Morgunblaðið - 27.05.1990, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAI 1990
23
JltafgmiÞIiifetfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Fjármál sveitarfélaga
Ikosningabaráttunni undan-
farnar vikur hefur töluvert
verið fjallað um fjármál sumra
sveitarfélaga. Athyglin hefur
sérstaklega beinzt að Kópavogi
og Hafnarfirði á höfuðborgar-
svæðinu en víða út um land eru
sveitarfélög, sem standa mjög
höllum fæti. Sjálfstæðismenn í
Kópavogi og Hafnarfirði hafa
haldið því stíft fram, að skuldir
þessara tveggja bæjarfélaga
væru alltof miklar. Stjórnendur
þeirra hafa staðhæft, að svo
væri ekki.
Að kosningum loknum er
auðveldara að ræða um málefni
af þessu tagi án þess tilfinn-
ingahita, sem einkennir kosn-
ingabaráttu. Þess vegna er ekki
úr vegi fyrir þær bæjar- og
sveitarstjórnir, sem kjörnar
voru í gær að taka gagnrýni
um fjárhagslega stöðu viðkom-
andi sveitarfélaga til efnislegrar
umræðu. Skattaálögur á lands-
menn eru þegar það miklar, að
því verður ekki vel tekið, ef ein-
hver sveitarfélög reyna að bæta
fjárhagsstöðu sína á nýju
kjörtímabili með því að hækka
skatta á einn eða annan veg.
Raunar getur það verið skyn-
samlegur kostur fyrir þau sveit-
arfélög, sem nú standa frammi
fyrir þungri skuldabyrði að
draga mjög úr framkvæmdum
næstu tvö árin og leggja áherzlu
á að lækka skuldir verulega.
Þau hafa þá þeim mun meira
bolmagn til þess að auka fram-
kvæmdir á ný seinni hluta
kjörtímabilsins og hafa jafn-
framt lagt grundvöll að sterkari
fjárhagsstöðu, þegar til lengri
tíma er litið.
Á því samdráttarskeiði í efna-
hags- og atvinnumálum, sem
staðið hefur á þriðja ár hefur
þess því miður gætt, að hvorki
ríki né sveitarfélög hafa dregið
úr útgjöldum sínum til jafns við
einkafyrirtæki. Stundum er eins
og forystumenn og starfsmenn
þessara aðila viti ekki af því
kreppuástandi, sem hér hefur
ríkt og ríkir. Þessi staða í efna-
hagsmálum þjóðarinnar ýtir líka
undir samdrátt í umsvifum
sveitarfélaganna.
Fari svo, að samningar takist
um nýtt álver og framkvæmdir
hefjist við það og nýjar virkjan-
ir á næsta ári skapar það hættu
á nýrri þenslu í þjóðfélaginu.
Sú hætta gefur einnig tilefni til
að draga úr framkvæmdum
sveitarfélaga fyrri hluta nýs
kjörtímabils.
Hið sama á við um sveitarfé-
lög og fyrirtæki og einstaklinga,
að á tímum óðaverðbólgunnar,
þegar raunvextir voru neikvæð-
ir högnuðust þau á lántökum
til framkvæmda. Það er liðin tíð
og nánast er óhætt að fullyrða,
að sá tími kemur ekki aftur,
a.m.k. ekki í fyrirsjáanlegri
framtíð. Þess vegna er óskyn-
samlegt af sveitarfélögum að
sitja uppi með mikla skulda-
bagga. Skattpeningar íbúa
þeirra nýtast illa með þeim
hætti. Að þessu ættu nýjar
sveitarstjórnir að huga næstu
vikur og mánuði.
FÁTÆKT
•var landlæg á
íslandi; einsog lúsin.
Bólu-Hjálmar orti um
örbirgð sína, Sigurður
Breiðfjörð um fátækt-
ina. Jónas hafði lítið
handa á milli. Og fólkið átti bágt
í skáldunum.
Ég hef fyrr í þessum pistlum
minnzt á Akrahrepp og kvæði Bólu-
Hjálmars um fátæktarbaslið þar.
