Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 C 13 ÆTTFRÆDI/Ga/tga leikrænir hcefileikar í erfbirf Arthúr Björgvin ogKvaransætt NAFN og ásjónu Arthúrs Björgvins Bollasonar hefúr á síðustu miss- erum borið æ oftar fyrir augu Islendinga. Hann var um langt skeið einn af afkastamestu fréttariturum Rikisútvarpsins á erlendri grund en er nú kominn heim og sér m.a. um þáttinn Litróf í Sjónvarpinu. Sérstaka athygli vekur litskrúðugt orðfæri Arthúrs og hástemmdar líkingar hans sem hann flytur með leikrænum tilþrifúm. Hafa þau jafnvel orðið að skotspæni hjá atvinnugrínistum. Reyndar er Arthúr Björgvin kominn af ætt þar sem fjölmiðlun, listir og bókmenntir, ekki síst leikbókmenntir, eiga sér ianga hefð svo að hann á ekki langt að sækja hið leikræna fas. Hann er af svokallaðri Kvaransætt og meðal frænda hans af þeirri ætt er Einar Kárason rithöfundur, formaður Rithöfúndasambands Islands, en þeir eru bræðrasynir. LÆKNISFR/EÐI// jöröin ab trobfyllast affólki? Mannfjölgunarbölið Kvaransættin er talin frá Hjör- leifi Einarssyni prófasti á .Und- ornfelli. Hann átti í tveimur hjóna- böndum sex börn, sem upp kom- ust, og er margt þekktra manna af þeim komið. Hér yerður aðeins stiklað á stóru. 1. Elsta barn Hjörleifs var Einar H. Kvaran (1859- 1938), einn fremsti rithöfund- ur íslendinga og ritstjóri fjölmargra blaða. Dóttir hans var Matthildur Kvaran, kona Ara Arnalds .sýslu- manns en frá þeim er Arnaldsættin talin. Meðal barnabarna hennar er Ragnar Arnalds alþingismaður og leikritaskáld. Elsti sonur Einars H. Kvaran var Einar E. Kvaran aðal- bókari Útvegsbankans. Meðal barnabarna hans er Guðrún Kvaran cand.mag. og Hjörleifur Kvaran fj ármálastjóri Reykj avíkurborgar. Annar sonur Einars H. Kvarans var Ragnar Kvaran landkynnir. Meðal barna hans eru Ævar R. Kvaran leikari (faðir Gunnars Kvaran selló- leikara), Ragnheiður Kvaran (móðir Ingibjargar Hafstað kvennalista- konu) og Einar Kvaran vélaverk- fræðingur, starfsmaður FAO. Enn einn sonur Einars rithöfundar var Gunnar E. Kvaran stórkaupmaður í Reykjavík (meðal barnabarna hans er Gunnar E. Kvaran fréttamaður á Sjónvarpinu). 2. Annað barn Hjörleifs á Und- ornfelli var Sigurður H. Kvaran læknir, faðir Hjördísar Kvaran bók- haldara (hennar dætur voru Ásdís Kvaran lögfræðingur og Þuríður Kvaran) og Eiðs Kvaran lektors í Greifswald í Þýskalandi. 3. Jósef Hjörleifsson var þriðja barn Hjörleifs á Undornfelli sem hér verður nefnt. Hann var prest- ur, síðast á Breiðabólstað á Skógar- strönd. Hann átti mörg börn. Eitt var Ágúst Kvaran heildsali og leikari á Akureyri. Meðal barna hans var Edda Kvaran leikari (móð- ir Rafns Jónssonar fréttamanns) og Axel Kvaran lögregluvarðstjóri (faðir Ágústs Kvarans doktors í eðlisfræði og Brynjars Kvarans handknattleiksmanns). Annað barn séra Jósefs var Guð- laug Jósefsdóttir, kona Gunnars A. Jóhannessonar, sem lengi var íþróttakennari og forstöðumaður á Isafirði en síðar í Reykjavík. Elsti sonur þeirra var Bolli Gunnarsson loftsiglingafræðingur hjá Loftleið- um og víðar, um skeið forstöðumað- ur PanAm á íslandi. Synir hans af Arthúr Björgvin — fjölmiðlun, listir og bókmenntir í ættinni. fyrra hjónabandi voru Einar Bolla- son kennari og körfuboltamaður og Bolli Þór Bollason hagfræðingur. Af seinna hjónabandi voru téður Arthúr Björgvin og ennfremur syst- urnar Linda