Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFMIÐ STJNNUDAGUR 22. APRÍL 1990
ÆSKUMYNDIN...
ER AF HERDÍSIEGILSD Ó TTUR RITH ÖFUNDI
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Listfengog
draumlynd
Fyrstu umferðar-
Ijósin íReykjavík
Þegar barnabókaverðlaun skólamálaráðs
Reykjavíkur voru afhent í fyrsta sinn hlaut hún
verðlaun fyrir sérstakt framlag til íslenskra
barnabóka. Hjin hefur skrifað á þriðja tug bóka
og margar sögupersónur sem hún hefur skapað
inunu eflaust halda áfram að gleðja börnin um
ókomna tíð. Rithöíúndurinn og listakonan,
Herdís Egilsdóttir, hefur jaínan sinnt kennslu
sem aðalstarfi og kennir nú við skóla Isaks
Jónsson. Herdís fæddist á Húsavík 18. júlí árið
1934. Hún ólst þar upp í foreldrahúsum ásamt
tveimur systkinum. Foreldrar hennar, Sigfríð-
ur Kristindóttir og Egill Jónasson, sem var
þekktur hagyrðingur, eru bæði látin. Herdís
er fráskilin og á þrjú uppkomin börn.
*
Aþeim árum þegar Herdís var
að alast upp, var Húsavík
bæði sjávar- og sveitaþorp, hæfi-
lega blanda af hvoru, og líklega
kjörinn staður fyrir börn. Þar ólst
hún upp við mikla návist við dýrin,
sjóinn og fullorðna fólkið. Börnin á
slíkum stöðum fá mikið frelsi til
leikja og starfa, sem kemur sér vel
þegar sköpunargáfan er annars
vegar.
„Hún var listræn, hlý og góð og
heiðarleg,“ segir Guðfínna Jóns-
dóttir frænka hennar. Guðfinna
segist aldrei gleyma snjókerlingu
sem Herdís bjó til. „Þetta var sú
fallegasta snjókerling sem ég hef
séð. - Sannkallað listaverk.“ Herdís
var afar handlagin. Hún teiknaði,
saumaði og mótaði, allt eftir því
hvert hugurinn bar hana. Einu sinni
kom dúkkukjóll úr smiðju hennar
að góðum notum fyrir móður henn-
ar, sem tók upp sniðið og saumaði
eins kjól á sig.
Stúlka með slíka sköpunargáfu
gat auðvitað verið svolítið draum-
lynd og stundum þótti mömmu
hennar nóg um alla dagdraumana.
En Herdís var hvorki sérlunda né
til baka. Hún var félaglynd og
skarst ekki undan þátttöku í hefð-
bundnum leikjum.
Reykjavíkursýningin svonefuda
var opnuð með mikilli viðhöfn
í hátíðarsal Þjóðminjasafnsins 2.
nóvember 1949, að við-
stöddum þáverandi for-
seta íslands, herra
Sveini Björnssyni, ráð-
herrum, sendiherrum
erlendra ríkja og fleiri
gestum. Gunnar Thor-
oddsen, þáverandi
borgarstjóri, flutti
ávarp svo og fomaður sýningar-
nefndar, Vilhjálmur Þ. Gíslason,
síðar útvarpsstjóri. Sýningin þótti
afar nýstárleg, glæsileg og fræð-
andi, enda gat þar að líta hin fjöl-
breytilegustu fyrirbæri sem gáfu
hugmynd um fortíð, nútíð og
framtíð höfuðstaðarins. Fluttir voru
fyrirlestrar, efnt til kvikmyndasýn-
inga og á kvöldin voru kvöldvökur.
Meðal þess sem vakti talsverða at-
hygli á sýningunni voru umferðar-
ljós, sem þá voru óþekkt
fyrirbrigði í borginni,
en unnið var að því að
koma slíkum ljósum
upp í miðbænum á með-
an á sýningunni stóð.
Þúsundir manna lögðu
leið sína á Reykjavíkur-
sýninguna og voru
dæmi um að skipulagðar væru hóp-
ferðir utan af landi. Það voru því
næg viðfangsefni að finna þar fyrir
ungan og áhugasaman ljósmyndara
á Morgunblaðinu, og birtast hér
þijár myndir af fjölmörgum, sem
Olafur K. Magnússon á í fórum
sínum frá þessari sýningu.
Nemendur
úr Barna-
skólanum á
Akranesi
komu íhóp-
ferð tii að
skoða
Reykjavík-
ursýning-
una.
Herdís var mjög fljót að tileinka
sér hlutina, gekk sérstaklega vel
að læra. Hún var líka haldin ein-
hvers konar kennaraáráttu, sankaði
að sér bömum, sagði sögur og
skipulagði leiki. Hún setti 'jafnvel
upp íþróttamót, þótt sjáíf væri hún
ekki mikið gefin fyrir íþróttaiðkan-
ir, enda lítil, fíngerð og svolítið við-
kvæm. „Hún byijaði snemma að
semja sögur og leikrit og lék á píanó
eins og hún hefði aldrei gert ann-
að. Hún var líka heilmikill leikari
og ég held að það hafi raunar ekk-
Kennaraeðlið
kom snemma í ljós. Hún safn-
aði að sér börnum, sagði sögur
og skipulagði leiki.
ert verið sem hún gat ekki,“ segir
Guðný Jósteinsdóttir bekkjarsystir
hennar.
Fjölskyldan tók mikinn þátt í
leiklistarstarfi og Herdís naut þess
að fýlgjast méð. Hún lét sér ekki
nægja að sjá sýningu einu sinni,
heldur fór allt að fjórum sinnum til
að sjá sama leikritið. Seinna meir
átti þessi stúlka eftir að skrifa leik-
rit og eflaust hefur hún ómeðvitað
undirbúið sig vel með því að fylgj-
ast með áhugastarfinu á Húsavík.
