Morgunblaðið - 08.07.1990, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990
Er hún of
feit?
Finnst þér ég nokkuð orðin
of feit? Alsaklaus spurning
sem rústað hefur ófáum hjóna-
böndum. Ef maður svarar ját-
andi, þá fylgja svívirðingar í
mmmmmi^^^m kjölfarið. Ef
maður svarar
neitandi, er
maður kallaður
lygari. Tökum
dæmi.
Ég er niður-
sokkinn í að
lesa sunnudags-
blaðið, því þar
er grein eftir mig. Útundan mér
sé ég konuna mína máta ein-
hveija splunkunýja flík (liklega
einhver flík í láni frá vinkonu,
nú eða „gjöf frá tengdó), en
svipurinn er ekki eins og hann
gerist skemmtilegastur. Augun
segja að vandræði séu í uppsigl-
ingu. „Finnst jDér ég nokkuð
orðin of feit?“ Eg reyni að sitja
TÖl'cgur og láta á engu bera.
„Nei, nei, elskan mín, alls
ekki.“
eftir Steingrím
Olafsson
En ég slepp ekki svona auð-
veldlega. „Ég kemst ekki lengur
í neitt sem ég á, og mér finnst
ég eitthvað meiri en áður. Ertu
viss, elskan min?“ Ég jánka
því. „Handviss", fullyrði ég. „Ég
vil nú vita það, því þá skelli ég
mér í megrun," segir hún, og
ég fell í gildruna. „Ja, kannski
ertu búin að bæta aðeins á þig,"
segi ég ofurvarlega, rétt eins og
‘”'9?tegar ég segi henni að nokkrir
gamlir Visa-reikningar hafi
fundist ofan í skúffu. Þetta er
nóg til að allt fer í háaloft.
„Jahá! Svo þú litur á mig eins
og einhveija tröllskessu, 110
kíló og einnogþrjátíu á hæð,“
hreytir hún út úr sér, og ég er
strax kominn í varnarstöðu,
þrátt fyrir að ég viti að maður
getur aldrei unnið rökræður við
konu. „Ég meinti það nú ekki
þannig, ástarengillinn minn.
Það sem ég átti við var að ... “
lengra kemst ég ekki í varnar-
ræðu minni frekar en andstæð-
ingar Matlocks lögmanns. „Það
þýðir ekkert að bakka með
Jjetta núna. Þér finnst ég sem
sagt sþikfeit og hefur ekki sagt
eitt aukatekið orð, heldur látið
mig ganga út um allan bæ með
fituna lafandi utan á mér og ég
í góðri trú að eiginmaður minn
myndi nú kannski pikka í mig,
ef ég fengi nokkur aukakíló en
nei, hann þegir eins og
krókódíli frá Neskaupstað í
Norðfjarðará. Þú hefur kannski
logið fleiru að mér? Sagðirðu til
dæmis satt við altarið?"
Hvernig svarar maður svona
nokkru? „Nei, ég er raunveru-
lega Elvis Presley í felum?" Það
er ekki hægt, svo að auðvitað
bakkar maður og gefst upp.
„Fyrirgefðu ástarhnossið mitt,
, jJjlKt þú ert alls ekki feit, ég hugs-
aði bara alls ekkert um hvað
ég var að segja. Þú veist hvað
ég er stundum utan við mig.“
Þetta saklausa svar kostar mig
auðvitað þúsundir króna i
formi flíkur eða máltíðar. Við
þessu er aðeins eítt svar, sagði
eiginmaður sem búið hefur við
„sannleiksóttann" í mörg ár.
„Annaðhvort lærirðu að búa við
lygina, nú eða þá steinheldur
kjafti." Og ég alltaf jafn auðtrúa
gleypti þetta hrátt. Svo nú ligg-
ur við hjónaskilnaði, því ég
_annað hvort lýg að konunni
Ainni, eða steinþegi.
Svo halda sumir að þá sé
einfalt að vera giftur!
Þ. ÞOBGBÍMSSDN & CO
mm RUTLAND
- JfJI ÞÉTTIEFNI
Á PÖK - VEGGI - GÚLF
ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
bruðhjo^Tikunnar
Sá stutti kallaði
mamnm, mamma!
