Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 13.06.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990 41 - Minning: Egill H. Hjálmarsson í hendi guðs er hver ein tíð, í hendi guðs er allt- vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Jóh.) í lífi þess sem hér er kvaddur hafði húmað að kveldi um nokkurt skeið. Nú hefur hann hlotið hvíldina. Á þeim stúndum sem ást- vinir okkar kveðja þennan heim skynjum við sterkar en áður að öll erum við á langri vegferð og að það er engin leið til baka inn í lífið aft- ur. En í sorginni rata þær minning- ar sem geymdar eru í sjóði hjartans leið sína til andans og um stund hverfur okkur heimur hraða og áreita og við endurlifum þann tíma er skipst var á heimsóknum, teflt, spjallað og hlegið. Það var ósjaldan sem Egill leit inn til okkar þann tíma er við bjugg- um í Álftamýrinni og það breyttist ekki er við fluttum í Fossvoginn. Segja má að oftast hafi heimsóknir hans hafist og endað á taflmennsku enda hafði Egill gaman af að tefla og ekki var áhuginn minni hjá heim- ilisföðurnum. En það var ekki ein- ungis skákin sem sameinaði þá frændur. Laxveiði skipaði stóran sess í lífi beggja og veiðiferðirnar hvort heldur farið var í Vatnsá, Laxá eða einhveija aðra á, veittu ómældar ánægjustundir. Þegar Egill og Helga komu bæði í heimsókn varð skákin og laxveiði- áhuginn stundum að víkja fyrir samræðum og bollaleggingum um eitthvað allt annað og þá leið tíminn oft hratt. Slíkar minningar ylja og samræðurnar, hvort sem þær sner- ust um dægurmál eða alvarlegri efni, vitja okkar nú þegar horft er til baka. Okkur finnst það ómetan- legt að hafa átt þess kost að blanda geði við svo góðan og heilsteyptan mann sem Egill var og fyrir það þökkum við. Samfylgdin við hann var okkur mikils virði. Elsku Helga, megi sá sem öllu ræður styrkja þig og þína. Við kveðjum elskulegan frænda og vin og óskum honum góðrar heimkomu. Gréiar og Stína. Góður vinur minn og tengdafað- ir, Egill H. Hjálmarsson, lést í Reykjavík 6. júní síðastliðinn. Egill fæddist 8. október 1910 í Reykjavík, sonur hjónanna Mar- grétar Egilsdóttur og Hjálmars Þorsteinssonar. Mér er ljúft að minnast Egils tengdaföður míns en fundum okkar bar fyrst saman fyr- ir um 30 árum. Frá fyrsta degi vildi Egill allt fyrir mig gera og naut ég þess í ríkum mæli alla tíð að eiga hann að meðan krafta hans naut við. Heimili þeirra Egils og konu hans, Helgu Jasonardóttur, var ávallt einstaklega fallegt enda lögð einstök rækt við að svo mætti vera. Myndarskapur þeirra hjóna var ein- stakur og nutu margir góðs af enda ekkert til sparað þegar gesti bar að garði og eru ógleymanleg jóla- boðin þar sem öll fjölskyldan kom ávallt saman. Helga býr nú í þjónustuíbúðum aldraðra sem reistar voru af Versl- unarmannafélagi Reykjavíkur við Hvassaleiti í fallegri íbúð sem er myndarlegur afrakstur ævistarfs þeirra Egils og Helgu. Magnús E. Guðjóns- son - Kveðjuorð Fæddur 13. september 1926 Dáinn 17. maí 1990 Á maídögum árið 1953 lukum við níu ungir menn prófi frá lága- deild Háskóla íslands. Einum af þessum skólabræðrum mínum fylgdi ég til grafar mánudaginn 28. maí sl. Af níu manna hópi eru nú fjórir látnir. Auk Magnúsar E. Guð- jónssonar þeir Emil Ágústsson, borgardómari, Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti, og Hafsteinn Sigurðs- son, hæstaréttarlögmaður. Við Magnús kynntumst talsvert á námsárum okkar í Háskólanum. Þau kynni héldust þó hann flytti til Akureyrar, því hann kom oft til Reykjavíkur og heilsaði þá stundum upp á mig og kom í skrifstofu mína. Eftir að hann varð framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga, var hann dijúgur við að vísa til mín verkefnum, er til hans var leitað og menn þurftu aðstoðar lögmanns. Ég mat mikils það traust. Nú um nokkurt skeið höfðum við ekki hist, og kom dánarfregn hans mér ger- samlega á óvart. Hafði ekkert heyrt um veikindi hans. Ekki undrar mig þótt samstarfs- menn Magnúsar beri honum