Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
C 2£
Þingholtin:
Hmidaskít-
ur um all-
arjarðir
Klæðningin og
einangrunin er
horfin af öðrum
geyminum og
Grétar
Sveinsson og
menn hans eru
að Ijúka ferð
sinni umhverfis
hinntankinn
vopnaðir
hleðsluborvélum
og kúbeinum.
Hitaveitugeyml-
arnir tveir hafa
staðið í
Öskjuhlíðinni í
rúm 20áren nú
er hlutverki
þeirra lokið.
Það er mikið verk að rífa klæðning'una utan
af hitaveitugeymunum í Oskjuhlíðinni.
er áætlaður rúmar 52 milljónir
króna.
Verkið hófst í marsmánuði og
er eilítið á eftir áætlun. „Það er
búin að vera bölvuð ótíð. Það er
varla hægt að vinna þetta verk
nema í sæmilegu veðri en það má
segja að við höfum aðeins getað
unnið annan hvorn dag,“ segir
Grétar og hefur greinilega lög að
mæla. Alltjent virðist það aðeins
á færi ofurhuga að vera uppi í
vinnupallinum taki vindar að blása
og vistin hlýtur að vera óskemmti-
leg í ofanbyl eða rigningu.
Þetta er mikið verk og seinlegt.
Geymarnir eru um tólf metrar á
hæð og ummál þeirra á að giska
eitt hundrað metrar. Losa þarf
ógrynni bolta sem héldu klæðning-
unni á sínum stað og síðan þarf
að fjarlægja einangrunina. Helstu
verkfærin eru hleðsluborvélar og
kúbein. „Já, við erum stöðugt með
borvélamar í bakkgírnum,“ segir
Björgvin Sigurðsson. Grétar segir
það rétt vera að þetta sé mikið
verk og bætir við að erfiðast hafi
verið að rífa ofan af geymunum
einkum pappann sem lagður var
á fyrir nokkrum árum er endur-
bætur voru gerðar á þeim eftir
að hluti klæðningarinnar hafði
fokið af í miklu illviðri.
Vinnu Grétars og félaga við
hinn geyminn er lokið. Klæðningin
og einangrunin er horfin og menn
vinna kappsamlega að því að
brenna sundur stálið. Neistaflug
berst út um mjóa rifu sem hægt
og sígandi er að myndast um
geyminn miðjan en burðarásinn í
miðjunni, sem sperrurnar í þakinu
hvildu á, stendur enn uppi.
Það hillir undir verklok hjá
vinnuflokknum og ekki verður
betur séð en það sé rífandi gangur
í niðurrifinu. Félagar Gunnars Jós-
epssonar fylgjast með því er hann
færir ökutækið rustalega úr stað
og það stefnir óðum í það að hring-
ferð Grétars og undirsáta hans
umhverfis hitaveitugeyminn Ijúki.
Reynist veðurguðirnir þeim piltun-
um hliðhollir heyrir klæðningin
sögunni til á morgun, mánudag,
Geymarnir sjálfir verða horfnir úr
Öskjuhlíðinni í júnímánuði, stand-
ist áætlanir en stefnt er að því að
fyrri geymirinn á Reynisvatns-
heiðinni verði kominn í notkun í
lok ágúst.
að skyldi engan undra þótt
maður velti því fyrir sér hvað
um er að vera í heilabúum ein-
hverra hundaeigenda í Þingholtun-
um. Við garðhreinsun hjá mér í
síðustu viku voru nærri tuttugu
sátur af hundaskít hreinsaðar upp
og er ljóst að einhver eða einhverj-
ir sem eru að viðra hunda sína
beinlínis sleppa dýrunum inn í
garðinn sem er að mestu afgirtur,
en opinn inn af bílainnkeyrslu. Þá
er hundaskítur um állar gangstétt-
ar, síðustu daga hefur maður
gengið fram á þessar ógeðslegu
klessur á Bergstaðastræti, Laufás-
vegi, Grundarstíg og í Þingholts-
stræti. Einn lorturinn var útflattur
og mátti þar merkja far eftir strig-
askó barns. Já, ljót er nú þessi
saga og hundaeigendum til van-
sæmdar.
Trúlegt er, að eins og oft áður
þá er það lítill hópur sem svertir
allann þorrann. Ég hef haft sam-
band við lögregluna og hundaeftir-
litið vegna þessa og sagt er á þeim
bæjum að erfitt sé um vik nema
að standa hund og eiganda að at-
hæfinu. Það hefur ekki tekist enn,
en hinir seku mega vita það að
eftirlit er hafið og mál til komið
að taka sér tak. Um kemst um
síðir og er það ferfætlingurinn sem
þá fær að líða fyrir slóðaskap eig-
anda síns. Tekið skal fram, að
undirritaðutr er mikill hundavinur
og mér finnst það út í hött að
halda hund í svo þröngu umhverfi
sem miðbærinn er. Þykir mér að
lágmark sé að hundeigandi hafi
stóra lóð og auðveldan aðgang að
opnum svæðum þar sem hundar
eru ekki bannaðir. Helst ætti þó
hvergi að halda hunda nema í sveit
því þar líður þeim virkilega vel.
Og úr því að ég er kominn á skrið
á annað borð þá finnst mér það út
í hött að kettir gangi lausir margf-
alt liðfleiri en hundar á sama tíma
og hundar skuli tjóðraðir. Ekki
gera kettir minni usla, þvert á
móti, mígandi og skítandi í sand-
kassa barna og blómabeð, drep-
andi smáfugla, þvagmerkjandi
barnavagna og spillandi friði með
ömurlegu spangóli. Svo ekki sé
minnst á slysahættuna er þessi dýr
eru að skjótast yfir götur.
