Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990
Kempurá landsmóti
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TUTTUGASTA landsmót ungmennafélaganna var sett í Mosfellssveit
í gærkvöldi. Sérstakir heiðursgestir voru keppendur frá því á lands-
móti UMFÍ fyrir hálfri öld, í Haukadal 1940, og eru kempurnar á
myndinni hér að ofan. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, og
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, fluttu ávörp við upphaf
mótsins. Fríða Rún Þórðardóttir talaði fyrir hönd íþróttamanna og
Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, setti mótið. Hópur úr UMSK og
danskir gestir sýndu fimleika og þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar
Örvarsson, Magnús Þór Sigmundsson og Diddú, Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir, sungu.
Svipuð staða í ráðning'um
kennara og undanfarin ár
Elliðaárbrekkan er fiirðu brött, segir Guðmundur Ingi
Leifsson, fræðslustjóri Norðurlandskjördæmis vestra
SVO virðist sem svipað gangi að ráða kennara til kennslustarfa
næsta vetur og undanfarin ár víða um land. Enn á eftir að ráða í
talsvert margar kennarastöður og það eru einkum stöður íþrótta-
kennara og sérkennara sem erfiðlega gengur að ráða í. Nú er lítið
spurt um þessar stöður, samkvæmt upplýsingum sem. Morgunblaðið
fékk hjá nokkrum fræðslustjóraembættum og ekki búist við að ráðn-
ingarnar taki kipp fyrr en eftir 10. ágúst.
Hjá fræðsluskrifstofu Vestur-
iands fengust þær upplýsingar að
í marga skóla hefði gengið vel að
ráða kennara, en í öðrum síður.
Stöður við sex skóla yrðu auglýstar
um helgina. Það vantaði einkum
fólk í stöður íþróttakennara, tón-
menntakennara og til sérkennslu.
Ráðningarnar tækju kipp í lok
skólatímans á vorin, síðan róaðist
þetta og tæki ekki kipp aftur fyrr
en eftir verslunarmannahelgi. Und-
anfarin ár hefðu kennarar með rétt-
indi verið á bilinu 75-78%, og þetta
hlutfall virtist heldur fara lækk-
andi. Umsóknir fólks sem ekki hefði
full réttindi væru þegar famar að
berast.
Margrét Guðjónsdóttir á fræðslu-
skrifstofu Reykjanesumdæmis
sagði að það hefði gengið vel að
manna stöður á höfuðborgarsvæð-
inu og í Mosfellssveit, á Kjalarnesi
og í Kjós, en treglegar hefði gengið
að manna stöður á Suðurnesjum
og þar væru ennþá lausar stöður í
flestum skólanna, en misjafnlega
margar. Hún sagði að það gengi
alltaf erfiðlega að fá tónmennta-
kennara og eins væri oft erfitt að
fá kennara til að kenna ákveðnar
greinar á eldri stigum.
Á fræðsluskrifstofu Austurlands
fengust þær upplýsingar að það
gengi mjög svipað og undanfarin
ár að ráða kennara, en fleiri með
full réttindi sæktu nú um en áður.
Það væri ekki mjög margar stöður
sem væri óráðið í og upp í þær
yrði fyllt með leiðbeinendum ef rétt-
indafólk fengist ekki. Það væri helst
hörgull á íþróttakennumm.
Guðmundur Ingi Leifsson,
fræðsfUstjóri í Norðurlandskjör-
dæmi vestra sagði að það hefði
verið afar lítil hreyfíng í ráðningar-
málum kennara á þessu sumri og
minni nú en áður ef eitthvað væri,
en hreyfing kæmist ef til vill á þetta
þegar búið væri að ganga frá ráðn-
ingarmálum áhöfuðborgarsvæðinu.