Brúðhjón vikunnar eru að þessu sinni Sigrún Sigurðardóttir og
Stefán Róbert Gissurarson sem giftu sig í Skálholtskirkju
laugardaginn 30. maí. Prestur var séra Sigurður Sigurðarson
sóknarprestur á Selfossi.
Við byrjuðum saman sumarið
sem við urðum sextán,“ seg-
ir Stefán þegar hann er spurður
um fyrstu kynni þeirra Sigrúnar.
„Og um haustið byijuðum við svo
í Menntaskólanum á Laugar-
vatni,“ bætir hann við og brosir.
„Fyrsta veturinn var ég í heima-
vist en eftir það höfðum við að-
stöðu í kjallaranum hjá foreldr-
um Sigrúnar, sem búa á Laugar-
vatni.“
Eftir stúdentspróf fóru Stefán
og Sigrún í háskólann, hann í
líffræði og hún í sálfræði. „Við
hættum bæði um jól,“ segir Sigr-
ún, „og ákváðum að taka okkur
frí sem við og gerðum, unnum
og eignuðumst hann,“ bætir hún
við og kinkar kolli til Diðriks,
sem er eins og hálfs árs, og-leik-
ur sér með gulan plastbíl á gólf-
inu. „í haust tókum við svo upp
þráðinn að nýju í háskólanum.
Stefán fór í lyfjafræði en ég er
í uppeldisfræði og félagsfræði.“
Sigrún hristir höfuðið þegar
hún er spurð að því hvort ekki
hafi verið erfitt að stunda námið
og vera með barn. „Nei,“ segir
hún. „Að minnsta kosti ekki fyrri
önnina. Við vorum með hann í
pössun hálfan daginn og skipt-
umst á um að vera með hann
heima hinn helminginn af degin-
um. Seinni önnin var erfiðari.
Bæði var meira að gera í skólan-
um hjá okkur og Diðrik hafði
stækkað og við þurftum meira
fyrir honum að hafa. Sem betur
fer vorum við svo heppin að hann
gat verið hjá afa sínum og ömmu
í prófunum í maí, það munaði
auðvitað mjög miklu fyrir okk-
ur.“
Sigrún og Stefán segjast alltaf
hafa haft það á hreinu að þau
ætluðu ekki að trúlofa sig heldur
gifta sig beint. Stefán bendir líka
á að val kirkju og prests hafi
verið skemmtileg málamiðlun.
„Sigrún var fermd í Skálholts-
kirkju en presturinn, séra Sig-
urður Sigurðarson, kemur frá
Selfossi, heimabæ mínum.“ Stef-
án sá ekki brúðarkjólinn fyrr en
Sigrún gekk í honum inn kirkju-
gólfið. „Hún var rosalega fín,“
segir hann.
Við athöfnina söng Guðmund-
ur Gíslason Þú ert yndið mitt
yngst og besta og í fyrsta sinn.
Og 7 ára brúðarsveinn og mær,
Eyþór Sigurðsson, sem er bróðir
Sigrúnar, og Erla Ósk Sævars-
dóttir, systurdóttir mömmu
hennar, aðstoðaði brúðhjónin.
„Það er svolítið skemmtilegt að
ég var brúðarmær í brúðkaupi
mömmu Erlu Óskar þegar ég var
sex ára,“ segir Sigi’ún. „Þess
vegna fannst okkur alveg tilvalið
að hún yrði brúðarmær í mínu
brúðkaupi.“
Diðrik litli var viðstaddur at-
höfnina í Skálholtskirkju. „Hann
var í svörtum fötum með bleikan
linda eins og pabbi hans,“ segir
Sigrún og bætir við að hann
hafí öðru hveiju látið heyra í sér
og kallað mamma, mamma!“
Eftir athöfnina, sem hófst klukk-
an íjögur, fóru brúðhjónin til
myndasmiðs á Selfossi en úm
kvöldið var matur á Hótel Eddu
á Laugarvatni. Um nóttina gistu
brúðhjónin á Hótel Örk.
Brúðkaupsferðina ætla Sigrún
og Stefán að geyma til betri
tíma.
Brúðhjón vikunnar, Stefán Róbert Gissurarson og Sigrún Sigurð-
ardóttir.