Orð og hugmyndir ferðast víða og
án Iandamæra. Þótt Bólu-Hjálmar
væri rúmum áratug eldri en Jónas,
lifði hann miklu lengur og hefur
áréiðanlega gluggað í Fjölni við góð
tækifæri; að vísu bullandi fátækur,
svoað hann kaliaði sjálfan sig „hjá-
barn veraldar", en því fróðleiksfús-
ari. í fyrrnefndu kvæði Bólu-Hjálm-
ars, Umkvörtun, talar hann um að
félagsbræður finnist ekki í Akra-
hreppi, en þegar nánar er að gætt
hefur Jónas Hallgrímsson notað
þetta orð í bréfi og einnig í athyglis-
verðri grein um hreppana á Islandi
sem birtist í fyrsta árgangi Fjölnis,
1835. Það er því engin tilviljun að
Bólu-Hjálmari verður þetta orð efst
í huga þegar hann talar um mann-
úðarleysi samfélagsins 1869, en
kvæðið er prentað í Norðanfara
árið eftir. Annars var Hjálmari tamt
að tala um félag, t.a.m. mannlegt
félag í erfiljóðum um Pétur Eyjólfs-
son og Guðmund Quðmundsson og
frægan félagsmann í kvæði um
Áma Sigurðsson, félagsbróður í
kvæðinu um Björn Erlendsson frá
1841 og Gunnar Gunnarsson frá
1870, en áður hafði hann talað um
meðbræður í erfiljóði um Jón Er-
lendsson frá 1838. Hjálmar og Sig-
urður Breiðfjörð ortu báðir um fá-
tæktina og margir eru þeir í heimin-
um enn sem gætu tekið undir þetta
erindi hins fyrrnefnda:
Athvarfið mitt er: óhreyft ból,
úrræði: gráturinn,
myrkur hússins: mín sálarsól,
sætleiki: skorturinn,
aðalmeðulin: örvænting,
andagiftin: freistingar,
leirpollavatnið: lifshressing,
læknirinn; þjáningar,
huggunartölur: hræsni og spé,
hjúkrunin: þögn og fúllyndi,
trúnaðarstyttan; tálgirðing,
tilfluktið: dómurinn,
framfærsluvonin: foreyðing,
fyrirheit: rotnunin.
Ýinimir sitja sjúkan kring:
satan og veröldin.
Því miður setja
þessi kjör mark sitt á kveðskap
Hjálmars Jónssonar; myrkur húss-
ins ber því dapurlegt vitni hvemig
þessum fátæka og ómenntaða hæfi-
leikamanni leið einlægt á við-
kvæmri sál, en hann lýtir stundum
skáldskap sinn með því að hafa
hjartað á vörunum einsog hann seg-
ir einhvers staðar sjálfur í erfiljóði;
þó í jákvæðri merkingu um ein-
lægni.
Jónas íjallar um nauðsyn þess
menn greiði til þjóðfélagsins svo
það virki til framfara og velferðar
og bezt fari á því allir dragi einn
taum svo álagið á hvem einstakan
verði sem minnst. Um félagsbræð-
urna segir hann: „Bændurnir í
hvuijum hrepp eru félagsbræður
sem allir eiga að hjálpast til að
auka velgengni í sveitinni, og koma
góðri reglu á svo lífíð verði þeim
öllum so arðsamt og gleðilegt sem
auðið er; þeir eru félagsbræður sem
eru skyldir að hjálpa hvur öðmm,
ef einhvur þeirra á so bágt, að hann
ætlar að komast á vonarvöl, og að
sjá þeim farborða, sem eru úngir
og munaðarlausir, eða so gamlir
og veikir, að þeir geta ekki unnið
sér brauð, og eiga þar sveit að lög-
um.“ Þetta geti ekki orðið að kostn-
aðarlausu og því eigi allir hrepps-
bændur að leggja í sameiginlegan
sjóð af aukaútsvari sínu. Með þess-
um hætti heldur skáldið fram vel-
ferðarhugsjón frönsku stjómarbylt-
ingarinnar og þeirri samtryggingu
sem forfeður okkar á þjóðveldisöld
töldu sér vel sæmandi í einstakl-
ingshyggjubasli sínu.
