Morgunblaðið - 08.07.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990
29
IAUGLYSINGAR
RIKISSPÍTALAR
Barnaspítali
Hringsins
Fóstrur og/eða þroskaþjálfar óskast til
starfa 1. september eða síðar. Um er að
ræða tvær stöður við almennar legudeildir.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir þá,
sem hafa áhuga á starfi með börnum á
ýmsum aldri.
Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir
Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 601033 eða 601000.
Læknaritari eða læknafulltrúi óskast frá og
með 1. ágúst nk.
Um 100% starf er að ræða þar sem vinnu-
tími erfrá 8.00 til 16.00. Starfsreynsla æski-
leg.
Umsóknarfrestur er til 22. júlí.
Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma
601023.
Reykjavík 8. júlí 1990.
Forritari
leitar að framtíðarvinnu. Er m.a. vanur
COBOL, C og Pascal.
Hafið samband við Sigurð í síma 44613.
Skemmtanastjóri
óskast á nýjan veitingastað.
Tiboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„U - 130“ fyrir 11. júlí.
Kennarar
Kennara vantar að Grunnskólanum á Flateyri.
Kennslugreinar: Almenn bekkjarkennsla og
íþróttir.
Umsóknarfrestur til 28. ágúst nk.
Upplýsingar eru veittar á fræðsluskrifstofu
Vestfjarða í síma 94-3855, hjá skólastjóra í
síma 94-7814 á kvöldin, hjá formanni skóla-
nefndar í síma 94-7828 á daginn og 94-7728
á kvöldin.
Trésmiður
Stórt og traust þjónustufyrirtæki í borginni
með starfsemi víða um land vill ráða tré-
smið til framtíðarstarfa.
Fjölbreytt viðhaldsvinna, uppsetningar og
smíðar. Starfinu fylgja tímabundin verkefni
víða um landið, sérstaklega á sumrin.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Trésmiður - 8704“ fyrir 12. júlí
nk. Öllum umsóknum svarað.
Ritari
Eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins vill
ráða starfskraft til almennra ritarastarfa sem
fyrst. Framtíðarstarf.
Góð almenn menntun er áskilin ásamt góðri
vélritunar- og enskukunnáttu. Starfsreynsla
á skrifstofu æskileg en ekki skilyrði. Góð og
skemmtileg vinnuaðstaða.
Umsóknir merktar: „Ritari - 9245“ sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 16 föstudaginn
13. júlí nk.
Læknaritari
óskast í 50% starf eftir hádegi í einkafyrir-
tæki í austurborginni.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
17. júlí merktar: „P - 9166“.
Píanókennari
óskast til starfa frá 20. september við Tón-
listarskóla Öxarfjarðarhéraðs, 670 Kópa-
skeri.
Um er að ræða heila stöðu. Æskilegt að við-
komandi geti kennt á fleiri hljóðfæri.
Umsóknarfrestur er til 1. september og verið
velkomin til starfa.
Elisabeth Hauge.
Grunnskólinn
á ísafirði
Kennara vantar við Grunnskólann á ísafirði.
Umsóknarfrestur er til 22. júlí.
Upplýsingar gefur formaður skólanefndar
Sigrún C. Halldórsdóttir í heimasíma
94-4046 og vinnusíma 94-3001.
Skólanefnd.
Þjónn - matsveinn
Óskum að ráða þjón og matsvein.
Eiginhandarumsóknir, ásamt upplýsingum
um fyrri störf og meðmælum, ef fyrir liggja,
sendist til FLUG HÓTELS, Hafnargötu 57,
230 Keflavík, sími 92-15222.
AUGL YSINGAR
[ HÚ5NÆÐIÓSKAST
Húsnæði óskast
Hjón með þrjú stálpuð börn vantar húsnæði
á leigu frá 1. ágúst.
Helst með 4 svefnherbergi.
Upplýsingar í síma 91-75605 á kvöldin og
um helgar en 91 -612141 virka daga kl. 9.00-
17.00.
HÚSNÆÐI í BOÐI
í hjarta borgarinnar
Til leigu 16 fm skrifstofuhúsnæði, hentugt
fyrir lítið fyrirtæki eða félgasamtök. Einnig
er til leigu 14 fm einstaklingsherbergi.
