Morgunblaðið - 09.06.1990, Side 23

Morgunblaðið - 09.06.1990, Side 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JUNI 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990 23 wgnnfrlafei \ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjórj Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Nýr svipur á Varsjárbandalaginu Hinn 5. maí 1955 varð Vestur-Þýskaland aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Aðeins örfáum dögum síðar var Varsjárbandalagið stofnað af Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Áður en bandalagið varð til sem andstæð- ingur Atlantshafsbandalagsins hafði Sovétstjómin gert tvíhliða hernaðarsamninga við ríkin sem hún lagði undir sig eftir lyktir síðari heimsstyijaldarinnar, ríkin sem nú eru að bijótast undan alræði kommúnismans: Pólland, Austur-Þýskaland, Tékkóslóv- akíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Ung- vetjaland. Nú þegar Þýskaland er að sameinast innan NATO koma leiðtogar aðildarríkja Var- sjárbandalagsins saman í Moskvu og ákveða að gjörbreyta bandalagi sinu. Hætti Sovétríkin ekki að verða herraþjóð innan bandalagsins rifta hin ríkin ein- faldlega samstarfinu. Varsjár- bandalagið er ekki lengur til í sömu mynd og áður. Tvíhliða samningar ríkja þess við Sov- étríkin um hernaðarsamstarf eru hins vegar enn í gildi. Dvöl 380.000 sovéskra hermanna í A-Þýskalandi er einn viðkvæm- asti þátturinn í sameiningu þýsku ríkjanna. Breytingin varð svo hröð í Austur-Evrópu á liðnum vetri og slík stórtíðindi hafa verið að ger- ast, að okkur finnst ekki lengur mikið til þess koma, þótt Varsjár- bandalagið sé tæplega annað en nafnið tómt. Rifjum upp að 1956 reyndu Ungveijar að yfirgefa bandalagið og þeim var meinað það með sovéskum skriðdrekum. Minnumst þess einnig að á árinu 1968 benti ýmislegt til þess að Tékkóslóvakar ætluðu að raska pólitískri samheldni innan banda- lagsins eftir „vorið í Prag“. Fimm aðildarríki bandalagsins réðust ■þá með herafla inn í Prag. Nú beita Kremlveijar ekki lengur hervaldi til að halda ríkjum innan bandalagsins heldur flytur Mikh- aíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkj- „nna, ræðu um nauðsyn þess að ríki bandalagsins njóti jafnræðis. Í lokayfirlýsingu leiðtogafundar bandlagsins sem haldin var í Moskvu á fimmtudag segir: „Bandalagsríkin munu taka markmið og starfsemi banda- lagsins til endurskoðunar með það fyrir augum að breyta því í samtök fullvalda ríkja, sem hafa lýðræðislegt stjórnarfar að leið- arljósi.“ Varla er við því að búast, að leiðtogar ríkjanna sjö í Varsjár- bandalaginu segi sameiginlega með skýrari hætti, að bandalag þeirra hafi tapað í hugmynda- fræðilegu baráttunni við Atlants- hafsbandalagið. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, segir, að nú sé Varsjárbandalagið orðið að tæki til að stuðla að afvopnun og afturhvarfí Austur-Evrópu- ríkjanna til Evrópu. í þessum orðum felst vilji fyrrum fylgiríkja Sovétríkjanna til samstarfs við Vestur-Evrópuríkin, þó varla innan Atlantshafsbandalagsins heldur á sameiginlegum evrópsk- um vettvangi, sem nú er í mótun. Á fundi utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsríkjanna sem lauk í Skotlandi í gær var enn ítrekuð sú skoðun aðildarþjóð- anna að bandalag þeirra hefði miklu hlutverki að gegna við nýjar og gjörbreyttar aðstæður í Evrópu. Aðildarríkjunum er mikið í mun að samhengið í vöm- um Evrópu og Norður-Ameríku slitni ekki. Raunar á þetta við- horf einnig stuðningsmenn