Morgunblaðið - 08.07.1990, Side 1

Morgunblaðið - 08.07.1990, Side 1
96 SIÐUR B/U 153. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja: Tekist á um efnahags- aðstoð til Sovétmanna Houston, Tókíó, Brussel. Reuter, Daily Telegraph. ÁRLEGUR fundur sjö voldugustu iðnríkja er búa við markaðskerfi hefst í Houston í Texas á morgun, mánudag, og lýkur á miðvikudag. Þau mál sem verða efst á baugi eru fjárhagsaðstoð vestrænna ríkja við Sovétmenn og nýfrjáls ríki Austur-Evr- ópu ásamt afstöðunni til Mið-Ameríkuríkja og Mið-Austurlanda. Einnig mun stefnan gagnvart kommúnistastjórninni í Kína verða til umræðu en Japanar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni senn aflétta öllum eftiahagsþvingunuin vegna blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, hver sem niðurstaða fundarins í Houston verði. Er staupið gott fyrir hjartað? RANNSÓKN, sem náði til 7.735 miðaldra manna og kvenna og stóð í sjö og hálft ár, hefúr leitt í ljós að dánartíðnin á meðal þeirra, sem neyta áfengis í hófi, er lægri en á meðal þeirra sem segjast aldrei fá sér í staupinu. Hæst er hún hjá þeim sem ekki drekka og hafa hætt að reykja. A.G. Shaper, prófessor við Lundúnaháskóla, hefiir rannsakað þetta mál frekar og kynnti niðurstöður sínar á þingi norrænna bindindismanna, sem haldið var í Stafangri nýlega. Hann sagði skýringuna þá að stór hluti bind- indismanna hefði hætt að reykja og drekka vegna þess að þessi óvani hefði þegar valdið þeim hjartasjúkdóinuin. Leigði fólk til að hlýða á ráðherra París. Daily Telegraph. FRANSKI ferðamálaráðherrann Olivier Stirn neyddist til að segja af sér á fimmtudag eftir að hafa orðið uppvís að því að fyrirskipa aðstoðarmönnum sínum að ráða atvinnulaust fólk til að hlýða á ræður ráðherra úr Sósíalistaflokknum á ráðsteftiu í París. 200 atvinnuleysingjar fengu þar tækifæri til að fræðast af tólf ráðherrum og tveimur fyrrum forsætis- ráðherrum landsins fyrir fjárhæð sem jafngildir 3.000 íslenskum krónum. Þeir voru hins vegar aðeins ráðnir til klukkan 18.15 ogþegar Jean Pierre Chevenement varnarmálaráðherra tók til máls gengu allir út úr ráðstefnusalnum. Magadansmeyjar mótmæla í Israel Jerúsalem. Reuter. RABBINAR sæta nú harðri gagnrýni ísraelskra magadansmeyja, sem segja að trúarlegt umburðarleysi ógni lífsafkomu þeirra. Rabbínarnir liöfðu tilkynnt hótel- um og samkomustöðum að þeir myndu afturkalla nauðsynleg leyfi, sem staðfesta að veitingarnar samræmist trúarreglum gyðinga, ef staðirnir heimiluðu maga- dansmeyjum að koma fram. Tíu þekkt- ustu magadansmeyjar Isaraels mót- mæltu fyrir utan aðalstöðvar trúarleið- toga í bænuin Ashdod í suðurhluta lands- ins, en trúarleiðtogar segja dansatriðin vera ósæmileg og ögrandi. Mótmæli magadansmeyjanna fóru fram á sóma- samlegan hátt að sögn ísraelsku frétta- stofunnar Itim - þær voru fullklæddar og ekki sást glitta í einn einasta nafla. Ríkin sjö eru Bandaríkin, Japan, Vertur- Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía og Kanada. Á nýlegum leiðtogafundi aðild- arríkja Evrópubandalagsins voru ræddar tillögur Frakka og V-Þjóðveija um 15 millj- arða Bandaríkjadollara aðstoð við Sovét- menm til að treysta Míkhaíl Gorbatsjov í sessi. Full eining náðist ekki og var ákvörð- un frestað. Bretar segja að slík aðstoð muni ekki bera árangur fyrr en gerðar verði róttækar breytingar í átt til markaðskerfis í Sovétríkjunum. Bandaríkjamenn og Japan- ar taka undir sjónarmið stjórnar Margaret Thatcher. Þrátt fyrir umbótayfirlýsingar Gorbatsjovs og ráðgjafa hans eru sérfræð- ingar flestir á einu máli um að skrifræði stalínismans ráði enn ferðinni í stjórnar- skrifstofum Kremlveija. Breytingin er enn sem komið er aðallega sú að miðstýringin er orðin ráðleysislegri en frjálst hagkerfi á langt í land. Þetta er sögð aðalástæðan fyrir neyðarástandinu sem er að skapast; umbótasinni á flokksþingi kommúnista í Moskvu sagði fyrir helgi að íbúar í Smo- lensk-héraði byggju við verri lífskjör en Eþíópíumenn. Mögulegt er að leiðtogarnir sjö lýsi yfir stuðningi við umbætur Gorbatsjovs, sem sent hefur vestrænum leiðtogum bréf með beiðni um fjárhagsaðstoð, en reyni ekki að ná samstöðu að þessu sinni um sameigin- legt hjálparátak. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, mun heimsækja Gorbatsjov eftir Houston- fundinn og er ljóst að kanslaranum er mjög í mun að geta haldið til Moskvu með sam- þykkt um efnahagsaðstoð sjöveldanna. Framrétt hönd Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Lundúnafundinum fyrir helgi og ákvörðun um stórfellda aðstoð iðnríkjanna ættu, að áliti Þjóðveija, að gulltryggja að Sovétmenn láti af andstöðu við aðild samein- aðs Þýskalands að NATO. GLÍMUNNI LÝKUR í RISASTÓRUM ÁFÖNGUM Jóhannes Nordal -g / 16 UPP ÚR ÖLDUDALNUM OG ÚT í ÓVISSUNA Stasi hjálpaöi fo rsp rökkum samtakanna RAF ad byrja nýtt lífhandan múrsins 14 DJOFULLEGT SAMSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.