Morgunblaðið - 08.07.1990, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990
___________Brids_____________
Arnór
Ragnarsson
Sumarbrids
Þriðjudaginn 3. júlí mættu 24
pör til leiks.
í A-riðli voru 16 pör (meðalskor
210) og urðu úrslit þessi:
A-riðill:
Þröstur Ingimarsson —
Þórður Björnsson 267
Gróa Guðnadóttir —
Guðrún Jóhannesdóttir 262
Vilhjálmur Sigurðsson —
Þráinn Sigurðsson 260
Lovísa Eyþórsdóttir —
Guðjón Jónsson 226
Murat Serdarogil —
Jón Stefánsson 222
í B-riðli voru 8 pör (meðalskor
1.400) og urðu úrslit þessi:
B-riðilI:
Dúa Olafsdóttir —
Véný Viðarsdóttir 1.534
Jón V. Jónmundsson —
BaldurBjartmarsson 1.507
Jörundur Þórðarson —
Hjálmar Pálsson 1.467
4. sætiskeppnin í júnímánuði var
spennandi, því fjórir urðu efstir og
jafnir með tvö skipti alls. Það voru
Eyþór Hauksson, Helgi Jónsson,
Helgi Sigurðsson og Margrét Mar-
geirsdóttir. Það þurfti því að draga
um það hver hlyti bókaverðlaunin
og hreppti Eyþór hnossið.
Nú hafa alls 880 spilarar spilað
í sumarbrids. 254 einstaklingar
hafa mætt, þar af hafa 120 fengið
stig. Eftirtaldir spilarar hafa fengið
yfir 80 stig:
Þröstur Ingimarsson 208
Þórður O. Björnsson 150
Murat Serdarogil 124
Lárus Hermannson 104
Guðrún K. Jóhannsdóttir 101
Ragnar Jónsson 90
Guðlaugur Sveinsson 87
Sigurður B. Þorsteinsson 84
Helgi Hermannsson 83
Kjartan Jóhannsson 83
Vilhjálmur Sigurðsson 81
Þráinn Sigurðsson 81
Spilað er í Sigtúni 9 alla þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl. 17, en
síðasti riðill fer í gang kl. 19. Allir
eru velkomnir.
Fimmtudaginn 5. júlí mættu 56
spilarar til leiks.
í A-riðli voru 16 pör og urðu
úrslit þessi:
A-riðill (meðalskor 210):
1.-2. Þröstur Ingimarsson —
Ragnar Jónsson 257
l.-2.Þórður Björnsson —
Murat Serdaroglu 257
3. Jóhann Guðlaugsson —
Sigríður Ingibergsdóttir 239
4. Steinunn Snorradóttir —
Þorgerður Þórarinsdóttir 238
í B-riðli voru 12 pör og urðu
úrslit þessi:
B-riðill (meðalskor 165):
1. Sigurður B. Þorsteinsson —
Gylfi Baldursson 202
2. Hjálmtýr Baldursson -
EinarJónsson 200
3. -4. Björn Arnarson —
Stefán Kalmannsson 180
3.-4. Hulda Hjálmarsdóttir —
Erla Siguijónsdóttir 180
Keppnisstjórar í Sumarbrids eru:
Jón Baldursson, Ragnar Magnús-
son og ísak Örn Sigurðsson. Spilað
er í Sigtúni 9 alla þriðjudaga og
fímmtudaga frá kl. 17.00, en síðasti
riðill fer í gang kl. 19.00. Allir eru
velkomnir.
—,----
Morgunblaðið/Árni Helgason
Bankastjóri Búnaðarbankans á Stykkishólmi ræðir við einn af við-
skiptavinum bankans.
Stykkishólmur:
Utibú Búnaðarbankans
minntist 60 ára starfs
Búnaðarbankans
Stykkishólmi.