Það væri óvanalega seint á ferðinni
vegna sveitarstjórnarkosninganna í
vor. Hann sagði að það vantaði
kennara nokkuð víða og það væri
óvanalegt að það vantaði nú kenn-
ara við skólana á Blönduósi, á Sauð-
árkróki og á Siglufírði. 3-4 stöður
væru lausar í hverjum skóla. Rétt-
indafólk sækti ekki um þó ýmis
fríðindi væm í boði í mörgum tilfell-
um, húsnæðisstyrkur, flutnings-
styrkur og jafnvel beinar yfírborg-
anir, en „Elliðaárbrekkan er furðu
brött". Hann sagði að um 30%
kennslu í umdæminu kæmi í hlut
leiðbeinenda vegna þess að rétt-
indafólk fengist ekki.
Borgarráð:
Akvörðun um
synjun láns
verði breytt
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sinum í gær að beina þeim tilmæl-
um til Húsnæðisstjórnar og Bygg-
ingarsjóðs ríkisins að þessir aðilar
endurskoði þá ákvörðun sína að
veita borginni ekki lán til bygg-
ingar íbúða íyrir aldraða við Lind-
argötu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, borgarráðsmaður og formað-
ur skipulagsneíhdar Reykjavíkur,
segir að í svari Húsnæðisstjórnar
við umsókn borgarinnar um lán
sé gengið út frá að eingöngu eigi
að byggja söluíbúðir, en stað-
reyndin sé sú að sótt hafi verið
um lán til að byggja annars vegar
söluíbúðir og hins vegar leigu- og
hlutdeildaríbúðir.
í samþykkt borgarráðs, sem borin
var upp af minnihlutaflokkunum í
borgarstjórn, er skorað á Húsnæðis-
stjórn að lána tii leiguíbúða og hlut-
deildaríbúða, sem byggja eigi. Með
hlutdeildaríbúð er átt við íbúð, sem
íbúi geti keypt hlut í, en greitt leigu
fyrir þann hluta, sem áfram er í eigu
borgarinnar. Tillögu minnihlutans,
um að ákveðið verði nákvæmlega
hversu margar íbúðir af hverri teg-
und eigi að byggja, var vísað til bygg-
ingarnefndar aldraðra.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði
að umsókn borgarinnar um lán, sem
lögð hefði verið fram fyrir sjö mánuð-
um, hefði gengið út á að í húsinu
yrðu bæði söluíbúðir og hlutdeildar-
og leiguíbúðir, en sú skipting hefði
ekki verið ákveðin endanlega. Svar
Húsnæðismálastjórnar, um að ekki
yrði lánað til söluíbúða, væri því út
í hött.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt
að borgin geti einfaldlega farið þá
leið að ijármagna íbúðabyggingarnar
með húsbréfaskiptum. Vilhjálmur
segir þetta síðbúinn útúrsnúning. „I
fýrsta lagi sóttum við um lán til
leiguíbúða og í öðru lagi hefur í
mörg ár verið lánað til byggingar
söluíbúða fyrir aldraða. Það hafði
engin athugasemd komið frá ráð-
herra eða húsnæðismálastjórn um
að ekki yrði lánað til söluíbúða,“
sagði Vilhjálmur.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Kristján og Snorri ganga frá lúðuaflanum í kör og isa vel yfir.
Lúðulöndun í Ejrjum
Vestmannaeyjum.
TRILLUR frá Vestmannaeyjum sem gert hafa út á lúðulínu hafa
aflað þokkalega í sumar. Aflinn hefur oft og tíðum verið ágætur
og líflegt á bryggjunni þegar honum hefur verið landað.
Það var verið að landa aflanum sem er annars skipstjóri á loðnu-
úr Sigurpáli VE fyrir skömmu skipinu Gígju VE, og félagi hans,
þegar Morgunblaðsmenn áttu leið Kristján. Þeir ísuðu lúðuna í kör
um bryggjurnar í Eyjum. Aflinn á bryggjunni en síðan var hún
var ágætur og mennirnir tveir flutt í gám á eríendan markað,
sem á bátnum eru höfðu í nógu þar sem hátt verð er yfirleitt
að snúast við löndunina. Þeir eru greitt fyrir físk þennan.
tveir á Sigurpáli, Snorri Gestsson, Grímur
Hugmyndir um álver á Árskógsströnd:
Heimamenn skilja ekki
að þorpið þurfi að víkja
- segir Sveinn Jónsson oddviti
SVEINN Jónsson, oddviti Árskógsstrandarhrepps, segir að heima-
mönnum komi á óvart það álit, sem fram kemur í minnisblöðum
iðnaðarráöuneytisins, að þorpið Litli-Árskógur þurfi sennilega að
víkja, verði álveri fundinn staður á lóð í grenndinni, sem koma þyk-
ir til greina í staðarvalsathugpinum. Sveinn segir að heimamenn séu
flestir jákvæðir gagnvart álveri, og telji að með nútímamengunar-
vörnum verði mengun ekki það mikil, að flytja þurfi þorpið.