í Austur-Evrópu, jafnvel innan Kremlar, þar sem menn átta sig á gildi þess að viðhalda stöðug- leika í Evrópu og hve miklu hlut- verki Bandaríkjamenn gegna í því efni. Varsjárbandalagið ætlar að tileinka sér lýðræðisleg vinnu- brögð og þar verða aðildarríkin ekki beitt hervaldi þótt til ágrein- ings komi. Atlantshafsbandalag- ið ætlar að starfa áfram og hafa sameinað Þýskaland innan vé- banda sinna. Evrópubandalagið er segull sem dregur að sér fleiri ríki í austri og vestri og á vett- vangi þess er æ meira fjallað um utanríkismál, en öryggismálin eru hluti þeirra. Hugmyndir eru uppi um nánara beint pólitískt samband Evrópubandalagsins og ríkjanna í Norður-Ameríku — verða þær til að veikja eða styrkja NATO? Ætlunin er að þróa enn frekar samstarfið á vettvangi ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (ROSE), sem hefur fengið nýtt gildi með breytingunum í A-Evr- ópu, jafnvel einangrunarsinnarn- ir í Albaníu sem sögðu sig úr Varsjárbandalaginu 1961 ogleit- uðu skjóls hjá Kínveijum, vilja nú tengjast RÖSE-þróuninni. Hvarvetna er þróunin í átt til meiri samruna og samvinnu. Þjóðir nýta aukið frelsi við nýjar aðstæður til að tengjast nýjum og nánari böndum. Þeir dragast aftur úr sem ekki vilja vera með eða gæta ekki hagsmuna sinna með nánara samstarf áð leiðar- ljósi. Nú þarf að ganga lengra eftir Þorstein Pálsson Síðustu daga hafa farið fram nokkrar umræður um það hvernig tryggja megi efnahagslegan árang- ur þeirra kjarasamninga sem gerð- ir voru í byijun þessa árs. Stjóm- völd hafa viðurkennt að hætta sé á að ýmsir þættir eins og t.a.m. verðlagsmál geti farið úrskeiðis á næstu vikum og mánuðum. Kjarasamningarnir sem aðilar vinnumarkaðarins stóðu að voru djörf og markverð tilraun. Hún var gerð vegna þess að forystumenn launþega og atvinnurekenda gátu ekki sætt sig við efnahagsforsend- ur ríkisstjómarinnar. Þær fólu í sér of mikla verðbólgu fyrir atvinnulíf- ið og of mikla kjaraskerðingu fyrir launafólk. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu nýjan grundvöll í efnahagsmálum Það var í því ljósi sem forystu- menn Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins ákváðu að taka fram fyrir hendumar á ríkisstjórninni og leggja til nýjar forsendur fyrir þróun efnahags- mála með gerð kjarasamninga og með því að setja ríkisstjóminni skilyrði og koma á sérstakri eftir- litsnefnd með henni. Aðilar að þeirri nefnd eru ýmsir af helstu embættismönnum ríkisins. Þegar kjarasamningarnir voru gerðir var öllum Ijóst að þeim yrði að fylgja eftir með nýjum áherslum og breyttum grundvallarviðhorfum við stjórn efnahagsmála. Með kjarasamningunum voru sköpuð skilyrði til þess að höggva að rótum margra megin meinsemda í íslensku efnahagslífí. Þeir voru hins vegar ekki nein frambúðar- lausn. Sú ábyrgð hlýtur að hvíla á herðum ríkisstjómar á hveijum tíma. Er Þjóðhagsstofiiun ekki nógu sjálfstæð? Það vakti athygli á kjördag að Ríkisútvarpið flutti þá í hádegis- fréttum viðtal við forstjóra Þjóð- hagsstofnunar þar sem því var lýst að mikill blómatími væri framund- an. Forsendur kjarasamninganna ættu að ganga upp og lífskjör launafólks yrðu bætt og kaupmátt- ur aukinn með hækkun á gengi krónunnar. Aðeins nokkmm dögum seinna eru birtar upplýsingar frá Þjóð- hagsstofnun sem benda til þess að þætta sé á að markmiðum kjara- samninga í verðlagsmálum verði ekki náð nema gerðar verði sér- stakar ráðstafanir. I því felst að fremur er hætta á að lífskjörin versni en