Alþýðublaðið - 07.01.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.01.1959, Blaðsíða 1
ÞANN 12. maí í fyrra lagði Lili Biardot af stað ríðandi frá París og var ferðinni lieitið til Istam- bul og heim aftur. Dag- leiðirnar voru að meðal- tali 50—06 kílómetrar. Til Tyrklands fór Lily um Sviss, Italíu, Júgó- slavíu og Búlgaríu, en heimleiðin lá um Grikk- land. Stúlkan ferðaðist alls um 7000 kílómetra á hestbaki. Myndin er tekin við heimfiomuna. ŒDémltl) 40. árg. — Miðvikudagur 7. jan. 1959 — 4. tbl. É EINS OG Alþýðublaðið skýrði frá í gær náðist samkomulag milli samninganeí’nda sjó- manna og útvegsmanna sl. laugardag um kjör bátasjó- ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því í gær, eins og myndin hér að ofan ber með sér. að ríkisstjórnin hafi stöðvað bátaflotann. Sem betur fer hefur óskhyggjan sem oftar leitt kommúnista- blaðið í gönur. eins og sjá má af fregnum frá ýmsum verstöðv- um, sem hér fara á eftir: Fregn til Alþýðublaðsins. Keflavík í gær. — Samningar ■um fiskverð o. fi., svo Oa kjara samningar voru samþykktir á fundi sjómannadeildarinnar og yélstjórafélagsins í dag með öllum atkvæðum gegn einu. Útgerðarmenn fjalla um samn ángana í kvöld á fundi sínum. Nokkrir bátar eru tilbúnir til kóðra og fara sennilega ein- hverjir út í kvöld. Fullráðið er á marga báta, en skörð á öðr- ■um. Almennt mun verða ein- um mannj færra á bát á vertíð- inni nú en verið hefur. R.G. Bæði sjómenn og útvegs- menn á AKRANESI hafa sam- þykkt samningana og var búizt við, að einhverjir bátar þaðan reru í gærkvöldi. vfmfjiiuiiiiiiiiiiiliiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiM Fellt í Reykjavík | Á FUNDI bátasjómanna í = | Sjómannafélagi Rcykjavíkur [ | í gærkvöldi voru samning-: 1 arnir um kjör og fiskverð j | felldir með 20 atkvæðum i Jgegn 4, en einn seðill var j = auður. Kjarasamningarnir j i sg fiskverðssamningarnir j | voru bornir upp sameigin- j I lega. ; . <11111111111111111111111111111111111111111111Dl111111111111111111111.’ ísafirði í dag. — Bátar héðan halda áfram að róa síðan fyrir áramót. Voru þeir t. d. á sjó í gær, en þá var leiðindaveður. ASV hafði veitt meðlimum sín um heimild til að ráða sig á báta samkvæmt fyrri samning- um þar til öðruvísi væri ákveð- ið. Búið er að ráða á flesta bát- ana, en á nokkra þeirra vantar fáeina menn. Gengið verður frá kjarasamningum fyrir sjómenn á Vestfjörðum næstu daga, en Alþýðusamlband Vestfjarða er aðili að heildarsamningum um fiskverð. Voru þeir samningar samþykktir í Sjómannafélagi lsafjarðar um helgina, en ekki er búið að senda þá til annarra félaga hér vestra. Er ekki búizt við öðru en þeir verði samþykkt ir af öllum aðilum. B.S. Sandgerði í gær. Bátar hér hafa verið í óða önn að undir- búa sig fyrir vertíðina og eru almennt tilbúnir .til að hefja róðra. Ekiki er búið að ganga frá samningum ennþá hér. Full ráðið er ekk'i á alla báta og vant sr nokkra rnenn. Um 20 stórir bátar Ogt nokkrir smærri bátar, er verða á neta- og loðnuveið- um, munu róa héðan. Talið er, að afli sé allgóður á miðunum. Ó.V. Einn Grindavíkurbátur er til búinn til róðra, en undirbúning ur undir vertíðina er þar í full- um gangi. Ráðið hefur verið á alla heimabátana, um 10 að tölu, en alls verða sennilega um 20—25 bátar gerðir