Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 25 Frjálsar kosningar í Alsír í fyrsta sinn í þrjátíu ár Algeirsborg. Reuter. FYRSTU frjálsu kosningarnar í Alsír í 30 ár fóru fram í gær er kosið var til héraðs- og sveit- arstjórna. Einsflokkskerfí hefur verið S landinu frá því það hlaut sjálf- stæði frá Frakklandi árið 1962 og hefur Þjóðfrelsisfylkingin (FLN) farið með völdin. „Kjörsóknin er mun meiri en venjulega,“ sagði Aicha Barki, talsmaður FLN. „Samt sem áður kunna ekki allir að kjósa. Fólk er vant því að hafa aðeins um einn flokk að velja,“ bætti hann við. Tíu aðrir flokkar bjóða fram í kosningunum, þar á meðal flokkur heittrúaðra múslíma, íslamska frelsunarfylkingin (FIS). Talsmað- ur flokksins, Abbasi Madani, sagði á mánudag að fengi FIS minna en 75% atkvæða hlytu að vera brögð í tafli. Hann varaði við því að óeirðir brytust út ef stjórnvöld gerðust sek um kosningasvindl. Engar skoðanakannanir voru gerðar fyrir kosningarnar en stjórnarerindrekar og fréttaský- rendur telja að FIS fái um þriðj- ung atkvæða. Flokkurinn sækir fylgi sitt aðallega til ungs fólks í þéttbýli, sem er óánægt vegna efnahagskreppunnar í landinu. Hann stefnir að því að stofna íslamskt ríki. Síðustu ftjálsu kosningarnar í landinu fóru fram árið 1960, tveimur árum áður en það hlaut sjálfstæði frá Frakklandi. EFTA: 30 ára afinæli haldið hátíðlegt í Gautaborg Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter Chadli Benjedid, forseti Alsírs, greiðir atkvæði í fyrstu frjálsu kosn- ingunum í landinu í 30 ár. LEIÐTOGAR aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) koma saman i vikunni í Gautaborg til að minnast þess að á þessu ári eru 30 ár liðin frá undirritun Stokkhólmssáttmál- ans um stofnun bandalagsins. Jafnframt fundi leiðtoganna, sem verður á fimmtudag, halda ut- anríkisráðherrar EFTA-ríkjanna fiind með Frans Andriessen sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (EB). Á mánudag og þriðjudag hélt ráðgjafarnefnd EFTA fund en í henni sitja fulltrúar atvinnulífsinSj fimm frá hveiju aðildarríkjanna. I gær hélt ráðgjafarnefndin sameig- inlegan fund með fulltrúum úr ráð- gjafar nefnd EB þar sem m.a. var fjallað um yfirlýsingu um félagsleg réttindi innan aðildarríkja beggja bandalaganna. Auk þess var fjallað um samstarf nefndanna innan hins svokallaða Evrópska efnahags- svæðis (EES) og samskipti Austur- og Vestur-Evrópu í framtíðinni. Bretland: Er umhverfisvernd að verða heimsslitaspádómur? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LOGÐ hafa verið fi-am drög að námsskrá í umhverfisverndarfræðum fyrir brezka grunnskóla. Sumir skólamenn hafa áhyggjur af því, að þau fræði kunni að auka börnum svartsýni. Nefndin, sem gerði tillögur um þar mætti finna margar ólíkar skoð- nám í umhverfisvernd, hafði það verkefni að semja námsskrá í landa- fræði. Hún leit svo á, að umhverfis- vernd ætti bezt heima með landa- fræði. Tillögur nefndarinnar ganga meðal annars út á, að börn í barna- skóla læri að bæta umhverfi sitt og skipuleggja söfnun rusls til dæmis. Unglingar eiga að læra um hækkun hita á jörðinni eða gróður- húsaáhrifin svonefndu, ósónlagið og eyðingu hitabeltisskóga. Talsmaður nefndarinnar neitaði því, að tillögurnar væru einungis tilraun til að tolla í tízkunni. Hann lagði áherzlu á, að börn þyrftu að skilja, að þessi mál væru flókin og amr. En sumir skólamenn halda því fram að umhverfísvemdaráróður- inn eitri skoðanir þeirra á umheim- inum og geri þau hrædd og rugluð. Martin Turner, uppeldissálfræð- ingur hjá bæjarstjóminni í Croydon í Lundúnum, segir, að blanda hálf- sannleika og áróðurs, sem böm séu mötuð á snemma á ævinni, geti hamlað þroska þeirra. „Þetta er ein mynd misnotkunar á börnum, sem er byggð inn í kerfíð. Böm læra, að veröldin sé ógnvænleg og það lamar traust þeirra.