Morgunblaðið - 08.07.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JULI 1990
12
^ÍlbkÍNUM
■f ■
OVISSUNA
vinnslustöðvanna sú og samdi'áttur-
inn í afla slíkur, að vinnsluvirðið
hefur ekki aukist. Útflutningsgrein-
amar eru því ekki í neitt betri stöðu
en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir.
Þær eru í einhverri þeirri stöðu, sem
menn vildu sætta sig við; að reyna
að leggjast við stjóra og krafsa
okkur út úr þessu gífurlega skulda-
feni.“
Bíta á jaxlinn og borga skuldir
Einar Oddur tekur skýrt til orða
um hvernig nýta eigi bættar að-
stæður: „Það er ekkert annað fyrir
okkur íslendinga að gera, en reyna
að bíta á jaxlinn og borga skuldir.
Ekkert annað. Og ég veit að það
verður rosalega erfitt. En við álít-
um, og það er djúp sannfæring
okkar, að ísland sé á mjög hættu-
legri stöðu gagnvart skuldum við
útlönd. Því miður hef ég ástæðu til
að ætla, að allt of margir aðilar í
þjóðfélaginu geri sér ekki grein fyr-
ir því. I ár erum við að borga 15
þúsund milljónir í vexti af lánum
okkar við útlönd. Bara í vexti, og
upphæðin verður mun hærri á
næsta ári. Við erum ennþá að safna
skuldum erlendis og þar gengur
ríkið fýrir eins og vanalega. Þótt
aukningin sé minni en áður, eru
skuldirnar að aukast. Ef við getum
stöðvað skuldasöfnunina, þá eigum
við möguleika á að lífskjör geti far-
ið smám saman batnandi. Það er
nefnilega mesta hagsmunamál
íslensks atvinnurekstrar, að geta
bætt kjör launþega. Ef það sama
gerist á næsta áratug eins og á
þessum, að við stöndum í stað á‘
meðan allar aðrar þjóðir Vestur-
Evrópu geta bætt sín kjör, þá erum
við í svo skelfilegri stöðu um næstu
aldamót, að ég get ekki til þess
hugsað."
„Ég hygg að það sé nokkuð góð
sátt um, að sá bati sem nú gengur
yfir þurfi að nýtast með tvennum
hætti,“ segirÁsmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambands íslands.
„Með því að treysta stöðu sjávarút-
vegsins, sem á nú að baki mjög
alvarleg erfiðleikaár. Ég hef m.a.
lýst því yfir, að það eigi að gerast
með því að safna í sjóði, sem búi
sjávarútvegi stöðu til þess að taka
áföllum í framtíðinni. Að sama
skapi hygg ég að það sé samstaða
um, að nýta beri þann bata sem
virðist framundan til að bæta stöðu
almennings í landinu. í öllu þessu
samhengi skiptir mjög miklu máli,
að tekið verði við batanum þannig
að hann raski ekki efnahagslegu
umhverfi og stefni okkur ekki í
aukna verðbólgu og ólgu, sem
myndi aftur grafa undan hinni já-
kvæðu þróun.“
Almennt eru viðmælendur Morg-
unblaðsins þeirrar skoðunar, að
efnahagsbatann eigi að nýta til að
greiða niður skuldir. Koma þurfi í
veg fyrir að uppsveiflan valdi
þenslu. Þannig þurfi að draga úr
erlendum lántökum og útiloka að
eyðsla aukist. Hér snúa mál mjög
að ríkisvaldinu, sem virðist til
margra ára hafa búið við sjálfvirka
aukningu útgjalda. Vilhjálmur Eg-
ilsson, hagfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs ís-
lands, segir miklu skipta hvernig
til tekst í þeim efnum. „Og að ljár-
festingarlánasjóðirnir og Lands-
virkjun fari i meiri mæli inn á inn-
lenda fjármagnsmarkaði. Þá tel ég
að opna þurfi fjármagninu nýja leið
út úr landinu, þannig að íslendingar
geti farið að lána erlendum aðilum
peninga og fjárfest erlendis. Það
myndi létta á hagkerfinu í væntan-
legri uppsveiflu,“ segir Vilhjálmur.
