Morgunblaðið - 14.07.1990, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990
3
Umferðarráð:
Færri slasast al-
varlega en í fyrra
SAMKVÆMT skýrslum Um-
ferðarráðs hafa 34% færri slas-
ast alvarlega í umferðarsfysum
íyrstu sex mánuði ársins en á
sama tíma í íyrra. 82 eru taldir
hafa slasast alvarlega á þessu
ári en þeir voru 125 fyrri hluta
ársins 1989. Þá kemur fram í
frétt frá Umferðan-áði að tals-
vert hærra hlutfall þeirra sem
lent hafa í umferðarslysum hef-
ur notað bílbelti en í fyrra og
telur Umferðarráð þá þróun
geta skýrt það að áverkar verði
ekki eins alvarlegir og ella.
Heildai’fjöldi þeirra sem Um-
ferðarráð hefur upplýsingar um
að hafi slasast er nokkru minni
en á sama tíma í fyrra; 356 í 229
slysum en í fyrra höfðu 362 slas-
ast. Hins vegar hefur 22 ung-
mennum fleira á aldrinum 17-20
ára slasast í umferðinni nú en í
fyrra. Færri börn og aldraðir hafa
slasast en í fyrra.
13 hafa látist í 9 umferðarslys-
um á árinu en á sama tíma í fyrra
höfðu 12 látist í 10 slysum. Sex
hafa látist í slysum í Arnessýslu
og fjórir í Húnavatnssýslum.
20 ölvaðir ökumenn hafa átt
aðild að umferðarslysum í ár, sam-
kvæmt upplýsingum Umferðar-
ráðs.
Sjávarútvegs-
ráðherra Nor-
egs í heimsókn
SVEIN Munkejord, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, er væntanlegur
hingað til lands í opinbera heim-
sókn á morgun í boði Halldórs
Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð-
lierra.
í för með ráðherranum verður
kona hans, frú Ase Munkejord og
þrír embættismenn. Sendinefndin
kemur til landsins sunnudag 15. júlí,
en hinni opinberu heimsókn lýkur
þriðjudaginn 17. júlí.
Ráðherrarnir munu á fundum
sínum ræða ýmis mál er varða sam-
skipti þjóðanna og sameiginleg hags-
munamál þeirra á sviði sjávarútvegs.
Norski ráðherrann mun heim-
sækja fiskvinnslufyrirtæki á höfuð-
borgarsvæðinu og fara í kynnisferðir
m.a. til Vestmannaeyja og Þing\'alla.
Hafskipsmál:
Páll Amór í stað Jónatans
Dómsmálaráðherra hefiir
skipað Pál Arnór Pálsson hæsta-
réttarlögmann til að gegna störf-
um ríkissaksóknara í málum er
tengjast gjaldþroti Hafskips.
Jafnframt hefur Jónatan Þór-
mundsson prófessor verið leystur
frá starfi þessu að eigin ósk.
Páll Arnór Pálsson var annar
aðstoðarmanna Jónatans við undir-
búning Hafskipsmálsins og rekstur
þess fyrir sakadómi. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið að engin
ákvörðun hefði verið tekin um fram-
hald málsins enda hefðu gögn ekki
borist úr sakadómi. Frá þeim tíma
er gögn berast hefur ákæruvaldið
þriggja mánaða frest til að taka
afstöðu til þess hvort dómi saka-
dóms verði áfrýjað.
Máli McGoverns vísað
til menntamálaráðherra
MÁLI bandaríska fornleifafræðingsins Thomas McGovern var
vísað til menntamálaráðuneytisins á löngum fundi Fornleifanefnd-
ar, sem haldinn vár í gær. Þá var samþykkt tillaga Þórs Magnús-
sonar þjóðminjavarðar, um að ítreka fyrri afgreiðslu nefndarinn-
ar, þar sem McGovern var veitt leyfi til rannsókna á dýrabeinum
á Ströndum. Einnig var samþykkt að fela formanni nefndarinn-
ar, Sveinbirni Reynissyni að skrifa undir leyfið.
