Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 40

Morgunblaðið - 13.06.1990, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1D90 40 Minning: * Margrét G. Arna- dóttir frá Görðum Fædd 27. ágúst 1911 Dáin 4. júní 1990 Margar ljúfar minningar leita á hugann við fráfall minnar kæru móðursystur, Margrétar Guðnýjar Arnadóttur, sem lést 4. júní sl. 78 ára að aldri. Skærast skín myndin af mikilli tryggð, sem hún ætíð sýndi systur minni og móður, en milli þeirra og Margrétar var alltaf einlægt og gagnkvæmt ástríki. Hún var þeim sannkölluð hjálparhella, sem aldrei brást, þegartil var leitað. Þakklæti er mér efst í huga, þegar ég nú minnist minnar góðu frænku, en útför hennar fer fram í dag kl. 13.30 frá Garðakirkju, sem tengdist svo náið hennar björtu bernskuárum. Margrét fæddist 27. ágúst 1911 á Sauðárkróki, og var dóttir merkis- hjónanna Líneyjar Siguijónsdóttur frá Laxamýri og Árna Bjömssonar prófasts. Þau eignuðust tólf böm. Eitt þeirra dó á fyrsta ári, en af þeim, sem upp komust, eru þessi látin á undan Margréti: Björn Einar éndurskoðandi og lögfræðingur, Siguijón Þorvaldur, síðast prestur við Hallgrímskirkju, Snjólaug Guð- rún, húsmóðir, Páli Kristinn, for- stjóri, Elín Málfríður, húsmóðir í Reykjavík, og Ingibjörg, húsmóðir í Kópavogi. Séra Arni var fæddur í Höfnum á Skaga í Húnavatnssýslu, sonur Bjöms Sigurðssonar, bónda, síðar á Tjörn í sömu sveit, og konu hans, Elínar Jónsdóttur frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka. — Líney, móðir Margrétar, fæddist á Laxamýri, og voru foreldrar hennar hin lands- kunnu hjón Snjólaug Þorvaldsdóttir frá Krossum, Árskógsströnd, og Siguijón Jóhannesson, sveitarhöfð- ingi á höfuðbólinu Laxamýri í Að- aldal. Eftir að afi minn, séra Árni, var kosinn prestur fyrir Garðapresta- kall 1913 fluttist hann sama ár frá Sauðárkróki með fjölskylduna suð- ur að Görðum á Álftanesi. Þar hlaut Margret traust uppeldi hjá foreldr- um, sem kappkostuðu að búa börn- in sín sem best undir lífsbaráttuna. — Sagt hafa mér eldri Hafnfirðing- ar og nágrannar prestshjónanna í Görðum, að heimilislífið þar hafi verið til mikillar fyrinnyndar. Það mótaðist af hljóðlátri festu, anda góðvildar og gestrisni, reglusemi, fögrum siðum og kristilegum dyggðum. Og oft var þar tekið lag- ið, því að systkinin voru glaðvær og söngelsk, og sum þeirra léku á hljóðfæri. Gömul kona sem var vinnustúlka í Görðum, lýsti þannig fyrir mér foreldrum Margrétar: „Líney var gáfukona, mikilhæf húsmóðir, sívinnandi, mjög heiinakær, dag- farsprúð og hélt alltaf sinni fögi-u rósemi." Um séra Árna sagði hún þetta: „Hann var einstakt ljúf- menni, einlægur trúmaður, blíðlyndur, glaðsinna með fágaða framkomu og gat verið manna skemmtilegastur." Það var Margréti dýrmætur fjár- sjóður að hafa átt foreldra með slíka mannkosti. Það fór heldur ekki framhjá okkur, sem þekktum Mar- gréti og fylgdumst með lífsferli hennar, að veganestið góða, sem hún fékk í foreldrahúsum, tókst henni vel að varðveita og ávaxta. — En í mótun uppvaxtarins í Görð- um voru það leiðarljós trúarinnar, sem voru aðalatriðið, eins og glöggt kemur fram í eftirfarandi erindi úr ljóði eftir föður Margrétar, sem hann tileinkaði henni og gaf á ferm- ingardaginn: Fagurt er á vorsins vonadögum að vígja Guði hjarta, vilja og sál og hlýða síðan helgum Drottins lögum og helga Guði öll sín störf og mál. Árið 1928 fluttist fjölskyldan í Görðum í nýtt hús, sem afi minn hafði látið byggja á Suðurgötu 23 í Hafnarfirði. En eftir lát hans 1932 fluttist Líney amma mín til Reykja- víkur í hús Páls, sonar síns, á Báru- götu 21. Og þar var Margrét í heim- ili með móður sinni og yngri systk- inum um árabil. Geymi ég í þakklát- um huga margar sælar stundir frá heimsóknum til þeirra á Bárugöt- una, sérstakléga á námsárunum í Reykjavík. Oft fékk ég þar athvarf til lestrar námsbóka, margan kaffi- sopann og matarbitann og ennþá yljar hlýja viðmótið, sem ætíð mætti mér þar. Eftir að Margrét lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborgarskóla, stundaði hún aðallega verslunar- og skrifstofustörf. Lengst starfaði hún í Haraldarbúð í Reykjavík, en síðar um tíma hjá ríkisféhirði. Árið 1948 giftist hún Þórði Mar- el Jónssyni frá Núpum í Ölfusi. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Símonardóttir og Jón Þórðarson, bóndi. Þórður lést 1983. Hann var mikið valmenni og hinn mesti hag- leiksmaður. Lengst var hann starfs- maður hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. Það var frænku minni mikil gæfa að kynnast slíkum sóma- manni og eiga saman með honum farsæl ár í hamingjuríku hjóna- bandi. — Alltaf var ánægjulegt að koma á notalega heimilið á Baldurs- götu 7a, þiggja þar góðgerðir, spjalla saman og njóta hins hlýja hugarþels Þórðar og Margrétar. Þau eignuðust þijú mannvænleg börn, Jón, lyfjafræðing á Patreks- firði, Líneyju, hjúkrunarfræðing, Reykjavík, og Árna, tannlækni, Reykjavík. Þegar þau nú syrgja góða móður, eru þau mjög þakklát fyrir allt hið fagra og heilbrigða, sem hún kenndi þeim. Margrét var yfirveguð í allri framkomu, sinnti heimilisstörfum og öðrum skyldum með mestu prýði, grandvör í hugsun og hegð- un, hógvær og nægjusöm gæða- kona. Og hún var áhugasöm um það, sem miklu skiptir í lífinu, að gleðja aðra. Þess nutum við systkin- in strax á barnsaldri og síðar í lífinu átti ég oft eftir að kynnast betur veglyndi hennar og öðrum mann- kostum. Hún átti sérstakan sess í huga systur minnar, sem er nýlátin. Eft- ir að hún frétti um veikindi Möggu frænku spurði hún oft um líðan hennar og bað mig að skila til henn- ar kveðju. En nú hafa þær frænk- urnar báðar verið leystar þrautun- um frá og hittast í nýjum heimkynn- um. Það er bæn okkar bræðranna, að hin látna móðursystir okkar, Margrét, megi blessun hljóta fyrir öll góðverkin. Sumai'sólin skær signuð mót oss hlær. Drottinn sendir bjavta og blíða daga. Lífgar von í lund Ijúfust vorsins stund eins og stráin græn um gmnd og haga. Með þessu erindi úreinu af mörg- um fallegum trúarljóðum, sem faðir Margrétar samdi, kveð ég mína göfugu og elskuiegu frænku með virðingu og einlægri þökk. Guð blessi minningu hennar. Árni Gunnlaugsson Margrét G. Árnadóttir var dóttir Árna Björnssonar prófasts í Görð- um á Álftanesi og frú Líneyjar Sig- uijónsdóttur frá Laxamýri sem var móðursystir mín. Margrét var það ættmenni mitt, sem reyndist mér og foreldrum mínum einna nánust, en samkipti okkar og vinátta við hana hafa haldist óslitið frá því ég man eftir mér. Hún á því sannarlega af mér skilið þann virðingarvott, sem þess- um fátæklegu orðum er ætlað að vera. Persónuleiki Margrétar og lund- erni einkenndust af fágætu trygg- lyndi og skyldurækni. Þessi sér- kenni voru svo sterk að engar utan- aðkomandi aðstæður virtust geta bifað þeim né spillt. Tryggðarböndin, sem hún batt, voru meint til að endast alla ævina. Gat hún í því efni með sanni notað orðið — alltaf. Hún var ekki sú manngerð sem veldur fólki tjóni með því að stofna til viðkynna á fölskum forsendum. Samskiptum sínum hélt Margrét stöðugum og óbreyttum við marga, sérstaklega í stórfjölskyldunni, og var vinsæl meðal þeirra sem hún umgekkst. Ekki vafðist heldur fyrir henni, að með fjölskyldu sinni skyldi hún standa, hvað sem á dyndi. Það gerði hún svo um munaði og brást ekki á alllangri lífsleið. Hún sagði sjálf, að fyrr vildi hún dauð niður detta en að yfirgefa stöðu sína meðan hennar þyrfti við meðal barna hennar, sem hún átti tiltölulega seint, það yngsta rúm- lega fertug. Þetta rættist. Miðað við þessa afstöðu, var það því lán að hún þurfti ekki að vera rúmliggjandi sjúklingur, né vistast utan síns heimilis nema nokkra daga á spítala áður en hún andaðist, þrátt fyrir að hún hefði lengi undanfarið þjáðst af umtalsverðu heilsuleysi. Með snögglegu andláti hennar var hún og börn