Alþýðublaðið - 06.01.1959, Síða 4
Koa!;l Amandsen: Sig|M.
in til Scgulskautsins. Norð-
vesturleiðin. Jónas Kafnar,
læknir, íslenakaði. Prent-
smiðja Björns Jónssonar
h. í'., Akureyri. — Kvöld-
vökuútgáfan h.f., Akur-
eyri 1958.
Norðvesturleiðin er fyrsta
"bókin, sem Amundsen ritaði.
Hún kom fyrst út í Osló árið
1908. Amundsen varð heirns-
írægur landkönnuður. Ég ef-
ast ekki um að flestir viti mikið
■um hann hér á landi. Bækur
hans hafa oft íengizt hér í bóka
búðum. Hann var ágætur rit-
höíundur og eru bækur hans
mjög skemmtilegar. Ég tel, að
góðar þýðingar á þekktum
lerðabókum eins og Amund-
sens eigi fullt erindi til ís-
lenzkra lesenda, þær eru bæði
skemmtilegar og fróðlegar. Þýð
ing Jónasar læknis á þessari.
leik sínum og hljómþýtt í klið-
ar.da. Það er mikið yndi að
lesa þýðingu hans og siá níeð-
ferð hans á ferðasögum Arnund
sens. Þar ber allt vott um hand-
bragð snillingsins.
Eins og kunnugt er lagði
Amundsen upp í þessa rann-
sóknarferð sína 17. júní 1903.
Fararkosturinn var lítil skúta,
sem hét Gjöa. Hún var upphaf-
léga byggð til síldveiða. Hún
reyndist afbragðs skip til ís-
hafsferða. Ætlun Amundsens
með þessari ferð var að fara
fyrstur manna Norðvesturleið-
ina og finna eða rétta sagt stað
setja nákvæmlega norðursegul-
skautið, eins og það var þá.
Þetta tókst honum hvoru
tveggja mjög giftusamlega.
Hann varð heimsfrægur mað-
ur fyrir afrek sín í Gjöa-leið-
angrinum.
Frásagnir Amundsens af
ferð sinni og mannraunum á
bók er bséði skemmtileg og í
alla staði hin ágætasta. Ég held,
að það sé eins með hana og
þýðingu Matthíasar forðum á
Þorgeiri í Vík, að hún sé snjall
ari en hjá höfundinum sjálf-
■um, eins og hann lét hana fara
irá sér á móðurmáli sínu. Þýð-
ing Jónasar Rafnars er gerð
j.neð þeim ágætum, að hvergi
■er hægt að sjá misfellu né um
býðingu sé að ræða. Málfar
hans allf er eins og streymandi
tær fjallalind, niðandi í létt-
! norðurvegi eru allar ritaðar á
; alþýðlegan bátt, svo hver og
| einn hefur fullt gagn af. Hann
1 lýsir þar mörgu, sem mikiíl.
fróðleikur er að. Lýsingar hans
á eskimóum, lífi þeirra og lifn-
aðarháttum eru mjög skemmti-
legar og fróðlegar. Hann nam
af háttum þeirra, hvernig hann
ætti að ferðast og starfa, klæð-
ast og ná árangri að settu marki
í heimskautalöndunum. Við-
brögð hans við erfiðleikum og
hinum margvíslegu aðstæðum
heimskautslandanna eru aðdá-
unarverð. Farmannseðli og sjó-
mennsku þjóðar hans var hon-
um runnið í merg og blóð.
Hann hafði ungur að árum ætl-
að sér að verða landkönnuður.
Hann hætti námi til þess að fá
þessa þrá sína uppfyllta. Hann
fór á selfangaraskip norður. í
íshaf, til þess að kynnast lífi
og starfi sjómannanna norsku
í íshafinu — en þó sérstaklega
til þess að kynnast íshafinu
sjálfu. Hann varð þar ekki fyr-
ir vonbrigðum, heldur efldist
löngun hans til þess, að fara
sjálfur í rannsóknarferðir
þangað. Feta í fótspor landa
síns Friðþjófs Nansens.
