Morgunblaðið - 09.06.1990, Side 26

Morgunblaðið - 09.06.1990, Side 26
„ 4 Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Vona að samstarfið við Alþýðubandalagið á Akureyri muni ganga vel ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins kveðst hafa ---------------------------- Lokið við upp- setningu 36 metra mast- urs á Dysnesi LOKIÐ hefur verið við að setja upp 36 metra hátt mastur á Dys- nesi í Eyjafirði og verða sett á það mælingatæki á næstu dögum. Mastrinu er ætlað að mæla hita- stig, vindstig og vindáttir ásamt upp- og niðurstreymi. Mastrið var sett upp að tilstuðlan Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar og er tilgangurinn að fá fram nákvæmari loftmælingar ■n fyrir liggja. Sigurður P. Sigmundsson fram- <væmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sagði að mastrið ætti að standa uppi í eitt ár, eða þar til í júní á næsta ári. Ætlunin er að setja upp annað mastur, nokkru lægra, upp við Árskógssand, en sá staður hefur einnig verið nefndur í umræð- -^im um hugsanlegt álver í Eyjafirði. allt gott um samstarf flokksins við Alþýðubandalagið í bæjar- stjórn Akureyrar að segja. „Eg tel að það verði Akureyrarbæ áfram til farsældar að sjálfstæð- ismenn eigi þar aðild að bæjar- stjórnarmeirihluta og ég vona að samstarfíð við Alþýðubanda- lagið muni ganga vel,“ sagði hann. „Auðvitað er margt sem skilur þessa flokka að í landsmálum,“ sagði Þorsteinn, „en sósíalisminn er hruninn og þar með er kannski búið að ryðja ýmsum steinum úr vegi fyrir samstarfi þessara flokka og þetta getur orðið merkilegur prófsteinn." Þorsteinn kvaðst ekki sjá að samstarf þessara flokka í bæjar- stjórn Akureyrar annars vegar og ágreiningur þeirra í landsmálum hins vegar þurfi að rekast á. „Það hefur að minnsta kosti ekkert komið fram í þessum samningum sem bendir til þess. Þessir samn- ingar þurrka ekki út ágreining sem verið hefur á milli þessara flokka, en ég tel þá eigi að síður mjög markverða tilraun og þeir geta orðið prófsteinn á þá breyttu tíma sem nú eru eftir fall sósialis- mans.“ Ólafiir Ragnar Grímsson formað- ur Alþýðubandalagsins: Líst mjög vel á samstarfíð í bæjarstjórn Akureyrar ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir að sér lítist mjög vel á meirihlutasamstarf Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks á Akureyri. „Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að mörg af þeim mál- efnum sem alþýðubandalagsfólk á Akureyri ræddi við mig að það hefði áhuga á að ná fram í bæjar- stjórn, nokkrum vikum fyrir kosn- ingar, þegar við ræddum saman, setja sterkt svipmót á þennan málefnasamning,“ sagði Ólafur. Hann var spurður hvort hann teldi hættu á að samstarfið á Akureyri annars vegar og ágrein- ingur flokkanna í landsmálum hins vegar rækjust á. „Það held ég ekki,“ sagði hann. „Ég held að það séu ýmis dæmi um það að alþýðubandalagsmenn hafi átt ágætt samstarf við sjálfstæðis- menn í bæjarstjómum. Ég minni til dæmis á að á síðasta kjörtíma- bili unnu þessir flokkar saman í nágrannabænum Dalvík með góð- um árangri og það eru önnur dæmi um það að alþýðubanda- lagsmenn hafi unnið með sjálf- stæðismönnum með góðum ár- angri að sveitarstjórnamálum. Ég tel að sá málefnasamningur sem þama var gerður sýni það, að jafn- ræði ríki með flokkunum í þeim stefnugrundvelli sem þarna er mótaður." ® @ 1 -S ffl S1;:: 1;:: 1!;! 11; i 1 i;; 1 i i; 11;:! 1 i: i 11 i i i 1Í' Í1 i i 11 > i i 1 i i > 1 i i i 11 nMífflSllIB S5IB3| IBlffl E Mfflffi U B lil Ui T IIJ “Uf_BTl nsrwi llllll III ffl B'ffl ffl MENNTASKOLINN A AKUREYRI Hátíðardansleikur í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 16. júní Hátíðarmatseðill, hátíðarhljómsveitir og skemmtiatriði að hætti MA allra ára. Opið öllum MA stúdentum og gestum þeirra. Verð miða er kr. 3.500,-. Húsið verður opnað kl. 18.00 með lúðraþyt og sveiflu. Miðar afgreiddir í setustofu heimavistar MA 14. og 15. júníkl. 16.00-19.00 og laugardaginn 16. júní kl. 10.00-14.00. Upplýsingasími 96-25499 eingöngu ó opnunartíma miðasölu. Kredifkortaþjónusta. Ath.: Engin miðasala við innganginn. MA '90. tm****?'"