Morgunblaðið - 22.04.1990, Blaðsíða 2
MOUGUNBLAÐÍÐ SUNNUDAGUR' 22,'APRIL 1990'
2 C
20 árum og eru enn við lýði, enda
hafa þau ekki misst gildi sitt. A
sama hátt og hreyfingar græningja
hófust fyrir 20 árum handa í gras-
rótinni, en ekki hjá ríki og stjórn-
völdum, þá gerir fólk sér grein fyr-
ir því núna, að einstaklingarnir
verða að mynda framvarðarsveit í
verndun umhverfisins.
Ekki ágirnast og ekki eyða
Til að gefa svolitla hugmynd um
þetta skulum við líta á tölur, sem
Bandaríkjamenn hafa sett upp til
að þarlendir geti á þessum tímamót-
um betur áttað sig á hvað er að
gerast. Og raunar aðrir líka. Líklegt
er að bíllinn þinn spúi um fimm
tonnum af koltvísýringi út í loftið
árlega. Útblástur frá bílum sem
ekið er í Bandaríkjunum á sök á
um 50% af gróðurhúsaáhrifunum,
enda bílarnir stórir. Og talið er að
eyðing frumskóganna eigi sök á
fjórðungnum af heildar-koltvísýr-
ingi loftsins. Bruni á einni ekru
regnskóga sendir frá sér 400 þús-
und pund af koltvísýringi. Og
AÐ HUGSA
A HEIMSVISU
OG FRAMKVÆMA
HEIMA
Dagurinn 22. apríl hefur sér-
staka merkingu í hugum
umhverfissinnaðs fólks, því
þá eru 20 ár liðin frá því að fyrst
var efnt til Dags jarðar og áskorun-
in frá umhverfisráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Stokkhólmi hafði í
för með sér merkilegt átak víða um
lönd með lagasetningum, sbr.
hreinsunarlögin „The Clean Act
Bill“ og umhverfisverndarstofnun-
ina í Bandaríkjunum, svo eitthvað
sé nefnt. Nú er öllum jarðarbúum
að verða ljóst að um er að tefla að
lifa eða farast og er það von þeirra
sem að þessu mikla átaki standa
að Dagur jarðar 1990 muni sýna
að almenningi er alls ekki sama um
plánetuna sína. Og að forgangs-
verkefni næsta áratugar verði að
beina þeirri umhyggju í einn þung-
an, stöðugan straum framkvæmda
til þess að bjarga jörðinni úr þeirri
hættu, sem hún er í.
Á þúsundum byggðra bóla um
allan heim munu íbúarnir nú í morg-
unsárið setja á svið hina margvís-
legustu atburði: skrúðgörigur, mót-
mæli, yfirlýsingar, fræðslumið-
stöðvar, ruslasöfnunarstöðvar og
lífríkishátíðir. Umhverfísverndar-
fólk í Vestur-Bengal á Indlandi
ætlar að hjóla í skrúðgöngu, skóla-
böm á litlu eyjunni Máritíus í Ind-
landshafi ætla að planta trjám, fjall-
göngumenn frá Sovétríkjunum og
Kína ætla að klífa á tind Mount
Everest til að þrífa upp ruslið sem
fyrri leiðangrar hafa skilið þar eftir
og í Seattle í Bandaríkjunum ætlar
fólk í mótmælagöngu gegn mengun
Puget-flóa. Þar í landi hefur fræga
fólkið, kvikmyndaleikarar og mú-
síkantar, mikinn viðbúnað til þess
að leggja lið í áróðri og fjáröflun.
í löndum Vestur-Evrópu reka neyt-
endur fyrir áhrif frá græningjum
fyrirtækin til þess að framleiða
„umhverfisvinsamlegan" varning
með því að auglýsa og kaupa í vax-
andi mæli þá vöru, svo að stórfyrir-
tækin verða nú með og veita pund-
um, frönkum og þýskum mörkum
í umhverfisvinsamlega framleiðslu.