batni. Kjördagsfrétt Þjóðhagsstofnun- ar vekur því upp spurningar um það hvort stofnunin er nægilega sjálfstæð. Nú stendur svo á að for- stjóri hennar er einn af ráðherrum í ríkisstjórninni en annar maður er settur til að gegna því starfi án þess að hafa fengið skipun. Það er áleitin spuming hvort þessi af- staða hafí veikt sjálfstæði Þjóð- hagsstofnunar. Ollum má vera ljóst að framund- an eru tímar minni ríkisafskipta og aukins fijálsræðis í efnahags- málum. Það er því mikilvægara en nokkm sinni fyrr að tryggja sjálf- stæði Þjóðhagsstofnunar í störfum. Vera má að nauðsynlegt reynist að bijóta upp og endurskipuleggja yfirstjórn efnahags- og peninga- mála í þeim tilgangi að styrkja hana og gera hana sjálfstæða. Skammtímalausnir duga ekki Markviss verðgæsla er mikilvæg í baráttunni við verðbólguna en menn ættu að hafa fengið næga reynslu af því að verðlagshafta- stefna eða miðstýringarstefna dug- ar ekki í þeirri viðureign. Leiðin að settu marki í þessum efnum er ekki opinber verðstýring. Þeir sem einvörðungu hafa skammtímasjón- armið í huga sjá bara lausnir af þessu tagi. Það er höfuðatriði við þessar aðstæður að kjarasamningunum verði fylgt eftir með markvissum aðgerðum er leiða til aukins fijáls- ræðis bæði í viðskipta- og peninga- málum. Agi markaðarins er mikil- vægasta aðhaldið í þessum efnum og um leið þurfum við að tengjast þeirri alþjóðlegu þróun sem nú á sér stað í þessum efnum. Fyrstu skrefin í ftjálsræðisátt Segja má að fyrstu skrefín hafi verið stigin árið 1986 með nýju viðskiptabankalöggjöfínni og heim- ildum til banka_ til sjálfstæðra vaxtaákvarðana. Á þeim tíma voru einnig stigin fyrstu skrefín að au- knu frjálsræði í gjaldeyrismálum og á þeim tíma var fyrsta ríkis- bankanum breytt í hlutafélag og lagður grunnur að sameiningu og einkavæðingu í bankakerfinu. Þá þegar var veruleg andstaða við breytingar af þessu tagi innan þá- verandi ríkisstjórnar og reyndar einnig í röðum A-flokkanna sem þá voru í stjórnarandstöðu. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir áfalli í alþingiskosningunum 1987 varð nokkurt hlé á breytingum í þessa veru. Núverandi ríkisstjórn hefur fram til þessa fremur leitast við að stíga skref til baka en fram á við í þess- um efnum. Viðskiptaráðherrann hefur þó talað með jákvæðum hætti en hefur látið þar við sitja. Sérfræðingar efnahags- og framfarastofnunarinnar í París bentu á þá augljósu staðreynd í umtalaðri skýrslu fyrir nokkrum vikum að mjög brýnt væri að draga úr miðstýringu í efnahagskerfínu og pólitískri stjórnun bankakerfis- Þorsteinn Pálsson „Ljóst er að nú er kom- ið að ríkisstjórninni að tryggja framhaldið. Það þarf að ganga lengra en gert hefur verið með róttækum breytingum í efiiahags- og fjármálastjórn. Verði það ekki gert er hætt við að árangur kj arasamninganna verði skammtímalausn en ekki upphaf að við- varandi stöðugleika í íslensku efiiahagslífi.“ ins. Reyndar fullyrtu þeir að það væri forsenda fyrir því að íslend- ingar næðu árangri í stjórn efna- hagsmála og gætu átt einhveija von um aukinn hagvöxt og bætt lífskjör á næsta áratug. Aðvörun þeirra var skýr: Ef þessar grund- vallarbreytingar myndu ekki gerast blasti við stöðnun í íslenskum efna- hagsmálum á næstu árum. Nú þarf ákvarðanir um breytingar til lengri tíma Nú er því komið að þeim tíma- punkti að fylgja verður kjarasamn- ingunum frá því í vetur eftir með grundvallarbreytingum af þessu tkgi. Það verður ekki dregið öllu lengur að breyta þeim