Sigrún, Erla, Helga og' Lilja. Föðursystkini Arthúrs Björg- vins eru Jósef Gunnarsson garð- yrkjumaður, Kári Gunnarsson leigubílstjóri í Reykjavík (faðir Ein- ars Kárasonar rithöfundar), Kjart- an Gunnarsson apótekari í Lyfja- búðinni Iðunni og Lilja Gunnars- dóttir, kona Ingimundar Magnús- sonar ljósmyndara og hljómlistar- manns). Þriðja barn séra Jósefs, sem hér verður talið upp, var Ólafur Kvaran ritsímastjóri í Reykjavík. Meðal barna hans voru Karl Kvaran list- málari (faðir listfræðinganna Ólafs Kvarans og Gunnars Kvarans) og Elísabet María Kvaran, kona Þor- valds Garðars Kristjánssonar al- þingismanns. Hjörleifur Einarsson á Undorn- felli átti tvö börn af seinna hjóna- bandi. Þau voru: 4. Guðlaug Hjörleifsdóttir, eigin- kona Sigurðar Kristinssonar for- stjóra SIS og ráðherra um skeið. Synir þeirra voru Hallgrímur Krist- insson forstjóri Samvinnutrygginga og Hjörleifur Sigurðsson listmálari. 5. Tryggvi Kvaran prestur á Mælifelli í Skagafirði var yngstur barna séra Hjörleifs, ættföður Kvaransættarinnar. Dóttir hans er Hjördís Kvaran, kona Finns Krist- jánssonar . kaupfélagsstjóra á Húsavík (sonur þeirra er Tryggvi Finnsson forstjóri á Húsavík). Um miðja nítjándu öld er talið að mannkynið hafi í fyrsta sinn orðið einn milljarður að tölu. Til ársins 1930 tvöfaldaðist hópur- inn og nú sex ára- tugum síðar eru milljarðarnir orðn- ir fimm eða vel það. Á hveijum sól- arhring bætist við álíka ijöldi og öll íslenska þjóðin og með sama áframhaldi er gert ráð fyrir 8-9 milljörðum árið 2025. Sið- an hægist á fjölguninni og um 2100 muni staðar numið við 10 milljarða. Níu af hveijum tíu börnum fæðast nú í þriðja heiminum og Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi hvatt vanþróuð ríki til að fræða þegna sína um nauðsyn á takmörkun bameigna og gera þeim kleift að notfæra sér getnaðarvarnir. En við ramman reip er að draga. Fáfræði almenn- ings í mörgum þeim ríkjum sem helst þyrftu á slíku að halda, skiln- ingsleysi á vandamálinu, ólæsi, sinnuleysi og örbirgð - allt eru þetta steinar í götu. Andstaða við getnaðarvarnir, til komin af trúar- legum eða hefðbundnum kreddum á einnig dijúgan þátt í að torvelda breytingar á lífsvenjum. í þróunar- löndum hefur samt mikið áunnist; fyrir þrjátíu árum áttu þar einungis 9 af hundraði giftra kvenna á barneigna- skeiði kost á getnað- arvörnum en nú eru þær orðnar 45. Ef allar konur sem vildu takmarka barneign sína hefðu aðgang að pillunni og kynnu með hana að fara myndi fæðingum í Afríku fækka um 27 af hundraði, í Asíu um 33 og í rómönsku Ameríku um 35. Þótt tölur um mannmergð séu ugg- vænlegar er það í raun og veru ekki höfðatalan sem mestu máli skiptir. Enn er þess langt að bíða að ekki verði þverfótað á plánet- unni fyrir bræðrum okkar og systr- um og væntanlega kemur aldrei til þess. En meðferð manneskjunnar á auðlindum hafs og lands stefnir til- veru sívaxandi fjölda jarðarbarna í hættu. Mengun af margvíslegu tagi spillir lífríki sjávar á stórum svæð- um, voldug tré dragast upp og deyja í súru regni, skógar hitabeltis- ins eru höggnir gegndarlaust, jafn- vel brenndir af ásettu ráði og eng- inn veit hvað slík ósköp kunna af sér að leiða. Smávaxnari gróður missir fótfestu vegna uppblásturs svo að fijósamar lendur breytast í sandauðnir. Sex milljónir hektara fara þannig forgörðum á hveiju