Og þannig mætti lengi telja. Um-
hverfísmál virðast þannig ætla að
verða mikilvægasta viðskiptamálið
á þessum áratug.
Það er erfítt fyrir jarðarbúa, sem
eru umkringdir byggingum og vél-
um, eins og stór hluti þeirra er nú
orðið, að gleyma því að hvert korn
og öll matvæli eru fijóvguð í náttúr-
unni. AÍlt súrefnið sem við öndum
að okkur kemur frá grænum plönt-
um. Allt það vatn sem við drekkum
fellur úr loftinu. Við erum hluti af
hinu ofur viðkvæma millifrumuefni
lífsins. Það látum við sem vind um
eyrun þjóta og hættum þar með lífi
okkar. Ixiksins er okkur þó að skilj-
ast þetta. Um leið og skógarnir og
lífríkið, hreina loftið og vatnið
hverfa, þá er okkur að lærast að
meta öll þau verðmæti sem við eig-
um. I því' liggur auðvitað vonin.
Að næsti áratugur muni bjarga og
frelsa jörðina okkar. En til þess
verður að ná til allra manna, ekki
bara ráðamanna. Og það er einmitt
það sem ætlunin er að gera núna,
á Degi jarðar 1990. Til þess að all-
ir menn leggist á~ eitt, hver eftir
sinni getu. Það byggist auðvitað á
því að hver og einn viti hvað hann
sjálfur er að aðhafast. Hugsið á
heimsvísu — gerið eitthvað heima,
eru einkunnarorð sem til urðu fýrir
unum deyja 25 milljónir manna ár-
lega af völdum mengaðs vatns, þar
áf átta milljón börn.
Annar stórvandi er ruslið, sem
hver maður hendir frá sér. Bruðlar-
ar velmegunarþjóðanna fleygja einu
tonni af sorpi á ári, sem híeðst upp
og landfyllingar duga ekki til. Tök-
um nokkrar tölur frá Bandaríkjun-
um, af því að þær eru tiltækar, en
ljóst er að þjóðir eins og Islending-
ar standa þar lítt að baki. Árlega
eru meira en 220 milljón tré höggv-
in til þess eins að nýta í dagblöð
þar í landi og megnið af þeim hafn-
ar í sorpinu daginn eftir. Banda-
ríkjamenn fleygja árlega í sorpið
áldósum, sem nægja mundu til þess
að endurnýja allan flugflota flugfé-
laganna, og nota á hverjum klukku-
tíma 2,5 milljón plastflöskur, auk
18 milljarða af pappírsbleyjum á
ári, með þeim afleiðingum að 45%
af skipafrakt frá New York höfn
er pappírsrusl. Það liggur ljóst fyr-
ir, segir formaður Dags jarðar
1990, Denis Hays, að svarið við
sorpvandamálinu er ekki að finna
einhveija leið til að pressa sorpið
eða brenna því. Það verður að draga
úr magni þess. Til þess eru líka
ótal leiðir, m.a. með endurvinnslu
á pappír, áli, tini, gleri, smurolíu
og rafhlöðum.
Þannig mætti lengi telja til að
gera fólki grein fyrir stærð vand-
ans. Nokkrar tölur í viðbót. Nælon-
og plastveiðarfæri, plastpokar og
frauðplastumbúðir drepa árlega allt
að milljón sjófugla og 100 þúsund
önnur dýr. Olíulekinn af völdum
Exxon V aldez-slyssins mengaði
nýlega 700 mílur af strönd Norður-
Ameríku og drap þar fugla, og svo
er árlega víða um heim vegna olíu-
leka. Loks má ekki gleyma því að
daglega svelta hundrað þúsund
manns, 40 þúsund þeirra börn, til
bana. Ekki að furða þótt mannkyn-
ið sé loks að vakna til meðvitundar
um, að svo til geti ekki lengur geng-
Á hverri sekúndu hverfur um þaó •
bil ígildi eins knattspyrnuvallar af
regnskógi, land sem aldrei aó eilífu
er hægt aó endurvinna í sömu
mynd. •
Talið er að eyóing frumskóganna eigi sök
ó fjórðungnum af heildar-koltvísýringi lofts-
ins.
