Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 17

Morgunblaðið - 27.05.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990 17 að vinna með David. Hann er mikill listamaður og var reyndar málari um langt skeið. Hann er líka mjög dag- farsprúður og heiðarlegur og lítur aldrei of stórt á sjálfan sig. Kvik- myndir hans eru gerðar á jafnréttis- grundvelli þar sem hann er þó mið- punkturinn. Það getur verið mikið fyrirtæki að framleiða kvikmyndir fyrir David, en við erum jafnframt mjög spenntir fyrir þeirri vinnu,“ sagði Sigurjón ennfremur. Þegar líða tók á hátíðina magnað- ist eftirvæntingin eftir kvikmyndinni „Wild at Heart“. Hinar bandarísku kvikmyndimar tvær í keppninni voru ekki taldar mjög líklegar til afreka eftir sýningu þeirra á fyrstu dögun- um. Þar var um að ræða sögu Clints Eastwoods, „White Hunter, Black Heart“, af dögum Johns heitins Hustons í Afríku áður en hann tók þar Afríkudrottninguna, með Hump- hrey Bogart og Katherine Hepburn, og íjölskyldumelódrama Alans Park- ers, „Come See the Paradise". Hvað þá fyrri varðar veltu menn því aðal- lega fyrir sér hvað Anjelicu Huston (dóttur Johns heitins og fulltrúa Bandaríkjanna í dómnefnd) fyndist um Eastwood í hlutverki föður síns, en Parker var sakaður um að snúa sögu af kynþáttahatri Bandaríkja- manna í garð Japana upp í ameríska klisju. Eftirvæntingin náði hámarki á sýningardegi „Wild at Heart“, en sama dag var sýnd helsta von heima- manna, „Cyrano de Bergerac“ með Gérard Depardieu stórkostlegum í titilhlutverkinu. Hún hafði hins vegar verið sýnd í sex vikur í Frakklandi áður en hátíðin hófst og því beindist öll athygli fjölmiðla og almennings að David Lynch og leikurunum Isa- bellu Rosselini, Willem Dafoe, Nicol- as Cage, Laura Dern og Diane Ladd. Að lokinni morgunsýningu myndar- innar var haldinn blaðamannafundur með þeim ásamt framleiðendunum Jonna, Steve Golin og Monty Mont- gomery. Fréttamenn á fundinum skiptu hundruðum og komust færri að en vildu. Fundurinn var jafnframt sá langskemmtilegasti á hátíðinni, þar sem hnyttin tilsvör Davids Lynch vöktu mikla athygli. Hann hugsaði sig jafnan stuttlega um áður en hann lét hnitmiðuð svör sín falla og var vel 'á verði gagnvart gildrum sem fyrir hann voru lagðar. Kjánalegum spurningum svaraði hann eins og vera ber: út í hött, við mikinn fögnuð viðstaddra. Á blaðamannafundinum — David Lynch, Sigurjón Sighvatsson (annar frá hægri) og félagar svara fyrirspurnum. „SE FRAM A MJOG ANÆGJULEGT SAMSTARF VIÐ SIGURJÓN SIGHVATSSON,“ SEGIR SIGURVEGARINN Á KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI í CANNES, DAVID LYNCH. í SAMTALIVIÐ MORGUNBLAÐIÐ RÆÐA LYNCH OG ISABELLA ROSSELINIGERÐ WILD AT HEART OG FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ í KVIKMYNDUNUM. Hvernigvarad vinna meb DAVID LYNCHt Willem Dafoe „Það skemm- tjleg- asta er þetta sér- staka leik- ræna and- rúms- loft sem er æði frjálslegt og gefandi, en gefur færi á að sameinast hugmynd- um sögunnar. Þær hug- myndir eru ekki byggðar á raunsæjum grunni, heldur hefur sagan sinn eigin grunn til að byggja á. I stuttu máli má segja að allir leikararnir hafi skemmt sér við upptökur ogþað kallar á betri ein- ingu og sterkari leik.“ micolas Laura Cage „Það var stórkostleg upplifun að vinna með David.Við Laura höfðum mjög gaman af þessum tíma HKI IWnM sem var upp- fullur afóvænt- I um uppákom- um. Eg bar gífurlegt traust til hans og það átti reyndar við hvem einasta mann; einhvern veginn voru allir í þessu saman. Án þess hefði ég ekki getað gert það sem ég geri í myndinni. Það eina sem ég hræddist í upphafi var tilvísunin í svo sterka goð- sagnapersónu sem Elvis Presley er, en með David gekk það mjög vel. Hann lét mig trúa því að mér væri ekkert ómögulegt ef ég gæfi mig allan og þannig á að búa til kvikmyndir.