Þeir Jónas og Bólu-Hjálmar eiga
ekki margt sameiginlegt sem skáld.
En rætur þeirra liggja þó saman í
sveitum norðan heiða og fomum
íslenzkum skáldskap. Það sjáum við
ekki sízt á Sigurdrífumálum hinum
nýju eftir Hjálmar, þarsem hann
talar um að dagurinn breiði út
blómsturfjaðrir sínar, leiðarstjörnu
og gullfíngraða sól í ásættanlegri
gerð og anda Bjarna Thorarensens
og Jónasar, Ijóðahætti.
Báðir em þeir Jónas og Hjálmar
með hugann við skáldskap amt-
mannsins á Möðruvöllum og Jónas
nær vináttu Bjarna og yrkir um
hann fágætt kvæði; báðir sýna þeir
framá, svoað eftirminnilegt er, að
eitt er veraldleg fátækt, en annað
andleg fátækt. Það var í anda
Bjarna,
fátækt lionum fylgdi
á fundi alla,
en harmar hans biðu
heima oftast
segir hann í erfiljóðinu um Odd
Hjaltalín, og enn:
Konungs hafði hann hjarta
með kotungs efnum,
á líkn við fátæka
fátækt sína 61,
öðrum varð hann gæfa,
ei sér sjálfum,
og hjálpaði sjúkur
til heilsu öðrum.
Oddur var embættisprófslaus
læknir, stórgáfaður og viðkvæmur.
En fátækur. Bjami fer ekki í mann-
greinarálit, en metur hann mikils
og yrkir um hann dauðan ódauðlegt
meistaraverk. Hann var ekki alltaf
á amtmannsbuxunum, þótt refsing-
arsamur væri og virðulegt yfírvald.
Stórskáldið var alltaf í fylgd með
honum. Önnur skáld áttu fátæktina
að fylgikonu. En Bjami var föm-
nautur karlmennsku og stórlætis. í
kvæði til sr. Jóns á Bægisá segist
hann þá hafa reiðzt þegar fátæktin
angraði þennan íslenzka Milton elli-
hmman.
Fátækt var árviss á íslandi. Við
höfum náð tökum á henni. En hún
virðist ganga aftur í æ nýjum dular-
klæðum; hún er jafnvel fylgikona
velmegunar.
í dýrt kveðnum eftirmælavísum
um Sigurð Breiðfjörð gagnrýnir
Hjálmar Fjölni fyrir að hafa reist
honum „skammarvarða" og telur
þeim til smánar sem að stóðu. En
ekki getur hann Jónasar sérstak-
lega. Sigurður Breiðfjörð og Bólu-
Hjálmar áttu fleira sameiginlegt en
þeir Jónas, einnig fátæktina.
M.
(meira næsta sunnudag.)
HELGI
spjall
REYKJAVÍ KU RBRÉF
Laugardagur 26. maí
Þegar þessar línur
em ritaðar er kosninga-
baráttunni vegna sveit-
arstjórnakösninganna
að mestu lokið, kjördag-
ur er að renna upp en
þegar Morgunblaðið
berst kaupendum í hendur em kjörstaðir
ýmist u.þ.b. að loka eða úrslit liggja jafn-
vel fyrir. Um úrslit kosninganna er því
ekki hægt að fjalla nú, hins vegar verður
rætt nokkuð um kosningabaráttuna sjálfa
og þá ekki sízt þátt Morgunblaðsins í
henni.