?! Morgunblaðið/Rúnar Þór Tilbúnir í heilsuhlaupið Efnt verður til heilsuhlaups í fyrsta sinn á Akureyri í dag, en hlaupið hefst í göngugötu kl. 12 á há- degi. Þátttakendur geta hlaupið, gengið eða hjólað eftir því sem þeim best hentar en vegalengdin sem farin verður er um fimm kílómetrar. Halldóra Bjarna- dóttir starfsmaður Krabbameinsfélags Akureyrar afhenti í gær sérstaka boli merkta heilsuhlaupinu, en frá vinstri á myndinni eru læknarnir Jónas Franklín og Friðrik Vagn, þá Halldóra sem er að afhenda Sigfúsi Jónssyni bæjarstjóra og landskunn- um langhlaupara bol sinn og loks Sigurður P. Sig- mundsson framkvæmdastjóri, en hann er einnig þekktur hlaupari. Ný bæjarsijórn; Málefhasamningur meirihlut- ans kynntur á fyrsta fimdinum FYRSTI fúndur nýkjörinnar bæjarstjórnar á Akureyri verður á þriðjudag og verður á fundinum kosið í nefndir og ráð á vegum bæjarins. Þar verður einnig staðfest ráðning nýs bæjarstjóra, Hall- dórs Jónssonar, og máleihasamningur meirihlutans, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, verður lagður fram til umræðu. Flokkarnir hafa skipt með sér embættum, þannig verður forseti bæjarstjórnar árið 1990 af G-lista, 1991 af D-lista, 1992 af G-lista og 1993 af D-lista. Formaður bæjar- ráðs verður af D-lista þetta ár, en af G-lista það næsta. Árið 1992 verður formaður bæjarráðs frá Sjálfstæðisflokki og frá Alþýðu- bandalagi árið 1993. Meginverkefni bæjarstjórnar verða að efla atvinnulíf á Akureyri og eins og áður hefur verið skýrt frá verður það m.a. gert með því að taka upp viðræður við stjórn- völd, sameignaraðila og stjórn Landsvirkjunar um sölu á eignar- hluta Akureyrar í Landsvirkjun og þeir Ijármunir sem þannig fást nýtt- ir bæði til lækkunar á skuldum hita- veitunnár og til nýsköpunar í at- vinnulífi. Sérstök verkefni sem unnið verð- ur að á kjörtímabilinu eru m.a. bygging íbúða- og þjónustukjarna í samvinnu við félag aldraðra, hlið- stæðán þeim sem nú er að rísa við Víðilund, átak verður gert í fegrun miðbæjarins og Strandgatan endur- byggð, hrundið verið í framkvæmd áætlun um lagningu göngu- og hjól- reiðaleiða um bæinn auk þess sem áfram verði haldið gerð reiðvega um bæjarlandið og aðstaða við hest- húsahverfi bætt. Uppbygging fráveitukerfis verði hafin og grófhreinsistöð tekin í notkun og sorphirða verður tekin til endurskoðunar með það í huga að flokka sorp og endurvinna það. Þá er fyrirhugað að stórbæta sund- aðstöðu, koma upp heitum pottum við sundlaug í Glerárhverfi og barnalaug við Sundlaug Akureyrar. Eitt þeirra verkefna sem meiri- hlutinn mun vinna að er endur- skipulagning veitustofnana með það í huga að sameina verkefni þeirra enn meir en nú er. Hvað varðar skólamál má nefna byggingu skóla í Giljahverfi, sam- felldum skóladegi verði komið á og gerð verði ný framkvæmdaáætlun um byggingar og endurbætur á lóð- um skólanna og eftir henni unnið. Háskólinn verði studdur af alefli og bærinn mun kosta kapps um að stofnanir sjávarútvegsins tengist honum þannig að Akureyri verði miðstöð sjávarútvegs í landinu. Skóladagheimili verði komið upp Á sunnudag, sjómannadaginn, verða fánar dregnir að húni kl. 8 og blómsveigur verður lagður að minnismerki týndra og drukknaðra sjómanna, en hann stendur við Gler- árkirkju. Sjómannamessur verða í báðum kirkjunum kl. 11, séra Þórhallur Höskuldsson annast guðsþjón- ustuna í Akureyrarkirkju og séra Pétur Þórarinsson í Glerárkirkju, en sjómenn aðstoða í messunum. Dagskrá hefst við Sundlaug Ak- ureyrar kl. 13.30 á sjómannadag- inn, Lúðrasveit Akureyrar leikur og ávörp flytja Valdimar Kjartansson fyrir hönd útgerðarmanna og Há- utan Glerár og dvalartími á dagvist- um verði sveiganlegri og þær opn- aðar börnum yngri en tveggja ára. Þá hefur meirihlutinn einnig í hyggju að hefjast handa um við- byggingu við Amtsbókasafnið og reyna að fá stjórnvöld til að leggja ijármuni á móti bænum í slíka menningarmiðstöð, auk þess sem bærinn mun styðja áform um að gera Grófargil að miðstöð lista í bænum. / Að lokum má nefna að byggingu félagslegra íbúða verður haldið áfram og m.a. byggðar tíu leigu- íbúðir á ári og möguleikar kerfisins nýttir í þágu aldraðra og öryrkja. Einnig að stutt verður við byggingu fleiri stúdentaíbúða og þrýst verður á um að byggð verði heimavist fyr- ir nemendur framhaldsskólanna. kon Þröstur Guðmundsson fyrir hönd sjómanna. Sjómenn verða heiðraðir og keppt verður í stakka- sundi, björgunarsundi og kodda- slag. Á menntaskólavellinum keppa sjómenn í knattspyrnu og hefst fýrsti leikurinn kl. 15.30. Sjó- mannadansleikur verður í Sjallan- um um kvöldið þar sem hljómsveit- in Kvartett leikur fyrir dansi og boðið verður upp á matseðil að hætti sjómannsins. Konur úr Slysavarnadeild kvenna á Akureyri verða með kaffisölu á Hótel KEA á sunnudaginn frá kl. 15 í tilefni dagsins. Sjómannadagurinn: Sýning Slysavamaskólans og þyrlu Landhelgisgæslunnar DAGSKRÁ Sjómannadagsins á Akureyri hefst í dag kl. 14 á Torfú- nefsbryggju með sýningu Slysavarnaskóla sjómanna og þyrlu Land- helgisgæslunnar. Kappróður milli skipshafna, kvenna og fyrirtækja hefst kl. 15 við Torfúnefsbryggju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.