hennar firrt þeim vandræðum, sem margir lenda nú- orðið í, vegna þess að aldraðir fá ekki langlegupláss á sjúkradeildum hinnar steinefnuðu höfuðborgar, nema að hafa verið vistaðir á dval- arheimilum fyrir aldraða, áður en þeir veikjast. Margrét heitin bjó lengst í Reykjavík, og dó þar, en eiginmann sinni missti hún árið 1983. Þessir fyrrgreindu aðaldrættir í per3Ónuleika Margrétar voru þeim mun eftirtektarverðari, að þeir virt- ust fremur stafa af hinu meðfædda góða upplagi hennar, ef til vill styrktu af innrætingu af hendi for- eldra hennar, en að eiginleikarnir væru áunnir síðar. Ekki hafði hún tileinkað sér neina trúar- né heimspekistefnu né átrún- að annan en hina venjulegu lúth- ersku kristnu trú, og tillit til kirkju- siða eins og gengur og gerist hér- lendis. Það var eins og hún þyrfti hreinlega ekki á neinni sérstakri heimspeki að halda til áð komast í gegn um sitt líf. Sannaði hún með því fyrir mér, hve fólk er mjög misjafnlega vel gert að eðlisfari. . Sjálf stend ég í ævilangri þakkar- skuld við Margréti heitna fyrir þann stuðning, sem hún gat oft á tíðum veitt mér og fjölskyldu minni, ein- ungis vegna þessara sérkenna sinna. Þegar verulegir erfiðleikar steðja að einhverri manneskju, þá stendur hún gjarnan ein uppi. Kunningjarnir láta ekki lengur í sér heyra, ættingjamir verða að sjá um sig. Hver gengur svo langt að taka áhættu til þess að hjálpa einhveijum öðrum? Á slíkum stundum var Margrét fær um að standa með sínum og lagði ekki á neinn flótta. Fleiri mannkostir prýddu hana einnig. Hún var vel greind, sérlega fínleg og mikil smekkmanneskja. Ekkert gróft fór frá henni, og hafði hún sérlega gott lag á að sneiða hjá umræðum, sem vakið gætu deil- ur um ólík sjónarmið. Félagsskapur við hana var því ávallt þægilegur og ánægjulegur. Mér hefur verið sagt, af þeim sem þekktu hana á yngri árum, að hún hafi verið gædd einstaklega lifandi frásagnargáfu, sem nýttist einungis í fjölskyldu og vinahópi. Vegna þessa hæfileika var hún eftirsóttur félagi krakkanna á mannmörgu æskuheimili hennar í Görðum. Einnig var hún mikill dýravinur og hændust sum húsdýrin þar sér- staklega að henni. Tjáning Margrétar á djúpstæðum skyldutilfinningum, grandvarleika og tryggð tók á undanförnum árum smám saman að litast af líkamlegri vanheilsu og lýsti sér í spennu og áhyggjum. I henni bjó þó skýr sál og andlegt heilbrigði fram í andlá- tið. En margt í siðferði og atferli hinnar nýju kynslóðar, sem hún og fleiri hafa þurft að horfa upp á, felldi hún sig ekki við. Nú er hún fallin frá, ein af þess- um fáu þöglu riddurum gamla tíðar- andans. Líney Skúladóttír Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Gegnum hugann streyma minn- ingar liðinna ára, og bijóstið fyllist söknuði. Það eru nú liðnir hartnær tveir áratugir síðan ég kynntist Margréti Árnadóttur fyrst. Skjálfandi á bein- unum gekk ég upp stigann á Bald- ursgötu 7A til að hitta tengdafólkið mitt í fyrsta sinn. Á móti mér tók kona, ljós yfirlitum, með falleg brún augu í svipsterku andliti. Hún sett- ist hjá mér og viðmótshlýja hennar rak á burt allan minn kvíða. Það kom yfír mig einhver ánægjuleg ró og vellíðan, sem æ síðan hélst í návist hennar. Enn í dag man ég hvert orð sem hún sagði við mig þetta kvöld. Tíminn leið og ég kynntist heimil- isfólkinu á Baldursgötunni betur. Þórður heitinn tengdafaðir minn, rólegur, traustur og fastur fyrir. Margrét, virðuleg og stolt, greind, hlý og alúðleg. Samband þeirra hjóna var einstakt. Samheldin um böm og heimili, virðing og óijúfan- leg tryggð hvors í annars garð. Ógleymanleg er mér tryggð hennar og trú er hún fór dag hvern árum saman með strætisvagni um langan veg í annað bæjarfélag til að heim- sækja tengdapabba. Hann var þá orðinn mikið veikur og vart með rænu, en hún vissi að hann skynj- aði rödd hennar og návist og það var henni nóg. Sælla er að gefa en þiggja, það var hennar lífsviðhorf. Ekki