Morgunblaðið - 08.07.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990
mjög hröð, við Búrfell 210 MW stöð
s?m tók til starfa 1969-71, við Sig-
öldu 150 MW stöð 1977-78 og við
Hrauneyjafoss 210 MW stöð
1981-82. Síðan hefur orðið hlé, ekk-
ert nýtt stórt orkuver tekið til starfa.
Höfum við kannski misst frá okkur
heilan áratug?' Jóhannes Nordal
skýrir þetta: „Á árunum eftir 1973
þegar fyrsta orkukreppan skall á og
olíuverð hækkaði var íögð áhersla á
að nýta til húshitunar innlenda orku-
gjafa, bæði jarðvarma og rafmagn.
Eftirspurnin hér heima óx hratt.
Sem dæmi um það má nefna að í
tvö ár áður en Hrauneyjafossvirkjun
tók til starfa lentum við í fyrsta og
eina skiptið í orkuskorti og þurftum
að draga úr orkusölu til allra stórfyr-
irtækjanna. Það var því nauðsynlegt
að ráðast í þessa virkjun. Á níunda
áratugnum lentum við svo í miklum
deilum vegna álsaminganna. Á þeim
árum voru skilyrði í áliðnaði einmitt
góð, en óhugsandi var að gera samn-
inga um nýjan orkufrekan iðnað á
meðan á deilunum stóð. Og eins og
ég sagði áðan, ef maður missir af
slíku tækifæri getur orðið bið á því
næsta. Eftir það kom lægð á álmark-
aðinum, sem lauk fyrir þremur árum.
Nú er því lag, sem við erum að reyna
að nýta okkur. Biðtímann nýttum
við til þess að byggja upp byggðalín-
urnar og rétta við fjárhaginn. Nú
erum við komin yfir þessa erfiðleika,
olíukreppur og verðbólgu, og erum
betur undir það búin að takast á við
ný og stór verkefni."
4000
3500
3000
2500
2000
1500
1000
með því að Ijúka við Kvíslaveitur,
fyrsta áfanga raforkuvinnslu á
Nesjavöllum og stækkun Kröflu-
virkjunar, þar sem nú er talið að
eldsumbrotum þar sé lokið. Áætlað
er að þessu megi að mestu ljúka
árið 1994. Þarna er um að ræða
mjög miklar framkvæmdir, sem þó
eru ekki hlutfallslega eins stórar
fyrir þjóðarbúið og Búrfellsvirkjun
og Álverksmiðjan voru á sínum
tíma.“
Jóhannes Nordal segir að málið
Aðeins brot af orku-
forðanum nýtt
Við víkjum talinu að framtíðinni.
Jóhannes bendir á að talið er að
unnt sé á fjárhagslega hagkvæman
hátt að nýta af vatnsafli 30 þúsund
GWst á ári til rafmagnsframleiðslu
hér á landi. Ekki er búið að nýta
nema rúmar 4.000 GWst. Þar við
bætast svo 20 þúsund GWst til raf-
magnsframieiðslu frájarðhita. Þetta
táknar að ekki er búið að nýta nema
8% af þeirri heildarorku sem ísland
býr yfir. Svo augljóst er að við höf-
um til ráðstöfunar geysimikla nýtan-
lega orku til iðnaðar. Óþarfi að spara
hana. Hann upplýsir líka að samn-
ingar um sölu raforku til Járnblendi-
verksmiðjunnar nái fram til alda-
móta og reiknað með framhaldi á
þeim. Samningar við Álverksmiðj-
una í Straumsvík ná til ársins 2014.
Og þegar hann er spurður hvað
mundi gerast ef við þyrftum sjálf á
mjög aukinni orku að halda, t.d. ef
fyndist leið til að nota innlenda orku-
gjafa á báta og bíla, segir hann að
stórfelld aukning á því sviði geti
aldrei orðið án fyrirvara og þá getum
við alltaf gripið til þessa mikla forða
sem við eigum í ónýttum orkulind-
um.
