hefur verið til þessa. Hreinsun
skolps væri víðast lengra komið en
hér og hópurinn rifjaði upp lýsingar
manns sem farið hafði í hreinsunar-
stöð og fylgst með hreinsunarferli
á skolpi frá því óþverrinn fór inn
og til lokastigs er menn drakku
tæra afurðina og varð gott af. Fram
kom í umræðunni að fylgjast þyrfti
betur með mengun frá iðnaði, þann-
ig að ár og lækir í nágrenni verk-
smiðjanna yrðu ekki lífvana eins
og víða hefur orðið raunin, líka hér
á landi.
„Fjaran hér út með Fossvoginum
er ógeðslega menguð," sagði Gerða
Björk, „skolpi virðist enn vera veitt
beint út í voginn.“ Þeim bar saman
um að þar mætti sjá fljótandi plast-
poka og alls kyns óhreinindi. Sigríð-
ur lýsti áhyggjum sínum af skolpi
sem rynni út í sjó og gæti haft þau
áhrif að fiskurinn sem syndir hér
við ströndina yrði mengaður. Þau
sögðu að nauðsynlegt væri að boðið
verði upp á ferskari mat sem væri
án rotvarnarefna og án hormóna í
kjöti.
- Hvað um endurvinnsluna?
Þeim bar saman um að heppi-
legra væri að flokka ruslið og end-
urvinna. Nú væri mikið rætt um
endurunnar vörur eins og salernis-
pappír, eldhúsrúllur, kaffipoka og
fleira.
- Hvað um endufunninn pappír,
myndu þau kaupa hann? „Jú,“ svör-
uðu þau, að vísu væri pappírinn
ekki talinn endingargóður, en það
mætti nota hann í skólanum. En
hvar er hægt að kaupa endurunninn
pappír? Er hann seldur hér? Ef skól-
inn t.d. keypti eingöngu endurunn-
inn pappír væri það hið besta mál.
Umhverfismál - vakn-
ing - efling umræðu
- Hvemig er hægt að efla um-
ræðuna um umhverfismál?
„Með meiri kennslu," sögðu þau,
„og með umræðu í skólum, einnig
með kappræðum eins og þeim sem
era á vegum framhaldsskólanna þar
sem tekin væru fyrir umhverfis-
mál. Umræður settar fram á þann
hátt myndu vekja krakkana til
umhugsunar um umhverfi sitt.“
og frá kjarnorkuverum. „Að gi-afa
geislavirkan úrgang í jörð er engin
lausn,“ sagði hún, „ hann getur
haldist geislavirkur öldum saman
og svo kannski fyrir gleymsku eða
slysni komist út í jarðveginn og þá
veit maður aldrei hvað gerist.“
Þau ræddu málin sín á milli.
Kristinn Arnar taldi að kjarnorku-
ofnar væru á margan hátt heppi-