Á síðustu tveimur vikum eða frá 15.
maí sl. birtust samtals 100 greinar í Morg-
unblaðinu eftir frambjóðendur hinna ýmsu
flokka í Reykjavík og kaupstöðum hér og
þar um landið. Lausleg athugun sýnir, að
57 af þessum 100 greinum eru skrifaðar
af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en
43 af frambjóðendum annarra flokka. Ef
greinarnar eru mældar eftir lengd er hlut-
fallið nánast það sama. Samtals er hér
um tæpa 8.000 dálksentimetra að ræða
eða um 40 síður í blaðinu og raunar rúm-
lega það. Töluvert hafði birzt af greinum
eftir frambjóðendur fyrir 15. maí, þannig
að það rúm, sem farið hefur undir þetta
efni er í raun töluvert meira.
Auk aðsendra greina eftir frambjóðend-
ur allra flokka birtust í Morgunblaðinu á
þessum síðustu tveimur vikum kosninga-
baráttunnar samtals 25 yfirlitsgreinar og
viðtöl, gefið var út sérstakt kynningarblað
um sveitarstjórnakosningarnar, kosninga-
handbók var dreift með blaðinu tvisvar
sinnum, í dag, laugardag, og sl. miðviku-
dag til þess að tryggt væri, að lesendur
Morgunblaðsins á landsbyggðinni fengju
hana í hendur fyrir kjördag og birtar voru
spurningar til borgarstjóra og svör hans.
Af þessu má sjá, að býsna mikið efni hef-
ur birzt í Morgunblaðinu vegna kosning-
anna og er þá ekki talið fréttaefni og
stjórnmálagreinar blaðsins sjálfs.
Hið mikla magn aðsendra gi-eina frá
frambjóðendum og stuðningsmönnum ein-
stakra lista, sem borizt hefur Morgunblað-
inu til birtingar að undanförnu hefur að
sjálfsögðu valdið nokkurri umhugsun á
ritstjórn blaðsins. Ljóst er, að mörgum
lesendum blaðsins þykir þetta leiðinlegt
efni og alltof mikið að magni til. Þá er
því ekki að leyna, að birting þess veldur
töfum á birtingu greina frá öðrum greinar-
höfundum um allt önnur málefni.
En annars vegar er um að tefla þá lýð-
ræðislegu skyldu blaðsins að vera opinn
vettvangur fyrir fijáls skoðanaskipti fólks
úr öllum stjórnmálaflokkum og hreyfíng-
um ekkert síður fyrir kosningar en á öðrum
tímum, en hins vegar vaknar óhjákvæmi-
lega sú spurning, hvort lesendum blaðsins
sé nóg boðið, þegar þeir fá svo mikið
magn af greinum um stjórnmál heim til sín.
Þetta er ekki nýtt vandamál - ef menn
vilja kalla það vandamál - vegna þess,
að slíkt flóð af greinum frá frambjóðendum
og stuðningsmönnum hefur borizt áður til
birtingar, bæði fyrir sveitarstjórnakosn-
ingar og alþingiskosningar og ekki sízt
forsetakosningar. Þetta mikla magn af
greinum hefur jafnan vakið upp umræður
á ritstjóm blaðsins um það, hvort of langt
væri gengið með birtingu allra þessara
greina en niðurstaðan hefur alltaf orðið
sú sama: Morgunblaðið telur það lýðræðis-
lega skyldu og í samræmi við það hlutverk
blaðsins að vera opinn vettvangur fyrir
þjóðfélagsumræður að taka við og birta
þessar mörgu greinar, þótt það kalli m.a.
á mikil fjárútlát af hálfu blaðsins vegna
óhjákvæmilegrar stækkunar.
í þessari kosningabaráttu hefur verið
lögð áherzla á, að frambjóðendur stytti
greinar sínar svo sem kostur er og hefur
því yfírleitt verið vel tekið. Sennilega geta
frambjóðendur stytt greinar sínar töluvert
meira án þess að draga úr áhrifamætti
þeirra. Að öðru leyti hefur verið fylgt
þeirri meginreglu blaðsins, að sé ekki um
ærumeiðandi ummæli að ræða um nafn-
greinda einstaklinga eða óhæfilegt orð-
bragð er grein tekin til birtingar.