“ „Umhverfisvernd er bara pólitísk róttækni í nýjum klæðum,“ segir Dennis O’Keeffe, félagsfræðingur í gær og fyrradag hélt stjórnar- nefnd samningaviðræðna EFTA við EB jafnframt fundi í Gautaborg þar sem ætlunin var að freista þess að ná samkomulagi um fækkun þeirra fyrirvara sem EFTA-ríkin hafa sett fram við þær reglugerðir EB sem gilda eiga um EES. Samkvæmt heimildum í Brussel og Gautaborg era góðar líkur taldar á því að árangur náist í þessu efni þrátt fýrir umtalsverða andstöðu ein- stakra aðildarríkja EFTA. Auk embættismanna úr utanríkisráðu- neytinu og sendiráðum íslands í Brussel og Genf mæta Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra, til hátíðahaldanna. við Polytechnic-skólann í Norður- Lundúnum. „Hún er að verða sterk- ari en önnur tízkuæði vegna þess, að við höfum eðlilega áhyggjur af framtíð heimsins." Robert Whelan, sem ritað hefur bók gegn umhverfisvemdaráróðrin- um, segir, að nú séu gróðurhúsa- áhrifín, eyðing ósónlagsins og regn- skóganna og útdauði dýrategunda boðendur heimsslita. Tveir bandarískir vísindamenn benda á að í rannsóknum á veður- fari í suðurríkjum Bandaríkjanna hafí komið í ljós, að hiti þar hafí lækkað síðustu hundrað árin. Þeir nefna einnig, að það sé alls óljóst, hve mikil hækkun hitans verður og hvort hún verði skaðleg. Ýmsar vísbendingar séu um, að hækkun hitans muni leiða til aukinnar fæðu- framleiðslu í heiminum. Sri Lanka: Samið um vopnahlé Colombo. Reuter. STJÓRN Sri Lanka og skæruliðasamtök Tamíl- tígranna hafa samið um vopnahlé, að sögn talsmanns stjórnvalda í höftiðborginni Colombo í gær. Tígrarnir gerðu harða hríð að stöðvum lögreglu og herliðs í norður- og austurhluta eyríkisins í gær og á mánudag, beittu sprengjuvörpum og vélbyss- um og felldu a.m.k. 18 manns. Yfirlýsingin um vopnahlé var gefin út eftir að fulltrúi stjórn- valda, Shahul Hameed, sneri aftur til höfuðborgarinnar eftir tveggja sólarhringa viðræður í aðalbækistöð skæraliða í borg- inni Jaffna, tæpa 500 km norð- ur af Colombo. Yfirvöld hafa reynt að fá skæraliðana til að leggja niður vopn og taka þátt í lýðræðis- legri stjórnmálabaráttu. Sinha- lesar era í miklum meirihluta á Sri Lanka og Tígrarnir eru öflugasti hópur tamílska þjóð- arbrotsins. Þeir tóku öll völd í norð-austurhéraðunum eftir að indverskar hersveitir, er reyndu að stilla til friðar í átökum í héruðunum, yfirgáfu þau í mars sl. PMco þottavéláverðisem allir ráða við Aðeins 49 Við erum stoltir yfir því að geta tilkynnt þér að vegna hag- stæðra samninga og magninnkaupa getum við boðið þessa hágæða þvottavél með öllum þeim mögu- leikum sem þú þarfnast á verði sem allir ráða við. Philco W85 RX býður fjölda mismunandi þvottakerfa og þar af eitt sérstaklega fyrir ull. Vélin er búin sjálfstæðri hitastillingu og vinduhraða allt að 800 snúninga - Hún tekur inn á sig heitt og kalt eða eingöngu kalt vatn. í tromlu og belg er ryðfrítt stál. Philco W85 RX tek- ur 5 kg af þurrum þvotti og er full- komlega rafeindastýrð með flæði- öryggi og yfirhitunarvara. Þetta er vél sem þú getur ekki látið fram hjá þér fara. PHILCO þægindi sem hægt er að treysta. Atborgunarverð kr. 52.500.- Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515» KRINGLUNNISIMI6915 20 !/id */umSv&£jati£egfo ó SOMWtíjtm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.