Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 1
56 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
158. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 14. JULI 1990
Rúmenía:
Mestu mótmæli
síðan í desember
Reuter
Frelsinu fegin
Albönsk fjölskylda frelsinu fegin á flugvellinum í Aþenu i gær. Um fimm þúsund Albanir sem hafst
hafa við í sendiráðum erlendra ríkja í Albaniu fengu loks að fara úr landi i gærmorgun. Fyrst var farið
með þá til Brindisi á Ítalíu og þaðan lá leiðin víða um Evrópu. g., ^ jg
Flokksþingi sovéskra kommúnista lokið:
Gorbatsjov lætur þung orð
falla um klofhingshópinn
Moskvu. Ileuter.
ÖRLAGARÍKU flokksþingi sovéskra kommúnista lauk í gær með
ræðu Míkhaíls Gorbatsjovs aðalritara og því að sunginn var Intern-
ationalinn. Gorbatsjov sagði ljóst að vonir þeirra sem vildu ganga
af flokknum dauðuin hefðu brugðist. í viðtali við bandarísku sjón-
varpsstöðina CBS í gær sagðist hann fyrirlíta þá sem yfirgefið hefðu
flokkinn á þinginu. Þar átti hann við Borís Jeltsín, forseta Rúss-
lands, og um hundrað aðra róttæka umbótasinna. í gær bættust
borgarstjórar Leníngrad og Moskvu í hóp þeirra sem hafa klofið sig
úr flokknum.
Reuter
Nýkjörið Stjórnmálaráð sovéska kommúnistafiokksins syngur Int-
ernationalinn undir iok 28. flokksþingsins.
Búkarest. Ileuter.
TUGÞÚSUNDIR manna söfiiuð-
ust saman fyrir utan sljórnar-
byggingar í Búkarest í gær í
mestu mótmælum sem orðið hafa
í Rúmeníu frá þvi í desemberbylt-
ingunni gegn Nicolae Ceausescu.
Stúdentar kröfðust þess að leið-
toga þeirra, Marian Munteanu,
yrði sleppt af fangelsissjúkrahúsi
þar sem hann heftir sætt illri að-
búð.
„Mannréttindi ættu að vera jafn
mikils virt í Rúmeníu og annars stað-
Bandaríkin:
Vaxtalækkun
talin möguleg
Washington, London. Reuter.
ALAN Greenspan, banka-
stjóri bandaríska seðlabank-
ans, segir að nauðsynlegt
geti reynst að auka peninga-
framboð á næstunni. Ástæð-
an sé sú stefha viðskipta-
bankanna að draga úr lán-
veitingum auk þess sem þeir
hafi hækkað vexti; aðgerðir
bankanna geti valdið sam-
drætti sem efnahagur fands-
ins megi ekki við. Ummæli
Greenspans ollu nokkurri
lækkun Bandaríkjadollara á
alþjóðamörkuðum.
Yfirlýsing Greenspans var
mjög varfærnislega orðuð en
olli samt verulegu uppnámi á
verðbréfa- og gjaldeyrismörk-
uðum. Bankastjórinn sagði
stefnu viðskiptabankanna í
reynd valda svipuðum áhrifum
og aðhaldsaðgerðir af hálfu
seðlabankans. Því gæti þurft
að stuðla að vaxtalækkun með
því að auka peningaframboð.
Seðlabankinn hefur haft
strangt taumhald á peninga-
framboði síðan í desember er
vextir voru lækkaðir um
0,25%, í 8,25%. Stjórn bankans
telur vaxtalækkun að jafnaði
auka hættuna á verðbólgu sem
er nú með minnsta móti í
Bandaríkjunum.
ar í siðmenntuðum löndum," sagði
Mihai Gheorghiu, varaforseti stúd-
entasambands Búkarest-háskóla.
Þúsundir miðaldra fólks og foreldra
með börn sameinuðust göngu stúd-
entanna og tóku undir kröfuna um
frelsi til handa Munteanu. Honum
var misþyrmt af námumönnum und-
ir stjórn fyrrum liðsmanns Securit-
ate, hinnar alræmdu öryggislögreglu
Ceausescus, í síðasta mánuði er brot-
in voru á bak aftur mótmæli gegn
stjórn Ions Iliescus forseta og Þjóð-
frelsisráðsins. Munteanu er gefið að
sök að hafa stofnað til óeirða.
