Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 29

Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 29 HATIÐAHOLDIN A SJOMANNADAGINN: Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Áhöfii Lóðsins, sem fékk viðurkenningu fyrir björgun fimm skip- verja af Sjöstjörnunni. Frá vinstri eru Gísli Einarsson, Ágúst Bergs- son skipstjóri og Sigurður Elíasson. Með þeim á myndinni er Októvía Andersen, formaður slysavarnadeildarinnar Eykyndils, sem afhenti þeim viðurkenninguna. V estmannaeyjar: Áhöfii Lóðsins heiðruð fyrir bj örgunaraft'ek Vestmannaeyjum. HÁTIÐARHOLD sjómannadagsins í Vestmannaeyjum fóru fram með hefðbundnum hætti um síðustu helgi. Á laugardag var skemmtidag- skrá við höfiiina en á sunnudag var dagskrá á Stakkagerðistúni. Blíðskaparveður ríkti í Eyjum um helgina og tókust hátíðarhöldin vel. Hefðbundin dagskrá var við höfnina á laugardeginum. Kappróð- ur, koddaslagur, tunnuhlaup, stakkasund og fleira. Um kvöldið var síðan stiginn dans í fjórum húsum. Á sjómannadaginn hófst dag- skráin með skrúðgöngu. Að aflok- inni sjómannamessu í Landakirkju sá Einar J. Gíslason um athöfn við minnisvarðann við Landakirkju þar sem hann minntist þeirra sem far- ist hafa í sjóslysum. Konur úr Slysavarnadeildinni Eykyndli sáu síðan um kaffisölu í Alþýðuhúsinu en seinnipart dags var dagskrá á Stakkagerðistúni. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir björgunarafrek og hlaut áhöfn Lóðsins viðurkenningu fyrir björg- un fimm skipveija af Sjöstjörnunni VE sem sökk við Eyjar í vetur. Aldraðir sjómenn voru heiðraðir og Jón Bondó Pálsson flutti ræðu dags- ins. Síðan voru veittar viðurkenn- ingar fyrir keppni laugardagsins og slegið á létta strengi fyrir börnin. Grímur Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Frá vígslu Víðihlíðar, nýs heimilis fyrir aldraða í Grindavík. Grindavík: Heimili aldraðra vígt - fékknaftiiðVíðihlíð Grindavík. NÝTT hcimili fyrir aldraðra var vígt á sjómannadaginn í Grindavík. Um er að ræða þriðjung heimilisins sem er tilbúinn til notkunar. Heim- ilið hlaut nafnið Viðihlið. Athöfnin hófst á því að sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur flutti blessunarorð og kirkjukór Grindavík- ur söng. Ólína Ragnarsdóttir, for- maður bygginganefndar, rakti bygg- ingarsögu Víðihlíðar. Þar kom m.a. fram að söguna megi rekja allt aftur til ársins 1981 þegar Kiwanisklúb- burinn Boði hélt fund um málefni aldraðra og bauð á hann Pétri Sig- urðssyni. Upp frá því var farið að kanna möguleikana á byggingu heimilis fyrir aldraða í Grindavík. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 1983 og nú er þriðjungur þess tekinn í notkun og vonandi allt innan skamms. Aðalverktaki heimilisins er Grind- in hf. í Grindavík en ýmsir verktakar hafa komið við sögu. Ólína gat þess að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga hefði lagt byggingunni lið með gjöf- um og kom á framfæri þökkum til þeirra aðila. Guðmundur Einarsson, formaður öldrunarráðs, afhenti síðan Guð- björgu. Guðlaugsdóttur lykla að fyrstu búðinni Ólína Ragnarsdóttir sagði í stuttu spjalli við Morgunblaðið að þetta væri stór dagur í sögu öldrunarmála í Grindavík. „í dag er ég hamingju- söm og mér líður vel,“ sagði Ólína. „Starfi bygginganefndar er þó frá- leitt lokið því nú standa yfir viðræð- ur við ríkið um yfirtöku umönnunar- deildar sem verður hér í Víðihlíð.“ Ólína sagði að fólk kysi helst að eyða ævikvöldinu á heimaslóðum þar sem það væri nálægt ættingjum og vinum og það dregur einnig úr þeim breytingum sem eru því samfara að fara á öldrunarheimili. 12 íbúðireru tilbúnar, 8 hjónaíbúð- ir og 4 einstaklingsíbúðir en þjónusta verður ekki fyrst um sinn á staðnum. Heimilishjálp verður þó veitt þeim sem óska og einnig útvegaður heitur matur. FÓ Góð þátttaka í Reykja-. vík og Hafharfirði GÓÐ þátttaka var í hátíðarhöldum í tilefni sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði á sunnudag. Hátíðarhöldin fóru vel fram. í Reykjavík hófst dagskrá sjó- mannadagsins með minningarguðs- þjónustu í Dómkirkjunni þar sem biskup íslands minntist sjómanna sem drukknað hafa á árinu. Að guðsþjónustinni lokinni hófst hátíð- ardagskrá við Reykjavíkurhöfn. Ávörp fluttu Halldór Ásgrímsson fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Guð- mundur Ásgeirsson fyrir hönd út- gerðarmanna og Óskar Vigfússon fyrir hönd sjómanna. Pétur Sigurðs- son heiðraði aldna sjómenn. Þá var kappróðurskeppni í þrem- ur flokkum. I kvennaflokki sigraði hópur sem kaliar sig Gasellurnar, í karlaflokki fór Grandi h/f með sigur af hólmi og í flokki sjósveita áhöfnin á Ásbirni RE. Björgunar- sveitir slysavarnarfélags Reykjavíkur, Seltjarnarness og Kópavogs sýndu meðferð björgun- arbáta og siglingarfélag Reykjavík- ur, Brokey, var með kappsiglingu við höfnina. Hátíðarhöldin i Hafnarfirði líóf- ust með sjómannamessu í Víði- staðakirkju klukkan ellefu. Þá var boðið uppá skemmtisiglingu á þremur skipum, Haraldi Kristján- syni, Sjóla og Skúm og um eitt leyt- ið lék lúðrasveit Ilafnarfjarðar við Hrafnistu. Formleg hátíðardagskrá hófust klukkan tvö eftir hádegi. Þar töluðu Ragna Ólafsdóttir fyrir hönd t Hraunprýði, slysavarnardeildar kvenna í Hafnarfirði, Jón Guð- mundsson fyrir hönd útvegsmanna og Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd sjómanna. Fjórir aldraðir sjó- menn voru heiðraðir og eiginkonum þeirra afhent blóm í virðingarskyni fyrir störf þeirra. Þá var keppt í reipitogi, róðri og netabætningum en að auki sýndi Björn Thoroddsen hjá Flugleiðum iistflug. Grindavík: Minnisvarði afhjúpaður Grindavík. SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Grindavík sl. sunnudag. Hátíðardagskrá var með hefðbundnum hætti og hófst með skrúðgöngu að minnisvarða um drukknaða menn þar sem • lagður var blómsveigur. Eftir hádegi hófst dagskráin á því að afhjúpaður var í kirkjugarðinum á Stað minnisvarði úr steini um týnda menn. . Svavar Árnason sem var í for- svari framkvæmdanefndar sagði í greinargerð um tilurð minnisvarðans að hugmyndin hefði vaknáð fyrir tveimur árum er ungur sjómaður, Ragnar Alfreðsson, týndist af báti frá Grindavík. Sr. Órn Bárður Jóns- son hafi ýtt hugmyndinni af stað og að tilstuðlan bæjarstjórnar, út- gerðarmanna og sjómanna í Grindavík væri minnisvarðinn stað- reynd. Þegar Svavar hafði lokið máli sínu afhjúpaði Þorvaldur Ragnarsson, sem er sonur Ragnars Alfreðssonar, minnisvarðann og kirkjukórinn söng sálm. Sr. Örn Bárður Jónsson, sókn- arprestur, blessaði því næst minnis- varðann. Dagskráin hélt áfram við Grindavíkurhöfn þar sem flutt voru ávörp fyrir hönd sjómanna og út- gerðarmanna. Tveir aldraðir sjó- menn voru heiðraðir og að þessu sinni voru það þeir Guðmundur Karlsson, kenndur við Karlsskála, og Sigurður Þórðarson, kenndur við Valhöll. Þeir byrjuðu báðir ungir til sjós og voru sjómenn í hartnær hálfa öld. fó Aldraðir sjómenn heiðraðir. T.v. Guðmundur Karlsson og Sigurður Þórðarson ásamt Sævari Gunnarssyni, formanni VSG. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Þorvaldur Ragnarsson ásamt móður sinni, Sigríði Sigurðardóttur, eftir að hafa afhjúpað minnisvarðann um týnda menn. Morgunblaðið/Albert Kemp Sjómennirnir sem heiðraðir voru á Fáskrúðsfirði ásamt eiginkonum sínum. Frá vinstri eru hjónin Ellý Kristjánsson og Hjalti Krisljáns- son og til hægri eru hjónin Gunnþór Guðjónsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Fáskrúðsíj örður: Aldraðir sjó- menn heiðraðir Fáskrúðsfirði. SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur á Fáskrúðs- firði með líku sniði og áður. Und- irbúningurinn er í höndum slysa- varnadeildarinnar Hafdísar, björgunarsveitarinnar Geisla og Rauðakross deildar Fáskrúðs- fjarðar. Hátíðahöldin byijuðu á laugar- dagskvöld _með undanúrslitum í kappróðri. Á sunnudagsmorgun var messað í Fáskrúðsfjarðarkirkju þar sem heiðraðir voru tveir sjómenn, Hjalti Kristjánsson og Gunnþór Guðjónsson, og Ragnhildur Jóns- dóttir lagði blómsveig að minnis- varða drukknaðra sjómanna á Fá- skrúðsfirði. Sóknarpresturinn sr. Þorleifur K. Kristmundsson afhenti sjómönnunum heiðurspeningana og fór með bæn við minnisvarðann og kirkjukórinn söng. Eftir hádegi var hópsigling skipa á firðinum og var mjög góð þátt- taka í henni. Síðan var hátíðardag- skrá inni í botni fjarðarins þar sem hefur skapast skemmtilegt útivist- arsvæði og á polli sem þar er fóru kappróðrar fram. - Albert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.