tveimur ríkisbönkum sem eftir eru í hlutafé- lög sem smám saman yrðu almenn- ingseign. Með því yrði stigið stærsta skrefið frá pólitískri mið- stýringu á fjármagnsmarkaðinum. En því miður hefur forsætisráð- herra lýst því yfír að ekki komi til greina meðan núverandi ríkisstjórn sitji að gera breytingar af þessu tagi. I annan stað er óhjákvæmilegt að gera nú þegar þær breytingar á gjaldeyrisreglunum að gjaldeyris- markaðurinn verði opnaður út á við og frelsi komið á í þeim efnum með sama hætti og aðrar Norður- landaþjóðir og Evrópubandalagið hafa verið að gera. Sjálfstæðis- menn reyndu að knýja á um breyt- ingu af þessu tagi með flutningi þingsályktunartillögu í vetur sem leið. Ríkisstjómin sameinaðist í andstöðu gegn þeirri tillögu en við- skiptaráðherrann lýsti því yfir margsinnis og hefur haldið því áfram að hann væri tilbúinn með reglugerð um þessi efni sem lægi óundirrituð á skrifborði hans. Kjarni málsins er hins vegar sá að það er ekki nægilegt að hafa reglugerð tilbúna og óundirritaða mánuðum saman. Hér þarf að gera breytingar og þær verða ekki með óundirrituðum reglugerðum. Framsóknarmenn hafa barist gegn fijálsræðisbreytingum af þessu tagi og gerðu hugmyndir þar að lútandi að höfuðárásarefni á Sjálfstæðisflokkinn. Nú verða þeir hins vegar að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að stefna Sjálfstæðis- flokksins í þessum efnum var ekki aðeins rétt heldur einnig nauðsyn- legur og óhjákvæmilegur þáttur í þróun efnahagsmála og aðlögun að breyttum aðstæðum í Evrópu. Fijálsræði leiðir ekki til upp- lausnar heldur aukins aga. Ef stjórnvöld ætla ekki að bijóta niður þann nýja efnahagslega grundvöll sem forystumenn launþega og at- vinnurekenda lögðu í byijun þessa árs verða þau að fylgja þessum frjálsræðisbreytingum eftir. Jafn- vel framsóknarmenn komast ekki hjá því að viðurkenna þessar stað- reyndir. Á sínum tíma var ákvörðunin um fijálsa vexti helsta viðspyrnan gegn þenslu i efnahagslífínu. Að- haldsaðgerðir eru aldrei vinsælar og Framsókn lék þá á strengi ábyrgðarleysisins. Nú sýnast for- ystumenn Framsóknar ætla að end- urtaka þann leik í trausti þess að aðrir veiji það sem ekki er til stund- arvinsælda fallið. Framsókn eykur óvissu á lánsfiármarkaði Raunvextir hafa farið hækkandi að undanförnu. Það gæti bent tii þess að jafnvægið væri að raskast á því sviði einnig. í vor viður- kenndi fjármálaráðherra að sala nýrra spariskírteina hefði ekki dug- að til þess að standa undir innlausn eldri skírteina. Það þýðir með öðr- um orðum að á þeim tíma var út- streymi en ekki innstreymi lánsfj- ármagns með spariskírteinum í ríkissjóð. Síðan hafa vextir verið hækkaðir lítið eitt á spariskírtein- um og bankarnir hafa fylgt í kjöl- farið. Ríkisstjómin þarf því að sýna fram á að lánsfjármál ríkissjóðs raski ekki markmiðum kjarasamnT inganna en fram til þessa hefur hún ekki getað gert það. Hún þarf einnig að sýna fram á að fjárlög næsta árs raski ekki þessum mark- miðum. Fram til þessa hefur hún. ekki getað sýnt fram á að svo muni verða. Það eina sem ríkisstjórnin hefur tilkynnt er ákvörðun um að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga þegar í haust a.m.k. að einhverju leyti. Nú er verðtrygging í sjálfu sér ekki sáluhjálparatriði. En ljóst má vera að skyndilegt afnám henn- ar eða veruleg takmörkun myndi draga mjög úr trausti spariíjáreig- enda á hagstjórn og minnka spam- að. Eigi markmið kjarasamning- anna á hinn bóginn að nást þurfum við að auka innlendan sparnað til mikilla muna. Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í þessu efni gengur því þvert á þau markmið sem aðil- ar vinnumarkaðarins settu þegar þeir tóku fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni við stjórn efnahags- mála í byijun þessa árs. Það þarf að ganga lengra Ljóst er að nú er komið að ríkis- stjórninni að tryggja framhaldið. Það þarf að ganga lengra en gert hefur verið með róttækum breyt- ingum í efnahags- og fjármála- stjórn. Verði það ekki gert er hætt við að árangur kjarasamninganna verði skammtímalausn en ekki upp- haf að viðvarandi stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar að undanförnu virðast á hinn bóginn benda til þess að hún ætli að sKjóta verkefn- um og vandamálum á frest fram yfír kosningar. Það er ugglaust hægt en þá stefnum við framtíðar- markmiðunum í hættu. Höfundur er formaður Sjálfstæðisfíokksins. Kjarvalsstaðir: Jónasarhátíð 16. júní Félag áhugamanna um bókmenntir, Borgarbókasafnið og Menning- armálaneftid Reykjavíkurborgar eftia til þings um Jónas Hallgríms- son í vestursal Kjarvalsstaða laugardaginn 16. júní. Þingið hefst klukkan tíu og stendur yfír til klukkan sex. Um kvöldið mun Þjóðleik- húsið efna í sömu húsakynnum til sérstakrar hátíðarsýningar á dag- skrá úr verkum Jónasar Hallgrímssonar. Morgunblaðið/Bjarni Frá blaðamannaftindi um ráðstefhuna á miðvikudag. Til vinstri er Pétur Gunnarsson, rithöfundur, fi-á Félagi áhugamanna um bókmenntir. í frétt um ráðstefnuna segir að það hafí orðið að föstum lið í starf- semi Félags áhugamanna um bók- menntir að efna til stórþings um íslenskan höfund í upphafí sumars. Fyrsta þingið var helgað Halldóri Laxness og hið næsta Málfríði Ein- arsdóttur. í fyrra var þingað um Þórberg Þórðarson og nú er röðin komin að Jónasi Hallgrímssyni. Eins og áður hefur félagið leitað samstarfs við aðra, að þessu sinni við Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar og Borgarbóka- safnið og er þingið sameiginlegt verkefni þessara þriggja aðila. Auk þess nýtur það stuðnings Mennta- málaráðuneytisins og Prentsmiðj- unnar Odda. Á ráðstefnunni verða fluttir tíu fyrirlestrar. Kristján Árnason bók- menntafræðingur mun tala um húmanisma Jónasar, Gunnar Harð- arson heimspekingur spyr hvort hann hafi verið vandræðaskáld en Haukur Hannesson íslenskufræð- ingur nefnir erindi sitt „Einbúinn“. Ólafur Halldórsson handritafræð- ingur segir frá Ijóðum Jónasar í eiginhandarriti, Dagný Kristjáns- dóttir bókmenntafræðingur segir frá „Hulduljóðum" í erindi sem hún nefnir „Ó Hulda!“ og Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur fjallar um náttúrufræðingin Jónas. Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræð- ingur talar um gamala og góða bragarhætti sem Jónas notaði en Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur um þýðingar Jónasar í erindi sem hann nefnir „Ævintír af Jónasi Glóa-Tieck á íslensku“. Síðastir mæla þeir Matthías Jo- hannessen skáld, sem flytur „Nokkur orð um Jónas“ og Guð- mundur Andri Thorsson rithöfund- ur sem mun leggja út af „Ferðalok- um“. Á milli fyrirlestra munu Alda Amardóttir og Þór Tulinius lesa úr verkum Jónasar. Sérstök sýning á leikverkinu „Ur myndabók Jónasar Hallgrímsson- ar“ verður klukkan níu að kvöldi . ráðstefnudagsins. Verkið var upp- haflega samið af Halldóri Laxness í tilefni af hundrað ára ártíð Jónas- ar 1945. Það var sýnt í Trípólíbíó og vakti mikla lukku, ekki síst frumsamin tónlist