Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 13

Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 13 Formræn fegurð Myndlist BragiÁsgeirsson e Nafn dönsku listakonunnar Tove Ólafsson þekkja margir íslendingar og þá helst fyrir það, að hún var um árabil gift okkar ágæta mynd- höggvara Sigurjóni Ólafssyni. Einnig eru til nokkrar athyglisverð- ar myndastyttur eftir hana hér á landi en því miður alltof fáar. Nokkrum aðilum hefur alltaf verið það ljóst hve mikilhæf listakona Tove er og ótvíræða þýðingu henn- ar fyrir íslenzka höggmyndalist, þrátt fyrir að hennar nyti alltof stutt við hér á landi. Þannig var henni boðið að sýna í Listmunahúsinu við Lækjargötu fyrir tæpum áratug og vakti sú sýning dijúga athygli. Það fer vel á því að Listhúsið Borg skuli hafa boðið henni að vera fulltrúi sinn á Listahátíð og trútt um talað, þá er þetta að mínu mati eitt ánægjulegasta framlagið til hátíðarinnar að þessu sinni. Ekki síst vegna þess að svo mynd- arlega er að sýningunni staðið og hún svo vel sett upp að fram- kvæmdin er Listhúsinu til mikils sóma. Á veggina hefur verið komið fyrir myndum eftir listfélaga henn- ar og nána vini, Nínu Tryggvadótt- ur og Þorvald Skúlason, og er mik- ill og fagur samhljómur milli ver- kanna. Það er ekki einasta, að sýningin sé í senn áhrifarík og heilsteypt heldur á hún mikið erindi til okkar. Ég vil nefnilega halda því fram, að það ekta og upprunalega íhögg- myndalist hafi verið vanrækt á Is- landi til hags fyrir alls konar til- raunir, sem ekki hafa alltaf þann trausta og ótvíræða bakgrunn, sem eru undirstaða rökréttra vinnu- bragða. Það er svo sannarlega allt annað að þróast út í tilraunir og gerast núlistamaður, en að byija strax á nýsköpuninni, án þess að hafa neinn bakgrunn eða trausta fótfestu. Slíkt hefur meiri svip af léttvægri hönnun en gildri mótun- arlist. Það er þannig hreinn unaður að sjá hvernig Tove Ólafsson með- höndlar efnivið sinni, og þann form- og skynræna styrk sem er aðal þeirra. Það tekur t.d. mörg ár að þróa þessa formrænu tilfinn- ingu, sem er svo ríki í myndverkum listkonunnar, með samfelldu og markvissu námi og þjálfun. Hér sjáum við undirstöðuna og hve nútímaleg þessi verk hennar eru, þrátt fyrir að hún vinni á hlut- lægan hátt samkvæmt innri þörf, og það er nú einmitt það sem menn eiga að gera, og þessi innri þörf þarf að skína út úr verkum lista- manna, hvaða stílbrögð sem þeir nú aðhyllast. Ekkert er fáránlegra en 'að af- greiða listamann fyrir það eitt í hvaða stílbrögðum viðkomandi vinni og er jafn gáfulegt og að hafna fólki fyrir aðrar skoðanir, annað litaraft eða annað þjóðerni og annað tungumál. Það er enginn hávaði í myndum Tove heldur fegurð hins formræna og samþjappaða einfaldleika, sem segir manni svo mikið um eðli höggmyndalistarinnar, nákvæm- lega á sama hátt og hin einföldu verk hinnar frægu tyrknesk-fæddu en danskgiftu leirlistakonu Alev Siesbye segja manni svo mikið um uppruna og kjarna keramiklistar- innar. Hér eru engar fáfengilegar tilraunir til allra átta á ferð, heldur fagið sjálft, handverkið og umfram allt upprunaleg sköpunarþörfin. Þannig verður öll mikilfengleg list til, hægt og hljótt, en ber af alls staðar þar sem hún kemur fram og um leið er þetta samtímalist út í fingurgóma. Það er ákaflega erfítt að gera upp á milli myndanna á sýningunni því að hvert eitt verk er afkvæmi sérgildrar sköpunarviðleitni, þótt jafnan sé stuðst við hlutveruleik- ann, en ég vil sérstaklega vísa til nokkurra mynda sem mjög höfðuðu til mín, sem eru „Móðir og barn“, 1979 (1), „Stúlka", 1980 (2), „Barnaheimili", 1990 (3), „Negra- stúlkur“, 1981 (4) og „Negrastúlk- ur við uppskeru 1980 (17). Allt eru þetta verk sem myndu sóma sér hvar sem væri í heiminum og fylla þá gleði sem sanna tilfínningu hafa fyrir vel mótuðum hlutum. Myndirnar á sýningunni eru frá ýmsum tímum, unnar í margvísleg efni svo sem tré, leir og sérstaklega