Tillöguna samþykktu Þór Lára Baldvinsdóttir sagnfræðing-
Magnússon þjóðminjavörður,
Margrét Hallgrímsdóttir borgar-
minjavörður og Guðmundur Ól-
afsson, deildarstjóri fornleifa-
deildar Þjóðminjasafnsins. Á móti
voru formaður nefndarinnar,
Sveinbjörn Rafnsson, og Inga
ar. „Formaður sagði að hann hefði
þegar útskýrt að hann teldi sig
ekki geta samþykkt þetta leyfi
og þá var samþykkt að vísa mál-
inu til úrskurðar ráðuneytis,“ seg-
ir Guðmundur Ólafsson.
í fyrra sinn sem mál McGo-
verns fór fyrir fornleifanefnd,
vísaði formaður hennar því til
Þjóðminjaráðs. Það neitaði
McGovern um leyfi til að grafa
upp bein á Ströndum, þar sem
hann uppfyllti ekki þau skilyrði
nefndarinnar að þeir, sem fáist
við íslenskar fornminjar, verði að
kunna góð skil á íslenskri menn-
ingarsögu.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,
náðist hvorki í Sveinbjörn Reynis-
son, Ingu Láru Baldvinsdóttur né
menntamálaráðherra.
Tel að við séum ein-
ungis peð í valdatafli
- segir Thomas McGovern fornleifafræðingur
„ÉG VEIT ekki hvað er að gerast, það eina sem mér dettur í hug
er að við séum peð í valdatafli um hver stjórni fornleifarannsókn-
um hérlendis. Áð menn hafi raunverulega ekkert á móti starfi
okkar en noti það til að ná sér niður á þeim sem mest hafa unn-
ið með okkur.“ Svo farast bandaríska fornleifafræðingnum Thom-
as McGovern orð, en honum hefur sem kunngt er verið neitað
um heimild til fornleifarannsókna í Arnarneshreppi á Ströndum
þar sem hann sé útlendingur og kunni því ekki nægileg skil á
íslenskri menningarsögu.
Thomas McGovern hefur sér-
hæft sig í rannsóknum á beinum
og hefur meðal annars rannsakað
bein úr uppgreftrinum í Viðey og
Stóru-Borg. Hann starfar við
Hunter College í New York en
fornleifadeild skólans hefur sér-
hæft sig í rannsóknum á norður-
hveli jarðar, þ. á m. Islandi. Auk
rannsóknai’vinnunnar starfar
McGovern við kennslu.
Rannsóknarhópur hans saman-
stendur af náttúrufræðingum,
sagnfræðingum og jarðfræðing-
um auk fornleifafræðinga, sem
koma frá Bretlandi, Bandaríkjun-
um, Danmörku, Grikklandi,
Kanada og íslandi. McGovern
vinnur með styrk frá Banda-
ríkjunum, sem hann segist hafa
herjað út enda sé hreint ekki auð-
velt að verða sér úti um rannsókn-
arstyrki þar. En ekki megi gleyma
þeim stuðningj sem hann hafi
fengið hérlendis, bæði hvað varði
vinnuaðstöðu og upplýsingar.
Hluti hópsins er nú í Árnarnes-
hreppi við þær athuganir sem
leyfðar eru; myndatöku og skrán-
ingu á því sem sjáanlegt er. „Við
hróflum ekki við neinu,“ segir
McGovern. „Ætlun okkar var að
athuga dýrabein en þeim er hrein-
lega að skola á haf út og fáum
við ekki leyfi fljótlega, verður
mikið af þvi, sem við ætluðum að
rannsaka, horfið og þar með er
úti um rannsóknir okkar.“
McGovern hefur margoft komið
hingað til Tands, í fyrsta sinn 1974
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég hef ekki mætt öðru en vel-
vilja hérlendis þar til nú, að
mér er neitað um leyfi til rann-
sókna,“ segir Thomas McGo-
vern.
og er hann hér í 15. sinn. Hann
segist ekki hafa mætt öðru en
velvilja hérlendis þar til í sumar,
að honum voru meinaðar rann-
sóknir. „Við komum hingað í byij-
un júní og höfðum sótt um leyfi
áður. Rétt fyrir komuna höfðum
við af því spurnir að vandkvæði
hefðu skotið upp kollinum og tók-
um því með okkur aukaupplýsing-
ar sem við afhentum fornleifa-
nefnd við komuna. En svo heyrð-
um við ekkert meira fyrr en 18.