Ferð Amundsens um íshaf-
ið er hin ævintýraríkasta.
Hann lenti þar í mörgum æv-
intýrum og mannraunum.
Glíma hans og félaga hans við
lielgreipar norðursins er sögð
af honum í litríkum myndum
í ferðasögu hans. Hún er hvort
tveggja í senn, skemmtileg
ferðasaga og fróðlegt land-
fræðirit. Á stundum bregður
Amundsen upp skoplegum
myndum af lífi sínu og fé'aga
sinna þar nyrðra. Eins og þeg-
ar hann segir frá för sinni til
að kanna snjóhús eskimóanna,
sem þeir höfðu yfirgefið. Svo
il!a hafði tekizt til, að hann og
félagar hans urðu nær því mat-
arlausir fyrir mistök matreiðslu
mannsins. Og þessari för lykt-
aði rneð því, að fylgdarmaður
þeirra, sem var eskimói, lék
villu, til þess að sýna þeim,
Framhald á 10. síðu.
OLAFUR MAGNUSSON,
fyrrv. skipstjóri, eða Stóri karl
inn eins og við skipsfélagar
hans kölluðum hann, átti 6é
ára afmæli ekki alls fyrii
löngu, og langar mig að senda
honum stutta afrriæliskveðju.
Ólafur er einn þeirra kjarna-
karla, sem nú eru óðum að
týna tölunni. Barnungur hóí
hann sjósókn með föður sínum
frá Bíldudal og kom þá fljótt
í ljós hversu fiskinn hann var.
Eít.ir 16 ára aldur og fram til
þess tíma að hann fór í Stýri-
mannaskólann, var hann jafn-
an hæstur á skakinu fyrir vest-
an, og sú náttúra hefur fylgt
honum á nálega 40 ára skip-
stjórnarferli hans. Aflamet
hans á síldveiðunum 1943,
30.300 mál, hefur ekki verið
slegið svo ég viti.
Ólafur er tröll að vexti og
var heljarmenni að burðum
þar til hann missti heilsuna.
Hann krafðist jafnan mikils af
skipshöfnum sínum en meira
af sjálfum sér, en þrátt fyrir
hörku sína eða kannski að ein-
hverju leyti vegna hennar, því
að hann gekk á undan með
góðu fordæmi, samfara höfð-j
ingslund og óvenjulegum
drengskap, var Ólafur vinsæll
af skipshöfnum sínum langt j
umfram það sem almennt ger-
ist milli skipstjóra og skips-1
hafna. Persónuleiki hans vari
af þeim toga spunninn, að hann |
Ólafur Magnússon.
gat umgengizt skipshöfn sína
og blandað geði við hana, í
hléi milii hrota á sjó engu síð-
ur en við g-las í höfn, en þó
haldið uppi fullum aga,
Við sem vorum með Ólafi á
síldveiðum og sigldum með
honum í styrjöldinni eigum
margar minningar um kari-
mennsku, þol og áræði þessa
gamla góða skipstjóra okkar.
Þegar öldurnar risu í þá hæð,
sem þær geta náð mestri á út-
hafinu, þá var Ólafur í essinu
sínu og sagði þá stundum við
þann sem stóð við stýrið: Dá-
Framhald á 10. síðu.
Eigum fyrirliggjandi:
Rheinmetall iiandknúnar eSa rafknúnar. Hafa tvo glugga. Annar sýnir hvað er stimplað inn,
hinn summuna jafnóðum. — Taka að 100 millj. í útkomu. Kreditsaldo. —
ASTRA
hand- og vélknúin. — Tekur að 10 millj-
örðum (9,999,9 99,9 99, 99) í útkomu. Kred-
itsaldo. Mjög hraðgeng. Er talin ein traust-
asta samlagningarvélin sem hér er fáanleg.
Triumphator margföldunarvélar.
Einnar handar véL mjög sterkbyggð.
Kafmagnsritvélar 32 cm. vals.
Borgarfell
Klapparstíg 26 - Sími 11372