Við Blöndu er að rísa 150 MW
orkuver, sem ætlunin er að taka í
notkun 1991. Og hvað svo? „Ef
samningar nást um nýja álbræðslu,
þurfa að koma til 3.000 GWst af
raforku. Sést af því hve lítill hluti
þetta er af heildarorkulindum okkar.
Þessari þörf er ætlunin að mæta
með Blönduvirkjun, stækkun Búr-
fellsstöðvarinnar, Fljótsdalsvirkjun,
Þessi þrjú línurit sýna: 1) nýtan-
lega orku til raftnagnsframleiðslu
í landinu. Neðst sést hve lítið af
henni er búið að virkja eða aðeins
12%. 2) hlutfallslega skiptingu
orkugjafanna sem notaðir eru í
landinu og hvernig kolin og mór-
inn hafa horfið, en olíunotkun
aukist, þar til jarðvarmi og vatns-
orka eru nú að síga á. 3) rafmagns-
framleiðslu og rafmagnssölu frá
upphafi Landsvirkjunar og hvern-
ig orkunýtingin skiptist á almenna
notkun og stóriðju
Köldukvísl og Kvíslum firá Hofsjökli hefur verið veitt í Þórisvatn,
til þess að fá þar örugga miðlun. Hér er unnið að Kvíslaveitu, en
síðustu kvíslinni verður bætt við ef Búrfellsvirkjun verður stækkuð
vegna nýrrar álverksmiðju.
Línukerfið hefur verið samtengt. Landsvirkjun ft’amleiðir 93% af öllu rafmagni á íslandi og selur í
heildsölu á sama verði um land allt.
NSTANLEG ORKA TIL RAFMAGNSFRAMLEIÐSLU
mw
1986 1990 1995 2500 2005
■iJafftvífmi Wvamwví EBVifkjea ~
RAFMAGNSFRAMLEIÐSLA
OG RAFMAGNSSALA 1966-1989
GWst
4500
i. ■IZ’r.'f&W'Cs
I ÁJib?ie&?a
I AÍHáðar/efksmiðja
I Aímcftfwigstafveiítif
HLUTFALLSLEG skipting miui innlendra
OG erlendra orkugjafa frA aldamótum
Hrauneyjafossvirkjun í Tungnaá. Má sjá hvernig auðnin í kring hef-
ur verið ræktuð. En á 25 ára starfsferli sínum hefur Landsvirkjun
þannig grætt upp rúmlega 3.000 hektara lands og varið til þess 350
millj. króna á núverandi verðlagi.
o
1
Œ30ita MKU Mmw Mjarövírmi MVainsodta
sé allt í eðlilegum farvegi. „Við von-
umst til að geta lokið samningum
um nýja álbræðslu í meginatriðum
í september. Við förum þó ekki af
stað með orkuframkvæmdir fyrr en
samningar eru fastbundnir. Höldum
bara áfram með verkfræðiáætlanir
og vegagerð á meðan. Verði nýtt
álver að veruleika þá förum við fyrst
af stað með stækkun Búrfells og
síðan kemur Fljótsdalsvirkjun."
Og ef við lítum svo enn lengra
fram á veginn, hvað tekur þá við?
„Ef við lítum á samkeppnisstöðuna
og markaðsstöðu okkar innan Evr-
ópu held ég að íslendingar hafi góð
skilyrði til þess að halda áfram upp-
byggingu orkufreks iðnaðar og þá
helst áliðnaðar. Talið er að eftir-
spurnin eftir áli muni haida áfram
að vaxa hraðar en eftir öðrum málm-
um. Mikill áliðnaðar er ennþá í lönd-
um þar sem orkan er dýr og fram-
leidd að miklu leyti með kolum.
Ekki er vafi á því að með tímanum
vilja fyrirtækin flytja sig til landa
sem hafa hagkvæma vatnsorku.
