Morgunblaðið - 26.05.1990, Qupperneq 1
mgtniliIfiMfr
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
LISTAHÁTÍÐ
í REYKJAVÍK
Viótal
vió
Maríu
Gísladóttur,
ballettdansara
ú getur
drei sítót
Nú er ég nógu góé
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 1990, verður sett næstkomandi föstudagskvöld. Við það
tækifæri dansar María Gísladóttir, ballettdansari, ásamt Malcolm Burn, dansara
frá Nýja-Sjálandi, sem starfar með The Richmond Ballet í Bandaríkjunum. Atrið-
ið sem þau dansa er úr þriðja þætti Don Quijote, ballett sem saminn er af Petipa.
því boði og hefur nú starfað þar í fimm ár.
María hefur nú sagt upp stöðu sinni hjá The Richmond
Ballet og ætlar að reyna að láta langþráðan draum ræt-
ast; drauminn um að lifa og starfa á Islandi.
Líklega eru þeir margir íslensku listamennirnir, sem
starfa erlendis, sem eiga sér þennan draum, en fáir eru
þó svo djarfir og segja skilið við glæsilegan feril erlendis
til að koma heim í óvissu og atvinnuleysi. Þegar ég hitti
Maríu, þar sem hún var að æfa fyrir Listahátíð í æfinga-
sal íslenska dansflokksins, spyr ég af hverju hún hafi
gert þetta.
Sjá nsstu síóu
María er nýkomin heim eftir að hafa starfað ytra um
sextán ára skeið. Fimmtán ára að aldri innritaðist
hún í Royal Ballet School í London og stundaði þar
nám frá 1970 til 1972. Eftir námið var hún ráðin hjá
Deutsche Oper í Berlín, frá 1972 til 1981, þar sem hún
dansaði fyrst sem almennur dansari, en síðan sólódansari.
Haustið 1981 réði hún sig sem aðaldansara við Staatsteat-
er í Wiesbaden og dansaði þar til 1983. Þá ákvað María
að söðia um og flytja sig yfir hafið — til Bandaríkjanna.
Hún vann í New York fram til ársins 1985, í lausa-
mennsku með ýmsum danshópum, en árið 1985 var henni
boðin staða sem aðaldansari við The Richmond Ballet, tók