BÚNAÐARBANKI íslands varð
60 ára 29. júní sl. í tilefhi þessa
afmælis var viðskiptavinum boð-
ið upp á kaffi og ijómapönnukök-
ur og var stöðugur straumur hér
í útibúið í Stykkishólmi allan
daginn meðan opið var.
etta var á föstudegi og margir
nota sér þann dag til viðskipta
við bankann. Útibússtjórinn, Guð-
mundur Garðar Arthursson, tók á
móti gestum og bauð þá velkomna.
Veitingarnar voru í afgreiðslusal
bankans og því hæg heimatökin og
sérastaklega þegar beðið var eftir
afgreiðslu. Mikið af blómum og
heillaóskum barst útibúinu þennan
dag.
Þrír fánar blöktu í góða veðrinu
fyrir utan bankahúsið þar á meðal
fáni Búnaðarbankans. Allt var þetta
því mjög hátíðlegt. Lúðrasveit
Stykkishólms með stjórnanda sinn,
Daða Þór Einarsson, lék nokkur lög
og jafnvel fléiri bættust í hópinn.
Kvenfélagið sá um meðlæti fyrir
bankann.
Á eftir voru allir leystir út með
landgræðslupokum frá bankanum.
Var því nóg að gera'í bankanum
þennan dag. Og bankastjóri og
starfsfólk ánægt að degi loknum.
- Árni
IC ENNSLA
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn s.28040.
WélagslÍf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Skipholti 50b, 2. hæð
Samkoma i dag kl. 11.
Sunnudagaskóli á sama tima.
Allir velkomnir.
; VEGURINN
J Krístiö samfélag
Kvöldsamkoma kl. 20.30. Högni
Valsson predikar. Fagnaðar- og
lofgjörðarsöngvar. „Hjálpin
kemur frá Drottni, skapara him-
ins og jarðar."
Verið velkomin.
Vegurinn.
Kristniboðsfélag karla,
Reykjavík
Fundur verður í Kristniboðssaln-
um, Háaieitisbraut 58-60, mánu-
dagskvöldið 9. júlí kl. 20.30.
Allir karlmenn velkomnir.
Stjórnin.
Kveðjusamkoma í kvöld kl. 20.30
fyrir kapteinhjónin Anne Marie og
Harold Reinholdtsen og börnin
þeirra Hákon, Birgitte og Jörgen.
Brigader Ingibjörg Jónsdóttir
stjórnar. Allir velkomnir.
*
fíunhjálp
í dag k. 16 er almenn samkoma
í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Fjöl-
breyttur söngur. Barnagæsla.
Ræðumaður verður Óli Ágústs-
son. Allir velkomnir.
Samhjálp.
H ÚTIVIST
GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Sunnudagur8. júlí
Kl. 8.00 Básar
Dagsferð í Þórsmörk. í tilefnr af
15 ára afmæli félagsins, sérstakt
afsláttarverð: Kr. 1.500.-. Brott-
för frá BSÍ - bensínsölu. Stans-
að við Árbæjarsafn.
Kl. 9.30 Þórsmerkurgangan
Breiðabakkavað - Oddi - Berg-
vað.
12. áfangi Þórsmerkurgöngunn-
ar. Gengin verður gamla þjóð-
leiðin úr Bjóluhverfi austur fyrir
Odda. Byrjað verður á þvi að
ferja yfir Ytri Rangá á Breiða-
bakkavaði, ofan við Hrauntófta-
ey. Síðan verður gengið niður
að Kambhóli og þaðan að Odda.
Frá Odda verður haldið að Eystri
Rangá og ferja yfir ána á Berg-
vaði. Björgunarsveitin Dagrenn-
ing á Hvolsvelli aðstoðarviðferj-
un yfir báðar árnar. Staöfróðir
Rangæingar verða með í för.
Brottför frá BSÍ - bensínsölu kl.
9.30. Stansað við Árbæjarsafn.
Brottför frá Fossnesti á Selfossi
kl. 10.30. og frá griilskálanum á
Hellu kl. 11.15. Verð kr. 1.200,-,
frá Hellu og Selfossi kr. 600,-
Kl. 13.30 Hjólreiðaferð
Hjólaður Hafravatnshringur.
