Morgunblaðið - 08.07.1990, Page 23
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Sparisjóðsstjóri
í blaðinu í dag auglýsir stjórn Sparisjóðs Súðavíkur eftir
sparisjóðsstjóra. Umsóknarfrestur er til 16. júlí næstkom-
andi. Nánari upplýsingar er að fá hjá Guðmundi Kjartans-
syni, löggiltum endurskoðendum, ísafirði
Kennarar
Auglýst er eftir kennurum við skóla víða um land. Meðal
skólanna eru Grenivíkurskóli, Grunnskólinn í Bolung-
arvík, Egilstaðaskóli, Gagnfræðaskólinn á Selfossi,
Grunnskóli Tálknafjarðar auk þess sem fræðslustjóri
Norðurlandsumdæmis vestra auglýsir eftir kennurum við
eina níu skóla.
Ríkisútvarpið
Ríkisútvarpið auglýsir í blaðinu í dag eftir umsækjendum
um þijár stöður hjá fyrirtækinu. Um er að ræða umsjónar-
mann morgunútvarps, ritstjóra miðdegisútvarps og rit-
stjóra síðdegisútvarps. Umsóknarfrestur er til 25. þessa
mánaðar. Nánari upplýsingar veitir dagskrárstjóri Rásar
eitt.
Landsbankinn
Landsbankinn auglýsir lausar til umsóknar þijár stjórnun-
arstöður hjá fyrirtækinu sem verða til vegna þess að fjár-
málasvið bankans verður lagt niður í núverandi mynd en
í stað þess verða til tvær deildir, annars vegar fjárreiðu-
deild og hins vegar rekstrar—, bókhalds— og áætlana-
deild. Um er að ræða stöður forstöðumanna þessara
tveggja deilda auk stöðu forstöðumanns byggingadeildar.
Tölvufyrirtæki
Sameind auglýsir í blaðinu í dag eftir Ijölda starfsmanna
vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Flest störfin tengj-
ast þjónustu við kaupendur IBM PS/2 tölva og sölu
þeirra. Umsóknarfrestur er til 15. júlí næstkomandi.
Fiskvinnsla
I blaðinu í dag er auglýst tii sölu hlutur í fiskvinnslufyrir-
tæki í Kodiak, Alaska. Tekið er fram að leitað sé að
meðeigendum að einni af stærstu fiskvinnslustöðvum á
Kodiakeyju í Alaska, Bandaríkjunum. Eigendurnir eru
tilbúnir til að selja fyrirtækið að hluta eða öllu leyti.
Útboð
Allmörg útboð eru auglýst í blaðinu í dag. Meðal annars
má nefna að hafnarstjórn Eskifjarðar óskar eftir tilboðum
í að steypa þekju á hluta af innra hafnarsvæði neðan
hafnarvogar á Eskifirði. Þá óskar Þörungaverksmiðjan
eftir tilboðum í landflutninga á þörungamjöli, Vegagerð-
in óskar eftir tilboðum í vinnu við Djúpveg um Kálfanes-
flóa í Steingrímsfirði. Kársnes óskar eftir tilboðum í vinnu
við húsbyggingu að Hafnarbraut 2, Kópavogi og Inn-
kaupastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftir tilboðum
í nokkur verk.
SMÁAUGl ÝSINGAR
Ferðalög
Ferðafélag íslands og Útivist auglýsa margar ferðir í
blaðinu í dag. Meðal annars má nefna ferðir í Þórsmörk,
Marardal, Hornvík, Hesteyri, Strandir, Þjórsárdal, Að-
alvík og Náttfaravíkur svo að eitthvað sé nefnt.
Morgunbladið/Börkur
Nýja afgreiðsluliúsnæðið hjá Flugtaki. Innfellda myndin
er af Birgi Ágústssyni, einum af eigendum Flugtaks.
Flugtak með stór-
aukinn flugflota
Flytja þúsund ferðamenn milli lands og Eyja
FLUGTAK hefur flutt farþega- og leiguflugsaf-
greiðslu sína í nýtt húsnæði á Reykjavíkurflug-
velli austan við skýli 1 en Flugskóli Flugtaks
verður áfram til húsa í Gamla flugturninum.
Flugtak er nú með 5 vélar í leiguflugi, 5-15
sæta og flugskólinn hefur 6 eins hreyfils vélar,
tveggja sæta allar nema ein sem er íjögurra
sæta. Birgir Agústsson einn af eigendum Flug-
taks sagði í samtali við Morgunblaðið að mikið
væri að gera hjá fyrirtækinu, bæði í leiguflug-
inu og flugkennslunni, en sem dæmi um Ieigu-
flugið nefndi hann að Flugtak myndi í sam-
vinnu við Pál Helgason og Val Andersen í
Vestmannaeyjum flytja um 1.000 ferðamenn
milli lands og Eyja í sumar.
Flugtak, sem Höldur sf. og Bíla-
leiga Akureyrar eiga, byrjaði
flugrekstur fyrir ári með 2 níu far-
þegavélar, eina fimm farþega vél
og skrúfuþotu fyrir sex farþega,
en sú flugvél er eins konar milli-
landavél fyrirtækisins og getur
flogið á alla helstu velli Evrópu.