meðhöndlaða og veðurþolna steypu, en eiga það sameiginlegt, að hvar sem listakonan leggur hönd að skína persónueinkenni hennar í gegn og þetta sem ég vildi nefna töfra einfaldleikans. Maður þakkar fýrir sig með virktum og segir einfaldlega „Bravó“ Tove Ólafsson. „Einfarar“ e í hveiju þjóðfélagi er til fólk sem finnur sér afþreyingu í hinu aðskilj- anlegasta tómstundastarfi. Ekkert er þá eðlilegra en að ein- stakir finni hjá sér hvöt til þess að sinna skapandi athöfnum og á það sér stað í öllum stéttum þjóðfé- lagsins þv7 að víða leynist neistinn. Það er því vísast til ekki alveg kórrétt að nefna slíka menn „al- þýðulistamenn“ og utangarðsmenn eru þeir naumast í almennri merk- ingu hugtaksins frekar en svo margur atvinnulistamaðurinn. Þeim er nefnilega ekki hafnað, heldur er þessi tegund listaviðleitni í miklum metum hjá ýmsum og veglegar bækur hafa verið gefnar út um þá og söfn reist yfir verk þeirra, ásamt því sem list þeirra er skilgreind í uppsláttarritum um myndlist engu síður en öðrum greinum myndlistar. Og misskildir einfarar eru þeir ekki lengur, því eins og ég hef áður vísað til í skrifum mínum, þá eru margir þeirra heimsþekktir í dag og verð á verkum þeirra uppi í skýjunum. Listathöfnin næfismi er þannig er svo er komið orðin að viður- kenndu fýrirbæri í heimslistinni frekar en einhveiju alveg sérgildu, og helstu fulltrúar hennar á vorum dögum heimskunnir. En vegna þess að ekki er hægt að heimfæra þetta fólk við einhver ákveðin, sameiginleg og meðvituð stefnumörk, eins og t.d. hjá Cobra og viðlíka listhópum, þá hafa menn verið að velta fyrir sér öðrum nöfn- um eins og t.d. „Sunnudagsmálar- ar“. í alveg hreinni merkingu og það er á engan hátt af hinu lak- ara, enda er oft eins og það sé sunnudagur í myndum þeirra, eða eins og þeir orða það í Frans „Mai- tres Populararies de la Réalité“ (meistarar vinsæls raunsæis). Þeir hafa og verið kynntir undir slíkum nöfnum í útlandinu. Hér er nefnilega einfaldlega um að ræða mjög upprunalega kennd þar sem frjálst hugarflugið ræður stefnunni. Eins konar táknrænn einfaldleiki leikmannsins. En svo bætist það einnig við, að slíkir hafa sumir hveijir þróað með sér mjög sérstæða, sjálf- sprottna tækni og geta fáir farið í skóna þeirra og alls ekki obbinn af því fólki sem dregið er fram og sett undir sama hatt. Skal hér fremstan í flokki nefnd- ur Frakkinn Henri Rousseau, en einnig ber að nefna Ömmu Moses frá Bandaríkjunum, Júgóslavann Ivan Generalic og Hollendinginn Willem Westbroek. Það er nefnilega þetta sem skilur á milli viðvaningsins og meistarans f allri list, að snillingurinn hefur einhverskonar innbyggða ratsjá og hæfileika til að þróa með sér ákveðna tækni, þrátt fyrir að hann hafí aldrei notið neinnar tilsagnar. Hið nákvæmlega sama á við um fjölda listamanna innan annarra greina sjónlista þótt þeir hafi alls enga næfiska kennd og sumir hafa jafnvel orðið heimskunnir rökfræð- ingar á listir þótt aldrei hafi þeir stigið fæti inn í skóla. Það er mjög nauðsynlegt að gera sér þetta ljóst og að fara ekki að búa til einhver afmörkuð hugtök um þessa athöfn og þetta fólk, sem getur leitt ókunnuga á villigötur. Allir góðir listamenn eru t.d. að vissu marki einfarar, því að þeir bæta við þekkingu sína og lista- stefnu þá sem þeir aðhyllast ein- hverju sem engir aðrir eiga til. Þessu vildi ég koma á framfæri, því að ég er mikill unnandi uppr- unalegra kennda í málverki og áhugamaður um að fólk leiti þeim útrásar í hvers konar listsköpun, það þroskar sérhvern og eykur meira að segja með honum mál- kennd svo sem sannað hefur verið með alþjóðlegum rannsóknum. — Framlag Hafnarborgar, Menningar og listastofnun þeirra Gaflara, á Listahátíð er sýningin „Einfarar" og eru þar kynntir 14 sunnudagsmálarar. Ég hef áður ritað um margt af þessu fólki og því lítil ástæða til að endurtaka það hér. En yfirlit fæðir ósjálfrátt af sér ýmsar hugleiðingar og þá helst hvar þetta