Frekar létt leið um skemmtilegt
svæði fjarri þjóðvegi. Brottförfrá
Árbæjarsafni. Verð kr. 200,-.
Sjáumst.
Útivist.
¥síii ll m
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfia
Safnaðarsamkoma kl. 11.00.
Ræðumaður Haraldur Guðjóns-
son. Barnagæsla.
Almenn samkoma kl. 20.00.
Ræðumaður Warren Flattery.
Fórn tekin vegna starfsins á
isafirði. Barnagæsla.
SKFUK
T KFUM
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30 í kristni-
boðssalnum Háaleitisbraut 58.
„Meðan
vér bíðum" - Róm. 8,18-23.
Ræðumaður
séra Gísli Jónasson. Allir vel-
komnir.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3S 11798 19533
Sumarleyfi í Þórsmörk
er ekki síðra en dvöl á
sólarströnd
Enginn ætti að láta sumarfrí í
Þórsmörk framhjá sér fara.
Skagfjörðsskáli Ferðafélagsins
er miðsvæðis í Þórsmörk með
spennandi gönguleiöum. Gisti-
aðstaðan er ein sú besta í
óbyggðum; Tvö eldhús, vinaleg
setustofa, þægileg svefnrými og
umfram allt snyrtilegt og fagurt
umhverfi.
Ferðir á föstudagskvöldum,
sunnudags- og miðvikudags-
morgnum. Dvalið á milli ferða.
Tilvalið fyrir alla fjöiskylduna.
Kynnið ykkur verðtilboð. Upplýs-
ingar á skrifst., Öldugötu 3,
simar 19533 og 11798.
Verið velkomin!
Ferðafélag Islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Sunnudagsferðir 8. júlí
1. Kl. 8.00: Þórsmörk, eins-
dagsferð. Kynnist Mörkinni i
sumarskrúða. Verð 2.000,- kr.
(hálft gjald fyrir 7-15 ára). Stans-
að 3-4 klst.
2. Kl. 10.30: Hengill -
Nesjavellir. Góð fjallganga á
Skeggja yfir i Grafning. Verð
1000,- kr.
3. Kl. 13.00: Marardalur -
Línuvegurinn Gengið um fal-
legan hamradal vestan Hengils
yfir á Línuveginn á Nesjavelli.
Ekið heim um Linuveginn (nýja
Nesjavallaveginn). Verð 1000,-
kr. Frítt fyrir börn m/fullorðnum.
Miðvikudagsferðir í Þórsmörk
kl. 8.00. Dagsferð og fyrir sum-
ardvöl. Tröllafoss á miðviku-
dagskvöldið kl. 20.00. Brottför
frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin. Verið velkomin.
Ferðafélag Islands.
H ÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Sumarleyfisferðir
Ferðist um island í sumarleyf-
inu i góðum félagsskap.
Hornstrandir eru engu
líkar!
11-20/7 Hornvík - Reykjafjörð-
ur. Gengið á fjórum dögum um
Hornbjarg, Barðsvik og Furu-
fjörð til Reykjafjarðar þar sem
dvalið verður í góðu yfirlæti tvo
síðustu dagana. Heit laug. Far-
arstjóri Gísli Hjartarson.
18-24/7 Hesteyri. Gróskumikill,
litríkur gróður. Tjaldbækistöð.
Ferð fyrir þá sem vilja kynnast
Hornströndum en treysta sér
ekki í bakpokaferð. Fararstjóri
Þráinn V. Þórisson.
13-20/7 Strandir - Reykjafjörð-
ur. Tjaldbækistöð í Reykjafirði.
Heit laug. Farið í skemmtilegar
dagsferðir um nágrennið. Ferð
fyrir þá sem vilja kynnast Horn-
ströndum en tréysta sér ekki í
bakpokaferð. Fararstjóri Reynir
Sigurðsson.
Þrjár góðar bakpokaferðir
11-15/7 Þjórsárdalur - Gljúfur-
leit. Gengið upp með Þjórsá inn
í Gljúfurleit. Farið um ósnortið
svæði, stórkostleg fjallasýn,
fossar og gjár. Fararstjóri Krist-
inn Kristjánsson.
