Morgunblaðið - 08.07.1990, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 08.07.1990, Qupperneq 40
MILLILANDAFLUC Opnum kl. 8:00 alla daga FORGANGSPÓSTUfí UPPLÝSINGASÍMI 63 71 90 MORGUNBLADIfí, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK TELEX 2127. PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1655 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. i r í Vatnsfirði í sumar en í fyrra, aðal- lega vegna þess að nýja Breiða- fjarðarferðan Baldur byrjaði að ganga í maí síðastliðnum, að sögn Hrafnhildar Garðarsdóttur. „Einnig hefur verið mjög gott veður hér í sumar,“ sagði hún. Nokkuð fjölmenni var á tjald- stæðunum á Þingvöllum og Laugar- vatni í gær. Á þessum stöðum hef- ur allt verið með kyrrum kjörum og ölvunar ekki gætt að neinu marki, enda hefur fjölskyldu- fólk yerið þar í miklum meirihluta. í Ásbyrgi var einnig töluvert af fjölskyldufólki í gær og fór umferð vaxandi. Að sögn landvarða er þetta fyrsta góða helgin í langan tíma, en veður hafi verið fremur leiðinlegt að undanförnu. Ferðamanna- straumur í Ásbyrgi var þó meiri í júní en undanfarin ár og hefur hóp- ferðum útlendinga á vegum ferða- skrifstofa fjölgað mikið. Á landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum í Skagafirði voru gest- ir taldir vera komnir á tíunda þús- undið. Þar segjast menn geta tekið á móti allt að 15 þúsund gestum, en síðasti mótsdagurinn er í dag, sunnudag. í gærdag voru nálægt 300 manns í Skaftafelli, en þar var þá skýjað og 14 stiga hiti. Að sögn Stefáns Benediktssonar þjóðgarðsvarðar hafa mun fleiri ferðamenn lagt leið sína í Skaftafell í sumar en í fyrra- sumar, en þjónustumiðstöðin þar getur annað því að allt að 1500 manns séu á staðnum í einu, en tjaldstæði eru þó til staðar fyrir mun fieiri. Veðurstofan spáði norðaustlægri átt á landinu í dag, sumsstaðar nokkuð hvassri fram eftir degi. Dálítil rigning verður á austanverðu landinu, en bjart vestanlands. Á Suðurlandi léttir til þegar líður á daginn. Á morgun og á þriðjudag- inn er spáð hægri breytilegri átt um mestallt land. Súld verður við norðausturströndina og fekúrir á stöku stað suðvestanlands, en ann- ars þurrt og allvíða léttskýjað. Hiti verður á bilinu 8-17 stig. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson „Má égklappaþérkollan mín?“ Vestmannaeyjum. ÞAÐ ER oft og tíðum aðdáunarvert hvað börnin ná góðu sambandi við dýrin. Þau hænast fljótt að þeim og jafnvel styggir fuglar læra að lifa í sátt o'g samlyndi við mannfólkið. Æðarkollan hræddist ekki hana Evu Brá Barkardóttur er hún heimsótti hana, þar sem hún lá á hreiðri sínu, í Eyjum fyrir skömmu. Æðarmamma passaði vel upp á íjölskyldu sína og hreyfði sig ekki þó Eva settist við hlið hennar. Eftir að Eva hafði spjallað við kolluna um hríð herti hún upp hugann og prófaði að klappa henni á baknu. Ekki var laust við að hún væri hálf smeyk í fyrstu en þegar kollan svaraði aðeins með því að mæna makindalega á hana efld- ist hugurinn og innan tíðar voru þær orðnar hinar bestu „vinkonur". Grímur Framleiðslu- verð á heyi 14,70-14,90 kr. á kíló BUREIKNISTOFA landbúnaðar- ins hefúr áætlað framleiðslu- kostnað á heyi fyrir yfirstand- andi suraar. Áætlað er að fram- leiðslukostnaðarverð nemi nú 14,70 til 14,90 krónum hvert kg. af fúllþurru heyi í hlöðu. Til saman- burðar má geta þess verð þetta nam 12,60 til 12,80 krónum i fyrra, og hefur því hækkað um 16,5% milli ára: í útreikningum sínum miðar Bú- reiknistofan við kostnað undanfarið ár að viðbættum hækkunum. Verð áteignum er áætlað 10-15% lægra. Vísindasjóður: 202 styrkþeg- um úthlutað 121 milljón úr sjóðnum VEITTIR hafa verið 202 styrkir úr Vísindasjóði að upphæð sam- tals rúmar 121 milljón króna, en alls bárust sjóðnum 290 umsókn- ir um rannsóknarstyrki á þessu ári, samtals að upphæð um 277 milljónir króna. Veittir voru 68 styrkir í hug- og félagsvísindadeild, samtals að upphæð 29,785 milljónir króna, í líf- og læknisfræðideild voru veittir 56 styrkir að upphæð samtals 40,655 milljónir og í náttúru- vísindadeild voru veittir 78 styrkir, samtals að upphæð 50|775 milljónir króna. Stjórn Vísindaráðs ákveður hvernig ráðstöfunarfé Vísindasjóðs skiptist milli deilda, en stjórnir deildanna úthluta styrkjunum. Morgunblaðið/Þorkell Vegna nýju kvótalaganna verða 20-30% útgerða gjaldþrota Vaxandi ferðamanna- straumur um allt land FERÐAMANNASTRAUMURINN hefur farið vaxandi um allt land undanfarið og einkum hefur aukningin verið merkjanleg síðustu dagana að sögn viðmælenda Morgunblaðsins meðal þeirra, sem