Að sögn Sveins hefur það ekki
komið fram í viðtölum ráðuneytis-
manna og sérfræðinga við heima-
menn á Árskógsströnd að hugsan-
lega þyrfti að flytja þorpið vegna
mengunar frá nýju álveri. Það hefðu
þeir fyrst séð í blöðunum. „Við skilj-
um þetta ekki,“ sagði Sveinn. Hann
sagðist meðal annars hafa skoðað
aðstæður við álver í Bandaríkjun-
um, þar sem byggð væri nálægt
álveri, og einnig væri byggð, þar á
meðal skóli, á Hvaleyrarholti í
Hafnarfirði mjög stutt frá álverinu
þar. „Við teljum að verið sé að búa
til það vandamál, að flytja þurfi
fólkið í burtu. Fólkið sjálft er já-
kvætt og við höfum ekki talið að
það verði byggt álver með þeirri
mengunarhættu að fólki stafí hætta
af,“ sagði Sveinn. „Við gerum ráð
fyrir því að hvar sem álver verður
reist, hvort það verður á Keilisnesi
eða hér, verði það bezta gert í
mengunarvörnum, sem völ er á.“
Hann sagði að vissulega heyrðust
efasemdaraddir í byggðarlaginu um
að landbúnaðarhérað eins og Eyja-
fjörður væri rétti staðurinn fyrir
álver. Hann sagði að ef til vill væri
Eyjafjörður betur settur en ýmis
önnur svæði, þar sem jarðvegur
væri basískur og þyldi betur flúor
en súr jarðvegur. „Ég tel að við
getum framleitt landbúnaðai-vörur
í Eyjafirði í miklum mæli þótt á
örfáum jörðum þyrfti kannski að
leggja niður hefðbundinn búskap,"
sagði hann.
Sveinn sagði að enn hefðu menn
ekki velt fyrir sér í alvöru hvaða
afstöðu þeir tækju, éf kostirnir
væru annars vegar að fá ekkert
álver, og hins vegar að fá álverið
en þurfa að flytja þorpið. „Við erum
ennþá svo langt frá því að hér komi
álver, að menn hafa ekki velt því
upp. Við sjáum ekki endilega sam-
hengi í því,“ sagði hann.
EM unglinga í golfí:
Island vann Austurríki
ÍSLAND sigraði Austurríki í gær með fjórum vinningum gegn þrem-
ur á Evrópumóti unglinga í golfi, sem nú stendur yfir á Grafarholt-
svellinum. ísland mætir Vestur-Þjóðveijum í dag. íslenzka liðið, sem
skipað er piltum 18 ára og yngri, mun keppa um 9.-12. sætið, og
hefur liðið aldrei fyrr náð jafii góðum árangri á Evrópumóti.
I fjórleik í gær unnu Sturla
Omarsson og Kjartan Gunnarsson
andstæðinga sína 3-2 en Júlíus
Hallgrímsson og Örn Arnarson töp-
uðu 0-1. í einliðaleik vann ísland
þrjá leiki. Sturla Ómarsson vann
2-1, Júlíus Hallgrímsson 2-1 og
Hjalti Nielsen 1-0. Örn Arnarson
tapaði 0-1 og Ástráður Sigurðsson
tapaði 4-6.
Skotland, írland, Spánn og Eng-
land keppa um fyrsta sætið í mót-
inu. I dag mætir Skotland írlandi
og England mætir Spáni. Keppnin
hefst klukkan 8. Síðasta umferðin
vcrður leikin á morgun.