Morgunblaðið - 27.05.1990, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1990
Ekki hollur lengur
Á nútímavísu má ætla að gamli
hversdagsmaturinn sé ekki allur
eins hollur og menn vildu vera láta
vegna þeirrar miklu fítu, sem fylg-
ir honum gjarnan enda hafa lifnað-
arhættir allir breyst til muna. Upp-
haflega má rekja Islenska matinn
til norskra landnámsmanna, sem
hér settust að. Síðan kom hér
dönsk kaupmanna- og embættis-
mannastétt, sem átti sinn þátt í
Hvað hefur
orðið um
íslenska
hversflaus-
matinn?
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
HVERJUM fínnst ekki gott að
koma heim til mömmu eða jafíivel
ömmu til að fá sér bita af ekta
heimilismat í stað „skyndibita" á
einhveijum af þeim Qölmörgu
skyndibitastöðum, sem sprottið
hafa upp eins og gorkúlur um borg-
ina síðustu árin? Finnst unga fólk-
inu gamli íslenski heimilismaturinn
eftil vill of hallærislegur andspæn-
is öllum þeim nýjungum, sem bor-
ist hafa til landsins á síðustu árum?
Eða myndi þessi matur flokkast
undir það að vera „out“ hjá ungu
kynslóðinni? Ætla má að hann fari
a.m.k. halloka fyrir öllu þessu aust-
urlenska, ítalska, mexíkanska,
kínverska — já og öllum örbylgju-
réttunum, sem bíða nánast tilbúnir
eftir neytendunum í frystigeymsl-
um matvörumarkaðanna nú á
tímum hraða og streitu.
Hver man ekki eftir
brúnu sósunni út á
heimatilbúnu kjöt-
og fiskibollumar,
steikta lærinu á
sunnudögum, súpukjöti eða kjöti í
karrý í miðri viku eða þá saltkjöti
og baunum við og við. Og ekki
má gleyma íslenska „ómengaða"
fískinum, sem venjulega var soðinn
pg svo steiktur til tilbreytingar.
íslenskar matarvenjur hafa breyst
geysilega mikið á síðustu árum og
eru ástæðumar eflaust margar.
íslendingar hafa náð sér í þekkingu
í matargerð erlendis. íslensk veit-
ingahús hafa sérhæft sig í matar-
gerð erlendra þjóða. Fjöldinn allur
af „spennandi“ kokkabókum hefur
verið gefínn út auk þess sem auk-
ið hráefni hefur bæst í hillur mat-
vöruverslana. Þá hafa alls kyns tól
og tæki bæst í eldhús nútímaQöl-
skyldna svo sem grill, örbylgjuofn-
ar og hinar margvíslegustu mas-
kínur til að hræra, pressa, rífa og
þeyta. Landinn er þekktur fyrir
nýjungagimi og að sögn Hallgerð-
ar Gísladóttur þjóðháttafræðings
hafa menn verið að sukka I matar-
hefðum annarra þjóða síðustu ára-
tugina, en hirt minna um eigin
garð.