Þátttakendur í göngunni báru
blóm og myndii' af Munteanu. Þeir
hrópuðu „Frelsi, frelsi!“ og „Niður
með kommúnismann!" Margir héldu
á borðum þar sem lýst var sakleysi
stúdenta er handteknir voru fyrir
meint pólitískt ofbeldi í síðasta mán-
uði. Á einum borðanum stóð: „Betra
er að vera dauður en kommúnisti."
Victor Stanculescu varnarmála-
ráðherra Rúmeníu, sagði í gær að
fyrrum starfsmenn Securitate yrðu
ráðnir til að gegna störfum í nýrri
óeirðalögreglu og nýrri leyniþjón-
ustu. Stanculescu sagði þó að ein-
ungis „góðir og gegnir borgarar"
yrðu valdir til starfans.
„Þeir sem reiknuðu með því að
þetta yrði síðasta flokksþingið og
að þeir stæðu yfir moldum komm-
únistaflokksins höfðu rangt fyrir
sér,“ sagði Gorbatsjov í lokaávarpi
sínu við dynjandi lófatak. „Komm-
únistaflokkur Sovétríkjanna lifir um
ókomna framtíð ..
Þingstörfum lauk með því að
kosin var miðstjórn flokksins. Að
sögn fréttaskýrenda urðu miðju-
menn í flokknum sem styðja Gorb-
atsjov þar í meirihluta. Um leið og
þinginu hafði lokið með því að sung-
inn var Internationalinn kom mið-
stjórnin saman og lagði blessun sína
yfir nýtt stjórnmálaráð.
í viðtali við bandarísku sjón-
varpsstöðina CBS sagði Gorbatsjov
að hann hefði búist við úrsögn Borís
Jeltsíns en harmaði hana engu að
síður. „Ég held að þetta hafi verið
rökrétt afleiðing stjórnmálastefnu
hans. Mér finnst að hvorki honum
né okkur hafi orðið ágengt með
þessu.“ Hann sagðist einnig „fyr-
irlíta þá sem yfirgefa flokkinn nú
og leita hælis annars staðar“.
Gavríl Popov, borgarstjóri
Moskvu, og Anatolíj Sobtsjak, borg-
arstjóri Leníngrad, gáfu út sameig-
inlega yfirlýsingu í gær þar sem
þeir segja að á þinginu hafi komið
í ljós að flokkurinn sé gjörsamlega
ófær um að bjóða landsmönnum
upp á áætlun um hvernig megi
Prentsmiðja Morgunblaðsins
stefna að nýju þjóðfélagi.
Jegor Lígatsjov leiðtogi harðlínu-
manna í flokknum sem beið lægri
hlut í kosningum til embættis vara-
aðalritara fyrr í vikunni sagði við
fréttamenn í gær að hann hygðist
hverfa til heimabæjar síns í Síberíu
til þess að skrifa endurminningar
sínar.
Sjá frétt á bls. 16.
Afsagnar Ridleys krafist
London. Reuter.
FJÖLDI breskra stjórnmálamanna krafðist þess í gær að Nichol-
as Ridley iðnaðar- og verslunarráðherra í bresku ríkisstjórninni
segði af sér. Tilefhið er viðtal sem birtist í vikunni í tímaritinu
Spectator þar sem Ridley segir m.a. að Þjóðveijar ætli sér að
ná yfirráðum í Evrópu og Frakkar séu eins og kjölturakkar
þeirra.
Ridley var staddur í Búdapest
þegar timaritið kom út og baðst
hann þegar formlega afsökunai
á ummælunum í viðtalinu. Hann
var væntanlegur heim til Bret-
lands í gær og var jafnvel búist
við að hann segði af sér nú um
helgina.
Ridley er þekktur fyrii' flest
annað en að fara dult með skoð-
anir sínar og hefur löngum staðið
styrr um hann. Hann er hins veg-
ar náinn samstarfsmaður Marg-
aret Thatcher forsætisráðherra
og er talið að hún sé nú í nokkr-
um vanda vegna þessa máls.
Sjá fréttir á bls. 17.