Jafnframt er ljóst, að eftir það mikla
flóð aðsendra greina, sem blaðinu barst í
þessari kosningabaráttu verður það tekið
til umræðu á ritstjórn blaðsins, hvort hægt
verður í framtíðinni að koma slíkum grein-
um á framfæri í aðgengilegra formi fyrir
lesandann og þá jafnframt þannig, að það
trufli almenna fréttastarfsemi blaðsins
sem minnst.
Stuðningur
við Sjálf-
stæðisflokk
ÞAÐ HEFUR
væntanlega ekki
farið fram hjá les-
endum Morgun-
blaðsins, að blaðið
hefur veitt Sjálf-
stæðisflokknum öflugan stuðning í þessari
kosningabaráttu. Þess hefur orðið vart,
að einhveijir hafa talið ósamræmi á milli
þessa stuðnings og fyrri yfirlýsinga af
hálfu Morgunblaðsins þess efnis, að blaðið
teldi sig málsvara þeirra grundvallarhug-
sjóna, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyr-
ir en ekki málgagn Sjálfstæðisflokksins.
Það fer ekkert á milli mála, að sam-
skipti Morgunblaðsins og Sjálfstæðis-
flokksins eru með öðrum hætti en áður
var. Að baki liggur löng þróun, sem ekki
verður gerð að umtalsefni nú enda hefur
það oft verið gert á þessum vettvangi á
undanförnum árum og áratugum. Kjarninn
í þessum breyttu samskiptum er einfald-
lega sá, að ritstjórar Morgunblaðsins taka
ákvarðanir um afstöðu blaðsins til flokka,
einstaklinga og málefna alveg óháð því,
hvaða afstöðu forystumenn eða trúnaðar-
menn Sjálfstæðisflokksins taka. Þetta hef-
ur við og við leitt til nokkurra árekstra
milli Morgunblaðsins og forystumanna
Sjálfstæðisflokksins, sem ekkert er við að
segja. Skoðanaágreiningur og skoðana-
skipti eru eðlilegur þáttur í því fijálsa þjóð-
félagi, sem er hugsjón Sjálfstæðismanna
og þeir hljóta því öðrum fremur að virða.
Nýir samskiptahættir hafa leitt til þess,
að Morgunblaðið áskilur sér allan rétt til
þess að gagnrýna orð og athafnir Sjálf-
stæðisflokksins og trúnaðarmanna hans,
ekki síður en gerðir annarra stjórnmála-
flokka og trúnaðarmanna þeirra, ef rit-
stjórar blaðsins telja ástæðu til. Þetta hef-
ur verið gert eins og dæmin sanna. Hins
vegar hefur þessi afstaða Morgunblaðsins
til Sjálfstæðisflokksins valdið því, að ein-
hveijir telja, að blaðið hafi tekið upp ein-
hvers konar hlutleysi í þjóðfélagsmálum.
Það er grundvallarmisskilningur.
Morgunblaðið hefur aldrei lýst sig hlut-
laust í þjóðmálum og mun ekki gera. Blað-
ið hefur ákveðna og eindregna afstöðu í
öllum meginmálum þjóðarinnar og það
hefur aldrei komið til greina, að gera
Morgunblaðið að skoðanalausu, pólitísku
viðrini. Þvert á móti má leiða rök að því,
að þau sjónarmið, sem blaðið setur fram
nú séu eindregnari og afdráttarlausari en
oft áður.