hverri sekúndu hverfur um það bil
ígildi eins knattspyrnuvallar af
regnskógi, land sem aldrei að eilífu
er hægt að endurvinna í sömu
mynd. Til að framleiða rúm hundrað
grömm af nautakjöti í hamborgara
þarf að hreinsa 1,6 fermetra af regn-
skógi. Og 25% af lyfjum sem eru á
skrá í Bandaríkjunum eiga uppruna
sinn í plöntum, sem eingöngu
finnast í regnskógunum. Það kostar
heilan skóg, þ.e. 500 þúsund tré,
að leggja Bandaríkjamönnum til
sunnudagsútgáfur dagblaða sinna
í hverri viku. Og loks ein tala enn,
50-80% tegunda í lífríki jarðar lifa
í regnskógum hitabeltislandanna.
Votlendi er að víkja af jörðinni
fyrir ræktunarlöndum og byggð. A
íslandi er líka sáralítið að verða
eftir af fiestum gerðum votlendis.
í Bandaríkjunum hverfa árlega
300-500 þúsund ekrur undir ræktað
land, vegi, byggð o.fl. Sama er að
segja um víða veröld. Nú er svo
komið að áhrifa mannsins gætir svo
að segja hvarvetna á jörðinni og
upprunaleg vistkerfí eru víða horfín
í þéttbýlum löndum. Þóra Ellen
Þórhallsdóttir líffræðingur gerði
grein fyrir þessu í erindi á ráð-
stefnu íslenskra náttúrufræðinga
nýlega. Sagði að tæplega 40% jarð-
ar teljist nú vera óbyggð víðerni
og vegi þar þyngst heimskauta-
svæðin, Alaska, Kanada og Síbería.
Óbyggð víðerni eru aðeins talin
þekja um 4% flatarmáls Evrópu og
Til aó framleióa rúm hundraó grömm af nautakjöti í
hamborgara þarf aó hreinsa l,ó fermetra af regnskógi.
JARÐAR
Bandaríkjanna og í flestum iöndum
Vestur-Evrópu er ekkert slíkt eftir.
Annars staðar er jarðvegur að
hverfa með uppblæstri. Eitt stærsta
dæmið er Sahara-eyðimörkin, sem
teygir sig hratt suður yfír Afríku.
Og á íslandi er um helmingur af
grónu landi horfinn og enn að blása
burt jarðvegur, sem grænar plöntur
til viðhalds andrúmslofti jarðarbúa
ættu að gróa á. Og í tilbót útrýma
jarðarbúar 100 plöntutegundum
eða dýrategundum á dag.
Verndun vatnsins er eitt mikil-
vægasta viðfangsefnið í framt-
íðinni. Einungis 3% af vatni heims-
ins er ferskt vatn, og 75% er geymt
í heljargreipum jökla og í heim-
skautaísnum. Samkeppnin um það
sem enn er eftir fer vaxandi og
harðnar, samhliða því að grunnvatn
lækkar og mengun af völdum eitur-
efna gera hluta þess ónothæfan.
Og enginn skyldi ímynda sér að
mengað vatn komi einungis frá hin-
um vonda stóriðnaði, þótt hann eigi
þar sinn hlut. Venjulegt fólk í ein-
býlishúsum notar víða um heim
meira af skordýraeitri og tilbúnum
áburði á hvern ferkílómetra lands
en bændur á jafnstóra bletti. Þó á
þetta fólk þess kost að nýta rotn-
andi lauf og gras af blettinum í
áburð í stað tilbúna áburðarins og
draga úr menguninni með því að
minnka notkun þeirra efna sem
ekki brotna niður, svo sem þvotta-
efna, hreinsiefna og leysiefna, sem
enda úti í vötnum. Alvöru málsins
má marka af því að í þróunarlönd-
I
*