ári. Sumstaðar er eyðingin svo hraðfara að bændur eru farnir að trúa því að gijótið vaxi upp í ökrum og engi. Sveitirnar tæmast, fólkið flýr sult og seyru og leitar athvarfs í þéttbýli. En þar er ekki atvinnu að fínna handa öllum og fátækra- hverfi stórborganna stækka og mannsæmandi aðbúnaður er víðs fjarri. En börn halda áfram að fæð- ast inn í veröld sem ekki virðist hafa neitt aflögu handa þeim. í fyrsta skipti í sögunni á því nær helmingur mannkyns heima í bong- um og allar líkur eru á að straumur- inn til þeirra aukist enn. Hvað hefur teg- undin Hinn viti borni maður til saka unnið? Upp í hugann kemur gamla biblíusagan um fyrstu foreldr- ana sem urðu að hrökklast úr ald- ingarðinum af því að þau kunnu sér ekki hóf og ásæld- ust meira af gæð- um hans en leyfi- legt var. eftir Guðjón Friðriksson LÖGFRÆÐI//Bcejarþingsdómur hajbur ab engu? , ,Fræðslustjóramálið “ ÞAÐ virðist seint ætla að takast að útkljá mál Sturlu Kristjánsson- ar, fyrrverandi fræðslustjóra. Enn á ný er það í fréttum. Tilefnið að þessu sinni er umsögn ríkislögmanns um þá ákvörðun mennta- málaráðherra að falla frá áfrýjun málsins til Hæstaréttar og greiða Sturlu mun hærri bætur en dómur bæjarþings Reykjavíkur gerir ráð fyrir. í umsögn sinni, sem birtist í Morgunblaðinu þ. 3. apríl sl., fer ríkislögmaður ekki leynt með þá skoðun sína að hann telji ákvörðun þessa afar óheppilega. I sjónvarpsviðtali kallaði mennta- málaráðherra umsögn rikislögmanns hins vegar „samfelldan fúk- yrðaflaum". Svavar, Sturla og Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður. — Þó ríkislögmaður og menntamálaráðherra hafi mátt þola skammir hvor frá öðrum vegna þessa máls eiga þeir þó eitt sameiginiegt. Hvor- ugur getur sætt sig við niðurstöðu bæjarþings Reykjavíkur þó ástæð- ur þess séu harla ólíkar og þeir noti mismunandi aðferðir við að láta það í ljós. eim sem lesa umsögn ríkislög- manns er ljóst að með þessum orðum sínum hefur menntamála- ráðherra skotið langt yfir markið. Hins vegar láðist menntamálaráð- herra að benda á að það er í sjálfu sér umdeilanlegt að ríkislögmanni skuli hafa verið falið að láta þessa umsögn í té, í ljósi fyrri eftir Davið Þór afskipta hans af Björgvinsson málinu. Hann hafði ekki einasta áður farið með málið fyrir héraðsdómi, heldur lagt mjög eindregið til að því yrði áfrýj- að. Þó ríkislögmaður og mennta- málaráðherra hafi mátt þola skammir hvor frá öðrum vegna þessa máls eiga þeir þó eitt sam- eiginlegt. Hvorujíur getur sætt sig við niðurstöðu bæjarþings Reykjavíkur þó ástæður þess séu harla ólíkar og þeir noti mismun- andi aðferðir við að láta það í ljós. Það er því dómur bæjarþingsins sem fær sýnu versta útreið í þess- um deilum. Með þeirri ákvörðun sinni að falla frá áfrýjun málsins og greiða Sturlu mun hærri bætur en kveðið er á um í dómi bæjarþingsins og að auki að bjóða honum námsstyrk erlendis í tvö ár, hefur menntmála- ráðherra breytt niðurstöðu og tek- ið sér vald sem með réttu á undir dómsvaldið í landinu. Eftir dóm bæjarþingsins var aðeins tvennt til, annað hvort að una í einu og öllu niðurstöðu bæjarþingsins og greiða Sturlu bætur í samræmi við hana, eða áfrýja málinu. Þar var enginn millivegur til. Allt annað er virðingarleysi við dómstólana í landinu og samræmist illa al- mennri réttarvitund. Ríkislögmaður mælti eindregið með áfrýjun