Morgunblaðið - 22.04.1990, Page 25

Morgunblaðið - 22.04.1990, Page 25
C 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 22. APRÍL 1990 Meistari dávaldanna Peter Casson Allra síóasta skemmtun i Háskólabíói í kvöld kl. 23.15 Peter Casson á heimsmet í fjöldadáleiðslu Fyndnasta og athyglisverðasta skemmtun sem völ er á Afinæliskveðja: Emerentsíana Kristín Pálsdóttir — Neskaupstað Forsala aðgöngu- miða í Háskólabíói Á morgun, mánudag 23. apríl, verður Sjana okkar níræð. Þeir, sem lifað hafa 90 ár í okkar umbreyt- inga þjóðfélagi, hafa frá mörgu að segja, sumu svo ótrúlegu í dag, að ungt fólk telur ýkjur einar. Sjana hóf sitt líf á nýbyijaðri öld, full af bjartsýni og gleði. Hún hafði allt til að bera, til að eignast draumalífið, falleg og greind stúlka, ólgandi af lífsfjöri og dugnaði. Tími æskuáranna var strangur skóli, strit í baráttunni fyrir lífsbjörg þeirra tíma, en það var að skapi Sjönu að vinna vel að hveiju, sem hún gekk. Emerentsíana Kristín Pálsdóttir, sem við köllum Sjönu, er elst af tíu systkinum frá Veturhúsum í Eski- firði. Það var ekki veraldlegur auður í garði. Sjana fór ung að vinna utan heimilis. Henni bauðst vist á góðum heimilum, sem á þeim árum þótti góður skóli ungra stúlkna. Sveitastörfin og umhirða á skepnum átti þó mestan hug henn- ar. Þar var hún í essinu sínu. Mörg er sú kýrin og kindin, sem hún hjálpaði við erfiðan burð. Það var henni í blóð borið. En það fæðast ekki allir undir óskastjörnunni. Sjana kenndi snemma æfi sjúkdóms í skjaldkirtli, sem þá strax breytti lífi hennar í sjúkdómsgöngu, það hlé, sem varð eftir aðgerð við þeim sjúkdómi, varaði ekki lengi. Kölkun í liðum og tilheyrandi kvalir leiddu enn til aðgerða og sjúkrahúsdvölin varð lengri og lengri. Ekkert af þessu hefur þó bugað kjark og lífsþrótt Sjönu. Hún berst enn hetjulegri baráttu við sitt heilsu- leysi. Greind hennar, kjarkur og traust á æðri mætti, hafa verið hennar styrkur. Hún hefur stundum verið hörð í skapi og lái henni hver, sem það getur, en ávallt hefur ver- ið grunnt á gáskanum og glettnum spaugsyrðum. Það hefur ávallt myndast gleði og léttleiki í návist hennar. Ég, sem skrifa þessar línur, er yngstur systkina Sjönu. Það slettist stundum upp á vinskapinn, þegar ódæll strákur lét illa að stjórn eldri systur, en gegnum árin hafa bönd okkar systkinanna, orðið traustari og gagnkvæmur skilningur aukist. Ég hef dáðst að dugnaði og kjarki systur minnar og að fylgjast með henni hefur gefið mér annað mat á lífinu. Það eru hetjur eins og Sjana, sem fara hljóðlega, en gefa svo mikið, þeim, sem mega vera að því að staldra við og þakka fyrir gjafir lífsins. Ég þakka fyrir að eiga Sjönu að sem lengst. Gjarnan hefði ég viljað geta fært þér í afmælisgjöf eitthvað þér til gleði og yndisauka, en ég veit að þér eru kærastar í dag, blessunaróskir og að ég segi þér, að mér þykir vænt um þig, systir mín. Magnús Sjana dvelst á sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Stokkur með hitamæli, áttavita o.fl. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Jeep Cherokee Amerískur lúxusjeppi Frábærir aksturseiginleikar. Hentar jafnt í bæjarakstri sem utan vega. Allur hugsanlegur aukabúnaður innifalinn í verði. Verð frá kr. 2.370.500 Jeep Cherokee er búinn mengunarvamarbúnaði af fullkomnustu gerð. Samlæsing á öllum hurðum Rafdrifnar rúður. og afturhlera með fjarstýringu. 4 gíra sjálfskipting með SELEC TRACK millikassa. Læst mismunadrif. 6 cyl 4,0 lítra vél með beinni innspýtingu. 177 hö. CATALYZERS KEEP NATURE CLEAN. | IVCHRYSLER M JÖFUR T T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.