í þessu felst einnig, að með sama hætti
og Morgunblaðið er reiðubúið til að gagn-
rýna Sjálfstæðisflokkinn og það harðlega,
ef tilefni er til, er blaðið jafnframt tilbúið
til þess að veita flokknum öflugan stuðn-
ing, telji Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkinn
hafa unnið til slíks stuðnings með verkum
sínum. Þannig hefur Morgunblaðið einnig
gagnrýnt harðlega þá einkarekstrarmenn,
sem einatt eru í einhveijum tengslum við
Sjálfstæðisflokkinn, sem reyna að draga
sífellt til sín meira vald í skjóli mikilla fjár-
muna, sem þeim hefur ýmist verið trúað
fyrir eða eru á þeirra vegum sjálfra með
einhveijum hætti. Um slíka afstöðu blaðs-
ins hefur mikið verið rætt, ekki sízt nú
undanfarið af gefnum tilefnum en Morgun-
blaðið mun í þessu ekki láta deigan síga
í vörn fyrir góðan málstað og eign handa
öllum en ekki einungis fáum útvöldum,
en það er grundvallaratriði í hugsjón Sjálf-
stæðisstefnunnar. Enda þótt Davíð Odds-
son hafi, eins og Geir Hallgrímsson benti
á í grein hér í blaðinu í dag, laugardag,
þótt ráðríkur borgarstjóri, hefur hann ekki
síður verið opinn og fijálslegur talsmaður
meirihlutans og Sjálfstæðisstefnunnar og
notað vald sitt skynsamlega og árekstrarl-
ítið en þeim mun ákveðnar, þegar efni
hafa staðið til. Slíkt ber að virða í lýðræðis-
legu umhverfí, þótt forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins þurfi á að halda sterku
aðhaldi, ekki síður en aðrir stjórnmála-
menn, sem hefur verið trúað fyrir völdum
og almannaheill. Hið sama gildir að sjálf-
sögðu um stjómendur öflugra fyrirtækja.
Hvorki þeir né aðrir áhrifamenn hér á landi
geta gengið að Morgunblaðinu vísu. Það
er ekki fugl á hendi eins eða neins.
Að mati ritstjóra Morgunblaðsins hefur
Reykjavíkurborg verið stjórnað með frá-
bærum hætti af meirihluta Sjálfstæðis-
manna og þess vegna telur blaðið sér sóma
að því að veita Sjálfstæðisflokknum í borg-
arstjórn Reykjavíkur öflugan stuðning,
enda hefur verið lögð áherzla á að bæta
aðstæður sem flestra, jafnframt því, sem
teknar hafa verið áhættusamar ákvarðanir
um uppbyggingu og endurnýjun t.d. í mið-
bænum og við Skúlagötu. Hið sama má
raunar segja um Sjálfstæðisflokkinn í þeim
sveitarfélögum, sem Sjálfstæðismenn hafa
haft forystu í. Þau skera sig yfirleitt úr
um röggsama stjórn.
Þetta eru forsendurnar fyrir þeim öfluga
stuðningi, sem Morgunblaðið hefur veitt
Sjálfstæðisflokknum í þessum kosningum
og vakið hefur upp spurningar hér og þar.
í því felst engin ákvörðun um, hvernig
blaðið standi að næstu alþingiskosningum.
Það byggist einfaldlega á því, hver mál-
efnastaðan verður, þegar að þeim kemur,
en milli Sjálfstæðisflokks og andstæðinga
hans á Álþingi eru ekki jafn eindregin
skil og þar sem flokknum hefur verið
treyst fyrir meirihluta.
Þáttur sjón-
varps
SJONVARPIÐ HEF-
ur á síðasta aldar-
ijórðungi orðið æ
ríkari þáttur í
stjórnmálabarátt-
unni. Um skeið virtist hún færast að tölu-
verðu leyti inn í sjónvarpssali. Talið var,
að það, sem gerðist í sjónvarpi gæti haft
mest áhrif á úrslit kosninga og er það
vafalaust rétt að töluverðu leyti.
Báðar sjónvarpsstöðvamar hafa lagt
sitt af mörkum til þess að skoðanaskipti
frambjóðenda gætu farið fram á þeirra
vegum og ríkissjónvarpið efndi til fram-
boðsfunda í sjónvarpssal frá fjölmörgum
kaupstöðum.