Páls ísólfssonar. Eftir sýninguna týndist handritið en fannst aftur fyrir nokkru. Ákveðið var að færa verkið upp á ný undir leikstjórn Guðrúnar Stephensen og verður það endur- sýnt í fyrsta skipti á Kjarvalsstöð- um þann 16. júní, Á blaðamannafundi á fimmtu- dag sagði Guðrún Stephensen að það hefði lengi verið draumur þeirra Þuríðar Pálsdóttur söngkonu að færa dagskrána upp að nýju. Þuríður söng fyrst opinberlega við lög föður síns, Páls ísólfsonar, í sýningunni árið 1945. Hún er tón- listarstjóri uppfærslunnar nú. Meg- in uppistaða sýningarinnar er Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar en þar eru einnig brot úr Legg og skel, Heimsókn drottningarinnar af Englandi til kóngsins af Frakkl- andi, Stúlkunni í fjallinu og Jóla- þætti þar sem huldumaðurinn í fjallinu fer með Hulduljóðin. Stúlk- una í Grasaferð leikur og syngur Katrín Sigurðardóttur söngkonu en piltinn leikur Torfi F. Olafsson. Aðrir leikarar í sýningunni eru Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Þóra Friðriks- dóttir, Gunnar Eyjólfsson og Hákon Waage. Auk leikara taka fjórir list- dansarar þátt í sýningunni. Það eru þau Sigurður Gunnarsson, Lilja Ivarsdóttir, Margrét Gísladóttir og Pálína Jónsdóttir. Hljóðfæraleikar- ar eru Hlíf Siguijónsdóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Sesselja Hall- dórsdóttir, Bryndís Halla Gylfa- dóttir og Valur Pálsson. Heiðurs- gestur á sýningunni 16. júní verður Halldór Laxness. Önnur sýning á dagskránni verður á Kjarvalsstöð- um 17. júní á vegum Þjóðhátíðar- nefndar. Ráðstefnan og dagskráin eru opin öllum almenningi. Ráðstefni- gjald er kr. 600 og verð á sýning- una um kvöldið kr. 500. Umsóknir um styrki úr Barnaverndar- sj'óði Knuds Knudsens STYRKIR úr Barnaverndarsjóði Knuds Knudsens eru veittir til útg- áfústarfsemi í samræmi við hlutverk sjóðsins. Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, setti reglugerð um Barnaverndar- sjóð Knuds Knudsens í júní 1987 þar sem segir að hlutverk sjóðsint skuli vera að auka forvarnir á sviði barnavemdar og að upplýsa almenning um stöðu baraaverndarmála. Að fjármunum sjóðsins skuli einkum varið til útgáfú rita um þetta eftii. Stofnframlag sjóðsins var 147.262 danskar krónur og var það fé flutt til íslands í ágúst 1988. I maí 1988 skipaði Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra Ingibjörgu Georgsdóttur barna- lækni formann sjóðsins. Auk henn- ar eru í stjórn sjóðsins Guðjón Bjarnason framkvæmdastjóri Barnavemdarráðs og Sævar Berg Guðbergsson félagsráðgjafi. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram í ágúst 1988 en þá styrkti sjóðurinn útgáfu smáritsins „Þetta er líkaminn minn“ sem gefíð var út af Samtökum um kvennaat- hvarf. Einnig styrkti sjóðurinn samtökin Delta Kappa Gamma við útgáfu veggspjalda um áhrif myndefnis á böm. Á árinu 1989 styrkti sjóðurinn aftur Delta Kappa Gamma samtökin til útgáfu bækl- ingsins „Hvað viljum við að festis' ’ í barnshuganum?“ og Kvikmynda- eftirlit ríkisins til útgáfu vegg spjalds um áhrif sjónvarps oj myndbanda á böm og unglinga. ). þessu ári hafa Foreldrasamtökii fengið styrk til útgáfu tímarits þar sem fjallað verður um vernc bama. I frétt frá sjóðsstjórn segir ac hún vilji með fréttinni vekja at- hygli á fjármunum sjóðsins 0£ hlutverki hans og hvetja sem flestí til að sækja um styrk úr sjóðnun til útgáfustarfsemi í samræmi vic hlutverk sjóðsins. Umsóknun ásamt verklýsingu skal skilað ti skrifstofu Bamaverndarráðs ís- ^ lands, Laugavegi 36, 101 Reykjavík, fyrir 1. septembei 1990. Málvísindastofiiun Háskólans: Fjöldi erlendra fyrir- lesara á tveimur mál-c vísindaráðstefiium TVÆR ráðstefiiur verða haldnar í Odda á vegum Málvísindastoftiun- ar Háskólans í næstu viku. Hin fyrri verður miðvikudaginn 13. júní og neftiist Samræður um íslensk málvísindi. Síðari ráðstefhan er Tólfta norræna málvísindaráðstefnan og stendur hún yfir dagana 14.