Morgunblaðið - 08.07.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990
39
Valgeir Vilhjálmsson kynnir vinsældalista.
FM:
Vinsæklalistar
■■■■ Á dagskrá útvarps-
1Q 00 stöðvarinnar FM 95,7 í
ÍO kvöld verður farið yfir
vinsældalista. Það er Valgeir Vil-
hjálmsson sem kynnir vinsælda-
listana í Bretlandi og Banda-
ríkjunum, auk þess sem hann fer
yfir stöðuna í breiðskífu-sölulist-
anum. Þetta er þriggja tíma löng
dagskrá og á milli laga segir
Valgeir frá lögunum og flytjend-
um þeirra.
15.00 Rós i hnappagatið. 15.30 Simtal dags-
ins.
16.00 i dag i kvöld. Umsjón: Asgeir Tómasson.
16.05 Veðrið.
16.15 Saga dagsins.
17.45 Hei&ar, heilsan og hamingjan. Endurtek-
ið.
18.00 Úti i garðí.
19.00 Við kvöldverðarborðið. Umsjón: Randver
Jensson.
20.00 Á yfirborðinu. Umsjón: Koibeinn Gíslason.
24.00 Næturtónar Aðaístöðvarinnar. Umsjón:
Randver Jensson.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 7-8-9. Hallur Magnússon og Kristín Jónsdótt-
ir ásamt talmálsdeild Bylgjunnar. Fréttir sagðar
á hálftima fresti milli 7 og 9.
9.00 Fréttir.
9.10 Páll Þorsteinsson með dagbókina á sinum
stað. Vínir og vandamenn ki. 9.30. Iþróttafréttir
kl. 11. Umsjón: Valtýr Björn.
11.00 Ólafur Már Björnsson með tónlist og uppá-
komur. m.a. lukkuhjólið. Hádegisfréttir kl. 12.
14.00 Helgi Rúnar Óskarsson og það nýjasta i tón-
listinni. íþróttafréttir kl. 15, Valtýr Björn.
17.00 Siðdegisfréttir.
17.15 Reykjavík siðdegis. Sigursteinn Másson meí
málefni líðandi stundar i brennidepli.
18.30 Ágúst Héðinsson á mánudagsvakt.
22.00 Haraldur Gislason. Rólegu óskalögin á sinurr
stað.
2.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvappinu.
Fréttir á klukkutima fresti kl. 10, 12, 14 og 16.
EFFEMM
FM 95,7
7.30 Til i tuskið. Jón Axel Ólafsson. Fréttir, upplýs-
ingar og fróðleikur.
7.45 Út um gluggann. Farið yfir veðurskeyti veður-
stofunnar.
8.00 Fréttayfirlit. Gluggað i morgunblöðin.
8.15 Stjörnuspá dagsins.
8.45 Lögbrotið. 10 stubbar úr þekktum lögum.
9.00 Fréttastofan.
9.20 Kvikmyndagetraun.
9.40 Lögbrotið. Nú er komið að þvi að svara.
9.50 Stjörnuspá. Spáð i stjörnurnar.
10.00 Fréttir. Morgunfréttayfirlit.
10.05 Anna Björk Birgisdóttir. Seinni hálfleiku
morgunútvarps.
10.30 Kaupmaðurinn á hominu. Skemmtiþættii
Gríniðjunnar.
10.45 Óskastundin.
11.00 Leikur dagsins.
11.30 Úrslit. Áhugasamir hlustendur hringi i hljóð-
stofu FM.
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.15 Komdu i Ijós. Heppnir hlustendur hreppa
Ijósakort.
13.00 Sigurður Ragnarsson með á nótunum oc
miðlar upplýsingum.
14.00 Fréttir.
14.15 Simað til mömmu.
14.30 Uppákoma dagsins. Hvað gerist?
1:
Hvaða
félag?
■■■ Yfírskrift þáttarins
1 O 00 í dagsins önn er að
-*-*-* þessu sinni Hvaða
félag er það? Tekin verða til
athugunar ýmis félög og sam-
tök og forvitnast um starfsemi
þeirra. Fjallað verður um Skot-
félag Reykjavíkur, æfinga-
svæði félagsins heimsótt og
spjallað við nokkrar skyttur.
Umsjónarmaður þáttarins er
Pétur Eggertz.
15.30 Spilun eða bilun.
16.00 Fréttir.
16.05 Hvað stendur til? l'var Guðmundsson.
16.45 Gullmolidagsins. Rykiðdustaðafgömlulagi.
17.00 Afmæliskveðjur. ívar sendir út kveðjur.
17.30 Kaupmaðurinn á horninu. Hlölli i Hlöllabúð
lætur móðan mása.
18.00 Forsíður.heimsblaðanha.
18.30 „Kikt i bió." ívar upplýsir hlustendur um það
hvaða myndir.eru til sýninga i borginni.