Einar Oddur tekur einnig undir
þetLa sjónarmið og segirópnun fjár-
magnsmarkaðarins mikinn öryggis-
ventil. „Það verður að nota peninga-
magnið og vextina, alveg á sama
hátt og línudansari notar jafnvægis-
listina. Það gera allar þjóðir sem
horfa í alvöru á þessa hluti.“ En
hann segir jafnframt að vinnuveit-
endur hafi mjög illan bifur á því,
hvernig fjárlög verða fyrir árið
1991. Hann segir mestu hættuna
felast í því, að ríkið geti ekki ham-
ið sig. „Ég hef ástæðu til að ætla,
að ef ekki verður tekið á þeim
málum af meiri alvöru en hingað
til, þá muni ríkisfjármálin stefna
okkur öllum í voða. Þetta virðist
vera botnlaust díki. Eins og menn
séu orðnir dofnir fyrir þessu. Og
sveitarfélögin eru engir eftirbátar
ríkisins. Heildareyðsla þeirra hefur
vaxið óhugnanlega á síðasta ára-
tug. Raunaukning tekna sveitarfé-
laganna er um 14% á síðasta ára-
tug, á sama tíma og útgjöld þeirra
jukust um 18%, á föstu verðlagi
umfram vöxt þjóðartekna. Ríkið
virðist því ekki komast með tærnar
þar sem sveitarfélögin hafa hæl-
ana.“
Umdeild endurlífgun
V erðj öfhunarsjóðs
Síðastliðið vor var Verðjöfnunar-
sjóður sjávarútvegsins endurlífgað-
ur. Hann hét áður Verðjöfnunar-
sjóður fiskiðnaðarins og var stofn-
aður með lögum eftir hrun síldar-
stofnsins á tíma Viðreisnarstjórnar-
innar, árið 1969. Hugmyndin með
Verðjöfnunarsjóði var upphaflega
að draga úr áhril'um verðsveiflna á
íslenskt efnahagslíf. En eins og með
önnur hagstjórnartæki, veldur hver
á heldur. Með tímanum var haldið
um sjóðinn af lítilli virðingu og kom
hann tómur út úr góðærinu. Með
endurlífguninni telja menn ýmsa
vankanta hafa verið sniðna af og
að nú verði ekki lengur hægt að
misnota hann, eins og stundum
hefur verið sagt. Nú eru einfaldar
reglur um viðmiðunarverð síðustu
5 árin, og inngreiðslur bundnar við
hvem framleiðanda. En eins og allt-
af eru skoðanir skiptar um ágæti
þessa fyrirkomulags. „Verðjöfnun-
arsjóður er ekkert lausnarorð," seg-
ir Éinar Oddur. „Við höfum marg-
sinnis bent á, að sú eina verðjöfnun
sem skiptir máli, sé sú að menn
verði ábyrgir gerða sinna. Þetta var
allt vel hugsað hjá Viðreisninni á
sínum tíma. Allt satt og rétt, nema
hvað dæmið gekk ekki nema í tvö
ár. Svo kom Lúðvík og rústin ein.
Þetta er kannski eitt dæmið um
Sovét-ísland, um að hafa alltaf vit
fyrir öðrum.“
Þorvaldur Gylfason, prófessor við
viðskipta- og hagfræðideild Háskól-
ans, er sannfærður um ágæti Verð-
jöfnunarsjóðs, sem hagstjórnartæk-
is. „Öll verktæki má nota bæði til
góðs og ills. Menn hafa farið illa
með Verðjöfnunarsjóðinn fram að
þessu, en það segir ekkert um að
hann sé vont tæki. Ein ástæðan
fyrir því hve stjómvöldum hefur
tekist illa að hemja verðbólguna í
gegnum árin, er sú að þau og hags-
munasamtökin hafa ekki nýtt sjóð-
inn með ábyrgum og hagkvæmum
hætti. Kjarni málsins er sá, að í
góðæri eiga menn að leggja í þenn-
an sjóð og í hallæri eiga þeir að
taka út úr honum. Einstök fram-
kvæmdaatriði skipta minna máli.“
Á ársfundi Seðlabankans í vor
benti Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, á, að einkennt hefur tvö und-
anfarin samdráttarár að þróun
þjóðarútgjalda hefur fýlgt sam-
drætti þjóðartekna fastar eftir en
venja hefur verið hér á landi við
svipaðar aðstæður. Kom þetta þeg-
ar fram á árinu 1988, en þó enn
betur á síðasta ári, en þá drógust
þjóðarútgjöld saman um 7,6%, sem
var 2,4% umfram lækkun þjóðar-
tekna. Tókst því að draga úr við-
skiptahalla þrátt fyrir minnkandi
framleiðslu. Mestu munaði um 8%
lækkun einkaneyslu á árinu, en hún
átti rætur að rekja bæði til lækk-
andi kaupmáttar atvinnutekna og
lægra atvinnustigs. Auk þess benti
Jóhannes á, að svo virtist sem góð
ávöxtun og ótryggara efnahags-
ástand hefði leitt til aukins sparnað-
ar heimilanna. Ekki var um jafn-
góða aðlögun að ræða hjá ríkinu,
þótt aukið aðhald kæmi vissulega
fram í samneyslunni. Hún jókst á
síðasta ári um 1 prósent, sem er
minnsta aukning um nokkurra ára
skeið, en síðustu 10 árin hefur hún
vaxið um nálægt 5% á ári án tiliits
til hagvaxtar.