júní, þegar okkur var synjað um
leyfi og . formaður nefndarinnar
vildi ekkert við okkur tala.“
McGovern segir formann forn-
leifanefndar vilja að hópurinn
hætti öllu samstarfi við íslenska
vísindamenn og að öllum beinum,
sem McGovern hefur rannsakað
erlendis, verði skilað í haust. „Við
höfum ætíð talið beinin íslenska
eign og ástæða þess að við geym-
um þau er sú að við vorum beðn-
ir um það þar sem við ættum eft-
ir að rannsaka þau til fulls og að
hérlendis væri ekki geymslu-
pláss.“
McGovern segir allan sinn tíma
hérlendis hafa farið í að leita að-
stoðar, svo hópur hans megi helja
rannsóknir. Honum hafi því
hvorki unnist tími til að undirbúa
sig sem skyldi né ræða við
íslenska vísindamenn vegna at-
hugunar á vegum National Sci-
ence-nefndarinnar í Bandaríkjun-
um sem er í bígerð. „Sendiráð
Bandaríkjanna, Danmerkur og
Bretlands fylgjast vel með þessu
máli og við höfum einnig haft
samband við menntamálaráðu-
nejdið nær daglega.
„Fái ég ekki leyfið á allra næstu
dögum, er mér ekki mögulegt að
rannska bein á Ströndum. Dýr-
mætur tími hefur farið til spillis.
Verði mér neitað um leyfið, mun
ég starfa að rannsóknunum í Við-
ey. Ég mun reyna að nýta styrk-
inn eins og kostur er. Ég vil að
síðustu lýsa hrifningu minni á
landinu og samstarfinu við
íslenska fornleifafræðinga, sem
ég tel standa mjög framarlega í
sínu fagi. En ég hef áhyggjur af
framtíð greinarinnar ef mál mitt
er aðeins forsmekkurinn að því
sem koma skal.“
íslendingar valdir í alþjóð-
lega keppni jassleikara
KVARTETT Sigurðar Flosasonar tekur þátt í alþjóðlegri samkeppni
ungra jassleikara í Overijse í Belgíu 8.-9. september næstkomandi. Það
er Alþjóða jassleikarasambandið, IJF, sem stendur fyrir samkeppninni
og er hún árlegur viðburður. Alls sóttu 90 hljómsveitir fi’á 20 löndum
um þátttökurétt að þessu sinni en aðeins tíu sveitir komust alla leið, þar
á meðal Kvartett Sigurðar Flosasonar.
Sá háttur er hafður á að hljóm-
sveitirnar sem sóttu um þátttöku í
samkeppninni sendu inn segulbönd
með tónlist sinni og dómnefnd valdi
úr tíu sveitir sem boðin var þátttaka.
„Eg átti alls ekki von á þessu,“
sagði Sigurður Flosason saxafónleik-
ari, en auk hans skipa sveitina Kjart-
an Valdimarsson píanóleikari, Þórður
Högnason bassaleikari og Matthías
Hemstock trommuleikari. Kvartett-
inn sendi inn fjögur frumsamin verk,
tvö eftir Sigurð og önnur tvö eftir
Kjartan.
„Orðstír keppninnar hefur aukist
með hveiju ári og margar af þekkt-
ust jasssveitum Dana hafa t.il að
mynda fyrst vakið athygli á sér með
góðri frammistöðu í keppninni. Má
þar nefna hljómsveitina Page one og
kvintett trompetleikarans Jens Wint-
hers. Þó við hreppum engin verðlaun
þá tel ég þetta vera mjög stórt skref
fyrir íslenska jasstónlist," sagði Sig-
urður.
Jasskeppninni verða gerð skil í
belgíska ríkissjónvarpinu og útvarp-
inu og há peningaverðlaun eru í boði
fyrir þær hljómsveitir sem hreppa
efstu sætin. Auk þess verður gefinn
út hljómdiskur með fjórum bestu
sveitunum.