15-20/7 Eldgjá - Þórsmörk. Ein
áhugaverðasta gönguleiðin af
Torfajökulssvæðinu til Þórs-
merkur. Göngutjöld. Fararstjóri
Trausti Sigurðsson.
24/7-29/7 Austfirðir. Bakpoka-
ferð á nýjar og fáfarnar slóðir.
Viðfjörður - Sandvík - Gerpir -
Vaðlavík. Austfirðir bjóða upp á
mikla náttúrufegurð, friðsæld og
veöurblíðu. Þetta verður því ör-
ugglega bakpokaferð sumars-
ins. Fararstjóri Óli Þór Hilmars-
son.
Hjólreiðaferðir eru ódýr og holl-
urferðamáti. 7-11/7 Hlöðuvellir
- Haukadalur. Hjólaður Eyfirð-
íngavegur um Hlöðuvelli, niður
við Gullfoss. Göngutjöld. Farar-
stjóri Egill Pétursson. Verð kr.
2.500,-
Þrjár stjörnuferðir
21/7-26/7 Norðurland: Nátt-
faravík - Grimsey. Norður Kjöl.
Heímsóttir áhugaverðir og sögu-
frægir staðir á Norðurlandi,
gengið i Náttfaravík, sem er fög-
ur eyðibyggð við Skjálfandaflóa.
Hápunktur ferðarinnar verður
sigling í Grímsey. Svefnpoka-
gisting. Fararstjóri Kristinn
Kristjánsson.
25/7-1/8 Norðausturland:
Langanes - Hólmatungur
Vesturdalir. Fariö um tagurt
svæði, Ásbyrgi, Hólmatungur,
Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ald-
eyjarfoss skoðaðir. Norður um
Kjöl, suður um Sprengisand.
Tjöld og hús. Fararstjóri Þorleif-
ur Guðmundsson.
4/8-11/8 Kynnist töfrum há-
lendisins: Góður hálendis-
hringur: Trölladyngja - Snæfell
- Lagarfljótsgljúfur. Norður um
Sprengisand í Gæsavötn, til
baka um Suðurfirði. Hús og tjöld.
Fararstjóri Þorleifur Guðmunds-
son.
Austurrísku Alparnir
Það er ólýsanleg upplifun að
ganga um Alpana. I samvinnu
við samstarfsaðila í Austurríki
er verið að skipuleggja tveggja
vikna bakpokaferð síðari hluta
ágúst um austurrísku og svissn-
esku Alpana. Hagstætt verð.
Þeir, sem hafa áhuga, eru beðn-
ir að hafa samband við skrif-
stofu.
Pantið tímanlega í sumarleyfis-
fc-rðirnar! Útivist.
Sjáumst. -------
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3S: 11798 19533
Kynnist eigin landi f
sumarleyfisferðum
Ferðafélagsins
1. 12.-17. júlí (6 dagar) Aðalvík.
Siglt á föstudegi að Sæbóli og
dvalið til mánudags. Tjaldbæki-
stöð. Fjölbreyttar gönguleiðir,
m.a. á Rit, að Látrum og víðar.
2. „Laugavegurinn“. Gönguleið-
in vinsæla milli Landmanna-
lauga og Þórsmerkur. Gist í
skálum FÍ. í Laugum, Hrafntinnu-
skeri, Álftavatni, Emstrum og í
Þórsmörk. Gönguferðirnar hefj-
ast á miðvikudagsmorgnum (5
daga ferðir) og föstudagskvöld-
um (6 daga ferðir) frá 6. júli til
24. ágúst. Gönguleið, sem allir
ættu að kynnast. Veljið ykkur
ferð tímanlega.því margar eru
að fyllast nú þegar. Næstu ferð-
ir þar á eftir:
A. 11.-15. júlí (5 dagar). Farar-
stjóri: Dagbjört Óskarsdóttir.