IVI u
I K
©TDK.
TRAUSTAR, DUGANDi KASSETTUR
Betri hljómgæði
Gæðakassetta sem gefur meiri og skýrari
hljóm. Venjuleg (Normal) stilling.
T-O* P* P
1 STJÓRNIN - EITT LAG ENN
2 ÚR MYND - PRETTY W0MAN
3 MAD0NNA - BREATHLESS
4 RISAEÐLAN - FAME & F0SSILES
5 ÝMSIR - ÍSLENSK ALÞÝÐULÖG
6 JEAN MICHAEL JARRE - WAITING F0R...
7 UB 40 - LABOUR 0F L0VE 2
8 JEFF HEALEY - HELL TO PAY
9 BARNALEIKIR 2 - (KASSETTA)
10 SINEAD O'CONNOR -1 D0 N0T WANT
11 ALANNAH MYLES - SA
12 ISLANDICA - RAMMISLENSK
13 JOE COCKER - LIVE
14 GARY M00RE - STILL G0T THE BLUES
15 VAYA C0N DI0S - NIGHT 0WL
16 CREEPS - BLUE T0MAT0
17 TALK TALK - GREATEST HITS
18 H0TH0USE FL0WERS - H0ME
19 JEFF LYNNE - ARMCHAIR THEATRE
20 LENNY KRAVITZ - LET LOVE RULE
ÝMSIR - BANDALÖG 2
Úrval íslenskra poppara fiytja iög
á safnplötu sumarsins
BANDALÖGUM 2. Þeirra á meðal
Bubbi, Sálin, Ný Donsk,
Todmobile, Karl Öivarsson.Loðin
Rotta, og Skeggið hans afa.
Aukalög á diski eru, Mezzoforte -
High Season og Hjálparsveitin -
Neitum að vera með.
Madonna - l'm Breathless
Hér sýnir Madonna á sér stórskemmtilega
hlið. Inniheldur lög á borð við Vogue,
Hanky Panky, Cry Baby, Sooner or later ofl. ofl.
ASTEC CAMERA - STRAY
JEFF LYNNE - ARMCHAIR THEATRE
Fyrri störl hans í gegnum árin eru meðmæli með þessarí
fyrstu sólóplötu snillingsins. Þarna er að finna Every UW®
Thing og Lilt Me Up oll.
GREIFARNIR
BLAUTIR
DRAUMAR
ÚTGÁFA20 JÚLÍ
Nú getst þér kostur á að
eignast öll bestu lög Greifanna
og fjögur ný á einni og sömu
plötunni. í nýjulögunum er
það léttleikinn og kýmnin sem
ráða ríkjum sem fyrr [
tagasmlðum Greilanna.
Sumarsveil allra íslendinga.
NEW KIDS 0N THE BLOCK - STEP BY STEP
■ Það er ekkert sem lær stöðvað álramhalUandi siguríör
þeirra um heiminn. Skotheld plata. upptuU al stórsmellum.
Crying Scene .. gefurforsmekkinn af þessari frábæru plötu.
ALANNAH MYLES
S T E I N A R
M Ú S í K
Hún er að slá í gegn svo um munar þessi kanadíska
söngkona með lögum eins og Love Is og Still Got
This Thing að ógleymdu Black Velvet.
AUSTURSTRÆTI 22 • RAUÐARÁRSTÍG 16 - PÓSTKÖFUSÍMAR 11620 - 28316
hljómplötuverslanir STRANDGÖTU 37 HFJ. ■ EIÐISTORGI ■ ÁFABAKKA 14 MJÓDD - GLÆSIBÆ - LAUGAVEGI 24