út frá Grindavík. Trillur hafa róið frá Grindavík og fengið sæmilegan afla. Sæborg. frá Reykjavík landaði þar í fyrrakvöld 5235 kg., mestmegnis ýsu. Ekkí er búið að ganga frá samningum í- Grindavík. Vestmannaeyjuro í gær. —- Nokkrir bátar hér eru tilbúnir til að hefja róðra, en mannskap vantar á ýmsa báta enn. Héðan verða um 100 bátar gerðir út á vertíðinni og er mikill hugur í mönnum að unnt verði að hef j a róðra sem fyrst. Formenn sjó- manna- og vélsitjórafélaganna eru enn í Reykjavík, en vænt- anlega verða samningarnir lagðir fyrir fund hið allra fyrsta. I.A. í kvöld grei'ða sjómenn í Hafnarfirði atkvæði um samn- ingana. manna á vetrarvertíðinni. Skrifuðu allir fulltrúar sjó- manna undir samkomulagið. Síðar gerðu kommúnistarnir í samninganefnd sjómanna á- greining um skilning á fyrir- vara, er gerður var við undir- skrift samkomulagsins og er svo að sjá af Þjóðviljanum í gær, að kommúnistar hyggist halda þeim ágreiningi til streitu. Fyrirvarinn, sem ágreiningi hefur valdið, er á þessa leið: ,,Ef samningar takast milli Landssambands ísl. útvegs- manna og sjómannasamtak- anna um fiskverð og kauptrygg ingu á þessu ári, þá er ríkis- stjórnin því samþykk, að ef vísitala breytist frá 185 stig- um skuli fiskverð hækka eða lækka í hlutfalli við þá breyt- ingu. Ennfremur samþykkir ríkisstjórnin, að í fyrirhugaðri lagasetningu um efnahagsmál- in, muni hún leggja til, að kjör sjómanna samkvæmt samningi þessum skuli ekki skert.“ ÁGREININGUR UM SKILNING. Alþýðuflokksmennirnir í samninganefndinni lögðu þann skilning í þennan fyrirvara, að fiskverðið ætti að hækka, ef vísitalan hækkaði og lækka, ef vísitalan lækkaði. Hins vegar skyldi kauptryggingin samt sem áður haldast óbreytt eins og fastur grunnur. En ef grunn kaupslækkun yrði í væntanleg- um efnahagsaðgerðum skyldi hvorki kauptrygging né fisk- verð raskast. Kommúnistarnir héldu því hins vegar fram, að íiskverðið ætti að vera óbreytt enda þótt vísitalan breyttist. GRUNNKAUP VERÐUR eKki LÆKKAÐ. Ríkisstjórnin gaf þá út yfir- lýsingu, er þljóðaði á þessa leið: „Þar sem ágreiningur hef ur komið upp um það milli full trúa sjómannasamtakanna inn- an Alþýðusambands íslands, sem að samningunum stóðu, hvernig skilja' beri framan- greindan fyrirvara við samn- inginn um fiskverð til skipta, þá tekur ríkisstjórnin fram, að hún samþykkir fyrirvarann með þeim skilningi, að fyrri málsliður í fyrirvaranum taki til hvers konar breytinga á kaupgreiðsluvísitölu en síðari málsliðurinn eigi eingöngu við grunnkaup og kauptryggingu (þ.e. hvorki kauptrygging né grunnkaup verður skert).“ Samningarnir 12. síðu Flugslysið: Lík þeirra er Fregn til Alþýðublaðsins AKUREYRI í gær. ÁRLA í morgun lagði leið- angur af stað frá Fjósatungu áleiðis að slj'sstaðnum á Vaðla- heiði til þess að freista þess að finna lík þeirra fjögurra ungu manna, sent fórust í flugslys- inu á sunnudag. 11—13 menn voru í ferðinni og var lagt af stað um 8-leytið í morgun. Höfðu mennirnir meðferðis sleðaútbúnað. í rökk úrbyrjun komu þeir aftur til Fjósatungu með lík allra, sem fórust. Voru þau öll við flug- vélarflakið. Snjóbíll frá Húsa- vík var fenginn í dag til að flytja líkin til Akureyrar og er hann nú á leiðinni hingað. B.S.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.