B. 13.-18. júlí (6 dagar). Farar-
stjóri: Páll Ólafsson.
C. 18. -22. júlí (5 dagar). Farar-
stjóri Leifur Þorsteinsson.
D. 20.-25. júlí (6 dagar). Farar-
stjóri: Hilmar Þór Sigurðsson.
3. 11.-15. júlí Hvftárnes - Þver-
brekknamúli - Hveravellir.
Mjög áhugaverð gönguleið á Kili,
sem vert er að kynnast ekki síður
en „Laugaveginum". Gist í skál-
um Fí. Fararstjóri: Jóhannes I.
Jónsson.
4. 16.-21. júlí Suðurlandsferð
(6 dagar). Fjölbreytt öku- og
skoðunarferð. Ýmsir merkis-
staðir skoðaðir á leiðinni t.d.
Pétursey, Systravatn, Vestra-
horn, Papós og Landmanna-
laugar. Gist í svefnpokaplássi.
Fararstj. Sigurður Kristinsson.
5. 20.-26. júlí (7 dagar) Nátt-
faravíkur - Flateyjardalur -
Fjörður. Góð bakpokaferð í sam-
vinnu við Ferðafélag Akureyrar
um svæði ekki síður spennandi
en Hornstrandir.
6.20.-28. júli (9 dagar) Miðsum-
arsferð á hálendið. Þetta er
örugglega hálendisferð sumars-
ins. Megináhersla er lögð á
svæðið norðan Vatnajökuls með
Herðubreiöarlindum, Öskju,
Kverkfjöllum, Hvannalindum,
Snæfelli o.fl. Ekið norður um
Sprengisand og heim um Suður-
firðina. Einnig litið á Jökulsárg-
Ijúfur (Dettifoss), Fljótsdal
(Hengifoss) og Hallormsstað.
Gist í svefnpokaplássi. Farar-
stjóri: Jón Viðar Sigurðsson.
7. 27. júlí-1. ágúst (6 dagar)
Hvítárnes - Þverbrekknamúli -
Hveravellir. Fararstj. Dagbjört
Óskarsdóttir.
8. 1.-6. ágúst (6 dagar) Græn-
land. Ný og óvænt ferð á slóðir
Eiríks rauða á Suður-Grænlandi
er í undirbúningi.
9.3.-8. og 10. ágúst Lónsöræfi.
10. 17.-26. ágúst (10 dagar)
Noregur - Jötunheimar. Pant-
anir óskast staðfestar í siðasta
lagi 10. júlí í Noregsferðina. Pant-
ið tímanlega í sumarleyfisferð-
irnar. Upplýsingar og farmiðar á
skrifstofunni, Oldugötu 3. Hægt
er að greiða sumarleyfisferðirn-
ar með raðgreiðslum Visa, Euro
og Samkorts.
Árbók Ferðafélagsins 1990 er
komin út, glæsileg að vanda. Hún
nefnist „Fjalllendi Eyjafjarðar að
vestanverðu". Árbókin fæst á
skrifstofunni gegn greiðslu ár-
gjalds kr. 2.500. Gerist félagar í
FÍ., félagi allra landsmanna.
Árbókarferð verður 9.-15. ágúst.
Farið um svæði sem tengist efni
árbókarinnar. Tveir möguleikar:
A. Öku- og skoðunarferð. Skaga-
fjörður, Siglufjörður. Sigling í Héð-
insfjörð. Olafsfjörður, Svarfaðar-
dalur og jafnvel Grímsey. B.
Gönguhópur. Dagsganga yfir
Heljardalsheiði. Bakpokaferð:
Siglufjörður - Héðinsfjörður -
Ólafsfjörður.
Helgarferðir 13.-15. júlí:
1. Kjölur - Hveravellir, útilegu-
mannaslóðir.
2. Þórsmörk - Langidalur.
3. Landmannalaugar.
Munið miðvikudagsferðirnar í
Þórsmörk kl. 08.00.
Pantið tímanlega. Verið velkomin.
Ferðafélag islands.