Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 ATVr|NNU AUGL YSINGAR Handmennta- kennarar Handmenntakennara vantar við Grunnskól- ann í Þorlákshöfn. Upplýsingar veita skólastjóri, í símum 98-33979 og 98-33499 og yfirkennari í síma 98-33820. Mötuneytisstarfsfólk Viljum ráða starfsfólk í mötuneyti okkar við Blönduvirkjun. Upplýsingar í símum 95-24963 og 91 -622700. Fossvirki sf., Skúlatúni 4. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Læknaritari Óskum að ráða læknaritara á göngudeild augndeildar nú þegar. Upplýsingar veitir Jónína Jóhannsdóttir í síma 604370 frá kl. 8.00 til 14.00. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Suðureyrarhrepps er laust. Umsóknarfrestur framlengist til 20. júní 1990. Upplýsingar gefa sveitarstjóri í síma 94-6122 og oddviti í síma 94-6152. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi leitar eftir kennurum í eftirtaldar greinar: íslensku, dönsku, ferðamálagreinar, félags- fræði, stærðfræði, fagteikningu tréiðna, sál- fræði, stjörnufræði. Nánari upplýsingar veitir skólameistari (sími 98-22111). Umsóknir berist honum fyrir 25. júní 1990. Skólameistari. Skrifstofustarf Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða rösk- an starfskraft við viðskiptamannabókhald og ritvinnslu. Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn geti unnið sjálfstætt. Stundvísi og reglusemi krafist. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendast auglýsinga- deidl Mbl. merktar: „V - 3963“ fyrir 18. júní. Vélstjóri Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. auglýsir eftir vélstjóra í rækjuverksmiðju o.fl. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Upplýsingar gefa Gunnar Þór Magnússon eða Þorsteinn Ásgeirsson í síma 96-62268. Lyfjakynning Delta hf. óskar að ráða starfsmann til að annast kynningu lyfja. Háskólapróf í lyfjafræði, hjúkrunarfræði eða sambærileg menntun er nauðsynleg. Um fullt starf er að ræða. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Edda Eggertsdóttir í síma 53044. Rannsóknastofa Delta hf. óskar að ráða lyfjafræðing í fullt starf á rannsóknastofu gæðaeftirlitsdeildar. Nánari upplýsingar í síma 53044. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar Delta hf., pósthólf 425, 222 Hafnarfirði, fyrir 25. júní nk. Bifvélavirki Eins árs gamalt bílaverkstæði úti á landi vantar vanan bifvélavirkja eða mann vanan bílaviðgerðum í vinnu. Framtíðarstarf fyrir góðan mann. Tilboð merkt: „B - 6292“ sendist auglýsinga- deild Mbl. Kennarar Kennarastaða í náttúrufræði við Menntaskól- ann á Laugarvatni er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Skólameistari. Tónlistarkennarar Kennara vantar að Tónlistarskóla Árnes- sýslu. Kennslugreinar: Blásturshljóðfæri, strokhljóðfæri og söngur. Allar upplýsingar veitir Asgeir Sigurðsson, skólastjóri, í síma 98-21691, Selfossi. Kanntu brauð að baka? Bakara vantar í nýtt bakarí á landsbyggð- inni. Viðkomandi þarf að taka til starfa sem fyrst. Umsóknum skal skila á auglýsingadeild Mbl. merktum: „Bakari - 9423“ fyrir 18. júní nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Tværstöður Tvær stöður heilbrigðisfulltrúa við Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur eru lausar til um- sóknar. Önnur staðan er vegna afleysinga og veitist frá 1. ágúst 1990 til jafnlengdar 1991. Hin staðan er ótímabundin og veitist frá sama tíma. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðiseftirliti, dýralækningum, líffræði, efnafræði, umhverfisfræði (mengunarvarna- svið) eða hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist formanni svæðis- nefndar Reykjavíkursvæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 1. júlí nk., en framkvæmda- stjóri heilbrigðiseftirlitsins veitir nánari upp- lýsingar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Holtaskóli í Keflavík Kennara vantar næsta skólaár. Kennslugreinar:íslenska, danska, stærð- fræði, enska, líffræði, tónmennt og sérkennsla. Einnig vantar kennara í almenna kennslu í 6. bekk. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. Skólastjóri. ÞJONUSTA Frosin matvæli - markaðsdreifing Leiðandi markaðsfyrirtæki, með frystibíla og sölunrlenn á ferðinni um allt land, með við- komu í verslunum og veitingahúsum einu sinni til tvisvar í mánuði, leitar eftir góðum vörum til markaðssetningar. Þeir, sem hafa áhuga, leggi nafn og síma- númer inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Frost - 9425“. : FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn á Hvolsvelli fimmtudaginn 14. júní og hefst hann kl. 13.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. Stjórnin. HÚSNÆÐI1BOÐI París Ódýr íbúð til leigu í 5. hverfi. Laus strax til loka júlí. Upplýsingar í símum 91-686298 og 98-34700. Júlíanna. TIL SOLU Sumarbústaðaland Sex sumarbústaðalóðir til sölu, í landi Kjóa- staða 2, í Biskupstungum. Vegur og kalt vatn fylgir. Upplýsingar í síma 98-68957. ATVINNUHUSNÆÐI Húsnæði til leigu Til leigu húsnæði í 50 fm, 120 fm og 190 fm einingum á góðum stað við Ármúla. Sérlega hentugt fyrir teiknistofur, tölvuvinnslu hvers- konar, umboðs- og heildverslun með léttan varning o.þ.h. Upplýsingar í síma 617045 á skrifstofutíma og 42150 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.