Þrátt fyrir þetta framlag sjónvarps-
stöðvanna og þá ekki sízt ríkissjónvarpsins
eðli málsins samkvæmt, má spyrja, hvort
þáttur sjónvarpsins í kosningabaráttu hér
sé þverrandi. Ekki er eins mikið talað og
áður um stjórnmálaumræður í sjónvarpi
og skoðanamótandi áhrif þeirra sennilega
eitthvað minni en var um skeið. Þá hefur
samkomulag stjórnmálaflokkanna um að
auglýsa ekki í sjónvarpi áreiðanlega átt
dijúgan þátt í því að draga úr mikilvægi
sjónvarps í kosningabaráttunni.
Annars var það áberandi í kosningabar-
áttunni, að ekki var tekizt á um mörg mál
í hinum ýmsu sveitarstjórnum. Raunar
má halda því fram, að kosningabaráttan
í Reykjavík hafí aldrei þróazt á þann veg,
að nokkurt eitt málefni hafí mótað hana
að nokkru marki. Þessi skortur á ágrein-
ingsefnum hefur hugsanlega dregið úr
þýðingu sjónvarpsins í kosningabarátt-
unni. Umræðuþættir í sjónvarpi hafi ekki
orðið áhorfendum sú skemmtun, sem þeir
stundum hafa verið, þegar hart hefur ver-
ið deilt.
Vinnustaðafundir frambjóðenda komust
mjög í tízku á síðasta áratug. En ef rétt
er munað sættu þeir vaxandi gagnrýni í
síðustu þingkosningum á þeirri forsendu,
að fólk hefði ekki lengur frið á sínum
vinnustað fyrir frambjóðendum. Ekki er
ljóst, hvort eitthvað hefur dregið úr þeim
fyrir þessar kosningar en a.m.k. er ljóst,
að þeir hafa ekki verið eins áberandi og
umtalaðir nú eins og í undanförnum kosn
ingum.
Baráttuaðferðir stjórnmálaflokkanna
taka augljóslega breytingum frá kosning-
um til kosninga. í eina tíð vöktu yfírlýsing-
ar forystumanna í stjórnmálum í morgun-
útvarpi mikla athygíi og umtal og höfðu
töluverð áhrif á það um hvað fólk talaði.
Nú er aldrei vitnað í morgunútvarpið, held-
ur fyrst og fremst í „þjóðarsálina“. Þegar
Morgunblaðið/Rúnar tór
sjónvarpið kom til sögunnar minnkaði hlut-
ur blaðanna í kosningum mjög, enda fólk
fyrir löngu búið að fá nóg af því, hvernig
blöðin voru skrifuð margar vikur fyrir
kosningar. Er hugsanlegt, að sjónvarpið
sé búið að ná hámarki þeirra áhrifa, sem
það getur haft í kosningabaráttu og sé á
einhveiju undanhaldi? Er hugsanlegt, að
greinaflóðið í Morgunblaðinu sé til marks
um, að kosningabaráttan sé að færast inn
í blöðin á ný í breyttu formi og ef svo er
hversu lengi þola lesendur það magn í 2-3
vikur fyrir kosningar? Kosningabarátta af
því tagi, sem nú er afstaðin hlýtur að vekja
upp þessar spurningar og aðrar.
Málefiiií
kosninga-
baráttunni
AÐURVARAÐÞVI
vikið, að tæpast
hefði nokkurt eitt
mál náð að festa
rætur, sem aðalmál
borgarstjómar-
kosninganna í Reykjavík. Þegar litið er
yfir farinn veg, t.d. í þijá áratugi, er þó
ljóst, að á Viðreisnaráratugnum og í all-
mörg ár á eftir voru það verklegar fram-
kvæmdir Reykjavíkurborgar, sem mest
voru til umræðu. Á sínum tíma var það
gatnagerð og lagning hitaveitu í öll hús í
börginni, skipulagsmál, lóðamál, uppbygg-
ing nýrra hverfa o.s.frv. Nú má segja, að
verklegar framkvæmdir hafí nánast ekki
verið til umræðu í kosningabaráttunni í
Reykjavík.