málsins. Forsendur þeirrar afstöðu voru í fyrsta lagi þær að í málinu væru uppi þær meginspurningar að óveijandi væri annað en að áfrýja því. Þá taldi hann óhjákvæmilegt að setja spurningarmerki við ýmislegt í dómi bæjarþingsins. í umsögn sinni segir hann m.a.: „Sú ákvörð- un að falla frá áfrýjun málsins til Hæstaréttar felur í sér að dómur bæjarþings Reykjavíkur stendur eftir sem fordæmi um að brottvikn- ing Sturlu hafi verið ólögmæt. Samkvæmt þessu er dómurinn for- dæmi um það, að háttsemi sem norrænir fræðimenn fella almennt undir gróf trúnaðarbrot, og fjár- málaleg umsýsla, slík sem Sturla Kristjánsson sýndi af sér, teljist minniháttar brot í starfi, en geti ekki varðað forstöðumenn ríkis- stofnana öðru en áminningu eða brottvikningu um stundarsakir." Hér er ekki rúm til að rekja gagn- rýni ríkislögmanns á dóm bæjar- þingsins í smáatriðum, en segja má að í tilvitnuðum orðum sé inn- tak þessarar gagnrýni dregið sam- an. Eftir þessu að dæma má skilja orð ríkislögmanns svo að dóminn beri að túlka þannig að ávirðingar Sturlu í starfi hafi ekki verið nægi- legar til að víkja honum endanlega úr starfi fræðslustjóra. Tilvitnuð orð ríkislögmanns geta valdið misskilningi. Eðlilegra sýn- ist að túlka dóminn svo að ávirð- ingar Sturlu í starfi hafi ekki þótt nægilegar til að víkja honum úr starfi fyriivaralaust. Til að skýra þetta frekar er rétt að skoða dóm bæjarþingsins. Fræðslustjórinn byggði kröfur sínar á hendur ríkinu á tvennu: í fyrsta lagi því að menntamálaráð- herra hafi ekki haft efnislegar ástæður til að víkja honum úr starfi og í öðru lagi á því að ekki hafi verið fullnægt formkröfum um framkvæmd brottvikningarinnar. I niðurstöðu dóms bæjarþingsins er byggt á því sem meginreglu að áður en komi til frávikningar úr starfi til fullnaðar beri að víkja starfsmanni úr stöðu um stundar- sakir að undangenginni áminn- ingu. Aðeins í undantekningartil- fellum er fyrirvaralaus brottvikn- ing talin heimil. Rétt er að taka fram að ríkislögmaður taldi að Sturla hefði verið áminntur og að brottrekstur um stundarsakir þjón- aði ekki tilgangi, en hvorutveggja var hafnað í dóminum. Eftir að hafa fjallað um þær sakir sem bornar voru á Sturlu og komist að þeirri niðurstöðu að framferði hans í starfí hafi í mörgum atriðum verið ábótavant segir á þessa leið í dómi bæjarþingsins: „I hvorugu tilviki þykja sakir hins vegar nægi- lega alvarlegar til að réttlæta fyrir- varalausa brottvikningu að fullu. Framkvæmd frávikningar að formi til (undirstr. DÞB) þykir og hafa verið ábótavant." Það verður m.ö.o. orðum ekki lesið út úr dóm- inum að ávirðingar Sturlu hafi ekki verið nægilega miklar til að víkja honum endanlega úr starfinu að undangenginni áminningu og lausn um stundarsakir meðan mál hans var frekar rannsakað. Þess vegna er það ekki alls kostar rétt ályktun að dómurunum hafi þótt ávirðingar fræðslustjórans svo léttvægar að þær dygðu ekki til að víkja honum endanlega úr starfi. Þeir segja aðeins að rang- lega hafi verið að brottvikningunni staðið. Af samkomulagi mennta- málaráðherra við Sturlu má hins vegar draga þá ályktun að núver- andi menntamálaráðherra hafi ekki þótt neitt athugavert við störf fræðslustjórans og það hafi undir engum kringumstæðum verið rétt- lætanlegt að víkja honum úr starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.