Að sögn Birgis er hún talsvert not-
uð til dæmis í flug með varahluti
og einnig með menn á fundi. Mest
af farþegaflutningum Flugtaks eru
þó ferðamenn, en einnig flytja þeir
mikið af íþróttahópum. Nýlega
bættust tvær 15 sæta flugvélar í
flota Flugtaks, tveggja sæta Beec-
hcraft með hverfihreyflum, hrað-
fleygar vélar sem geta lent á flest-
um völlum innanlands, en 15 sæta
vélarnar eru sérstaklega búnar til
vöruflutninga.
Flugskóli Flugtaks býður fólki í
kynningarflug ef það hyggst læra
flug, en talsvert er um það að einka-
flugmenn haldi áfram í atvinnuflug.
Skólinn er dagskóli í verklegu, en
þriggja mánaða kvöldskóli er fyrir
bóklegt einkaflugpróf. 20 flug-
stundir þarf í sólópróf, 60-70 í
einkaflug og 200 stundir í atvinnu-
flugpróf. Flugskólinn býður upp á
þjálfun m.a. í flughermi sem er
dæmigerður fyrir tveggja hreyfla
flugvélar og er það liður í almennri
kennslu flugskólans allt til atvinnu-
prófs.
Búðardalur:
Fegrunarátak í bænum
Búðardalur
íbúar Búðardals hafa tekið höndum
saman um að fegra bæinn. Mikil vinna
hefúr verið lögð í að steypa gangstétt-
arkanta og garðar teknir i gegn. Þá
hefur verið gert átak i gróðursetningu
plantna víðsvegar um sýsluna.
Atvinnuástand er gott í Búðardal. Verk-
takafélagið Tak hefur nokkur um
svif yfir sumartímann og ekkeit atvinnu-
leysi er á staðnum. Veðrið hefur leikið við
heimamenn í sumar og víða er hafinn slátt-
ur. Kristjana
Seyðisgörður:
Ekkert at-
vinnuleysi
SeyðisQörður
Á SEYÐISFIRDI er nóg að gera
og ekkert atvinnuleysi þr’att fyr-
ir að frystihúsið sé ekki starf-
rækt. Fjöldi fólks á öllum aldri
starfar hjá bænum, aðallega við
að fegra umhverfið, enda er nóg
að gera í þeim málum eflir
skriðufollin á síðasta ári.
Bæjarstórnin á Seyðisfirði hefur
undanfarin fjögur ár veitt
skólafólki og öðrum atvinnu yfir
sumartímann við ýmis störf. Vinnan
er aðallega fólgin ’i fegrun um-
hverfisins og hefur folk n’og að
gera við að hreinsa eftir skriðufoll-
in siðastliðið ár, en nú er verið að
leggja lokahönd á það mikla verk.
Ekkert atvinnuleysi er í bænum og
fá allir vinnu sem eftir því leita.
Ferðamannastraumur er alltaT
mikill í bænum í kringum ferðir
Norrænu og síðasta fimmtudag
stigu á land á Seyðisfirði 900 ferða-
menn. Þeir stoppa þó flestir stutt
i bænum við komuna, það er frekar
þegar þeir eru að fara úr landi að
þeir stoppi einhverja daga á Seyðis-
firði.
Verið er að vinna af því af fullum
krafti að koma frystihúsi Seyðis-
fjarðar aftur af stað. Uppboð er
nýbúið og vonast er til þess að vinna
hefjist aftur i frystihúsinu með
haustinu.
Garðar Rúnar
Húsavík:
Mikið byggt
á Húsavík
Húsavík
SÆMILEGAR horfur eru í at-
vinnumáluin á Húsavik. Mikill
uppgangur er í byggingariðnað-
inum, en minna að gera i fiskiðn-
aði þessa stundina. I frystihúsinu
hafa fallið niður vinnudagar
vegna aflaleysis, en bæjaryfir-
völd hafa líkt og undanfarin ár
séð skólafólki fyrir sumarvinnu.
'C'
Byggingariðnaður stendur í
miklum blóma á Húsavík. Bæði
eru framkvæmdir við opinberar
stofnanir og íbúðarhúsnæði. Það
er verið að byggja við skólann og
eins er heilsugæslustöð í byggingu.
Þá er verið að vinna i verkamanna-
og leiguíbúðum.
Ekki hefur aflast vel á liúsavik
undanfarið og er það aðallega
þorskurinn sem lætur standa á sér.
Lítið fiskast innanfjarðar og hafa
fallið niður vinnudagar í frystihús-
inu vegna aflaleysis. Rækjuvinnsla
hefur þó verið mikil. Heimabátar
hafa veitt vel og mikið hefur verið
keypt af rússneskum skipum.
Veður hefur verið heldur leiðin-
legt undanfarið og ferðamenn þess
vegna ekki eins margir og síðasta
sumar. Gisti- og veitingastaðir
finna fyrir minni viðskiptum, en von
er ’a að úr því rætist. ^
fréttaritari