Alþýðublaðið - 06.01.1959, Blaðsíða 2
VEÐRIÐ: Norðaustan stinn-
ingskaldi. Frost 4—6 stig.
8LYSAVARÐSTOFA Reykja
víkur í Slysavarðstofunni
er opin allan sólarhringinn.
Læknavörður L.R. (fiyrir
vitjanir) er á sama stað frá
kl. 8—18. Sími 1-50-30.
’LYFJABÚÐIN Iðunn, Reykja
víkur apótek, Laugavegs
apótek og Ingólfs apótek
fylgja lokunartíma sölu-
búða. Garðs apótek, Holts
apótek, Austurbæjar apó-
tek og Vesturbæjar apótek
eru opin til kl. 7 daglega,
nema á laugardögum til kl.
4. Holts apótek og Garðs
apótek eru opin á sunnu-
dögum milli kl. 1—4. e-. h.
HAFNARFJARÐAR apótek
er opið alla virka daga kl.
9—21. Laugardaga kl. 9—
16 og 19—21. Helgidaga kl.
13—16 og 19—21.
gtÓPAVOGS apótek, Álfhóls-
vegi 9, er opið daglega kl.^g
9—20, nema laugardaga kl.!í|
9—16 og helgidaga kl. 13—
16. Sími 23100.
*
DAGSKRÁ alþingis: Ed.: 1. 1
Kosning fyrri varaforseta |
deildarinnar. 2. Virkjun |
Sogsins, frv. 3. Sameign fjöl
býlishúsa, frv. Nd.: 1. Bún- |
aðarmálasjóður, frv. 2. I
Skuldaskil útgerðarmanna 9
1951, frv.
*
ÚTVARPIÐ í dag: 18.30
Barnatími. 20.20 Tónleikar:
íslenzkir dansar og álfalög,
sungin og leikin (plötur). |
21 - Hringferðin: Ýmis j
skemmtiatriði hljóðrituð á
samkomu Kvenfélagsins
Hringsins í nóvember sl.
Stjórnandi: Haraldur Á.
Sigurðsson. 22.10 Danslög.
*
HJÓNAEFNI. Á gamlaárs-
dag opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Gerd Sólveig
Dragaas, frá Guðbrandsdal
í Noregi, og Helgi Marías-
son, .starfsmaður hjá Sem-
entsverkemiðjunni, Austur-
götu 28, Hafnarfirði.
★
BRÚÐHJÓN. Nýlega voru
gefin saman í hjónaband af
séra Árelíusi Níelssyni ung-
frú Jóna G. Valdimarsdótt-
ir og Gunnar Snorrason
kaupmaður. Heimili þeirra
er á Laugarnesv. 72, Rvík.
-k
NESKIRKJA. Barnaspurning
ar verða auglýstar síðar.
Séra Jón Thorarensen.
★
(KVENFÉLAG Háteigssóknar
býðiir öldruðum konum í
söfnuðinum til sín á jóla-
. fund félagsins, sem haldinn
verður í Sjómannaskólan-
um miðvikudaginn 7. þ. m.
og hefst kl. 8 e. h. Vigfús
Sigurgeirsson sýnir kvik-
miynd, Anna Guðmundsdótt
ir leikkona les upp og konur |
úr kirkjukórnum syngja
nokkra jólasöngva. Kaffi- |
drykkja.
*
'Kaþólska kirkjan: Lágmessa
kl. 8 árd. Hámessa og pré- 1
dikun kl. 6 síðd.
1 III..................... !
LONDGN, 5. jan. (REUTER).
Enskir cldflaugnasérfræðingar
skrifa margt og mikið um eld-
flaugarskot Rússa. Eru þeir
allir á einu máli um hversu
rússneskir vísindamenn hafi
náð mikilli nákvæmni í eld-
fiaugarskotum. Ekki eru menn
þó á eitt sáttir um hvernig
eldflauginni hafi verið stjórn-
að, hvort það hafi verið gert
frá jörðu eða hvort tækin hafi
verið síillt áður en hún var
send af stað.
Sérfræðingarnir eru þeirrar
skoðunar, að Rússar hafi nú
hafið framkvæmd risavaxinn-
ar áætlunar um margvíslegar
geimrannsóknir, sem m.a. geri
ráð fyrir að senda gervitungl
á brautir umhverfis Venus og
Marz, spútnika, sem sendir
verði langt út í geiminn og síð-
an náð til jarðar aftur og loks
að senda mannaðar eldflaugar
í könnunarleiðangra út í rúm-
ið.
Sólareldflaug Rússa fór
nægilega nálægt tungli til þess
að vitneskja fengist um hvort
um það væri segulsvið og
hvernig geislun væri þar hátt-
að. Eru þær upplýsingar nauð-
synlegar til að skera úr því
hvort menn geti hafst við á
tunglinu Einnig er búizt við
að margvíslegar upplýsingar
fáist um sólina, yfirborð henn-
ar og geimgeisla í rúminu utan
tunglsins.