19.00 Kvölddagskrá hefst.
19.00 Breski og bandaríski listinn. VatgeirVilhjálms-
son kynnir.
22.00 Klemens Arnarson er viljugur að leika óska-
lóg þeirra sem hringja inn.
ÚTVARPRÓT
FM 106,8
9.00 Fjör við fóninn. Bl. morguntónlist. Umsjón:
Kristján.
12.00 Framhaldssagan. Gunnar Helgason les
drengjasöguna Jón miðskipsmaður.
12.30 Tónlist.
13.00 Tónlist. Tekið fyrir country. blues eða eldra
efni úr plötusafni Lárusar Óskars.
14.00 Þreyfingar. Umsj.: Hermann Hjartarsson.
15.00 Tilraun. Grammmúsíkin. Umsjón: Sara Stef-
ánsdóttir.
17.30 Fréttir frá Sovét.
18.00 Elds er þörf, Þáttur i umsjón vinstri sósial-
ista. E.
19.00 Skeggrót. Umsjón: Bragi & Þorgeir.
21.00 Heimsljós. Kristileg tónlist umsjón: Ágúst
Magnússon.
22.00 Kiddi i Geisla. Þungarokk m. fróðlegu ívafi.
24.00 Útgeislun. Valið eíni frá hl|ómplötuverslun
Geisla.
STJARNAN
FM 102/104
7.00 Dýragarðurinn. Sigurður Helgi Hlöðversson.
10.00 Snorri Sturluson. Gauksleikurinn og íþrótta-
fréttir.
13.00 Hörður Arnarsson. Kvikmyndagetraun og
iþróttafréttir kl. 16.00. Afmæliskveðjur milli kl,
13.30-14.00.
17.00 Á bakinu með Bjarna. Milli kl. 17 og 18 er
leikin ný tónlist. Milli ki. 18 og 19 er síminn
opinn og hlustendur geta hringt inn og sagt
skoðun sina á málefnum dagsins. Umsjón: Bjarni
Haukur Þórsson.
19.00 Darri Ólason. Rokktónlist.
22.00 Ástarjátningin. Umsjón: Kristófer Helgason.
1.00 Björn Sigurðsson. Næturvakt.
Stöð 2:
Fötin skapa manninn
■■■■ „Der Letzte Mann“
OQ 50 heitir mynd Fjalakatt-
“O “‘ arins í kvöld. Það er
Emil Jannings sem fer með hlut-
verk hótelvarðar sem er afskap-
lega stoltur af starfi sínu en þó
einkum fallega einkennisbúningn-
um sínum. Leikstjóri er F.W.
Murnau. Myndin sem er frá árinu
1924 er svart/hvít.
VíOskiptavinir
athugiO!
BRÚNÁS TEKUR MIÐ AF
SUMRI OG SÓLSKINI.
ENGIN FRAMLEIÐSLA Á
INNRÉTTINGUM
FRÁ 15. JÚLÍTIL 15.ÁGÚST
VEGNA SUMARLEYFA.
MEÐ SUMARKVEÐJU,
BRÚNÁS.
INNRÉTTINGAR
ÁRMÚLA 17A, 108 REYKJAVÍK, SÍMAR: 91-84585, 91-84461.
MIÐÁS 11, 700 EG!LSSTAÐIR,-SÍMAR: 97-11480.
<
O)
•O
eftir Elínu Pálmadóttur
Vatn ei
leiður vökvi
Dýrðarinnar land er þetta á sól-
björtum sumardegi. Reiðskjótinn
er Dagfari, sem ber mann í býtið
á sunnudagsmorgni norður yfir
heiðar. Sömu leið og riðið var
norður í Skagafjörð á síðasta
Landsmót hestamanna, þá sitj-
andi á hvítum fáki mínum, sem
nú er fallinn. Nú ber fákurinn
mann uppi í háloftunum, enda
sjóndeildarhringurinn víðari. Ekki
skýhnoðri á himni eða mistur frá
jörðu. Hver lína teiknuð skörp í
klettabrík og dalverpi í Esjunni,
fönnunum í Skarðsheiðinni, dölum
Borgarfjarðar og hrauntungunni
sem teygir sig niður í byggðina.
Jöklarnir með fannhvítar bungur,
Okið, Langjökull og Eiríksjökull,
fjær Hofsjökull og Vatnajökull
rennur saman við himininn. Öll
vötnin á Arnarvatnsheiði glampa
og endurkasta upp til okkar tærri
birtu morgunsins, jörðin varla
vöknuð og ekki farin að anda
móðu. Gimsteinar í kórónu lands-
ins. Hugsa sér allt þetta vatn sem
við eigum, í heiðavötnunum og
bundið í geimum jöklanna. Ekki
eru allar þjóðir þvílíkir lukkunnar
pamfílar.