G.
Flugleiðir — skaðsemi einokunar
Til Velvakanda.
Ég leita til skrifstofu Flugleiða
með sams konar kvíðatilfínningu og
fólk finnur fyrir þegar það heimsæk-
ir tannlækninn sinn. Ég, eins og
þetta fólk, er hræddur við sársauka
— sársauka af fjárhagslegum toga.
Það má færa rök fyrir því að fjár-
hagslegur sársauki sé algengur kvilli
á Islandi; að maður sé raunar aldrei
alveg einkennalaus. Stórmarkaðir,
bakarí, bókaverslanir — allt getur
þetta valdið sársauka.
Að sjálfsögðu er hægt að réttlæta
hátt verð í sumum tilvikum. Enginn
býst við því að bananar kosti það
sama á 64. breiddargráðu og á Jama-
ica. Það er einnig eðlilegt, býst ég
við, að í landi, þar sem fáir einstakl-
ingar og fyrirtæki bera skattbyrðina,
séu hlutir eins og tóbak og áfengi i
háaum skattflokki og þ.a.l. dýrir.
Sama trúi ég ekki að það sé nokkuð
til sem réttlætir uppsprengt verð og
ótrúlegar hækkanir á flugfarseðlum.
Fyrir einungis fjórum mánuðum,
í byijun desember, keypti ég Apex-
miða KEF-NY-KEF fyrir u.þ.b.
38.000 kr. Það er í sjálfu sér ekki
ódýrt, þar sem sami miði í gagn-
.IJÍH3 ftll f)9Cll í-,íU',Ú -út/í BDÍám
stæða átt (NY-KEF-NY) er a.m.k.
8.000 kr. ódýrari. Samt er ekki
ósanngjarnt að greiða þetta verð ef
tekið er mið af því ástandi sem ríkir
í efnahagsmálum hér á landi. Svo
ég komi mér að efninu: Hversu langt
getur einokunaraðili eins og Flugleið-
ir gengið í að sprengja upp verð?
Hversu hátt verð er nógu hátt? Þeg-
ar þetta er skrifað kostar Apex-miði
til New York og til baka 60.000 kr.
Þetta er greitt fyrir flugfar til New
York utan háannatíma (í apríl) og
til baka á háannatíma (í júlí). Það
þarf auðvitað ekki að taka það fram
að allar venjulegar Apex-reglur eru
í fullu gildi, þrátt fyrir þetta; ekki
lengri tími en þrír mánuðir, verður
að ferðast á fyrirfram ákveðnum
dögum, takmarkaðar endurgreiðslur.
Getur nokkuð fyrirtæki réttlætt
næstum 60% hækkun á fjórum mán-
uðum þegar verðbólga er sögð vera
18% á ársgrundvelli? Svarið er nei.
Hvað varðar flugleiðina til New
York, sýna Flugleiðir ófrýnilegustu
hlið kapítalismans: Einokun. Það
þjónar markaði sem er í böndum.
Ef ég óska eftir að ferðast frá
Chicago til Boston, eða frá París til
Frankfurt, eða frá Tókýó til Osaka,
get ég valið til þess margar leiðir:
það eru lestarferðir, rútuferðir og
fjöldi flugfélaga sem hægt er að
velja um. Flugfélögin — a.m.k. á
stærstu mörkuðunum — þurfa að
keppa um viðskipti. Ef ég kemst að
því að ekki er mikill munur á verði
hjá þeim get ég samt valið með hlið-
sjón af þægindum, þjónustu eða
stundvísi.
Hér hef ég aðeins tvo kosti: að
fljúga með Flugleiðum eða vera bara
heima. Það er sama þó ég mótmæli
þar til ég er bólginn og blár: ef ég
snara ekki fram 60.000 kr. verð ég
að eyða sumrinu hér á íslandi. ísland
er vissulega góður staður til að eyða
sumrinu — en ekki ef þú ert neyddur
til þess vegna viðskiptahátta flugfé-
lags þjóðarinnar.
Kannski ættum við öll að eyða
sumrunum okkar (og vetrunum) hér
á landi og láta þá fljúga nýju skínandi
þotunum sínum tómum í nokkra
mánuði. Verðið myndi lækka með
meiri drunum en hlutust af jarð-
skjálftanum sem nýlega reið yfir
landið.
George Grosman
Gömlu,
góðu dagamir
Við dönsum í Glymi í kvöld
frá kl. 21.00-23.30.
ÍU manna danshljómssveit
Karls Jónatanssonar
og Neistar leika.
Söngkona Mjöll Hólm.
Kaffihúsastemmning áranna 1940-1960.
Dansfólk; nú er tœkifœrið.
Mœtið snemma eins og íþd
gömlu, góðu daga.
KAFFIHLAÐBORÐ
í DAG FRÁ KL. 15.00
eftir Willy Russell
Þýðandi: Þrándur Thoroddsen.
Leikstjóri: Hanna María Karlsdóttir.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson.
Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson.
FRUMSÝNiNG: Fimmtud. 26. apríi kl. 20.00.
2. sýning: Föstudag 27. apríl kl. 20.00.
3. sýning: Laugardag 28. apríl kl. 20.00.
4. sýning: Sunnudag 29. apríl kl. 20.00.
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-20
auk þess miðapantanir í síma 680680 alla virka daga
frá kl. 10-12 og mánudaga frá kl. 13-17.
Greiðslukortaþjónusta.
reykiavÍkljr •pi BORGARLEIKHÚSIfl
Metsölublodá hverjum degi!