fólk er statt í listsköpun sinni og hver bakgrunnur listsköp- unnar þeirra sé; Skyldi ekki ísleifur Konráðsson í tæknilegu tilliti vera okkar fremsti næfisti? Hans bestu myndir eru fjári skemmtilegar og þrungnar næfskri tilfinningu og svo virtist hann sem persóna vera ósköp venjulegur maður, en gæddur þess- ari alveg sérstöku upprunalegu kennd. Sem slíkur fellur hann vel undir upprunalegu skilgreininguna næfisti. En það eru margir aðrir með mjög áhugavert framlag til sýningarinnar og kannski hæpið að kasta fram slíkum fullyrðingum. En að öllu samanlögðu er það trúa mín að flestir hafi mikinn ávinning af að skoða þessa sýningu og hún er svo sannarlega heimsóknar virði. Hið nýja póstútibú að Stórhöfða 12. 1 Salonisti Nýtt póst- útíbú á Ar- túnshöfða NÝTT pósthús R-12, sem á að (tjóna ibúum í Grafarvogi og á Artúnshöfða, opnaði í nýju hús- næði að Stórhöfða 17 á mánudag. Afgreiðsla pósthússins hefur verið tölvuvædd-og nú geta handhafar gíróreikninga fengið yfirlit yfir stöð- una á reikningum sínum beint hjá gjaldkeranum. Pósthólfin eru 480 og geta þeir sem hafa hólf á leigu feng- ið sérstakt aðgangskort sem gerir þeim kleift að komast í hólfið frá klukkan sjö á mórgnana til klukkan átta á kvöldin mánudaga ti! föstu- daga og einnig á laugardagsmorgn- um til klukkan tólf. Pósthúsið er 462 fermetrar að stærð og tók Póstur og sími það á leigu seint á síðasta ári. Arkitekt hússins, Erling Pedersen, var einnig fenginn til að hanna innréttingar. Smíði þeirra var boðin út og í febrú- ar var samið við lægstbjóðanda, Ver- kval sf. Rafmagnsverkstæði Pósts og síma sá um raflagnir en þær voru hannaðar af Raftæknistofunni. Póst- hólfin eru frá Vélsmiðjunni Trausta. Við húsið er góð aðkoma fyrir fatl- aða. í nýja útibúinu starfa þrír póstaf- greiðslumenn og tíu bréfberar auk útibússtjóra en því starfi mun Þor- steinn Olafsson gegna fyrst um sinn. Boðið verður upp á alla almenna póstþjónustu. Hinn almenni afgreiðslutími póst- útibúanna í Reykjavík er frá kl. 8.30 til 16.30 mánudaga til föstudaga en í Kringlunni, við Armúla og í Um- ferðarmiðstöðinni er opið til klukkan 18.00. í Umferðarmiðstöðinni er opið til klukkan 18.00. í Umferðarmið- stöðinni er einnig opið á laugardög- um til kl.14. Ténlist JónÁsgeirsson $ Margar sögur eru til um fræga snillinga, sem á yngri árum unnu fyrir sér með því að leika á kaffi- húsum og einnig aðra sem voru snilldarflytjendur léttrar tónlistar alla ævi. Þar eru frægastir Strauss-feðgar. Skilin á milli skemmti- og alvarlegrar tónlistar eru ekki eins ljós og ætla mætti, því ef svo væri mætti t.d. kalla nær alla óperutónlist skemmtitónlist, stóran hluta af balletttónlist „dans- músik“ og öll tónverk, sem byggð eru á þjóðlögum, dægurlagaút- færslur. Frá hinu hominu í þessari afmörkun hafa komið frábærar tónhendingar, sem lifað hafa verk unnin af mikilli kunnáttu. Það er hægt að lyfta slíkum tónhending- um með kunnáttusamlegri útfærslu en með kunnáttunni einni verður ekkert markvert skapað. I Salonisti er skemmtilegur leik- hópur sem flytur skemmtilegar útfærslur á verkum eftir menn eins og Schrammel, Kalman, Leoncav- allo, Rossini, Kreisler, Satie, Deb- ussy, Enescu, Massenet, Shosta- kovitsj, Stravínskíj og Khatsjatúij- an. Meginhluti slíkar tónlistar er endurunnin og orkar tvimælis hvort t.d. útfærslan á Tunglsljósi, eftir Debussy eigi rétt á sér. Önnur verk sem flutt voru á þessum tónleikum áttu vel við og voru skemmtilega flutt. Besta verkið á efnisskránni var þjóðlagaverk eftir Enescu, þar sem kenna mátti fræga drykkjuv- fsu (Verdrunken sei die Burchen her) og í niðurlaginu hinn fræga kossadans. Sem aukalag fluttu fé- lagarnir Svörtu augun. I Salonisti eru ekta kaffíhúsa- menn af gömlu gerðinni og vel hefði farið á því ef þeir hefðu ver- ið á einu af þessum gömlu og fínu kaffihúsum og viðgjörningurinn verið kaffi og kóníak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.