-16. júní. Yfir fimmtíu manns halda fyrirlestra á ráðstefnunum, en þær eru opnar almenningi. Halldór Ármann Sigurðsson for- stöðumaður Málvísindastofnunar Háskólans sagði í samtali við Morgunblaðið að til fyrri ráðstefn- unnar væri sérstaklega boðið fjór- um erlendum fyrirlesumm auk íslenskra. Ottar Grönvik fyrrverandi próf- essor við Olsóarháskóla ríður á vaðið og fjallar um hvort nýfundinn rúnasteinn frá því um 900 í Malt í Danmörku hafi Vestur-norska eða íslenska áletmn. Næstur talar Svavar Sigmunds- son dósent um íslenska málhreins- unarstefnu á fyrri hluta síðustu aldar. Wolfgang Wurzel, heimsþekktur beygingafræðingur frá Austur- Berlín, fjallar um viðfangsefni í beygingarfræði. Hann hefur um langt skeið lagt út af íslensku í sínum fræðikenningum að sögn Halldórs. Þá tekur Valeríj P. Bérkov til máls og talar um afturbeygðar sagnir í íslensku. Bérkov er frá Leningrad og er höfundur nokk- urra orðabóka, þ.á.m. fyrstu íslensk-rússnesku orðabókarinnar sem korn út í Moskvu 1962. Nú vinnur hann að yfirferð fyrstu stóru rússnesk-íslensku orðabók- arinnar sem Helgi Haraldsson dós- ent hefur sett saman að frum- kvæði hans. Joan Maling prófessor við Bran- deisháskólann í Bandarikjunum íjallar um fallmörkun. Halldór sagði að vangaveltur um fallbeyg- ingu væm mikið í tísku í heimi málvísindanna. Menn hafí beint sjónum sínum að íslensku vegna þess hve fallbeygingar hafa horfíð mikið úr evrópskum málum. Joan Maling er ritstjóri tímaritsins Nat- ural Language and Linguistic The- ory. Hún er jafnframt annar tveggja ritstjóra bókarinnar Mod- ern Icelandic Syntax sem kemur út í New York í sumar. Að síðustu flytja Höskuldur Þrá- insson prófessor og Kristján Árna- son dósent fyrirlestur um íslenskar mállýskur á 20. öld. Þeir hafa stjómað rannsókn á mállýskum og í þeim tilgangi hafa verið tekin viðtöl við rúmlega 3000 manns af öllu landinu. Halldór sagði að þessi rannsókn væri einstæð vegna þess að hvergi hefur málfar heillar þjóð- ar verið rannsakað jafn ítarlega. Stofnun Sigurðar Nordals hefur styrkt Málvísindastofnun og býður þremur af fjómm erlendu fyrirles- aranna á fyrri ráðstefnuna. Orða- bók Háskólans býður hins vegar Bérkov. Halldór sagði að þetta hefði gert þeim kleift að halda þessa íslensku ráðstefnu í tengsl- um við þá norrænu. Eins og kemur fram að ofan er mikil áhersla lögð á að fjallað verði um rannsóknir á íslensku nútímamáli, en erlendir vísindamenn hafa í meira mæli beint sjónum sínum að rannsókn- um á fombókmenntunum. Tólfta norræna málvísindaráð- stefnan er haldin hér á landi í fyrsta sinn. Þar halda 50 manns stutta fyrirlestra um almenn málv- ísindi. Fyrirlestramir taka um 20 mínútur í flutningi og á eftir verða 10 mínútna umræður. Málvísindastofnun hefur notið stuðnings ýmissa fyrritækja og stofnanna til þess að koma þessum ráðstefnum á fót og gefa út fyrir- lestrana síðar. Þau eru Landsbank- inn, Seðlabankinn, Islandsbanki og Búnaðarbankinn, Sjóvá-Almennar, Reykjavíkurborg og Visa-ísland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.