Brúðhjón verið með!
Nýsamangefin hjón eða rétt ósamangefin pör
eru hvött til að gefa kost á sér í fastaþáttinn
„Brúðhjón vikunnar“ Sem ævinlega birtist í þess-
um dálki á sunnudögum. Hafa má samband í
beinan síma 691185 en ef það gengur ekki eftir
í skiptiborð 691100 og leggja inn skilaboð.
%
Anna Tryggvadóttir les uppúr
Sólon íslandus á skemmtuninni
17. júní. en á myndinni vinstra
megin sjást Elínborg Gísladóttir,
Sigurbjörg Sveinsdóttir, Ragna
Þorsteinsdóttir og Ingibjörg
Þorsteinsdóttir í hlutverkum
sínum í Gullna hliðinu.
LEIKLIST
Ometanleg reynsla
„Þetta byrjaði allt á þvi að ég var fegin til að leiðbeina eldra fólki
með framsögn og leiklestur í Tómstundaskólanum," segir Sigríður
Eyþórsdóttir leiksljóri Leikfélags aldraðra, Snúðs og Snældu, þegar
hún var spurð út í tildrög þess að félagið var stofnað.
Uppúr þeim hópi stofnuðum við
félagið formlega 20. janúar.
Stofnféiagarnir voru tuttugu, átján
konur og tveir karlar. Smám saman
leiddi tíminn svo í Ijós að konurnar
voru samviskusamar og mættu vel á
æfingar en karlamir létu ekki sjá
sig. Þeir vildu bara leika og auðvitað
gekk það ekki upp. Nú erum við
bara með einn karl sem er áheymar-
fulltrúi og tæknimaður. Við fórum
hægt af stað. Þrepuðum okkur upp
á svið,“ segir Sigríður um starfið í
vetur. „Við byijuðum á upplestri en
fórum seinna yfir (leiklestur. Þegar
voraði fórum við að vinna að dag-
skrá úr verkum Davíðs Stefánssonar
sem við settum upp fyrir Félag eldri
borgara í Goðheimum 17. júní. Dag-
skráin dregur heiti sitt af Ijóði
Davíðs, Allar vildu meyjamar eiga
hann, og þemað var rómantíkin, ást-
in og vorið í verkum hans,“ segir
Sigríður og bætir brosandi við að um
þetta hafi konurnar sínar viljað fjalla.
Sigríður segir að dagskráin hafi
tekið tvo og hálfan tíma. „Og hún
var afar fjölbreytt. Þær fluttu ljóð
eftir Davíð, lásu uppúr Sólon ísland-
us og léku atriði úr Gullna hliðinu.
Þá má heldur ekki gleyma dansinum
sem var óður til ástarinnar,“ bætir
Sigríður við og segir að leikmynd og
búningar hafi hvort tveggja verið
eftir félaga ! Snúði og snældu. Hún
segir að draumur hópsins sé að
stofna alvarlegan leikhóp sem yrði
aðili að Bandalagi íslenskra leikara.
„Við stefnum að minnsta kosti að.
því að setja upp sýningu fyrir al-
menning næsta vetur,“ segir Sigríð-
ur. „En ekkert er afráðið í því sam-
bandi ennþá. Helst langar mig til að
fá einhvern til að skrifa leikrit fyrir
hópinn og auglýsi ég hér eftir ein-
hverjum í það starf.“
En hvernig ætli samstarfið hafi
gengið? „Það hefur verið alveg frá-
bært að vinna með þessu fólki. Það
er reynslumikið og gríðalega frjótt,“
segir Sigríður. „En það sem mér
hefur fundist merkilegast er hversu
opið það er og til í að reyna nýja
hluti. Ein kvennanna lét sér til dæm-
is ekki fyrir brjóstið brenna að leika
Jón gamla í Gullna hliðinu og kom
fram ! síðum nærbuxum í sýning-
unni.
Þessi reynsla hefur verið alveg
ómetanleg fyrir mig. Það er ekki
hægt annað en að hrífast með þegar
maður sér fólk, sem hefur átt erfitt
með að koma fram, blátt áfram
blómstra," segir Sigríður Eyþórs-
dóttir, leikstjóri, Snúðs og Snældu,
að lokum.
+