Sumir vísindamenn benda á,
að rnögulegt kunni að vera að
koma upp herstöðvum á tungl-
„Litíi teimur"
Framhafti at 12. síðu.
stjóri og kona hans. Lögðu þau
upp 12. desember sl- frá Kanarí
eyjunum. Tilgangur fararinnar
var einkum að sanna að mögu-
legt væri að láta berast af norð
austamdndunum yfir Atlants-
hafið.
ÁSKRIFENDASÖFNUN
S U J á nú aðeins að standa
í 3 vikur enn. Eru ungir
jafnaðarmeim því beðnir að
herða söfnunina og tilkynna
nýja áskrifendur að Alþýðu
blaðinu jafnóðum og þeir
fást. Verðlaunin eru glæsi-
leg: Ferð með Gullfossi til
Kaupmannahafnar og heim
aftur og Islendingasögurnar.
Framhald af 12. jíðu.
í Reykjavík einni eru á ann-
að þúsund öryrkjar á bótum
hjá Tryggingarstofnun ríkisins,
en stór hluti þeirra gæti leyst
ýmis störf af hendi og óskar
eftir slíkum verkefnum, aðeins
að þau séu við þeirra hæfi.
Þessu fólki, sem hingað til
hefur verið afskipt, óskar SÍBS
að liðsinna.
Við allan undirbúning þessa
verkefnis hefur SÍBS notið
bezta stuðnings og hvatningar
hjá féiagsmálaráðuneytinu og
Tryggingarstofnun ríkisins,
enda áhugi þessara aðila fyrir
framgangi máisins verið ein-
dreginn.
inu. Þar sem aðdráttarafls gæt-
ir mun minna þar en á jörð-
unni er margfalt auðveldara
að skjóta þaðan flugskeytum
til jarðar heldur en frá jörðu
til tungls.
Einn blaðamaður telur að
Bretar séu nær því að leysa
vandamálið með að senda
menn út í geiminn heldur en
Rússar og Bandaríkjanienn.
Flugslysið
Framhald af 1. síðu.
í förina, en ætlaði að koma
með vélinni strax aftur.
EKKI LENDANDI Á
LAUGUM.
Þegar komið var austur að
Laugum, var ekki lendandi þar
og sneri vélin því við og hélt
áleiðis til Akureyrar. Laust
fyrir kl. þrjú sást til flugvél-
arinnar, þar sem hún hnitaði
nokkra hringi lágt yfir bænum
Fjósatungu, eins og hún ætlaði
að lenda, enda oft lent þar á
vetrum. Skömmu síðar hækk-
aði vélin flugið og hvarf í átt-
ina suður yfir Vaðlaheiði. Var
nú veður mjög farið að versna,
þoka og gekk á með hríðarbylj
um. Síðast heyrðist til flugvél-
arinnar í radíóstöðinni á Akur-
eyri kl. 15.01, er Jóhann sagð-
ist vera að fara yfr heiðina.
SKÍPULÖGÐ LEIT HAFIN.
Þsgar flugvélin kom ekki
fram á eðhlegum tíma, var þeg
ar hafizt handa um að skipu-
leggja leit að henni. Símað var
um næstu sveitir til að leita
upplýsinga um ferðir hennar.
Flugbiörgunarsveitin á Akur-
eyri hóf leit undir stjórn
Tryggva Þorsteinssonar og var
aðalbækistöð sveitarinnar í
Fífilgerði, efsta bænum í
Kaupangssveit. Alls munu um
80 manns frá Akureyri, Öng-
ulsstaðahreppi og Fnjóskadal
hafa tekið þátt í leitinni. Var
fyrst lagt á heiðina um kl.
fimm. Veður versnaði enn er
leið á kvöldið, frost og lausa-
mjöll, sem víða náði leitar-
mönnum í hné eða lengra. Leit
að var víða um heiðina sunn-
an þjóðvegarins.
FLÆKIÐ FINNST Á
HEIÐINNÍ
Um kvöldið mættust leitar-
mennirnir fimm úr Fnjóska-
dal og tveir frá Akureyri og
um kl. 8,30 rákust þeir á flak-
ið af flugvélinni á heiðinni.
Var þa’ð á sléttum mel skammt
frá Grjótárdal, sem er suður
og upp af Fjósatungu. Hafði
flugvélin brotnað í spón og
vængirnir og brakið úr henni
dreifzt yfir stórt svæði. Þrjú
lík fundust, en eitt fanst hvergi
þrátt fyrir mikla leit, enda var
stórhríg og náttmyrkur skollið
á sem fyrr segir. Héldu leitar-
menn við svo búið niður að
Fjósatungu -eftir að hafa búið
um líkin á staðnurn. Voru leit-
annenn að tínast ofan af heið-
inni allt til kl. að ganga þrjú
um nóttina. Gistu þeir í Fjósa-
tungu.
í dag hafa menn beðið til-
búnir að leggja aftur á heið-
ina, en það hefur ekki. enn
reynzt viðlit sökum illviðris.