ferða- mönnunum þjóna. Lögreglan á Egilsstöðum sagði í samtali við Morgunblað- ið, að umferð um Austurland hefði verið mikil og vaxandi í vikunni og í fyrrinótt hefði fjöldi manns gist í tjöldum í Atlavík. Einnig væri vax- andi sumarbústaðabyggð í nágrenni Egilsstaða og fylgdi henni fjöldi fej’ðafólks. Sjíkn 400 manns eru í Langadal í Þórsmörk um þessa helgi. „Við leyfum ekki fleirum að dvelja hér í dalnum í einu, þar sem hann þolir ekki meiri fjölda," sagði Helga Garðarsdóttir, skálavörður í Langadal,, í samtali við Morgun- blaðið. Helga sagði að gott veður hefði verið í Þórsmörk alla síðast- liðna viku en í gær, laugardag, var aðeins farið að dropa þar. „Það er ekki mikið um útlendinga hér um helgar. Þeir koma hingað aðallega Jmiðri viku með rútum á vegum ^ra’ðaskrifstofanna. Það hefur ekki verið mikið fyllerí hér í Langadal en fólkið fer mikið í Húsadal til að skemmta sér,“ sagði Helga. Mun fleiri hafa komið í Flókalund Flugvél nefiid eftir Akureyri NÝRRI 150 farþega fiugvél í eigu svissneska flugfélagsins TEA verður gefið nafn á Akureyrar- fiugvelli á miðnætti á sunnudag og mun hún hljóta nafnið „City Akureyri“. Beint leiguflug hófst milli Akur- eyrar og Zurich í Sviss í síðustu viku. Alls er ætlunin að fljúga 7 sinnum milli þessara staða fram til 12. ágúst og er gert ráð fyrir um 700 farþegum. Ruttfyrir ráðherrana wm™ lSi st< Lagfæringar á reitnum, sem afmarkast af Templarasundi, Kirkjustræti, Tjarnargötu og Vonarstræti, eru hafnar en þeim á að ljúka í haust. Á þess- um reit verða bílastæði fyrir bæði ráðherra og almenning. Æinnig verða lagðir þar göngustígar, veggir hlaðnir og sett upp blómaker. Þá verður svæðið allt upphitað og nýtt malbik lagt á gamla bílastæðið sunnan Alþingishússins. „Hag- virki er verktaki okkar á svæð- inu en fyrirtækið bauð 19,9 illjónir króna í verkið,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson að- stoðargatn amálastj óri. - segir Svavar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga „MÍN SKOÐUN er sú að 20-30% útgerða verði gjaldþrota vegna kvóta- laganna, sem saniþykkt voru á Alþingi í vor,“ sagði Svavar Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Hraðírystihúss Breiðdælinga. Svavar sagði að margar útgerðir hefðu hingað til flotið á sóknarmarkinu en það yrði lagt niður uni næstu áramót. Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, sagði að samkvæmt hans útreikning- um yrði afli sóknarmarksskipa lyrirtækisins 15-18% minni á næsta ári en í ár en sjávarútvegsráðuneytið hefði ekki viljað staðfesta það. Svavar Þor- steinsson sagði að margar útgerðir myndu lenda í miklum vandræðum vegna mikilla fjárfestinga, sem lægju í skipunum. „Frystitogarinn okkar Andey er á sóknarmarki og állár rekstrarforsendur voru miðaðar við það. Afli Andeyjar upp úr sjó á þessu ári gæti orðið um 2.200 tonn en skipið má ekki veiða nema í mesta lagi 900-1.000 tonn á næsta ári.“ Svavar sagðist ekki halda því fram að nýju kvótalögin væru slæm. Það væri hins vegar slæmt að menn skyldu ekki hafa fengið neinn aðlög- unartíma til að byggja fyrirtækin upp, losa sig við fjárfestingar eða sameina kvóta. „Það ei> erfitt að selja skip erlendis vegna offram- boðs, sérstaklega á nýjum skipum, sem eru mesta byrðin. Nýir smábát- ar fá hins vegar aðlögunartíma," sagði Svavar. Hann sagði að stefnt væri að því að koma aflakvótanum á fárra hend- ur. „Þetta er náttúrulega auðveld- asta leiðin til að fækka skipum. Þessi fækkun verður hins vegar mjög sársaukafull og bitnar mest á landsbyggðinni. Fyrirtæki, sem ný- lega hafa fengið afgreiðslu hjá At- vinnutryggingarsjóði og Hlutafjár- sjóði, eru flest á landsbyggðinni og mörg þeirra eru með lélegan kvóta á sínum skipum. Þau hafa engan aðgang að fjánnagni, þar sem þau hafa ekkert til að veðsetja lengur. Það er alveg ljóst að vinnslan þarf töluverðan afla til að geta lifað og menn hafa getað náð þeim afla með því að nýta sér sóknarmarkið,“ sagði Svavar Þorsteinsson. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins í Vest- mannaeyjum, sagðist hafa verið tals- maður þess að sóknarmarkið yrði ekki lagt niður. „Hvernig stendur á því að ekki er búið að gefa út afla- kvótann á næsta ári ennþá? Er hugs- anlegt að ráðuneytismenn séu búnir að átta sig á því að stór hluti flot- ans fer illa út úr nýju kvótalögunum? Ég spái því að um þetta leyti næsta sumar verði stór hluti Eyjaflotans kominn á gjörgæslu hjá Alþingis- mönnum en um 60% af honum eru á sóknarmarki," sagði Magnús Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.