Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990.
4
*4
>
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
ROKKSKÓG
Hljómleikar um allt
Dimma og Fáni
í efstu sætunum
MORQAN KANET
Hestaþing á Hellu:
Um 40 hross með þátttökurétt á Landsmóti
HESTAÞING hestamannafé-
lagsins Geysis var haldið á vall-
arsvæðinu við Hellu um síöustu
helgi og jafhframt fór fram
kynning á úrvali þeirra kyn-
bótahrossa sem verið var að
dæma alla síðustu viku. Agæt
þátttaka var hjá þeim Rangæ-
ingum í gæðinga- og unglinga-
flokkunum eða um 60 þátttak-
endur en fjórir efstu hestar í
hverjum flokki öðlast nú rétt
til að mæta til leiks á Landsmót-
inu á Vindheimamelum. Ohætt
er að fullyrða að þeir Geysisfé-
lagar séu vel ríðandi og ótrú-
legt annað en að sumir hest-
anna komi til með að blanda
sér í toppbaráttuna á Lands-
mótinu enda bera einkunnir
það með sér.
í flokki klárhesta í B-flokki bar
sigur úr býtum Dimma í Gunnars-
holti með Rúnu Einarsdóttur á
baki sér en þær hafa oft áður
gert það gott í keppnum og næg-
ir þar að nefna íslandsmeistaratit-
ilinn í tölti í fyrra. Ný stórstjarna,
aðeins 6 vetra, Hnokki frá Voðm-
úlastöðum undan þeim fræga
Snældu-Blesa kom þó fast á hæla
þeim setinn af eigandanum Kris-
tjóni Kristjánssyni. í A flokknum
sigraði Fáni frá Hala, svo sem
hann gerði í fyrra, setinn af
Kristni í Skarði. Athygli vakti að
Siggu-Brunka frá Ásmundarstöð-
um, sem efst stóð í þessum flokki
gæðinga sl. sumar, hafnaði í
fimmta sæti og náði því ekki inn
á Landsmót og hún náði heldur
ekki þar inn sem kynbótahross.
Að mati undirritaðs sýndi hún þó
snilldarkosti og er fasmikið mynd-
arhross.
Mikill hryssuQöldi
Sem lýrr sagði var aila síðast-
Iiðna viku verið að dæma kynbóta-
hross en auk hrossa af Suðurlandi
komu einnig hross af Faxaflóa-
svæðinu, sum til endurdóms en
það var þeim heimilt. Alls voru
dæmd 277 kynbótahross þar af
munu 11,2% hafa náð þátttöku-
rétti á Landsmótið. Vikan dugði
þó ekki til og ein 40-50 hross biðu
dóms til mánudags. Búið var að
dæma 217 hryssur en að auki 18
byggingadærúdar, sem er alls
236, á sunnudagskvöld og fóru
104 hryssur eða 48% í ættbók.
Fyrstu verðlaun hlutu 13 hi-yssur
eða 6% en Landmótslágmarkinu
náðu 7,4% en þá eru taldar með
fjöguira vetra hryssurnar en þær
þurfa 7,80 stig til að ná lámark-
inu. Sýndar voru 130 hryssur, 6
vetra og eldri, og fóru 51% þeirra
í ættbók. Hæstu einkunn þeirra
hlaut Fjóla frá Haga í Gnúpveija-
hreppi 8,18. Fimm vetra hryssur
voru 72 dæmdar og fór 42% í
ættbók. Efst af þeim var Aldís frá
Meðalfelli í Kjós 8,03. Fjögurra
vetra hryssur voru 33 alls og 48%
í ættbók. Efst þeirra varð Gína
frá Votmúla með 7,98 í aðalein-
kunn.
Gassi á toppnum
Af þeim 60 stóðhestum sem
sýndir voru náðu 26 í ættbók eða
43%, 13 náðu 1. verðlaunum eða
21,7% en alls komust 15 stóðhest-
ar á Landsmótið. í flokki stóð-
hesta 6 vetra og eldri voru sýndir
20 stóðhestar, í ættbók náðu 12
eða 60% en 9 náðu 1. verðlaunum.
Efstur af'þeim stóð Gassi frá
Vorsabæ á Skeiðum með 8,49 í
aðaleinkunn sem mun vera hæsta
aðaleinkunn sem stóðhesti hefur
verið gefin í vor. Sýnist nú allt
stefna í að hann verði efstur ein-
stakra stóðhesta í þessum flokki
á Landsmótinu. Otur frá Sauðár-
króki sem stóð honum næstur'var
með 8,27 í aðaleinkunn. Af fimm
vetra hestum voru að fullu dæmd-
ir 25 stóðhestar í ættbók en 12
náðu fyrstu verðlaunum. Efstur
af þeim varð Piltur frá Sperðli
með 8,26 í aðaleinkunn. I flokki
fjögurra vetra stóðhesta vo'ru 15
hestar dæmdir að fullu að auki 4
fyrir byggingu. í ættbók náðu 5
en 7,80 mörkunum á Landsmót
Efst í unglingaflokki. Frá vinstri eru Halldór Guðjónsson og Gaukur, Sara Ástþórsdóttir og Sölvi, Þór-
unn Sigþórsdóttir og Andvari, Gísli Valmundsson og Dollar og Isleifur Jónsson og Toppur, sem voru
sigurvegarar.
UMFÍ
Skífan
Sanitas
Gla&nir
Eimskip
Kringlan
Sagafilm
Gott fólk
Geimsteinn
Æfingastöðin
Morgan Kane
Rolf Johansen
VESTMANNAEYJ>
Pálm
to 15. og 16. juni
ÍSAFJÖRÐUR - Sjallinn
Gal í leó
BÍLDUDALUR
Félagsheimili&
15. júní-
ÓLAFSVÍK
- Félagsheimili&
16. júní- Stubmenn
BLÖNDUÓS - Félagsheimii
16. júní - Rokkbandiö
KEFLAVÍK
Edenborg 15. og 16. júní Fullt tungl
Glaumberg 16. júní - Sprakk
NJARÐVÍK
Stapi 15. júní - Stu&menn
SANDGERÐI
Vitinn 16. júní - Bjartmar Gu&laugsson
BORGARNES - Hótel Borgarnes
16. júní - Geirmundur Valtýsson
AKRANES Hótel Akranes
15. júní - Sálin hans Jóns míns
16. júní- Sérsveitin
REYKJAVÍK - Laugardalshöll 16. júní- B<
Sálin hans Jóns míns- Sí&an skein sól-
HAFNARFJÖRÐUR - Fjör&urinn
15. og 16. júní - Sjöund
SELFOSS - Hótel Selfoss
„ . -r 16. júní - Tommi rótari