Morgunblaðið - 08.07.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990 5 Biskup vísi- terar Þing- eyjar pró- fastsdæmi BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vísiterar Þingeyjar- prófastsdæmi dagana. 8.-19. júlí. Iför með biskupi verða auk Ebbu Sigurðardóttur, biskupsfrúar, prófastshjónin séra Örn Firðriksson og frú Álfhildur Sigurðardóttir, Skútustöðum, Mývatnssveit. Til- högun vísitasíunnar verður sem hér segir: 8. júlí, sunnudagur, kl. 11.00 Húsavík. 9. júlí, mánudagur, kl. 14.00 Einarsstaðir, kl. 20.30 Nes. 10. júlí, þriðjudagur, kl. 14.00 Þverá, kl. 20.30 Grenjaðarstaður. 11. júlí, miðvikudagur, kl. 14.00 Snartastaðir, kl. 20.30 Raufarhöfn. 12. júlí, fimmtudagur, kl. 14.00 Svalbarð, kl. 20.30 Sauðanes. 13. júlí, föstudagur, kl. 14.00 Skinna- staður, kl. 20.30 Garður. 14. júlí, laugardagur, kl. 14.00 Þórodds- staður, 20.30 Ljósavatn. 15. júlí, sunnudagur, kl. 14.00 Svalbarð, kl. 17.00 Laufás, kl. 20.30 Grenivík. •16. júlí, mánudagur, kl. 14.00 Háls, kl. 17.00 Illugastaðir, kl. 20.30 Draflastaðir. 17. júlí, þriðjudagur, kl. 14.00 Lundarbrekka. 18. júlí, miðvikudagur, kl. 14.00 Víðirhóll, kl. 21.00 Reykjahlíð. 19. júlí, fimmtudagur, kl. 21.00 Skútustað- ir. Borgarstjórn: Tillaga um útvarpssend- ingar af fundum felld BORGARSTJÓRN Reykjavíkur felldi á fundi sínum á fimmtudag tillögu frá fulltrúum minnihluta- flokkanna um að útvarpað verði beint frá borgarstjórnarfúndum. Borgarstjóri sagði við umræðurn- ar að borgarstjórnarfúndir væru öllum opnir og óvíða fylgdust fjöl- miðlar jafn vel með fúndum sveit- arstjórnar. Kristín Á. Ólafsdóttir, Nýjum vettvangi, mælti fyrir tillögu minnihlutaflokkanna. Sagði hún meðal annars, að forsenda þess að kjósendur gætu myndað sér skoðun á borgarmálum væri upplýsinga- streymi. Fáir borgarbúar sætu á pöllum á borgarstjórnarfundum og aðeins Morgunblaðið og Ríkisútvarp- ið fylgdust reglulega með þeim og vegna skorts á tíma og rými gætu þessir miðlar ekki greint frá ýmsu sem þar gerðist. Því ætti borgar- stjórn að kanna, hvort nýta mætti þá senda, sem fyrir væru hjá útvarps- stöðvunum, til að senda beint út frá fundunum, eða að öðrum kosti, að koma sér sjálf upp nauðsynlegum búnaði. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að fundir borgarstjórnar væru opnir og umræður þar færu fram í heyr- anda hljóði. Óvíða fylgdust fjölmiðlar jafn vel með fundum sveitarstjórnar og útvarpssendingar af þessu tagi fengju tæpast nokkra hlustun. Til- lagan væri greinilega lögð fram í góðum tilgangi en ekki væri líklegt að hún næði tilgangi sínum. 1 Tillagan var felld með tíu atkvæð- um sjálfstæðismanna gegn fimm at- kvæðum minnihlutaflokkanna. VZterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Golfferðaklúbbun SL með glæsilegt upphafsbögg: STÓRKOSTLEG GOLFFERÐ HL MALLORCA A 25.270 KR* Einn af ávinningunum við að vera félagi í nýstofnuðum Golfferðaklúbbi SL eru ferðir á borð við Mallorcaferð þá sem farin verður kylfingum til dýrðar þann 17. júlí. Ætlunin er að bjóða klúbbfélögum árlega ekki færri en 2 slíkar ferðir. Til þess að gerast klúbbfélagi þarftu aðeins að bóka þig í eina af golfferðum okkar. Þú færð í hendur skírteini sem veitir þér ekki aðeins aðgang að mörgum bestu golfvöllunum, heldur færð þú í sumum tilfellum sérstakan afslátt af vallargjöldum! GolfferðaklúbburSamvinnuferða-Landsýnar er einnig stofnaður í þeim tilgangi að vinna golfíþróttinni brautargengi hér á landi m.a. með sérstökum golfmótum hérlendis. Og klúbburinn hefur starfsemi sína með glæsilegu upphafshöggi: VIKUFERÐ TIL MALLORCA Á SÉRSTÖKUM VILDARKJÖRUM. 17. júlí bregðum við okkur í sannkallað golfævintýri á Mallorca. Þar dveljum við í vikutíma, þar af 5 daga undir handleiðslu hins eftirsótta golfkennara Johns Drummonds. Hann mun kenna byrjendum og lengra komnum upphafsskot og uppáskot, „bönker" og „pútt“ og aðrar kylfingakúnstir- upp á „grín“ að sjálfsögðu! #Verðer 25.270 kr. á mann og er þá miðað við 4 í íbúð og staðgreiðslu. Fyrir 2 í íbúð kostar 28.310 kr. ámann miðað við staðgreiðslu. Innifaliö í verði er flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á fyrsta flokks íbúðarhóteli, golfkennsla og íslensk fararstjórn. GLÆSIGOLF Á FLORIDA Nú þegar höfum við bókað fjölmarga farþega í Floridaferð Golfferðaklúbbsins 5.-20. nóvember. Frábær golfvöllur, fyrsta flokks gisting! Hafðu samband, leitaðu upplýsinga ...og dragðu ekki að bóka! Samvinnuferðir - Landsýn Reykjavík: Austurstræti 12, s. 91 -691010, Innanlandsferöir, s. 91 -691070, póstfax 91 -27796, telex 2241, Hótel Sögu viö Hagatorg, s. 91 -622277, póstfax 91 -623980. Akureyri: Skipagötu 14. s. 96-27200, póstfax96-27588, telex 2195. Golfkennsla innifalln! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.