veit ég hvernig við Jón hefð- um farið að með strákana okkar, Árna Þór og Kristján Örn, þegar þeir voru litlir ef hennar hefði ekki notið við. Alltaf var hún boðin og búin að hafa þá. Þolinmæði og barn- gæskan var þvílík að hún fékk mann oft til að blygðast sín. „Nú skaltu sjá hvað amma gamla á,“ sagði hún við annan strákinn, sem apaði það upp um leið og kallaði hana ömmu gömlu upp _ frá því, henni til stakrar ánægju. í hugann kemur fram mynd af ömmu gömlu á Baldó, þar sem hún situr flötum beinum á gólfinu og burrar í bíla- leik við strákana eða liggur inni í litla herbergi og skáldar sögu fyrir syfjaðan pjakk. Það var yndislegt að fylgjast með þeim, þau voru sem félagar og vinir. Það sem hún gaf drengjunum okkar er ómetanlegt. Ég mun alltaf elska hana fyrir það. Fyrir nokkrum árum lengdist bil- ið á milli okkar þegar við Jón flutt- um út á land með börn og bú. Nokkrum sinnum kom þó amma í heimsókn og naut þess að leika og spjalla við nöfnu sína, Margréti Svövu, sem kom í heiminn fyrir fjór- um árum. Þetta voru notalegar stundir sem liðu allt of fljótt. Allra síðustu árin fór sjónin að daprast mjög og ellisjúkdómar að segja til sín. Það er sárt að horfa upp á ástvin þjást og líða illa, svo að ég get aðeins glaðst yfir því að nú er þjáningum hennar lokið. Eins og ég sagði við litlu dóttur mína, nú er amma hjá Guði, og hann mun gæta hennar vel. Eftir sitjum við með sorg í hjarta, sem er tilkomin af þeirri hamingju að hafa fengið a_ð kynnast þessari einstöku konu. Ég kveð Margréti mína með bæninni sem hún kenndi mér og börnunum. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakk þú inn og geymdu mig, Guð i nafni þínu. (Höf. ókunnur.) Svala Mig langar að minnast nokkrum orðum Margrétar G. Ámadóttur, sem lézt þann 4. júní sl. á Borg- arspítalanum eftir stutta legu. Margrét var gift móðurbróður mínum, Þórði Jónssyni frá Núpum í Ölfusi, og bjuggu þau í sama húsi og foreldrar mínir, ásamt afa og ömmu á Baldursgötu 7A alla sína búskapartíð. Þórður lézt 1. júní 1983. Sambýlið f þessu húsi var til fyrirmyndar og ófáar voru heim- sóknir yngri kynslóðarinnar upp á loftið. Alla tíð fór vel á með Mar- gréti og Guðríði móður minni og var samband þeirra enn nánara síðustu árin eftir að þær voru báðar orðnar ekkjur. Einnig skal þakkað hvað hún reyndist tengdaforeldrum sínum vel, en þau létust í hárri elli. Guðmunda Jóhannsdóttir, einnig tengdadóttir gömlu hjónanna, lézt 6. maí sl., gift Felix Jónssyni frá Núpum, bjuggu þau í vesturenda hússins og skal henni einnig kært þakkað allt sem hún var þessu fólki. Nú er móðir mín ein eftir á lífi af elstu kynslóðinni í Garðshorni og saknar mágkvenna sinna, sem hafa látist með mánaðarmillibili. Guð blessi þær á nýjum tilverustig- um. Þórhildur Bryndís Steindórs- dóttir - Minning Okkur félögunum brá mjög er við fréttum að Dísa væri dáin. Dauðinn kemur oft mjög óvænt og til þeirra sem maður síst ætlar. Það er erfitt og óþægilegt að horfast í augu við það að Dísa sé farin úr þessum heimi frá okkur, en við trú- um því að Jesús hafi risið upp frá dauðum og þar með þurfum við kristnir menn ekki að horfa með hræðslu á dauðann því Jesús er sterkari en dauðinn. Þess vegna getum við lika leitað til Guðs í sorg okkar og með allar okkar áhyggj- ur. Hann skilur okkur og við treyst- um því að hann hafi allt í hendi sér, líka það sem er erfitt og óþægi- legt. Og það er huggun að vita það að Dísa er líka í hendi Guðs. Við kynntumst Dísu fyrst þegar hún fór að sækja fundi í KSS (Kristilegum skólasamtökum). Dísa var hress og opin og gott var að tala við hana. í KSS eigum við góðan minningar um Dísu. Við vottum fjölskyldu hennar samúð og biðjum Guð að vera með þeim. Við þökkum Guði fyrir þann tíma sem við fengum að kynnast Dísu og biðjum Guð að blessa minn- ingu hennar. Félagar úr Kristilegum skólasamtökum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.