Hugsanlega koma einnig til aðrir
stóriðjukostir. Nú eru menn að velta
fyrir sér vatnsefnisframleiðslu með
rafgreiningu. Það er ákaflega erfitt
að sjá hvenær það verður orðið veru-
lega hagkvæmt. Loks er rætt um
þann möguleika að hægt verði að
flytja orku til annarra landa og þá
einkum tii okkar næsta nágranna,
Breta. Tæknin til þess er fyrir hendi.
Þetta er spurning um hagkvæmni
og samkeppnishæft orkuverð. Orku-
verð héðan um streng er að verða
samkeppnishæft við orku frá kolum
og kjarnorkuverum. Hins vegar er
iíklegt að samkeppnin komi ekki síst
frá jarðgasi, sem fundist hefur í
Norðursjó og með ströndum Noregs.
Það er hagkvæmt og hefur minni
umhverfisáhrif en þau brennsluefni
sem áður voru notuð. Ég tel nokkuð
öruggt að raforkuflutningur til ann-
arra landa verði ekki að raunveru-
leika fyrr en nokkuð verður liðið á
næstu öld. Og að auki er ljóst að
meiri tekjur fást í þjóðarbúið með
því að nýta orku til orkufreks iðnað-
ar í landinu en að senda orkuna sem
hráefni til annarra landa.“
„Miklar breytingar hafa orðið í
orkumálum síðustu árin. Ekki er
lengur búist við að olíuverð hækki
nærri því eins ört og spáð var fyrir
10 árum. Það hefur reyndar lækkað
verulega síðustu tvö árin og augljóst
að verulega má spara olíu. Olíulind-
ir munu því endast mun lengur en
áður var talið,“ bætti Jóhannes við.
. Verkefhin óþrjótandi
Er þá hugsanlegt að fara hraðar
í uppbyggingu á órkuverum og
orkufrekum iðnaði en nú er í sjón-
máli? „Það er vissulega hugsanlegt,
ef skilyrði á stóriðjumörkuðum eru
fyrir hendi, að hægt sé að byija á
nýjum stóriðjuáfanga í kjölfar þessa,
jafnvel fyrir aldamót. Þegar búið er
að ákveða þennan áfanga sem nú er
í sjónmáli, þarf að leggja mikla
áherslu á framhaldsrannsóknir á
nýjum virkjunum til undirbúnings
fyrir næsta áfanga. Þar er fyrst um
að ræða fleiri virkjanir á Þjórsár-
svæðinu og virkjun Jökulsár á Brú,
en ýmsir fleiri staðir koma til. Þá
hafa lengi verið uppi hugmyndir um
að veita vatni úr Jökulsá á Fjöllum
austur um. En enginn af þessu
möguleikum er fullrannsakaður.
Tækifærin eru næg. Miðað við það
sem við erum þegar búin að gera,
eru framundan næstum ótakmörkuð
verkefni.“
Að lokum spyijum við Jóhannes
Nordal hvort það hafi ekki verið
skemmtilegt að vera í fararbroddi í
svo stórkostlegu ævintýri. Hann ját-
ar því: „Þróunin hefur verið ákaflega
spennandi og ég hefi haft mikla
ánægju af að fást við orkumálin við
hlið efnahagsmálanna, sem eru eilíf
barátta við að halda fjárhagslífinu
á réttum kili. En þó orkumálin geti
oft verið erfið við að glíma, lýkur
þeim venjulega með stórum áföng-
um. Maður sér varanlegan árangur
erfiðis síns. Glíman við efnahagsmál-
in er aftur á móti óendanleg, þar
sem sífellt þarf að bregðast við nýj-
um vanda og viðhorfum. Þótt maður
haldi að komið sé á lygnan sjó, dreg-
ur fyrr en varir upp ský og hvessir
úr þeirri átt sem maður átti síst von
á.“