“ Dern „Ég veit að aðrir hafa sagt það sama, en að vinna með David er samfelld skemmtiferð frá upphafi til enda — sannkallað Disneyland! Ég held að allir sem unnu við myndina hafi verið sammála að þetta væri það skemmtileg- asta sem þeir höfðu komist í kynni við. David skapar fjöl- skyldu við upptökur. Ég hef aldrei treyst neinum leikstjóra jafn vel og David. Að auki hefur hann einstakt lag á því að fá leikara til að hugsa eins og hlutverk þeirra. Til dæmis á Lula þad sameigin- legt með Sandy, sem ég lék í Blue Velv- et , að báðar dreymir þær um betri og fallegri heim. Reyndar eru allar persónur Davids draumkenndar en hann fékk mig til að dreyma á sama hátt og persónur mínar. Ég breyttist við að leika Lulu, því áður vissi ég ekki að ég ætti hana til innra með mér.“ Síðar sama dag átti ég hins vegar von á að slá marga þésSa blaðamenn út af lag- inu, því rétt fyrir fjögur átti ég stefnumót á Carlton-hótelinu við sjálfan David Lynch og Isabellu Rossellini. Ég hafði reyndar frétt af því að um 300 blaðamenn voru á biðlista eftir viðtali við kappann, en slapp einhverra hluta vegna ýgegn- um síuna (þar sem ég var eini íslend- ingurinn á þessum buxunum hefur það varla spillt fyrir að vera landi framleiðandans). Þegar ég kynnti mig fyrir þessu athyglisverða pari tók David strax af mér orðið: „Frá Islandi, það var lagið. Kannski þú þekkir Jonna, framleiðandann?" Ég gat ekki neitað því og bað hann að segja mér frá samstarfi þeirra. „Ég kann mjög vel við framleiðendur myndarinnar og í rauninni alveg sérstaklega vel við Propaganda Films. Þeir eru að gera langskemmtilegustu hlutina þama vestur frá núna og ég sé fram á ánægjulegt samstarf við þá. Jonni kemur mér fyrir sjónir sem ákaflega hæfur stjómandi og þekkir starfssvið sitt mjög vel. Hann virðist hafa víðtæka þekkingu á fjármálum fyrir- tækisins, sem er einmitt mjög nauð- synlegur þáttur í svona flóknu ferli sem framleiðsla kvikmyndarinnar er. Framleiðendurnir þrír virðast skipta verkum vel á milli sín og bæta hver annan upp og þeir eru líka mjög góðir félagar," sagði David. David Lynch er án efa skemmti- legasti kvikmyndagerðarmaður sem ég hef rætt við. Hann er tilbúinn að ræða allt sem viðkemur listinni af áhuga og reynir umfram allt að skýra tilfinningar sínar gagnvart kvik- myndunum. Isabella virðist einnig afar fjölhæf listakona. Þótt hún hafi verið hvað þekktust sem fyrirsæta um langt skeið, verður ekki af henni tekið að henni hefur lánast að stríða gegn þeirri ímynd í myndum Davids. Hún var klædd í fremur látlausa, bláa buxnadragt, en ekki hafði ég þekkingu til að meta hvort hún héldi tryggð við Lancome sem hún hefur auglýst fyrir í áraraðir. Á blaðamannafundinum um morg- uninn varð fundargestum tíðrætt um klippingu myndarinnar og þær breyt- ingar sem urðu á henni síðustu vik- urnar. Ég innti David nánar eftir þessu. „Þegar við byijuðum klipp- ingu var myndin yfir fjórir og hálfur tími að lengd. Maður klippir strax talsvert burt og þegar horft er á hana aftur fer maður að fá nánari tilfinningu fyrir hvemig myndin á að virka. Þá tekur við langt tímabil lokaklippingar, sem var sérstaklega flókið í þessari kvikmynd því það voru margir hliðarþræðir sem við vildum gjarnan hafa með. En við nánari athugun fann ég að myndin þoldi þá ekki alla, sérstaklega ekki undir lokin þegar tækifæri á frum- legum hugmyndum verða sífellt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.