STARFIÐ
SIGRÍÐURINGVARSDÓTTIR, STARFSSTÚLKA í
GESTAMÓTTÖKU HÓTELS SÖGU
BÓKIN PLATAN
Á NÁTTBORDINU Á FÓNINUM
Enginn
dagureins
Starfið er mjög fjölbreytt og felst
aðallega í þjónustu við gestina
svo og ýmis konar tölvuvinnu. Ann-
ars er engin dagur eins í starfi sem
þessu því viðskiptavinirnir eru eins
ólíkir og þeir eru margir,“ segir
Sigríður Ingvarsdóttir, starfsstúlka
í gestamóttöku Hótels Sögu.
Átta stúlkur skipta á milli sín
vöktum og stendur hver vakt í tólf
tíma, ýmist að nóttu eða degi. Auk
þeirra starfa í móttökunni tveir
vaktstjórar, einn móttökustjóri og
tvær símadömur. Þær þurfa að
hafa góða tungumálakunnáttu,
kurteislega framkomu og ekki
skemmir skemmtileg skapgerð.
„Vaktavinna á misjafnlega við fólk
eins og gengur, en mér líkar hún
vel. Þó vaktirnar séu oft langar og
strangar, nær maður góðum fríum
á milli.“
Á veturna er meirihluti gestanna
íslendingar, sem eru gjarnan að
koma utan af landi í helgarferðir.
Aftur á móti eru það útlendingar,
sem nánast fullnýtá hótelið á sumr-
in. Starfíð er mjög áhugavert og
fjölbreytt. Maður er alltaf að hitta
nýtt fólk, sumt veraldarvant í
heimspressunni," segir Sigríður.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ__
lllugi Jökulsson
dagskrárgerð-
armaður.
Hver einasti maður sem
RAF (Rote Arme Frakti-
on, Rauða herdeildin) hefur
aflífað hefur verið í þjónustu
„valdsins", hermenn, lögreglu-
þjónar, dómarar, kaupsýslu-
menn og svo framvegis, allt
menn sem stuðla að áframhald-
andi kúgun ríkis og stofnana á
einstaklingnum.
Skólablað MR 53. árg. 2.tbl. 1978-79.
Aðalheiður
Arnórs-
dóttir forseti
bæjarstjórnar
Sauðárkróks
Eg er að lesa undir sjúkraliðapróf
eftir þriggja ára nám í Fjöl
brautaskólanum á Sauðárkróki
þannig að það fer lítið fyrir sögubók-
um á náttborðinu hjá mér. Aftur á
móti finnst mér mjög gaman af lestri
góðra afþreyingabóka þegar tími
gefst og er Agatha Cristie í miklu
uppáhaldi. Eg las líka ansi góða bók
ekki alls fyrir löngu. Hún heitir „A
Matter of Honor“ og er eftir Jeffrey
Archer.
Ætli ég sé ekki með einar tíu
bækur á náttborðinu. Efst í
bunkanum nú er reyfarinn „Trev-
ayne“ eftir Robert Ludlum auk þess
sem ég hef verið að glugga í bók
um stjórnun eftir bandaríkjamanninn
Dr. Warren Dennis, sem hélt fyrir
skömmu námskeið hérlendis á vegum
Stjórnunarfélagsins. Segja má að ég
sé alæta á bókmenntir og oft kemur
það fyrir að ég gríp í Biblíuna með
öðru því sem ég les.
Margrét
Hrafnsdótt'
ir dagskrár-
gerðarmaður
Það er platan „First Love, last
rites“ með Cock Robin. Þeir eru
búnir að vera í uppáhaldi hjá mér
allt frá fyrstu plötunni sem þeir gáfu
út 1985 og tónlistin er alltaf að verða
betri og háþróaðri með hvetju árinu.
Þetta er hágæðatónlist, var hljóm-
sveit en er nú dúett, og er ekta tón-
list með tilfinningu, líkt og músíkin
hans Bubba Morthens.
Mér finnst voðalega gott að hlusta
á góðan djass, létta klassík eða
fínan blús þegar ég kem þreyttur
heim úr vinnu. Svo spila ég auðvitað
alltaf Bítlana með reglulegu millibili.
Síðast var Dave Brubeck á fóninum
hjá mér með sín Greatest Hits þar
með talið lagið „Take Five“.
MYNDIN
ÍTÆKINU
Ásta Ragn-
heiður Jó-
hannes-.
dóttir dag-
skrárgerðar-
maður
Eg horfði síðast á myndbandið
„Imagine" sem gert var um
John heitinn Lennon. Annars vil ég
frekar sjá kvikmyndir í bíóhúsunum
heldur en á myndbandi og því fer
ég ekki á leigurnar nema hafa misst
af einhverri góðri mynd. Myndbands-
tækið mitt nota ég hinsvegar mikið
til að taka upp hina ýmsu þætti úr
sjónvarpinu þegar ég sé fram-á að
missa af þeim.
Margrét
Blöndal
fréttamaður
hjá RUVAK
Eg á ekki myndbandstæki - er
ekki komin svo langt á tækni-
brautinni. Hinsvegar á ég það til að
leigja mér tæki stöku sinnum og í
síðasta norðanhreti fengum við mæð-
gurnar okkur leigt myndbandstæki
og nokkur myndbönd. Þá horfði ég
á „Fish called Vanda“, „Rainman"
og „Roger Rabbit" með dóttur minni
sem er mjög skemmtileg mynd -
sambland af leikinni mynd og teikni-
mynd.