Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.06.1990, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNI 1990 t Bróðir okkar, JÓN JÓNSSON frá Deild, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 11. júní. Guðfinna Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson. t Faðir okkar og tengdafaðir, GEIR JÓNSSON, Borgarnesi, lést í sjúkrahúsi Akraness, þann 9. júní sl. Jarðsett verðurfrá Borgarnesskirkju laugardaginn 16. júníkl. 14.00. Pétur Geirsson, Hlíf Steinsdóttir, Guðbrandur Geirsson, Margrét Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, HALLDÓRA JÓHANNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis í Arnarhrauni 13, Hafnarfirði, lést að morgni 12. júní. Þorbjörn Eyjólfsson, Jóhanna Þorbjörnsdóttir, Guðmundur Kr. Guðmundsson. + Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi og amma, SIGURJÓN SÆMUNDSSON og NANNA H0JGAARD, létust af slysförum laugardaginn 9. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Sæmundur Örn Sigurjónsson, Nanna Þorláksdóttir, Reynir Sigurjónsson, Úlfar G. Sigurjónsson, Guðni Sigurjónsson, Ólafur Stefán Sigurjónsson, Grettir Sigurjónsson, Alda Sigurjónsdóttir, Jökull Sigurjónsson Henný Herbertsdóttir, Ragnheíður Ingadóttir, Margrét Bjarnadóttir, Hulda G. Guðlaugsdóttir. Alda M. Hauksdóttir, og barnabörn. + Bróðir okkar, frændi og mágur, KRISTJÁN RUNÓLFUR RUNÓLFSSON veitingamaður, Vorsabæ 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. júní kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti Hjartavernd njóta þess. Jónas Runólfson, Kristján Sveinn Runólfsson, Helga Pálína Runólfsdóttir, Ingunn Runólfsdóttir, Bragi Norðdal, Hrefna Morrison, Lára Loftsdóttir og systkinabörn. + Faðir okkar, afi og tengdafaðir, DAÐI ÞORKELSSON, Ægisgrund 10, Garðabæ, sem lést 31. maí, var jarðsettur 11. júní í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd annarra vandamanna, Svana Daðadóttir, Agnar Daðason, Erna Þórarinsdóttir. + Minningarathöfn um ástkæran son okkar, dótturson, bróður og vin, ÖRN ARNARSON, Sléttuvegi 4, Selfossi, sem lést af slysförum laugardaginn 12. maí, verður haldin í Sel- fosskirkju föstudaginn 15. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á björgunarsveitina Tryggva, Selfossi. Stefania Gustafsdóttir og fjölskylda, Örn Arnarson og fjölskylda, Guðbjörg H. Einarsdóttir, Gústaf Sigjónsspn, Erna Margrét Laugdal. Asa Gunnars- dóttír — Kveðjuorð Fædd 13. nóvember 1926 Dáin 31. maí 1990 Mig langar að minnast góðrar vinkonu minnar, Ásu Gunnarsdótt- ur. Ásu kynntist ég fyrst í Sjúkra- samlagi Reykjavíkur sumarið 1984, er ég vann þar í suamrafleysingum. Þá strax varð mér ljóst að þarna fór óvenjulegur og sterkur persónu- leiki. Ása kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Aldrei hef ég hitt neina/nanneskju jafn hreina og beina og Ása var. Þetta er eigin- leiki sem ekki öllum er gefinn. Sum- ir kjósa frekar að sigla alltaf milli skers og báru, hafa allt svo „þægi- legt“ í kringum sig. Ása vildi vera hreinskiptin við fólk. Hún var ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós. Þó svo að það kæmi illa við suma. Því var það, að Ása virkaði oft hrjúf, en ég vissi að það var aðeins á yfirborðinu. Það var svo ekki fyrr en um haustið 1986 sem að leiðir okkar Ásu lágu aftur saman. Þá vann ég m.a. sem aðstoðarmanneskja henn- ar í Sjúkrasamlaginu. Með tímanum komst ég að því hvaða jnnri mann Ása hafði að geyma. I henni bjó mikill kærleikur og hún hafði svo sannarlega mikið að gefa. Alltaf var Ása boðin og búin að hjálpa öðrum og hlífði aldrei sjálfri sér. Það er svo skrítið til þess að hugsa að þó svo að það hafi verið tæplega 40 ára aldursmunur á okk- ur Ásu, þá fannst mér það aldrei neinu máli skipta. Við gátum alltaf rætt um alla heima og geima og þegar við vorum tvær einar fórum við stundum að velta fyrir okkur lífinu og tilverunni. Ása var eins og maður myndi segja á vondri . íslensku svolítill „fílósófer" í sér. Fjölskylda Ásu og heimili voru henni greinilega mikilvæg. Oftar en ekki var húsið fullt af ættingj- um, þegar ég kom í heimsókn í Skógargerðið. Auðséð var að það eru náin tengsl innan þessarar fjöl- skyldu og er því skarð fyrir skildi við fráfall Ásu. Ég man hvað ég undraðist oft og geri reyndar enn, hvaðan Ásu kom allur sá kraftur sem hún hafði. Það var. fyrst þegar Ása var kornin á spítalann, að ég sá hana sitja auðum höndum. I eitt af síðustu skiptunum, sem ég kom tilÁsu í Skógargerði 3, var hún greinilega sárþjáð, en samt var búin til lítil veisla handa mér. Mé_r þótti alltaf gaman að heimsækja Ásu og Balla. Ibúðin þeirra var svo hlý og. vina- leg, svo og heimilisfólkið. Þar leið mér vel. Ég vil þakka Ásu minni sam- fylgdina og allt sem hún var mér. Megi góður Guð styrkja Baldvin og alla ættingja, því missir þeirra er mikill. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir! (S. Sigurðsson) Ásta V. Njálsdóttir Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Þessi orð séra Valdimars Briern komu í huga minn þegar mér barst fregnin um að Ása vinkona mín hefði þegið hvíldina frá Guði eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við hjónin kynntumst Ásu og manni hennar Baldvin fyrir nokkr- um árum, og leiddu þau kynni til þess að við tókum að ferðast sam- an, slíkar ferðir styrktu mjög vin- áttu okkar og samheldni og eru þær stundir nú fjársjóður sameiginlegra minninga. Frá fyrstu tíð höfum við notið gestrisni þeirra hjóna sem bæði voru miklir höfðingjar heim að sækja og ávallt samhent um að taka vel á móti gestum sínum og láta þeim líða sem best, slíkt fólk er gott að eiga sem vini og nú þeg- ar Ása kveður eru hjörtu vor full af þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum saman. Það sem var einkennandi fyrir þau hjón Ásu og Baldvin var hve samhent þau voru í að fegra heim- ili sitt og umhverfi allt, hún ákveð- in og föst fyrir og hann svo Ijúfur og hlýr, þannig myndaðist sá sam- hljómur sem gerði þau svo sérstök. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýju og vottuðu okkur samúð við andlát móður okkar, HALLDÓRU TORFADÓTTUR, Skúlagötu 72. Hrönn Baldursdóttir, Sigríður Baldursdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför INGVARS SIGURÐSSONAR sérleyfishafa, Stigahlíð 54. Guðlaug Þórarinsdóttir, Sigriður Ingvarsdóttir, Þór Ingvarsson, Elín Ingvarsdóttir, Sigurður Ingvarsson, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu, KRISTlNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Meistaravöllum 15. Kristján Örn Ingibergsson, Þuríður Ingibergsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og aðrir vandamenn. Síðastliðið haust fórum við fjögur í dásamlega ferð_ til Þýskalands og þrátt fyrir að Ása hafi þá verið orðin veik naut hún þeirrar ferðar innilega. Þegar við rifjuðum upp ferðaminningar var það einlæg ósk okkar að komast aftur í slíka ferð í haust, þó svo að við báðar hefðum þann grun að slíkt gæti ekki orðið, ekki hér á jörð, en máske annars staðar. Nú þegar leiðir skilja er okkur efst í huga þakklæti og virðing fyf- ir góða vináttu og biðjum góðan Guð að varðveita og styrkja alla ættingja og vini þeirra hjóna í þeirra sorg, allt er það gott og traust fólk sem fengur var að kynnast. Jafn- framt á það yndislega hjúkrunar- fólk sem annaðist Ásu alla mína virðingu og þökk fyrir góð kynni. Að lokum, elsku Baldvin, bið ég góðan Guð að varðveita þig og gefa þér styrk til að horfa fram á veg- inn, þú ert hetja. Mína kæru vinkonu kveð ég með orðurn séra Valdimars Briem. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Guðrún Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta þvi sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Þessa bæn kenndi Ása frænka mér þegar ég átti erfitt með að taka eina af stóru ákvöi'ðunum lífs rníns. Ég man þegar hún rétti mér lítinn miða með þessari bæn á og við ræddum merkingu hennar. Allt- af síðan hef ég borið bænina í vesk- inu og oftar en ekki lesið hana gaumgæfilega þegar lífið hefur virst erfitt viðureignar. í veikindum Ásu fannst mér hún uppfylla merk- ingu bænarinnar með æðruleysi sínu í baráttunni um að öðlast lengra líf hér á jörðu. Það er sárt að kveðja ástvin eins og Ásu því hún var mér svo góð. Alltaf hafði hún einlægan áhuga á því sem ég gerði og hún lét mig finna að ég var mikils virði. Vegna alls þessa var Ása ein uppáhalds- frænka mín og vinkona. Mér fannst gott að heimsækja Ásu og Balla í Skógarkotið, alltaf voru móttökurnar jafn góðar. Það er skrýtin tilfinning að koma þang- að núna án þess að heilsa Ásu og segja henni allt af létta. Asa frænka var sönn og einlæg manneskja, ef henni mislíkaði eitt- hvað gat hún ekki leynt því. Hún leyfði sér að gagnrýna mig ef henni fannst ég óréttlát á einhvern hátt og þó það sé sárt að vera gagnrýnd- ur þá var gott að fá gagnrýni frá Ásu frænku því ég vissi að hún vildi mér einungis það besta. Þeim leyfist ýmislegt sem við elskum vegna þess trausts sem við berum til þeirra. Ása var ein af áhrifamestu aðil- um lífs míns. Hún og mamma mín eru þær konur sem ég hef skólast til hjá og í hjarta mínu skipa þær æðsta sess. Mér þykir óendanlega vænt um að hafa kynnst þeim báð- um_ og þakka Guði fyrir það. Ég veit hún mamma á um sárt að binda vegna fráfalls Ásu þvi Ása var henni sem móðir og vinkona. Ég bið algóðan Guð um að veita henni, elsku Balla og okkur öllum huggun og vissu um að nú líði Ásu okkar betur og bíðum róleg þess dags sem við sameinumst öll á ný. Marta frænka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.