Aðgangur að stóru eldhúsi, baðherbergi,
gestasnyrtingu og þvottahúsi.
Upplýsingar í símum 636306 og 13846.
Til leigu
3ja herbergja íbúð á besta stað í Lundúnum
frá 15. júlí til 7. september.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
16. júlí merkt: „T - 777“.
Einbýlishústil leigu
Einbýlishús á mjög fallegum stað er til leigu
í eitt ár frá 1. september. Húsið er 160 fm
og bílskúr er 37 fm. Samliggjandi setustofa
og borðstofa er 62 fm, 3 herbergi eru 28 fm,
18 fm og 7 fm. Annað rými samtals 45 fm.
Húsið er í mjög góðu ástandi. Móttökudiskur
er fyrir gervihnattasjónvarp.
Þeir, sem óska eftir frekari upplýsingum, vin-
samlegast leggi inn nafn og símanúmer á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. júlí merkt:
„Seltjarnarnes - 9163“.
Frjáktfhamtak
Ármúla 18,
sími 82300.
Sérstakt tækifæri!
Til leigu er verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Er hér um að ræða húsnæði í eftirfarandi
stærðum:
Skipholt:
1. hæð 136 fm verslunarhúsnæði,
3. hæð 55 fm skrifstofuhúsnæði,
3. hæð 48 fm skrifstofuhúsnæði.
Ármúli:
2. hæð 64 fm skrifstofuhúsnæði,
3. hæð 71 fm skrifstofuhúsnæði.
Upplýsingarveitir Hanna Rúna ísíma 82300.
bátar-skip
Skip og bátar óskast
Óskum eftir að komast í samband við seljend-
ur skipa og báta. Höfum kaupendur á skrá.
Húsafell
FASTEIGNASALA Langhottsvegi 115
(Bæjarleiðahúsina) Simi:681066
Kvóta ski pt i/kvóta ka u p
Óskum eftir þorskkvóta í skiptum fyrir 170
tonn af grálúðu, karfa og ufsa. Viljum enn-
fremur kaupa þorskkvóta.
Fiskvinnslan á Bíldudal hf.,
símar 94-2110 og 94-2128.
Erum kaupendur að kvóta
Ögurvík hf.
Sími 91-25466.
Kvóti
Útgerðarmenn - þorskkvótaeigendur
Þið sjáið um kvótann - við færum ykkur fisk-
inn hvert á land sem er á landsambands
verði. Upplýsingar í síma 94-6215 eða 985-
20561.
TIL SÖLU * -
Glæsilega fataverslun
Af sérstökum ástæðum er til sölu ein af
glæsilegri fataverslunum borgarinnar. Versl-
unin er staðsett á besta stað við Laugaveg,
í hagstæðu leiguhúsnæði. Verslunin er alfarið
með eigin innflutning á dömu- og herrafatnaði.
Ahugasamir leggi inn fyrirspurnir sínar á
auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. júlí merktar:
„Fataverslun - 1990“.
Framleiðslufyrirtæki í
plastiðnaði
Til sölu er úr þrotabúi Ólafs Björgúlfssonar
fyrirtækið Bílplast, Vagnhöfða 19, Reykjavík.
Fyrirtækið er sérhæft í framleiðslu úr trefja-
plasti. Um er að ræða fjölda steypumóta til
framleiðslu boddíhluta í bifreiðir, nuddpotta
o.fl. auk hráefnis til framleiðslu, verkfæra,
bíllyftu, lagers o.fl.
Leigusamningur um húsnæðið í Vagnhöfða
19, Reykjavík, getur fylgt með í kaupum á
fyrirtækinu.
Allar frekari upplýsingar veitir bústjóri þrota-
búsins í síma 689560 milii kl. 10 og 12 mánu-
daginn 9. júlí 1990. Fyrirtækið verður til sýn-
is kl. 13.00 og 15.00.
Tilboðum skal skilað til bústjóra þrotabúsins,
Þorsteins Einarssonar hdl., Suðurlandsbraut
4a, Reykjavík, fyrir 15.00 föstudaginn 13.
júlí 1990.