vel söguna eins og lesa má í minningar- greinum. Hann var einstaklega prúður og þægilegur í vlðkynningu, skarpgreindur og skýr í hugsun. Magnús E. Guðjónsson hefði án efa orðið afbragðs málflytjandi hefði liann valið sér þá lífsbraut. Ekkju Magnúsar og aðstandend- um öllum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Ingi Ingiimindarson Kveðja frá Rótarýfélögum Hinn 17. maí sl. barst sú sorg- lega frétt að Magnús E..Guðjóns- son, framkvæmdastjóri, hefði and- ast þá um nóttina á sjúkrahúsi í Reykjavík, 63 ára gamall. Magnús fæddist og ólst upp á Hólmavík. Hann var lögfræðingur að mennt. Fulltrúi lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli var hann 1954-58, bæjarstjóri á Akureyri 1958-67 og síðan framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga til dauðadags. Magnús var félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs og kynntist ég honum þar. Mér fannst hann hlýr og hjálpfús og aðlaðandi persónuleiki. Við félagar hans minnumst margra góðra og skemmtilegra stunda með Magnúsi, bæði þegar hann hafði með höndum störf og embætti innan klúbbsins og einnig þegar hann flutti erindi fyrir félagana. Tók hann öllum beiðnum ljúfmannlega og má með sanni segja að það hafi einkennt hann. Magnús kvæntist 1962 Öldu Bjarnadóttur, ættaðri úr Skaga- firði, og lifir hún mann sinn. Við félagar hans minnumst hans með virðingu og trega. Við sendum eiginkonu hans, dætrum og öðrum ástvinum dýpstu samúðarkveðjur. F.h. Rólarýklúbbs Kópavogs, Ulfar Helgason. Egill rak eigið bílaverkstæði í húsakynnum Jóhanns Ólafssonar og Co. við Ilverfisgötu um nokk- urra ára skeið ásamt félaga sínum Ragnari sem nú er látinn. Arið 1969 hóf Egill störf við nýstofnað fyrirtæki, Toyota-vara- hlutaumboðið hf., sem undirritaður ásamt fleirum stofnaði og var Egill fyrsti starfsmaður þess. Fljótlega eftir að Egill hóf störf festist Afa- nafnið við Egil þar sem hann var aldursforseti og viskubrunnur okk- ar ungu mannanna enda gott að leita ráða hjá Afa. í byijun var starfsaðstaða heldur bágborin og vegna sérstakra að- stæðna var upphitun húsnæðisins ekki möguleg og mældist frost mest innandyra 16 gráður. Ekki minnist ég þess þó að hafa nokkru sinni heyrt Afa kvarta heldur klæddi hann sig bara betur enda ýmsu vanur og naut þess að fá að starfa og byggja upp en þá fyrst var hann í essinu sínu og nánast gleymdi að borða ef mikið var um að vera. Afi var einnig góður smiður, sér- staklega vandvirkur og úrræðagóð- ur og nýttist því þessu nýja fyrir- tæki vel því að mörgu var að hyggja og knappur fjárhagur á þessum krepputímum. Hin síðari ár átti Afi við mikið heilsuleysi að stríða og því kærkomin hvíldin nú. Síðastliðin tvö og hálft ár dvaldi hann á Hvítabandinu og vil ég fyr- ir mína hönd og nánustu aðstand- enda færa starfsfólki Hvítabandsins innilegt þakklæti fyrir ómetanlega umönnun sem hann naut meðan hann var þar. t Að lokum vil ég votta tengda- móður minni, Helgu Jasonardóttur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóhann jabak*up þvottf vélum Blomberg V.-þýsk gæðatœki Alþjóðleg hönnunarvorðlaun Industrleform Hannover Vegna mikillar sölu á þvottavélum frá Blom- berg getum við nú boðið sendingu af þess- ari úrvals vél á einstöku verði VM 1215 — 1200 snúninga vinding, sparnaðarkerfi, áfangavinding, tölvustýrður mótor. Einstaklega skemmtileg vél. Staðgreitt 66.405,- Veró áóur 79.900,- Þú sparar 10.OOO,- Etnar FarestveÉt&Co.hff. BORCAWTÚIH 28, SÍMI622901. LelA 4 stoppar vM dyrrar CLEARPLAN egglosmælirinn Hraðvirk, auðveld, örugg og ódýr aðferð til að vita nákvæmlega hvenær mestar líkur eru á þungun. CLEARPLAN nemur magn þess hormóns, sem kemur egglosi af stað. En ólíkt öllum slíkum mælingum fram til þessa er CLEARPLAN mælingin fyrirhafnarlaus. Mælinguna má gera hvenær dags sem er. Svar fæst eftir 5 mínútur. íslenskar leiðbeiningar. CLEARPLAN egglosmælirinn fæst í apótekum. 'mtt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.