T.d. var frostið 13—15 stig og
stórhríð. Verður gerður út leið-
angur á slysstaðinn jafnskjótt
og veður leyfir. — B.S.
alþyðublaðið_________________________________
Útg-efandf: Alþýöuflokkurinn. Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson og
Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars-
son. Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri: Pét-
ur Pétursson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími:
14906. Afgreiöslusími: 14900. Aösetur: Alþýðuhúsið. Frentsmiðja
Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10
Samkeppnin míkla
MEN'NIRNIR láta sér ekki lengur nægja að deila og
keppa um heimsálfurnar og úthöfin á jörðinni. Himiingeim-
urinn er kominn til sögunnar um .sam!keppnina o,g átökin.
Mennina dreymir um að feg.gja undir sig, tunglið og sól-
ina. Og þetta er ekkf aðains draumur. Stórveldin leggja
sig fram um að gera hann ,að veruleika. Til þess einbeita
þau vitsmunum, tækni og vísindum. Árangurinn er líka
undraverður og mesta ævintýri samtíðarinnar.
Grundvöllur þessa er hernaðarþekking. nútímans. Hún
er orðin slík og þvílík, að mennirnir geta hæglega sprengt
hnöttinn í ,loft upp einn góðan veðurdag vitandi vits eða í
ógáti. Þar með væri ævintýri m-annkynsins lokið. Von-
andi þarf þó ekki að óttast slíkt. Mennirnir verða ískyggi-
lega háðir þeirri furðul-egu tækni, sem nú er á valdi þeirra,.
en þá langar samt að 'lifa áfram- á jörðinni og binda fram,-
tíðarvonir sínar við .hana, þó að himingeimurinn heil-Ii þá
til könnu-nar og. uppgötvana. Skýrin.g þeirrar samkeppni
er kappið -um yfirráðin á jörðinni. Stórvéldin vilja tryggja
sig í sessi og sanna yfiriburði sína í hernaði og heimsvalda-
sókn -m-eð því að sýna og sanna keppinautunum, hvað hægt
sé að komast langt og hátt út á óraleiðir stjörnugeims og
himintungla.
Þessi samkeppni er vissulega hættuleg, ef um reynist
að tefla líf eða da'uða jarðarbúa. Hins vegar hlýtur hún
að teljast skemmtileg sönnun um þroska, vit og mátt
mnnanna. Tækninni fleygir fram. Hernaðarvísindin geta
æ meira. Og valdið eykst að sama skapi, enda víkur enn
ekki kúgun og ofbeldi fyrir viti og þekkingu. En hvers;
mætti ekki vænta, cf þessi samikeppni færðist yfir á
önnur svið en langferðirnar út í himingeiminn? Hverju
mætti ckki afreka til farsældar og hamingju, -ef fjár-
munum þeim, sem nú renna til vígbúnaðar og heniaðar,
yrði ráðstafað á annan hátt og betri? Þá væri hægt að
láta fegurstu drauma mannkynsins ræ-tast.
Hugsum- okkur, að sparað yrði það fé, sem nú rennut
til vígbúnaðar og hernaðar, og því varið tiil þeirrar sa-m-
keppni stórveldannia ,að sigrast á fátæktinni og sjúkdóm-
unum. Ára-ngur hennar nayndi mannkyninu mikill og fag-
Ur sigur. En hún gleymist því miður, enda varla hernaða-r-
legra yfirburða a-f henni að vænta. Þess vegna er forustu-
mönnum stórveldanna hugstæðara að skjóta eldflaugum
til tunglsins og sólarinnar, filjúga stáldreku-m mieð ofsa-
hraða milli heimskautanna og sigla kaf-bátum um regin-
djúpin en segja skortinum og siúkdómun'um- stríð á hend-
ur. ■—• Mil-ljónir m/anna deyja urn aldur fram vegna fá-
tæktar og aðrar milljónir fal-la- fyrir sjúkdómum eins og
gras á sláttuteigi. Þennan vanda geta mlennirnir ekki sigr-
að af því að þeir eru svo uppteknir af að undirbúa og
l'ramkvæma- könnunarferðir út í himingeimi-nn. Styrjöldim
við fátæktina og sjúkdómana er metin á krónur, en hin.
samkeppnin kostar milljónatu-gi.
Afl. þeirra hluta, sem gera ska-1, er vinna fóílksins á
jörðinni. Hún gefur af sér fjárnyagnið, sem til fram-kv.æ-md-
anna þarf. — En er þeim auði ekki hryggilega misskipt,
meðan hernaðartækni og ,geimfarir eru metnar meira en.
hamingjan og lífið? Svo mun mörgum finnast. Þess vegna
er samkeppnin mikla hæpið gleðiefni. Hún ætti að vera á
öðrum sviðum og rrjennskari.
í íbúðarhús, verzlanir o. fl.
Frúin óskar sér þess —
Bóndin-n afiar þsss : —
Það sparar án frekari fyrirhafnar :
frúnni ærna vinnu, —
bóndanum viðhalds og hitakostnað.
Afhendingarfrestur tveir til þrír mánuðir.
Það er í yðar þágu, að gera pantanir tímanlega.
<2 6. janúar 1959 — Alþýðublaðið