Þetta er auðvitað fyrst og fremst til
marks um, að svo vel hefur verið staðið
að verklegum framkvæmdum, að skórinn
kreppir ekki lengur á þeim vettvangi. Þótt
mikil fjölgun hafí orðið í borginni á síðustu
8 árum hafa verklegar framkvæmdir fylgt
þeirri ijölgun svo vel eftir, að þær hafa
aldrei dregizt aftur úr eins og dæmi eru
um í öðrum bæjarfélögum.
En það, sem er kannski enn athyglis-
verðara er það, að önnur málefni virtust
aldrei ná því að komast í umræður að
nokkru ráði. Það var t.d. lítið talað um
málefni aldraðra í kosningabaráttunni. Er
það vísbending um, að þau séu komin í
viðunandi horf? Skólamál voru ekki heldur
mikið til umræðu. Helzt voru þ4ð dagvist-
armál, sem náðu því að einkenna kosninga-
baráttuna að einhveiju marki. Þó tókst
andstöðuflokkum Sjálfstæðisflokksins ekki
að sýna fram á í kosningabaráttunni, að
borgarstjórnarmeirihlutinn hefði ekki stað-
ið sig nægilega vel á þessu sviði. Segja
má, að umræðumar um þennan málaflokk
hafí beint athyglinni að þeim meginmun,
sem er á afstöðu Sjálfstæðismanna og
andstöðuflokka þeirra, þ.e. að Sjálfstæðis-
menn vilji leggja áherzlu á 4-6 klukku-
stunda dagvist en aðrir flokkar meiri
áherzlu á 9 klukkustunda dagvist. Skoð-
anakönnun, sem Foreldrasamtökin birtu
skömmu fyrir kosningar bendir til, að
áherzluatriði Sjálfstæðismanna í þessum
málaflokki séu í meira samræmi við óskir
fólks en sjónarmið andstöðuflokkanna.
Það var hins vegar Davíð Oddsson,
borgarstjóri, sem setti fram athyglisverð-
ustu hugmyndimar um málefni bama í
þessari kosningabaráttu. Annars vegar tók
hann upp og gerði að stefnumáli Sjálfstæð-
isflokksins hugmynd, sem hann hefur viðr-
að á síðustu misserum, að foreldrar geti
fengið greiðslu fyrir að annað hvort þeirra
vinni heima fyrstu árin eftir fæðingu bams
í stað þess að koma börnum fyrir á dag-
vistarheimili. Þessi hugmynd verður ber-
sýnilega umdeild en hún er jafnframt bylt-
ing í félagslegri þjónustu hér.
Hins vegar setti borgarstjóri svo fram
aðra hugmynd á lokadegi kosningabarátt-
unnar, þ.e. í gær, föstudag, í umræðu-
þætti í ríkissjónvarpinu. Hann benti á, að
barnabótum er nú dreift á 16 ár og varp-
aði fram þeirri hugmynd, að sú upphæð
yrði greidd út á erfíðasta tímabilinu í upp-
eldi barna, þ.e. á mun styttri tíma, þegar
það kemur foreldrum betur.
Báðar eru þessar hugmyndir Davíðs
Oddssonar byltingarkenndar. Kæmu þær
til framkvæmda mundu þær gjörbreyta
aðstöðu fólks, ekki sízt einstæðra foreldra
og barnmargra fjölskyldna. Framkvæmd
þeirra mundi tryggja, að fólk ætti val, sem
það á ekki í dag. Það er því full ástæða
til að fylgja þessum hugmyndum borgar-
stjóra fast eftir.
„Er hugsanlegt,
að sjónvarpið sé
búið að ná há-
marki þeirra
áhrifa, sem það
getur haft í kosn-
ingabaráttu og sé
á einhverju und-
anhaldi? Er hugs-
anlegt, að greina-
flóðið í Morgun-
blaðinu sé til
marks um, að
kosningabaráttan
sé að færast inn í
blöðin á ný í
breyttu formi og
ef svo er hversu
lengi þola lesend-
ur það magn í 2-3
vikur fyrir kosn-
ingar? Kosninga-
barátta af því
tagi, sem nú er
afstaðin hlýtur að
vekja upp þessar
spurningar og
aðrar.“