Einn víetnamski flóttamaður-
inn, sem var einmitt að koma um
þetta leyti til landsins, hrökk illi-
íega við þegar hann sá nýja landið
sitt. Engin tré, hvernig væri hægt
að lifa í landi án skógar? Hvernig
er hægt að lifa í landi án vatns
og vatnsbirgða í jökium? segjum
við. 1 þetta sinn er líka lent á
hlýlegum flugvelli milli vatna,
ekki berir melar eins og víðast. I
Skagafírði svífur maður niður yfir
grænt votlendi og sér fuglalífið í
kring meðan Dagfari rennir sér
inn á flugbrautina. Engu ómjúk-
legar en töltararnir mínir þrír,
sem báru mig svo mjúklega yfir
heiðarnar norður fyrir fáum árum.
Það mátti heyra á Japana, sem
ég hitti og sem aldrei fyrr hafði
komið til Islands á sólríkum sum-
ardegi, að nú skildi hann að það
væru einmitt slíkir dýrðardagar
sem gera íslendingum fært að
þreyja þorrann og góuna í landi
sínu. Sagði það ekki með þessum
orðum, til þess eru Japanir alltof
kurteist fólk. Verður að ráða í
meininguna af fínlegum blæbrigð-
um framsétningarinnar.
Vatnið sem glitraði á í sólinni
á heiðunum og jökulsköllunum
sígur niður í dalbotnana og í ánum
til hafs. Það kemur niður í
Blöndudalinn og brunar brátt
gegnum orkuvélarnar við fremstu
bæi í dalnum. Þarna við túnjaðar-
inn á Eiðsstöðum blasir við mér
gamla smalalandið mitt á Bolla-
stöðum, þar sem maður á æskuá-
rum var síleitandi að hrossum og
kúm á stöllum í brattri hlíðinni
eða smalaði að vorinu til rúnings
og rak á Fjall. Tók ekki í mál að
koma heim fyrr en eftir Stafns-
rétt á haustin. Lúxus borgar-
barnsins að fá að flengjast um
heiðar á hestbaki. Bollastaðir, sem
voru stórbýli meðan fjárjarðirnar
voru og hétu, áttu land langt fram
í heiði. Þá þegar búið að girða
þar þtjú myndarleg hólf. Brött
lilíðin hjá Eiðsstöðum og staljarn-
ir niður að Blöndu, þarna langt
niðri í dalbotninum, veita nú hina
eftirsóttu fallhæð. Frá Eiðsstöð-
um sýnist mér túnið á Bollastöð-
um handan árinnar svo bratt að
hættuspil hafi verið að aka þar
heyvélum, sem er sjónhverfing.
Þannig sýndist okkur að mundi
ástatt hjá þeim á Eiðsstöðum á
sínum tíma. En fyndust ekki
hrossin, var alltaf hægt að hringj^ ►
yfír til þeirra. Við þeim blasti öll
hlíðin.
En rafmagnið er svosem ekki
að koma fyrst nú frammi í þessum
dal. Fyrir hálfri öld var búið að
virkja bæjarlækinn á Bollastöðum
á leið hans niður í Blöndu. Nóg
rafmagn á þeim bæ - og kostaði
ekkert. í fallega, þurra torfbæn-
um var því eldhús með rafmagn-
seldavél og rafmagnsofnar til að
hita. En Unnur frænka mín Pét-
ursdóttir hélt jafnframt við hlóð-
areldhúsinu gamla, þar sem
brauðin voru að seyðast alla nótt-
ina við taðeld og hangikjötið hékk
uppi. Kostaði heldur ekki stórar
fjárfestingar og afborganir af lán-
um. Nú er þessi stóri, fallegi bær
horfínn. Komið hús, sem ég sé
nú handan árinnar hátt í hlíðinni.
Vegna Bollastaðabæjarins með
fallegu snydduhleðslunum hefir
mér aldrei þótt við hæfí að kalla
gömlu bæina torfkofa. Kofar voru
að vísu víða, þar sem hverjum
kofanum var hrúgað utan á annan
eftir því sem þörf kallaði á hrúta-
kofa, smiðju o.s.frv. Þessvegna
þykir mér Seðlabankahúsið nýja
í Reykjavík alltaf svo þjóðlegt.
Þar sér maður nýttan þennán
gamla stíl, þar sem hver bygging-
in kemur utan á aðra - nú úr
grásteini utan á svarta kjarna-
bygginguna. Ætli það sé ekki
bara þjóðlegasti byggingarstíllinn
okkar?
Minningar fljúga gegn um hug-
ann þessa örskotsstund sem stigið
er út úr rútubílnum við túnjaðar-
inn á Eiðsstöðum í Blöndudal,
þegar prúðbúið lið kemur innan
úr iðrum fjallsins, sem vatnið af
heiðunum á brátt að streyma um.
Vatn er til margra hluta nytsam-
legt. Greinilega orðum aukið það
sem segir í viðlagi sniðugu vísunn
ar, sem sungin var í rútubílum:
Vatn er leiður vðkvi,
sem að varast ber.
í viskíblandi drekkandi í neyð það er.